Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 15. nóvember 2024 06:00 Nýlega lagði ég fram þingsályktunartillögu um stóraukinn stuðning og fræðslu fyrir foreldra barna sem greinst hafa með ADHD. Markmið tillögunnar er að tryggja foreldrum þessa hóps gjaldfrjálsan aðgang að námskeiðum, hagnýtum verkfærum og leiðsögn sem eflir sjálfstraust þeirra og öryggi í uppeldinu. Við vitum að ADHD getur haft áhrif á mörgum sviðum lífsins, hvort sem er í námi, samskiptum eða daglegum athöfnum. Um eitt af hverjum tíu börnum tilheyrir þessum hópi, sem þýðir að í venjulegum kennslustofum eru að minnsta kosti 2–3 börn með ADHD sem þurfa stuðning og skilning til að blómstra. Börn með ADHD búa yfir einstökum hæfileikum – ofurkrafti sem má virkja með réttri umgjörð og stuðningi. Það er samfélagslegt hlutverk okkar að skapa þessum öflugu einstaklingum aðstæður sem gera þeim kleift þeim að blómstra, þannig að orka þeirra og sköpunargáfa fái notið sín. Stuðningur og námskeið fyrir foreldra Að ala upp barn með ADHD getur verið frábrugðið hefðbundnu uppeldi. Foreldrar þurfa oft að mæta nýjum áskorunum og aðlagast breytilegum þörfum barnsins. Þau sem hafa leitað sér fræðslu eru þó mörg sammála því að vilja enn meiri aðstoð og tæki til að styðja börnin sín í námi og félagslífi. Það er því gleðilegt að námskeið fyrir foreldra barna með ADHD hafa orðið algengari á síðustu árum, og reynsla sýnir að þau eru gagnleg. Slík námskeið veita foreldrum innsýn og þekkingu um áskoranir og styrkleika barna með ADHD, jafnt sem þau hafa jákvæð áhrif á nám og félagsfærni barna. Slík námskeið ættu því að vera aðgengileg öllum foreldrum, óháð efnahag. Loksins! Í síðustu viku bárust jákvæðar fréttir af nýju foreldranámskeiði ADHD samtakanna, „Kærleikur í kaos,“ sem heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, opnaði formlega. Námskeiðið er nú öllum aðgengilegt á vef ADHD samtakanna. „Kærleikur í kaos“ er netnámskeið í fimm gagnvirkum hlutum, sem foreldrar geta nýtt á sínum hraða, hvar og hvenær sem hentar. Byggt á danska námskeiðinu KIK – Nu!, sem hefur verið þýtt og aðlagað á íslensku. Umrætt námskeið hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir árangur. Rannsóknir sýna að námskeiðið eflir uppeldisfærni foreldra, dregur úr árekstrum og styrkir samband foreldra og barns. Ég hvet áhugasöm til að kynna sér námskeiðið á vefsíðu ADHD samtakanna – Kærleikur í kaos. Ég vil þakka ADHD samtökunum innilega fyrir öflugt starf í þágu barna og ungmenna og heilbrigðisráðherra fyrir stuðning sinn við verkefnið. Ég er sannfærð um að þessi fjárfesting muni stuðla að betri lífsgæðum fyrir börn og fjölskyldur með ADHD og auka enn framlag þessa öfluga hóps til samfélagsins okkar. Höfundur er þingmaður og frambjóðandi í 2. sæti Framsóknar í Reykjavík Norður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Framsóknarflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 ADHD Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Nýlega lagði ég fram þingsályktunartillögu um stóraukinn stuðning og fræðslu fyrir foreldra barna sem greinst hafa með ADHD. Markmið tillögunnar er að tryggja foreldrum þessa hóps gjaldfrjálsan aðgang að námskeiðum, hagnýtum verkfærum og leiðsögn sem eflir sjálfstraust þeirra og öryggi í uppeldinu. Við vitum að ADHD getur haft áhrif á mörgum sviðum lífsins, hvort sem er í námi, samskiptum eða daglegum athöfnum. Um eitt af hverjum tíu börnum tilheyrir þessum hópi, sem þýðir að í venjulegum kennslustofum eru að minnsta kosti 2–3 börn með ADHD sem þurfa stuðning og skilning til að blómstra. Börn með ADHD búa yfir einstökum hæfileikum – ofurkrafti sem má virkja með réttri umgjörð og stuðningi. Það er samfélagslegt hlutverk okkar að skapa þessum öflugu einstaklingum aðstæður sem gera þeim kleift þeim að blómstra, þannig að orka þeirra og sköpunargáfa fái notið sín. Stuðningur og námskeið fyrir foreldra Að ala upp barn með ADHD getur verið frábrugðið hefðbundnu uppeldi. Foreldrar þurfa oft að mæta nýjum áskorunum og aðlagast breytilegum þörfum barnsins. Þau sem hafa leitað sér fræðslu eru þó mörg sammála því að vilja enn meiri aðstoð og tæki til að styðja börnin sín í námi og félagslífi. Það er því gleðilegt að námskeið fyrir foreldra barna með ADHD hafa orðið algengari á síðustu árum, og reynsla sýnir að þau eru gagnleg. Slík námskeið veita foreldrum innsýn og þekkingu um áskoranir og styrkleika barna með ADHD, jafnt sem þau hafa jákvæð áhrif á nám og félagsfærni barna. Slík námskeið ættu því að vera aðgengileg öllum foreldrum, óháð efnahag. Loksins! Í síðustu viku bárust jákvæðar fréttir af nýju foreldranámskeiði ADHD samtakanna, „Kærleikur í kaos,“ sem heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, opnaði formlega. Námskeiðið er nú öllum aðgengilegt á vef ADHD samtakanna. „Kærleikur í kaos“ er netnámskeið í fimm gagnvirkum hlutum, sem foreldrar geta nýtt á sínum hraða, hvar og hvenær sem hentar. Byggt á danska námskeiðinu KIK – Nu!, sem hefur verið þýtt og aðlagað á íslensku. Umrætt námskeið hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir árangur. Rannsóknir sýna að námskeiðið eflir uppeldisfærni foreldra, dregur úr árekstrum og styrkir samband foreldra og barns. Ég hvet áhugasöm til að kynna sér námskeiðið á vefsíðu ADHD samtakanna – Kærleikur í kaos. Ég vil þakka ADHD samtökunum innilega fyrir öflugt starf í þágu barna og ungmenna og heilbrigðisráðherra fyrir stuðning sinn við verkefnið. Ég er sannfærð um að þessi fjárfesting muni stuðla að betri lífsgæðum fyrir börn og fjölskyldur með ADHD og auka enn framlag þessa öfluga hóps til samfélagsins okkar. Höfundur er þingmaður og frambjóðandi í 2. sæti Framsóknar í Reykjavík Norður
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun