Heilbrigðismál í aðdraganda kosninga Jón Magnús Kristjánsson skrifar 12. nóvember 2024 07:33 Heilbrigðismál eru mikilvægasta málefnið Endurtekið hefur almenningur nefnt heilbrigðismál sem mikilvægasta málefnið sem stjórnvöld eigi að setja í forgang, núna síðast í könnun Gallup sem birt var á mbl.is 11. nóvember. Í þeirri könnun gildir þetta hvort sem spurt er um þrjú eða fimm mikilvægustu málefnin. Efnahagsmál og húsnæðismál eru í öðru og þriðja sæti yfir mikilvægi í sömu könnun. Málefni flóttafólks er síðan í níunda sæti og innflytjendamál í sjötta sæti á eftir menntamálum og samgöngumálum í því fjórða og fimmta. Ég tel að túlka megi niðurstöðuna sem sterkt ákall almennings til stjórnvalda um að ná góðum tökum á efnahagsmálum með því að stöðva hallarekstur ríkissjóðs, ná niður verðbólgu og vöxtum og tryggja stóraukið framboð húsnæðis á viðráðanlegum kjörum en ekki hvað síst að almenningur telji að hið opinbera eigi að nýta bolmagn sitt og sameiginlega sjóði til þess að tryggja öflugt heilbrigðiskerfi öðrum kerfum fremur. Það kemur því á óvart hversu lítið fer fyrir raunverulegri umræðu um heilbrigðiskerfið í aðdraganda kosninganna sérstaklega í samanburði við mikla umræðu um málefni flóttafólks. Við þurfum umræðu Við þurfum umræðu jafnt um þá hluta heilbrigðiskerfisins sem þarf að bæta, svo sem styrkingu á grunnþjónustu heilsugæslunnar og eflingu þjónustu við aldraða, sem og um þá hluti þar sem sóun er í núverandi kerfi, sem dæmi að sjúklingar eru sendir erlendis í aðgerðir sem hægt er að gera á Íslandi eða óþarfa vottorð og tilvísanir. Við þurfum umræðu sem nær umfram óljósar hugmyndir um aukin framlög eða niðurskurð, umræðu sem ekki fellur í skotgrafir um rekstrarform heldur umræðu þar sem við fáum raunverulega innsýn inn í skilning flokkana á heilbrigðiskerfinu í heild sinni og forgangsröðun þeirra í málaflokknum. Það er nefnilega svo að við munum ekki sjálfkrafa fá betra kerfi með því að auka framlög til þess heldur þurfum við að bæta það á sama tíma. Auk þess verða fjármunirnir alltaf takmarkaðir. Við þurfum því að fá að heyra á hvaða þætti leggja flokkarnir áherslu. Er það á bætta þjónustu við einstaklinga með fíknisjúkdóm? Er það á grunnþjónustu heilsugæslunnar? Er það á uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni? Er það á þjónustu við aldraða? Er það á geðheilbrigðismál? Eða eitthvað allt annað? Við viljum heyra raunverulegan skilning og raunverulegar áætlanir um úrbætur. Ég skora á fjölmiðla að krefja frambjóðendur um raunveruleg svör frá frambjóðendum og flokkum um framtíðarsýn heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Höfundur er bráðalæknir og fyrrverandi yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Jón Magnús Kristjánsson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðismál eru mikilvægasta málefnið Endurtekið hefur almenningur nefnt heilbrigðismál sem mikilvægasta málefnið sem stjórnvöld eigi að setja í forgang, núna síðast í könnun Gallup sem birt var á mbl.is 11. nóvember. Í þeirri könnun gildir þetta hvort sem spurt er um þrjú eða fimm mikilvægustu málefnin. Efnahagsmál og húsnæðismál eru í öðru og þriðja sæti yfir mikilvægi í sömu könnun. Málefni flóttafólks er síðan í níunda sæti og innflytjendamál í sjötta sæti á eftir menntamálum og samgöngumálum í því fjórða og fimmta. Ég tel að túlka megi niðurstöðuna sem sterkt ákall almennings til stjórnvalda um að ná góðum tökum á efnahagsmálum með því að stöðva hallarekstur ríkissjóðs, ná niður verðbólgu og vöxtum og tryggja stóraukið framboð húsnæðis á viðráðanlegum kjörum en ekki hvað síst að almenningur telji að hið opinbera eigi að nýta bolmagn sitt og sameiginlega sjóði til þess að tryggja öflugt heilbrigðiskerfi öðrum kerfum fremur. Það kemur því á óvart hversu lítið fer fyrir raunverulegri umræðu um heilbrigðiskerfið í aðdraganda kosninganna sérstaklega í samanburði við mikla umræðu um málefni flóttafólks. Við þurfum umræðu Við þurfum umræðu jafnt um þá hluta heilbrigðiskerfisins sem þarf að bæta, svo sem styrkingu á grunnþjónustu heilsugæslunnar og eflingu þjónustu við aldraða, sem og um þá hluti þar sem sóun er í núverandi kerfi, sem dæmi að sjúklingar eru sendir erlendis í aðgerðir sem hægt er að gera á Íslandi eða óþarfa vottorð og tilvísanir. Við þurfum umræðu sem nær umfram óljósar hugmyndir um aukin framlög eða niðurskurð, umræðu sem ekki fellur í skotgrafir um rekstrarform heldur umræðu þar sem við fáum raunverulega innsýn inn í skilning flokkana á heilbrigðiskerfinu í heild sinni og forgangsröðun þeirra í málaflokknum. Það er nefnilega svo að við munum ekki sjálfkrafa fá betra kerfi með því að auka framlög til þess heldur þurfum við að bæta það á sama tíma. Auk þess verða fjármunirnir alltaf takmarkaðir. Við þurfum því að fá að heyra á hvaða þætti leggja flokkarnir áherslu. Er það á bætta þjónustu við einstaklinga með fíknisjúkdóm? Er það á grunnþjónustu heilsugæslunnar? Er það á uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni? Er það á þjónustu við aldraða? Er það á geðheilbrigðismál? Eða eitthvað allt annað? Við viljum heyra raunverulegan skilning og raunverulegar áætlanir um úrbætur. Ég skora á fjölmiðla að krefja frambjóðendur um raunveruleg svör frá frambjóðendum og flokkum um framtíðarsýn heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Höfundur er bráðalæknir og fyrrverandi yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun