Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar 5. nóvember 2024 08:31 „Góðan dag, mér þykir það leitt en við þurfum að segja upp plássi barnsins þíns því reikningar frá því í í ágúst og september eru ógreiddir.” Það er desember, þú stendur í röð við eina fjölförnustu götu bæjarins. Þín versta tilhugsun er að einhver sem þú þekkir muni koma gangandi og sjá þig í einmitt þessari röð. Æ, nei, þarna er myndatökumaður frá sjónvarpinu, það er eiginlega enn verra. Jafnvel þó hann taki bara mynd af skónum þínum. Sjónvarpsfréttirnar verða áminning um hvar þú eyddir deginum. Í röð að bíða eftir ölmusu, því það að halda jól er ekki jafn sjálfgefið og einhver hefði haldið. Kvíðvænlegt símtal, þú þarft að biðja um að fresta greiðslum á keppnisferð barnsins þíns. Kannski verður þú svo heppin að fá afslátt af æfingagjöldum. Tannlæknir fyrir þig sjálfa, gleymdu því. Þú færð sendan greiðsluseðil í bankann hjá heilsugæslunni því það er komið fram yfir miðjan mánuðinn. Þú ert send til sérfræðings, æ nei sá greiðsluseðill verður enn stærri biti. Áttu fyrir lyfjunum eða þarftu að bíða fram yfir mánaðamót með að leysa þau út? Þú leitar á náðir hjálparstofnana, listar upp allar þínar tekjur og útgjöld með þá von að fá aðstoð. Þetta er jú eiginlega full vinna, að hafa áhyggjur af því hvort fjölskyldan fái að borða. Við hljótum að sjá hversu mikil skerðing á lífsgæðum og jaðarsetning það er að setja fólk í þessar aðstæður. Skýrsla UNICEF, frá árinu 2023, sýndi fram á að barnafátækt á Íslandi hafði aukist næst mest í heiminum á árunum 2014-2021. Eru þessar staðreyndir að ríma við það samfélag sem við viljum lifa í? Þetta ástand er stórlega skaðlegt heilsu fólks og jaðarsetur börn og fullorðna á hverjum degi. Staðan er orðin þannig að nær ómögulegt er að reka heimili með einungis einni fyrirvinnu, af þessu leiðir að stór hluti einstæðra foreldra lifir við fátæktarmörk þrátt fyrir að vinna jafnvel fleiri en eitt starf. Þetta fyrirkomulag heldur fólki jafnvel í ofbeldissamböndum, því það veit að skilnaður gæti verið ávísun á fátækt. Er þetta kerfi óhjákvæmilegt? Nei, þessi raunveruleiki er bein afleiðing braskvæðingar húsnæðismarkaðarins og þess að stjórnvöld hafa horfið frá félagslegum gildum bæði í heilbrigðis-, velferðar- og menntunarmálum. Við höfum fjöldamörg tækifæri til að létta undir barnafjölskyldum, láglaunafólki, öryrkjum og öldruðum. Sósíalistar hafa nú þegar, í gegnum verkalýðsbaráttu unnið slíkar orrustur, nú eru t.d. skólamáltíðir orðnar gjaldfrjálsar, sem fækkar að minnsta kosti áhyggjuefnunum um eitt. Sigur sem náðist gegnum sósíalíska baráttu verkalýðsins. En betur má ef duga skal. Efnalitlir foreldrar þekkja það vel einmitt að eiga erfitt með að greiða þessa reikninga; skólamáltíðir, skólaferðalög, æfingagjöld, keppnisferðir, lyf o.s.frv. Þegar svo er í pottinn búið að foreldrar sjá ekki aðra leið en að leita til hjálparstofnana til þess að börnin geti fengið mat, ganga bónleið til skólastjórnenda eða íþróttaþjálfara vitum við að allt annað hefur verið reynt. Skrefin til þeirra sem hjálp geta veitt eru þung. Svo þung að þau eru ekki gengin fyrr en löngu eftir að nauðsynlegt var að feta þau. Það þarf enga plástra, það þarf lausnir Hægri vængur stjórnmálanna vill gjarnan leysa málin með þessari aðferð; þau sem eiga mesta fjármagnið geta klappað hvoru öðru á bakið fyrir að styrkja við fólkið sem neyðist til að biðja um ölmusu. Þetta telur nýfrjálshyggjan vera æskilega leið til þess að börn geti tekið fullan þátt í samfélaginu og foreldrar geti sett mat á diskana á hverjum degi eða öryrkjar og eldri borgarar geti lifað út mánuðinn. Fullkomlega blind fyrir þeirri auðmýkingu sem felst í því að biðja um hjálpina.Þetta fyrirkomulag er sköpunarverk nýfrjálshyggjunnar. Þau vilja eiga allan peninginn og útdeila eftir hentugleika og geðþótta. Svarið við þessari þróun er félagshyggja. Húsnæðismarkaðinn þarf að félagsvæða og leysa úr klóm gróðabraskara. Að hafa þak yfir höfuðið eru mannréttindi en ekki forréttindi og það er ólíðandi að fólk sé farið að greiða bróðurpart launa sinna í húsnæðiskostnað. Sósíalistaflokkurinn hefur lýst yfir neyðarástandi í húsnæðismálum og sett fram 7 einfaldar og augljósar aðgerðir sem miða að mannúðlegra ástandi á húsnæðismarkaði. Markaðurinn er ekki að fara að leysa húsnæðisvandann. Fjárfestar eiga ekki að vera að braska með heimili okkar. Í ár fóru 9 af hverjum 10 seldum íbúðum til fjárfesta sem líta á húsnæði sem tækifæri til að auðgast.. Þegar venjulegar fjölskyldur eru að keppast við ríkasta fólk þjóðarinnar er vægast sagt ójafnt gefið. Þetta er algjör viðsnúningur frá ástandinu fyrir 20 árum, þegar 90% seldra íbúða fóru til almennings. Auka þarf félagslegt húsnæði, gera óhagnaðardrifnum leigufélögum kleift að starfa. Við þurfum líka að líta á það sem vel var gert í fortíðinni, líkt og Verkamannabústaðakerfið. Þannig má gera stórar breytingar til batnaðar á húsnæðismarkaði. Það þarf að vera eitthvað eftir til að lifa áhyggjulausu lífi eftir að við höfum annað hvort greitt leiguna eða af húsnæðisláninu. Sósíalistaflokkur Íslands er með ítarlegar stefnur um það hvernig bæta má lífskjör á Íslandi. Hækka þarf skattleysismörk þannig að lægstu laun eða bætur séu aldrei skattskyld og sömuleiðis þurfa laun og bætur að fylgja raunhæfu neysluviðmiði. Í stefnum flokksins segir meðal annars að öll menntun barna og ungmenna skuli vera gjaldfrjáls, einnig framhalds- og háskólamenntun og að velferðarþjónusta skuli ekki rekin í hagnaðarskyni. Á Íslandi á að ríkja velferðarsamfélag, þar sem við vinnum markvisst að réttlátri skiptingu gæða og útrýmingu á fátækt. Sósíalistaflokkurinn berst fyrir jöfnum tækifærum allra óháð, efnahag, uppruna, kyni, trú, aldri eða kynvitund. Við eigum að útrýma þessu ölmusuhagkerfi, það á ekki að þurfa hjálparstofnanir sem slíkar í almennilegu velferðarsamfélagi. Sósíalistaflokkurinn er flokkur almennings, markmiðið er samfélag frelsis, jöfnuðar og samkenndar. Kjóstu með hjartanu! Fyrir fólkið, ekki auðmagnið. Höfundur skipar 1. sæti á lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
„Góðan dag, mér þykir það leitt en við þurfum að segja upp plássi barnsins þíns því reikningar frá því í í ágúst og september eru ógreiddir.” Það er desember, þú stendur í röð við eina fjölförnustu götu bæjarins. Þín versta tilhugsun er að einhver sem þú þekkir muni koma gangandi og sjá þig í einmitt þessari röð. Æ, nei, þarna er myndatökumaður frá sjónvarpinu, það er eiginlega enn verra. Jafnvel þó hann taki bara mynd af skónum þínum. Sjónvarpsfréttirnar verða áminning um hvar þú eyddir deginum. Í röð að bíða eftir ölmusu, því það að halda jól er ekki jafn sjálfgefið og einhver hefði haldið. Kvíðvænlegt símtal, þú þarft að biðja um að fresta greiðslum á keppnisferð barnsins þíns. Kannski verður þú svo heppin að fá afslátt af æfingagjöldum. Tannlæknir fyrir þig sjálfa, gleymdu því. Þú færð sendan greiðsluseðil í bankann hjá heilsugæslunni því það er komið fram yfir miðjan mánuðinn. Þú ert send til sérfræðings, æ nei sá greiðsluseðill verður enn stærri biti. Áttu fyrir lyfjunum eða þarftu að bíða fram yfir mánaðamót með að leysa þau út? Þú leitar á náðir hjálparstofnana, listar upp allar þínar tekjur og útgjöld með þá von að fá aðstoð. Þetta er jú eiginlega full vinna, að hafa áhyggjur af því hvort fjölskyldan fái að borða. Við hljótum að sjá hversu mikil skerðing á lífsgæðum og jaðarsetning það er að setja fólk í þessar aðstæður. Skýrsla UNICEF, frá árinu 2023, sýndi fram á að barnafátækt á Íslandi hafði aukist næst mest í heiminum á árunum 2014-2021. Eru þessar staðreyndir að ríma við það samfélag sem við viljum lifa í? Þetta ástand er stórlega skaðlegt heilsu fólks og jaðarsetur börn og fullorðna á hverjum degi. Staðan er orðin þannig að nær ómögulegt er að reka heimili með einungis einni fyrirvinnu, af þessu leiðir að stór hluti einstæðra foreldra lifir við fátæktarmörk þrátt fyrir að vinna jafnvel fleiri en eitt starf. Þetta fyrirkomulag heldur fólki jafnvel í ofbeldissamböndum, því það veit að skilnaður gæti verið ávísun á fátækt. Er þetta kerfi óhjákvæmilegt? Nei, þessi raunveruleiki er bein afleiðing braskvæðingar húsnæðismarkaðarins og þess að stjórnvöld hafa horfið frá félagslegum gildum bæði í heilbrigðis-, velferðar- og menntunarmálum. Við höfum fjöldamörg tækifæri til að létta undir barnafjölskyldum, láglaunafólki, öryrkjum og öldruðum. Sósíalistar hafa nú þegar, í gegnum verkalýðsbaráttu unnið slíkar orrustur, nú eru t.d. skólamáltíðir orðnar gjaldfrjálsar, sem fækkar að minnsta kosti áhyggjuefnunum um eitt. Sigur sem náðist gegnum sósíalíska baráttu verkalýðsins. En betur má ef duga skal. Efnalitlir foreldrar þekkja það vel einmitt að eiga erfitt með að greiða þessa reikninga; skólamáltíðir, skólaferðalög, æfingagjöld, keppnisferðir, lyf o.s.frv. Þegar svo er í pottinn búið að foreldrar sjá ekki aðra leið en að leita til hjálparstofnana til þess að börnin geti fengið mat, ganga bónleið til skólastjórnenda eða íþróttaþjálfara vitum við að allt annað hefur verið reynt. Skrefin til þeirra sem hjálp geta veitt eru þung. Svo þung að þau eru ekki gengin fyrr en löngu eftir að nauðsynlegt var að feta þau. Það þarf enga plástra, það þarf lausnir Hægri vængur stjórnmálanna vill gjarnan leysa málin með þessari aðferð; þau sem eiga mesta fjármagnið geta klappað hvoru öðru á bakið fyrir að styrkja við fólkið sem neyðist til að biðja um ölmusu. Þetta telur nýfrjálshyggjan vera æskilega leið til þess að börn geti tekið fullan þátt í samfélaginu og foreldrar geti sett mat á diskana á hverjum degi eða öryrkjar og eldri borgarar geti lifað út mánuðinn. Fullkomlega blind fyrir þeirri auðmýkingu sem felst í því að biðja um hjálpina.Þetta fyrirkomulag er sköpunarverk nýfrjálshyggjunnar. Þau vilja eiga allan peninginn og útdeila eftir hentugleika og geðþótta. Svarið við þessari þróun er félagshyggja. Húsnæðismarkaðinn þarf að félagsvæða og leysa úr klóm gróðabraskara. Að hafa þak yfir höfuðið eru mannréttindi en ekki forréttindi og það er ólíðandi að fólk sé farið að greiða bróðurpart launa sinna í húsnæðiskostnað. Sósíalistaflokkurinn hefur lýst yfir neyðarástandi í húsnæðismálum og sett fram 7 einfaldar og augljósar aðgerðir sem miða að mannúðlegra ástandi á húsnæðismarkaði. Markaðurinn er ekki að fara að leysa húsnæðisvandann. Fjárfestar eiga ekki að vera að braska með heimili okkar. Í ár fóru 9 af hverjum 10 seldum íbúðum til fjárfesta sem líta á húsnæði sem tækifæri til að auðgast.. Þegar venjulegar fjölskyldur eru að keppast við ríkasta fólk þjóðarinnar er vægast sagt ójafnt gefið. Þetta er algjör viðsnúningur frá ástandinu fyrir 20 árum, þegar 90% seldra íbúða fóru til almennings. Auka þarf félagslegt húsnæði, gera óhagnaðardrifnum leigufélögum kleift að starfa. Við þurfum líka að líta á það sem vel var gert í fortíðinni, líkt og Verkamannabústaðakerfið. Þannig má gera stórar breytingar til batnaðar á húsnæðismarkaði. Það þarf að vera eitthvað eftir til að lifa áhyggjulausu lífi eftir að við höfum annað hvort greitt leiguna eða af húsnæðisláninu. Sósíalistaflokkur Íslands er með ítarlegar stefnur um það hvernig bæta má lífskjör á Íslandi. Hækka þarf skattleysismörk þannig að lægstu laun eða bætur séu aldrei skattskyld og sömuleiðis þurfa laun og bætur að fylgja raunhæfu neysluviðmiði. Í stefnum flokksins segir meðal annars að öll menntun barna og ungmenna skuli vera gjaldfrjáls, einnig framhalds- og háskólamenntun og að velferðarþjónusta skuli ekki rekin í hagnaðarskyni. Á Íslandi á að ríkja velferðarsamfélag, þar sem við vinnum markvisst að réttlátri skiptingu gæða og útrýmingu á fátækt. Sósíalistaflokkurinn berst fyrir jöfnum tækifærum allra óháð, efnahag, uppruna, kyni, trú, aldri eða kynvitund. Við eigum að útrýma þessu ölmusuhagkerfi, það á ekki að þurfa hjálparstofnanir sem slíkar í almennilegu velferðarsamfélagi. Sósíalistaflokkurinn er flokkur almennings, markmiðið er samfélag frelsis, jöfnuðar og samkenndar. Kjóstu með hjartanu! Fyrir fólkið, ekki auðmagnið. Höfundur skipar 1. sæti á lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun