Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 8. nóvember 2024 17:01 Kæri lesandi. Þann 30. nóvember göngum við að kjörborðinu og veljum okkur fólk til að vera í forystu fyrir íslenskt samfélag næstu fjögur ár. Í þessum kosningum leggjum við í Framsókn þann árangur sem flokkurinn hefur náð í dóm kjósenda og leggjum fram stefnu okkar og framtíðarsýn fyrir íslenskt samfélag. Í þessari grein fjalla ég um hugmyndir okkar um heimilin. Hagsmunir heimilanna Frá því ég tók við stjórnartaumunum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu hef ég lagt mikla áherslu á að horft verði á efnahagsmálin út frá hagsmunum heimilanna. Þar eru húsnæðismálin í aðalhlutverki. Á síðustu árum hefur Framsókn byggt upp húsnæðiskerfi að norrænni fyrirmynd þar sem áhersla er lögð á að það séu grundvallarréttindi allra að hafa öruggt þak yfir höfuðið. Sterkari rammi utan um leigumarkaðinn með skýrari réttindum leigjanda er eitt af því sem náðst hefur fram á síðustu árum. Það markaði tímamót þegar Framsókn setti fram fyrstu húsnæðisstefnu sem var samþykkt á þingi síðasta vor og felur í sér umbætur sem ég hef tekið eftir að hafa meira að segja ratað inn í loforðalista annarra flokka. En eins og sagt var í minni sveit: Það er ekki eftir það sem búið er. Árangur í baráttunni við verðbólgu Þegar ég settist í stól fjármála- og efnahagsráðherra var það þrennt sem ég lagði megináherslu á. Í algjörum forgangi var að sigrast á verðbólgu með ábyrgum ríkisfjármálum og erum við strax farin að sjá árangurinn af stefnu ríkisstjórnarinnar með lækkun stýrivaxta. Ég lagði einnig mikla áherslu á að leita leiða til að lækka vaxtakostnað ríkisins. Þessi fyrstu tvö áherslumál skipta allan almenning miklu máli en hið þriðja er þó ekki síður mikilvægt: Að skapa grundvöll fyrir óverðtryggð húsnæðislán með lágum föstum vöxtum til lengri tíma. Evran ekki möguleg án inngöngu í ESB Það hefur ekki farið fram hjá neinum síðustu áratugina að þegar verðbólga vex og vextir hækka verulega þá hefst hávær umræða um upptöku nýs gjaldmiðils. Það er auðvitað eðlilegt að fólk vilji leita leiða til að auðvelda sér mánaðamótin. Og því er ekki að neita að þeir vextir sem við búum við í dag eru ekki ásættanlegir. Það verður þó að hafa í huga í umræðum um verðbólgu og vexti að upptaka evru er hvorki ákjósanleg og það sem augljósara er, ekki möguleg nema með inngöngu í Evrópusambandið og öllu því sem það ferðalag felur í sér. Svarið við hárri verðbólgu er leiðinlegt því svarið er einfaldlega ábyrgari hagstjórn. Óverðtryggð íbúðalán á föstum vöxtum til langs tíma Fyrir nokkru setti ég af stað vinnu sem miðar að því að skapa grundvöll fyrir því að íslensk heimili geti tekið óverðtryggð húsnæðislán til lengri tíma á föstum hagstæðum vöxtum. Þessi vinna er nú á fyrsta stigi en þó ljóst að til eru leiðir sem gera þetta mögulegt. Við erum nefnilega ekki ein í heiminum og getum lært af nágrannaþjóðum þegar að þessum mikilvæga málaflokki kemur. Stóra myndin er sú að bankar geta fjármagnað húsnæðislán á óverðtryggðum vöxtum til lengri tíma en þeir bjóða upp á í dag. Með breyttum reglum og þróaðri fjármálamarkaði er hægt að auðvelda bönkum að bjóða upp á slík lán. Stjórnvöld geta bætt regluverkið og liðkað fyrir á fjármálamarkaði til að tryggja hvoru tveggja, líkt og gert er í nágrannalöndum okkar. Slíkt fyrirkomulag er þekkt og ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að tryggja hér á landi. Það er hagsmunamál heimilanna að festa vaxtakjör til lengri tíma þannig að húsnæðislántakendum sé ekki refsað afurvirkt þegar vextir hækka. Fyrirsjáanleiki við fjármögnun húsnæðis skiptir heimilin máli. Ódýrari matarkarfa Matarinnkaup eru stór hluti af heimilsbókhaldinu og hefur fólk fundið fyrir hækkunum á henni síðustu misserin. Virðisaukaskattur á matvæli er nú 11%. Við í Framsókn viljum lækka matarreikning heimilanna og lækka virðisaukaskatt á matvælum. Lækkun mun einnig hafa jákvæð áhrif á matvælaframleiðslu í landinu. Mikilvægt er að ná fullum tökum á verðbólgunni áður en kemur að lækkun. Framsókn horfir til þess að lækkunin komi fram um mitt kjörtímabil. Réttlátari húsnæðismarkaður Sá fyrirsjáanleiki sem fylgir óverðtryggðum lánum á föstum vöxtum til langs tíma er mikilvægur þegar kemur að húsnæðismarkaðnum. Til að skapa réttlátari húsnæðismarkað viljum við í Framsókn byggja á því norræna húsnæðismódeli sem flokkurinn hefur fært í lög á síðustu árum. Við viljum auka fjármagn til hlutdeildarlána til að ungt fólk og tekju- og efnaminna geti eignast húsnæði með þátttöku ríkisins. Hlutdeildarlánin virka þannig að ríkið að gefnum ákveðnum skilyrðum eignast 20% í íbúðinni og þurfa einstaklingar þá einungis að reiða fram 5% af húsnæðisverði til að eignast þak yfir höfuðið. Við höfum á síðustu árum horft fram á framboðsvanda á húsnæðismarkaði. Allt að þriðjungur nýbygginga síðustu misserin hefur verið reistur fyrir tilstuðlan hins opinbera í gegnum hlutdeildarlánakerfið og almenna íbúðakerfið. Við viljum í samstarfi við sveitarfélög auka framboð, ekki ólíkt því sem er í bígerð í Reykjanesbæ þar sem ríkisland er nýtt til að byggja 800 íbúðir. Þá viljum við stuðla að uppbyggingu hagkvæmar íbúða með sérstökum skattalegum hvötum til húsbyggjenda líkt og lagt er til í nýrri skýrslu Gylfa Zoega og Sigurðar Jóhannessonar um stöðu efnahagsmála. Við í Framsókn munum á næstu dögum og vikum kynna betur áherslur okkar og sýn fyrir framtíðina. Hægt er að kynna sér stefnu okkar á xb.is Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og fjármála- og efnahagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Framsóknarflokkurinn Alþingi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Kæri lesandi. Þann 30. nóvember göngum við að kjörborðinu og veljum okkur fólk til að vera í forystu fyrir íslenskt samfélag næstu fjögur ár. Í þessum kosningum leggjum við í Framsókn þann árangur sem flokkurinn hefur náð í dóm kjósenda og leggjum fram stefnu okkar og framtíðarsýn fyrir íslenskt samfélag. Í þessari grein fjalla ég um hugmyndir okkar um heimilin. Hagsmunir heimilanna Frá því ég tók við stjórnartaumunum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu hef ég lagt mikla áherslu á að horft verði á efnahagsmálin út frá hagsmunum heimilanna. Þar eru húsnæðismálin í aðalhlutverki. Á síðustu árum hefur Framsókn byggt upp húsnæðiskerfi að norrænni fyrirmynd þar sem áhersla er lögð á að það séu grundvallarréttindi allra að hafa öruggt þak yfir höfuðið. Sterkari rammi utan um leigumarkaðinn með skýrari réttindum leigjanda er eitt af því sem náðst hefur fram á síðustu árum. Það markaði tímamót þegar Framsókn setti fram fyrstu húsnæðisstefnu sem var samþykkt á þingi síðasta vor og felur í sér umbætur sem ég hef tekið eftir að hafa meira að segja ratað inn í loforðalista annarra flokka. En eins og sagt var í minni sveit: Það er ekki eftir það sem búið er. Árangur í baráttunni við verðbólgu Þegar ég settist í stól fjármála- og efnahagsráðherra var það þrennt sem ég lagði megináherslu á. Í algjörum forgangi var að sigrast á verðbólgu með ábyrgum ríkisfjármálum og erum við strax farin að sjá árangurinn af stefnu ríkisstjórnarinnar með lækkun stýrivaxta. Ég lagði einnig mikla áherslu á að leita leiða til að lækka vaxtakostnað ríkisins. Þessi fyrstu tvö áherslumál skipta allan almenning miklu máli en hið þriðja er þó ekki síður mikilvægt: Að skapa grundvöll fyrir óverðtryggð húsnæðislán með lágum föstum vöxtum til lengri tíma. Evran ekki möguleg án inngöngu í ESB Það hefur ekki farið fram hjá neinum síðustu áratugina að þegar verðbólga vex og vextir hækka verulega þá hefst hávær umræða um upptöku nýs gjaldmiðils. Það er auðvitað eðlilegt að fólk vilji leita leiða til að auðvelda sér mánaðamótin. Og því er ekki að neita að þeir vextir sem við búum við í dag eru ekki ásættanlegir. Það verður þó að hafa í huga í umræðum um verðbólgu og vexti að upptaka evru er hvorki ákjósanleg og það sem augljósara er, ekki möguleg nema með inngöngu í Evrópusambandið og öllu því sem það ferðalag felur í sér. Svarið við hárri verðbólgu er leiðinlegt því svarið er einfaldlega ábyrgari hagstjórn. Óverðtryggð íbúðalán á föstum vöxtum til langs tíma Fyrir nokkru setti ég af stað vinnu sem miðar að því að skapa grundvöll fyrir því að íslensk heimili geti tekið óverðtryggð húsnæðislán til lengri tíma á föstum hagstæðum vöxtum. Þessi vinna er nú á fyrsta stigi en þó ljóst að til eru leiðir sem gera þetta mögulegt. Við erum nefnilega ekki ein í heiminum og getum lært af nágrannaþjóðum þegar að þessum mikilvæga málaflokki kemur. Stóra myndin er sú að bankar geta fjármagnað húsnæðislán á óverðtryggðum vöxtum til lengri tíma en þeir bjóða upp á í dag. Með breyttum reglum og þróaðri fjármálamarkaði er hægt að auðvelda bönkum að bjóða upp á slík lán. Stjórnvöld geta bætt regluverkið og liðkað fyrir á fjármálamarkaði til að tryggja hvoru tveggja, líkt og gert er í nágrannalöndum okkar. Slíkt fyrirkomulag er þekkt og ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að tryggja hér á landi. Það er hagsmunamál heimilanna að festa vaxtakjör til lengri tíma þannig að húsnæðislántakendum sé ekki refsað afurvirkt þegar vextir hækka. Fyrirsjáanleiki við fjármögnun húsnæðis skiptir heimilin máli. Ódýrari matarkarfa Matarinnkaup eru stór hluti af heimilsbókhaldinu og hefur fólk fundið fyrir hækkunum á henni síðustu misserin. Virðisaukaskattur á matvæli er nú 11%. Við í Framsókn viljum lækka matarreikning heimilanna og lækka virðisaukaskatt á matvælum. Lækkun mun einnig hafa jákvæð áhrif á matvælaframleiðslu í landinu. Mikilvægt er að ná fullum tökum á verðbólgunni áður en kemur að lækkun. Framsókn horfir til þess að lækkunin komi fram um mitt kjörtímabil. Réttlátari húsnæðismarkaður Sá fyrirsjáanleiki sem fylgir óverðtryggðum lánum á föstum vöxtum til langs tíma er mikilvægur þegar kemur að húsnæðismarkaðnum. Til að skapa réttlátari húsnæðismarkað viljum við í Framsókn byggja á því norræna húsnæðismódeli sem flokkurinn hefur fært í lög á síðustu árum. Við viljum auka fjármagn til hlutdeildarlána til að ungt fólk og tekju- og efnaminna geti eignast húsnæði með þátttöku ríkisins. Hlutdeildarlánin virka þannig að ríkið að gefnum ákveðnum skilyrðum eignast 20% í íbúðinni og þurfa einstaklingar þá einungis að reiða fram 5% af húsnæðisverði til að eignast þak yfir höfuðið. Við höfum á síðustu árum horft fram á framboðsvanda á húsnæðismarkaði. Allt að þriðjungur nýbygginga síðustu misserin hefur verið reistur fyrir tilstuðlan hins opinbera í gegnum hlutdeildarlánakerfið og almenna íbúðakerfið. Við viljum í samstarfi við sveitarfélög auka framboð, ekki ólíkt því sem er í bígerð í Reykjanesbæ þar sem ríkisland er nýtt til að byggja 800 íbúðir. Þá viljum við stuðla að uppbyggingu hagkvæmar íbúða með sérstökum skattalegum hvötum til húsbyggjenda líkt og lagt er til í nýrri skýrslu Gylfa Zoega og Sigurðar Jóhannessonar um stöðu efnahagsmála. Við í Framsókn munum á næstu dögum og vikum kynna betur áherslur okkar og sýn fyrir framtíðina. Hægt er að kynna sér stefnu okkar á xb.is Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og fjármála- og efnahagsráðherra.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun