Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar 18. nóvember 2024 19:15 Ég hóf nám í Fósturskóla Íslands, árið 1983, 22 ára, tveggja barna móðir, eldra barnið, þriggja ára, fékk pláss í leikskóla, yngra barnið, rúmlega þriggja mánaða, var hjá dagmömmu (á þeim tíma var verið að lengja fæðingarorlofið í fjóra mánuði). Við leigðum. Námið í Fósturskólanum (leikskólakennaranám) var yfirleitt skipulagt frá 8- 4 alla daga ofan á það kom svo mikil verkefnavinna. Það var því mikið á sig lagt til að fá eitt verst borgaða starf fyrir menntað fólk sem hægt var. Ég fékk alveg að heyra að ég væri að fórna stúdentsprófinu mínu, en á þeim tíma voru örfáir stúdentar við nám í skólanum, ég hefði getað valið mér miklu betri menntun, sem gæfi ekki bara betri laun heldur líka meiri virðingu í samfélaginu. Mér var alveg sama, ég var búin að ákveða mig, ég var reyndar að íhuga á þessum tíma að sækja um listnám en sem ábyrg ung móðir taldi ég að tekjumöguleikar á þeim vettvangi væru nú enn minni en í leikskólanum. En hvers vegna er ég að rifja þetta upp, jú vegna þess að á þeim tíma sem ég var í námi, hvort sem það var Fósturskóli eða eitthvað annað átti ég raunverulegt val - vegna námslánakerfisins. Ég var á lánum allan tímann sem ég var í Fósturskólanum og safnaði háum námslánaskuldum. Vissulega oft erfitt að láta enda ná saman en þetta gekk samt einhvern veginn upp. Fljótlega eftir útskrift varð ég leikskólastjóri og var því á aðeins betri launum en sem óbreyttur leikskólakennari, en afborgun á námslánum var oft erfið ungu lágtekjufólki. Hins vegar vissi ég líka að ég hefði aldrei getað menntað mig hefði ég þurft að vinna fulla vinnu með námi. Það var ódýr fjárfesting hjá ríkinu að lána okkur láglaunakonum framfærslulán og já ég greiddi mín námslán að fullu. Það var góður dagur þegar síðasta greiðsla var innt af hendi. Sem kennari, kennaranema, veit ég að fæst þeirra eru á námslánum, þau eru allmörg í nærri fullri vinnu með námi, þau eru eins og ég á sínum tíma mörg hver fjölskyldufólk með börn á framfæri, sem oft seinkar þeim í námi. Fyrir þetta unga fólk er það fjárfesting til framtíðar að sækja sér menntun. Það leggur mikið á sig og fæst treysta sér til að leggja framtíðarhag fjölskyldna sinna undir með því að taka námslán. Þegar ég var ung aðhylltist ég hugmyndina um borgaralaun, sem við unga fólkið á þeim tíma vörðum miklum tíma í að ræða. Hugmyndin um að hverri manneskju væri tryggð grunnframfærsla og með því væri að mestu hægt að leggja af framfærslulána/tryggingarkerfi. Það er nefnilega líka dýrt að skipuleggja kerfi út frá þeim fáu sem kannski misnota það. Það hefur margt breyst og áunnist, eitt er að laun leikskólakennara hafa sannarlega hækkað gríðarlega miðað við verðlagsþróun frá því ég fékk mína fyrstu útborgun. En ef raunverulegur vilji er til að efla leikskólakerfið, þarf að gera betur. Það þarf að vera góður kostur að fara í kennaranám, að fólk sem þangað sækir viti að þau munu uppskera eins og til er sáð. Það þarf bæði námslánakerfi sem geri þeim kleift að mennta sig og að uppskeran, launin, séu sambærileg við aðra sérfræðinga á vinnumarkaði. Það skiptir máli að geta menntað sig án afkomuótta. Áfram kennarar Höfundur er leik- og háskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ég hóf nám í Fósturskóla Íslands, árið 1983, 22 ára, tveggja barna móðir, eldra barnið, þriggja ára, fékk pláss í leikskóla, yngra barnið, rúmlega þriggja mánaða, var hjá dagmömmu (á þeim tíma var verið að lengja fæðingarorlofið í fjóra mánuði). Við leigðum. Námið í Fósturskólanum (leikskólakennaranám) var yfirleitt skipulagt frá 8- 4 alla daga ofan á það kom svo mikil verkefnavinna. Það var því mikið á sig lagt til að fá eitt verst borgaða starf fyrir menntað fólk sem hægt var. Ég fékk alveg að heyra að ég væri að fórna stúdentsprófinu mínu, en á þeim tíma voru örfáir stúdentar við nám í skólanum, ég hefði getað valið mér miklu betri menntun, sem gæfi ekki bara betri laun heldur líka meiri virðingu í samfélaginu. Mér var alveg sama, ég var búin að ákveða mig, ég var reyndar að íhuga á þessum tíma að sækja um listnám en sem ábyrg ung móðir taldi ég að tekjumöguleikar á þeim vettvangi væru nú enn minni en í leikskólanum. En hvers vegna er ég að rifja þetta upp, jú vegna þess að á þeim tíma sem ég var í námi, hvort sem það var Fósturskóli eða eitthvað annað átti ég raunverulegt val - vegna námslánakerfisins. Ég var á lánum allan tímann sem ég var í Fósturskólanum og safnaði háum námslánaskuldum. Vissulega oft erfitt að láta enda ná saman en þetta gekk samt einhvern veginn upp. Fljótlega eftir útskrift varð ég leikskólastjóri og var því á aðeins betri launum en sem óbreyttur leikskólakennari, en afborgun á námslánum var oft erfið ungu lágtekjufólki. Hins vegar vissi ég líka að ég hefði aldrei getað menntað mig hefði ég þurft að vinna fulla vinnu með námi. Það var ódýr fjárfesting hjá ríkinu að lána okkur láglaunakonum framfærslulán og já ég greiddi mín námslán að fullu. Það var góður dagur þegar síðasta greiðsla var innt af hendi. Sem kennari, kennaranema, veit ég að fæst þeirra eru á námslánum, þau eru allmörg í nærri fullri vinnu með námi, þau eru eins og ég á sínum tíma mörg hver fjölskyldufólk með börn á framfæri, sem oft seinkar þeim í námi. Fyrir þetta unga fólk er það fjárfesting til framtíðar að sækja sér menntun. Það leggur mikið á sig og fæst treysta sér til að leggja framtíðarhag fjölskyldna sinna undir með því að taka námslán. Þegar ég var ung aðhylltist ég hugmyndina um borgaralaun, sem við unga fólkið á þeim tíma vörðum miklum tíma í að ræða. Hugmyndin um að hverri manneskju væri tryggð grunnframfærsla og með því væri að mestu hægt að leggja af framfærslulána/tryggingarkerfi. Það er nefnilega líka dýrt að skipuleggja kerfi út frá þeim fáu sem kannski misnota það. Það hefur margt breyst og áunnist, eitt er að laun leikskólakennara hafa sannarlega hækkað gríðarlega miðað við verðlagsþróun frá því ég fékk mína fyrstu útborgun. En ef raunverulegur vilji er til að efla leikskólakerfið, þarf að gera betur. Það þarf að vera góður kostur að fara í kennaranám, að fólk sem þangað sækir viti að þau munu uppskera eins og til er sáð. Það þarf bæði námslánakerfi sem geri þeim kleift að mennta sig og að uppskeran, launin, séu sambærileg við aðra sérfræðinga á vinnumarkaði. Það skiptir máli að geta menntað sig án afkomuótta. Áfram kennarar Höfundur er leik- og háskólakennari.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun