Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar 11. nóvember 2024 11:32 Árið 1989 fluttu foreldrar mínir á Kjalarnes, sem þá þótti áhugaverður kostur fyrir unga fjöskyldu. Þar bauðst sérbýli á viðráðanlegu verði, fallegt umhverfi og átti Kjalarnes að vaxa mikið á næstu árum. Sundabrautin var á leiðinni og átti að auka aðgengi að bænum. Rétt eins og mörg loforð Reykjavíkurborgar þá fór Sundabraut aldrei í framkvæmd. Þvert á móti virðast ráðamenn borgarinnar gera allt til þess að þurfa ekki standa við þetta loforð. Sundabrautin samræmist ekki áformum þeirra um þéttingu byggðar og Borgarlínu, þeir vilja frekar fjarlægja götur en byggja þær. Miðflokkurinn kynnti kosningaáherslur sínar síðastliðinn laugardag og voru skilaboðin skýr í samgöngumálum: Burt með Borgarlínuna, inn með Sundabrautina. Fyrir þau sem kannast ekki við Sundabrautina þá er hún vegur sem nær frá miðbæ Reykjavíkur yfir á Kjalarnes. Hér að neðan mun ég setja mynd af einni útfærslu sem birtist nýverið. Kílómetrarnir sýna fjarlægðina frá upphafi brautarinnar á Kjalarnesi og línurnar eru afreinar þar sem er hægt að komast inn og útaf Sundabrautinni. Ef miðað er við að hámarkshraði væri 70, þá tæki 11 mínútur að keyra brautina frá upphafi til enda: Sundabrautin hefur því miður orðið að eilífðarloforði flokka í Reykjavíkurborg sem gera svo ekkert til þess að hefja framkvæmdir. Hún minnir á hlaupár, hún kemur upp í umræðuna á fjögurra ára fresti og gleymist svo þar til næsta hlaupár brestur á eða í þessu tilfelli, kosningabarátta. Við í Miðflokknum segjum að nú sé komið nóg, endurskrifa þarf samgönguáætlun þar sem farið er í raunverulegar lausnir og er Sundabrautin efst á lista sem lausn fyrir Reykjavík. Með uppbyggingu Sundabrautarinnar opnum við ekki bara á að gera Kjalarnesið að vænlegri kosti til uppbyggingar heldur opnar hún á uppbyggingu á Geldingarnesi ásamt því að rýmka fyrir umferð úr Mosfellsbæ, Grafarvogi og Grafarholti niður í miðbæ Reykjavíkur. Hún mun einnig virka sem greið neyðarleið frá höfuðborgarsvæðinu skyldi eitthvað gerast. Þetta er borðlagt. Á Kjalarnesi eru allir helstu innviðir til staðar: Grunnskóli, leikskóli og frábær sundlaug, sem allt er hægt að nýta og stækka. Það þyrfti að vísu að koma upp matvöruverslun en þangað til er ég viss um að Fríða í Esjuskálanum geti séð fyrir þörfum bæjarbúa. Atkvæði með Miðflokknum er því atkvæði með: Auknu lóðaframboði, auknum húsnæðismöguleikum, uppbyggingu nýrra hverfa og betri samgöngum. Við ætlum að uppfylla „íslenska drauminn“ eins og var kynnt í kosningaáherslum flokksins. Sem Kjalnesingur þá mun ég nýta mína krafta í þessari kosningabaráttu til þess að gera öllum ljóst að Sundabrautin er ekki bara sniðug, heldur ættu framkvæmdir geti hafist sem fyrst með Miðflokkinn í ríkisstjórn, enda arðbærasta samgönguframkvæmd á landinu. Höfundur er frambjóðandi í 4. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sundabraut Borgarlína Miðflokkurinn Samgöngur Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1989 fluttu foreldrar mínir á Kjalarnes, sem þá þótti áhugaverður kostur fyrir unga fjöskyldu. Þar bauðst sérbýli á viðráðanlegu verði, fallegt umhverfi og átti Kjalarnes að vaxa mikið á næstu árum. Sundabrautin var á leiðinni og átti að auka aðgengi að bænum. Rétt eins og mörg loforð Reykjavíkurborgar þá fór Sundabraut aldrei í framkvæmd. Þvert á móti virðast ráðamenn borgarinnar gera allt til þess að þurfa ekki standa við þetta loforð. Sundabrautin samræmist ekki áformum þeirra um þéttingu byggðar og Borgarlínu, þeir vilja frekar fjarlægja götur en byggja þær. Miðflokkurinn kynnti kosningaáherslur sínar síðastliðinn laugardag og voru skilaboðin skýr í samgöngumálum: Burt með Borgarlínuna, inn með Sundabrautina. Fyrir þau sem kannast ekki við Sundabrautina þá er hún vegur sem nær frá miðbæ Reykjavíkur yfir á Kjalarnes. Hér að neðan mun ég setja mynd af einni útfærslu sem birtist nýverið. Kílómetrarnir sýna fjarlægðina frá upphafi brautarinnar á Kjalarnesi og línurnar eru afreinar þar sem er hægt að komast inn og útaf Sundabrautinni. Ef miðað er við að hámarkshraði væri 70, þá tæki 11 mínútur að keyra brautina frá upphafi til enda: Sundabrautin hefur því miður orðið að eilífðarloforði flokka í Reykjavíkurborg sem gera svo ekkert til þess að hefja framkvæmdir. Hún minnir á hlaupár, hún kemur upp í umræðuna á fjögurra ára fresti og gleymist svo þar til næsta hlaupár brestur á eða í þessu tilfelli, kosningabarátta. Við í Miðflokknum segjum að nú sé komið nóg, endurskrifa þarf samgönguáætlun þar sem farið er í raunverulegar lausnir og er Sundabrautin efst á lista sem lausn fyrir Reykjavík. Með uppbyggingu Sundabrautarinnar opnum við ekki bara á að gera Kjalarnesið að vænlegri kosti til uppbyggingar heldur opnar hún á uppbyggingu á Geldingarnesi ásamt því að rýmka fyrir umferð úr Mosfellsbæ, Grafarvogi og Grafarholti niður í miðbæ Reykjavíkur. Hún mun einnig virka sem greið neyðarleið frá höfuðborgarsvæðinu skyldi eitthvað gerast. Þetta er borðlagt. Á Kjalarnesi eru allir helstu innviðir til staðar: Grunnskóli, leikskóli og frábær sundlaug, sem allt er hægt að nýta og stækka. Það þyrfti að vísu að koma upp matvöruverslun en þangað til er ég viss um að Fríða í Esjuskálanum geti séð fyrir þörfum bæjarbúa. Atkvæði með Miðflokknum er því atkvæði með: Auknu lóðaframboði, auknum húsnæðismöguleikum, uppbyggingu nýrra hverfa og betri samgöngum. Við ætlum að uppfylla „íslenska drauminn“ eins og var kynnt í kosningaáherslum flokksins. Sem Kjalnesingur þá mun ég nýta mína krafta í þessari kosningabaráttu til þess að gera öllum ljóst að Sundabrautin er ekki bara sniðug, heldur ættu framkvæmdir geti hafist sem fyrst með Miðflokkinn í ríkisstjórn, enda arðbærasta samgönguframkvæmd á landinu. Höfundur er frambjóðandi í 4. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar