Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar 4. nóvember 2024 17:15 Rannsóknir hafa sýnt að innflytjendabörn og flóttabörn hafa oft upplifað erfiðleika í skólum, sérstaklega varðandi tungumálanám og félagslega samþættingu.Samskipti milli heimila og skóla hafa stundum verið ómarkviss og ófullnægjandi. Við erum einnig verið með dæmi um öflugt og gott skólastarf, þar sem áhersla er lögð á lýðræðislega þátttöku og fjölmenningu. Í þessum tilvikum hefur börnum af erlendum uppruna vegnað vel og þau hafa náð góðum árangri. Rökin sem mæla gegn mótökuskóla er að börnin geta orðið einangruð frá innfæddum jafnöldrum sínum, sem getur hindrað félagslega samþættingu þeirra og getu til að læra tungumálið í náttúrulegum aðstæðum. Það getur einnig verið hætta á að börnin verði stimpluð eða merkt sem “öðruvísi,” sem getur haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd þeirra og sjálfstraust. Aðskilnaður frá almennum skólum getur leitt til þess að börnin fái ekki sömu gæði í menntun og aðrir nemendur, sérstaklega ef móttökuskólarnir eru ekki eins vel fjármagnaðir eða búnir. Börnin fá færri tækifæri til að eiga samskipti við innfædda nemendur, sem getur haft áhrif á félagslega og menningarlega samþættingu þeirra. Það er mikilvægt að finna jafnvægi milli þess að veita nauðsynlegan stuðning og að tryggja að börnin fái tækifæri til að vera hluti af breiðara samfélagi. Samlögun eða rótfesta við innfædda nemendur er eitt af mjög mikilvægum atriðum inngildingar. Það felur í sér að skipuleggja sameiginlegar athafnir, verkefni og félagsstarf með innfæddum nemendum til að stuðla að félagslegri samþættingu og tungumálanámi. Það er mikilvægt að þróa einstaklingsmiðaðar rótfestuáætlanir (aðlögunaráætlun svokallaða) sem taka mið af þörfum hvers barns og tryggja að þau fái stuðning í almennum skóla. Við þurfum að leggja ríkari áherslu á að kennurum sé útvegað þjálfun, tæki og tól í fjölmenningarlegri kennslu og aðferðum til að styðja börn af erlendum uppruna til þess að bætta gæði kennslunnar. Það þarf aukið samstarf við foreldra barnanna til að tryggja að þau fái stuðning heima fyrir og að foreldrar séu upplýstir um framfarir og þarfir barnanna.. Hér er íslensku kennsla fyrir foreldra barna mjög mikilvæg. Það er nauðsynlegt að nota námsefni sem endurspeglar fjölbreytileika og menningu barnanna til að auka sjálfsmynd þeirra og tengsl við námsefnið. Síðast en ekki síst er þörf á því að fylgjast reglulega með árangri og vellíðan barnanna og endurskoða aðferðir og áætlanir til að tryggja að þær séu árangursríkar. Með þessum aðgerðum er hægt að stuðla að betri inngildingu og vellíðan barnanna. Það er því ekki mælt með móttökuskólum sem bjóða upp aðskilnað heldur halda núverandi fyrirkomulagi sem er skóli án aðgreininga. Þar sem öll börn geta dafnað og fengið tækifæri. Höfundur er ráðgjafi í málefnum innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jasmina Vajzović Crnac Innflytjendamál Fjölmenning Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Rannsóknir hafa sýnt að innflytjendabörn og flóttabörn hafa oft upplifað erfiðleika í skólum, sérstaklega varðandi tungumálanám og félagslega samþættingu.Samskipti milli heimila og skóla hafa stundum verið ómarkviss og ófullnægjandi. Við erum einnig verið með dæmi um öflugt og gott skólastarf, þar sem áhersla er lögð á lýðræðislega þátttöku og fjölmenningu. Í þessum tilvikum hefur börnum af erlendum uppruna vegnað vel og þau hafa náð góðum árangri. Rökin sem mæla gegn mótökuskóla er að börnin geta orðið einangruð frá innfæddum jafnöldrum sínum, sem getur hindrað félagslega samþættingu þeirra og getu til að læra tungumálið í náttúrulegum aðstæðum. Það getur einnig verið hætta á að börnin verði stimpluð eða merkt sem “öðruvísi,” sem getur haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd þeirra og sjálfstraust. Aðskilnaður frá almennum skólum getur leitt til þess að börnin fái ekki sömu gæði í menntun og aðrir nemendur, sérstaklega ef móttökuskólarnir eru ekki eins vel fjármagnaðir eða búnir. Börnin fá færri tækifæri til að eiga samskipti við innfædda nemendur, sem getur haft áhrif á félagslega og menningarlega samþættingu þeirra. Það er mikilvægt að finna jafnvægi milli þess að veita nauðsynlegan stuðning og að tryggja að börnin fái tækifæri til að vera hluti af breiðara samfélagi. Samlögun eða rótfesta við innfædda nemendur er eitt af mjög mikilvægum atriðum inngildingar. Það felur í sér að skipuleggja sameiginlegar athafnir, verkefni og félagsstarf með innfæddum nemendum til að stuðla að félagslegri samþættingu og tungumálanámi. Það er mikilvægt að þróa einstaklingsmiðaðar rótfestuáætlanir (aðlögunaráætlun svokallaða) sem taka mið af þörfum hvers barns og tryggja að þau fái stuðning í almennum skóla. Við þurfum að leggja ríkari áherslu á að kennurum sé útvegað þjálfun, tæki og tól í fjölmenningarlegri kennslu og aðferðum til að styðja börn af erlendum uppruna til þess að bætta gæði kennslunnar. Það þarf aukið samstarf við foreldra barnanna til að tryggja að þau fái stuðning heima fyrir og að foreldrar séu upplýstir um framfarir og þarfir barnanna.. Hér er íslensku kennsla fyrir foreldra barna mjög mikilvæg. Það er nauðsynlegt að nota námsefni sem endurspeglar fjölbreytileika og menningu barnanna til að auka sjálfsmynd þeirra og tengsl við námsefnið. Síðast en ekki síst er þörf á því að fylgjast reglulega með árangri og vellíðan barnanna og endurskoða aðferðir og áætlanir til að tryggja að þær séu árangursríkar. Með þessum aðgerðum er hægt að stuðla að betri inngildingu og vellíðan barnanna. Það er því ekki mælt með móttökuskólum sem bjóða upp aðskilnað heldur halda núverandi fyrirkomulagi sem er skóli án aðgreininga. Þar sem öll börn geta dafnað og fengið tækifæri. Höfundur er ráðgjafi í málefnum innflytjenda.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun