Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar 1. nóvember 2024 13:31 Hvatarnir fyrir því að ég hef nú boðið fram krafta mína fyrir þessar kosningar eru ekki ósvipaðar og þegar ég barðist í Icesave deilunni með InDefence hópnum á árunum 2009-2013. Stjórnmálin eru á krossgötum og það eru viðbrögðin við því ástandi sem hér ríkir sem skipta öllu máli fyrir framhaldið. Afleiðingar núverandi stefnu Áherslurnar í stjórn landsins undanfarin ár hafa skilað því að öll helstu samfélagskerfin, heilbrigðiskrefið, skólakerfið og félagslegu kerfin standa miklu mun veikari en áður. Þessi staða á sér rætur í þeirri stefnu sem hér hefur verið rekin. Óheft innstreymi innflytjenda og stjórnleysið í málefnum flóttafólks hefur valdið því að íbúum landsins hefur fjölgað um 15% á örfáum árum. Þetta hefur leitt af sér alvarlegan húsnæðisskort og óhemju álag á öll grunnkerfi samfélagsins og skapað aðstæður sem ekki verður unnið úr án skipulagsbreytinga. Hagvöxtur hefur verið knúinn áfram af fólksfjölgun án ábyrgðar á þeim félagslega kostnaði sem slíkt ástand skapar. Ofan í þetta allt hefur svo ríkissjóður á tíma hagvaxtar verið rekin með halla síðustu 7 ár sem leitt hefur af sér þráláta verðbólgu með tilheyrandi vaxtahækkunum. Á sama tíma hefur ríkt aðgerðarleysi í orkumálum nær allan þann tíma sem fráfarandi ríkisstjórn hefur verið við völd. Þessu ástandi verður ekki mætt með umbúðastjórnmálum og kerfishyggju heldur aðeins með skýrri hugmyndafræði. Efnahagsmál, útlendingamál og orkumál eru allt mál sem Miðflokkurinn hefur talað fyrir mörg undanfarin ár. Hann hefur varað við aðgerðarleysinu í orkumálum, afleiðingum stjórnlausra ríkisútgjalda og óstjórninni í útlendingamálum. Þetta eru allt mál sem nær engin annar flokkur hefur verið að tala fyrir. Ekki fyrr en núna. Allt í einu. Fyrir kosningar. Að mínu mati fylgir því ekki trúverðugleiki að forystuflokkurinn í ríkisstjórn sem mesta ábyrgð ber á þessu ástandi skipti nú allt í einu um spólu og boði eitthvað allt annað en hann hefur verið framkvæma í efnahagsmálum, orkumálum og útlendingamálum. Það er hægt að laga þetta Það er hægt að laga þetta rétt eins og þegar stóru málin voru löguð á árunum 2013-2016 undir forsæti Sigmundar Davíðs á grundvelli skýrrar hugmyndafræði. Það þarf að byrja á þremur grundvallaratriðum. Ekki vegna þess að þau séu efst í huga allra heldur vegna þess að þau tengjast öllu hinu. Það sem skiptir mestu eru vextir og verðbólga. Þegar ríkisstjórn rekur land með linnulausum halla í hagvexti er afleiðingin verðbólga og hærri vextir. Vaxtakostnaður almennings hefur hækkað um hvorki meira né minna en rúma 40 ma. kr. á ári síðan 2021. Það er forgangsverkefni Miðflokksins að ná tökum á ríkisútgjöldum. Það hefur áhrif á verðbólgu og stuðlar að lækkun vaxta. Þá þarf að rjúfa kyrrstöðuna í orkumálum á grundvelli þeirra orkukosta í nýtingarflokki rammaáætlunar sem lengst eru komnir samhliða ákveðnum skipulagsbreytingum í þágu almennings á okkar mjög svo sérstaka orkumarkaði. Miðflokkurinn hefur ekkert á móti innflytjendum sem vinna mörg mikilvæg störf á Íslandi en Miðflokkurinn lítur ekki á útlendingamál sem feimnismál. Íslendingum fjölgar lítið en á sama tíma er gríðarlegu straumur fólks til landsins. Staðreyndin er einfaldlega sú að þessi málaflokkur hefur gríðarleg ruðningsáhrif á allt samfélagið, t.d. verulega aukið álag á heilbrigðiskerfið og skólakerfið og afleiðingin er húsnæðisskortur. Við Íslendingar höfum ekki efni á því að kenna hér í grunnskólum á 100 tungumálum og grunnkerfin okkar þola ekki 15% fjölgun íbúa á örfáum árum. Hér hafa ríkt óraunhæfar hugmyndir um það hvers konar kerfi er hægt að viðhalda og það líða allir fyrir það ósjálfbæra ástand sem nú ríkir. Við þurfum á vinnuafli að halda en það er ekki sjálfbært að flytja inn vinnuafl sem bætir ekki heildarhag þjóðarinnar. Þessu ástandi viljum við í Miðflokknum mæta. Höfundur er frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Hvatarnir fyrir því að ég hef nú boðið fram krafta mína fyrir þessar kosningar eru ekki ósvipaðar og þegar ég barðist í Icesave deilunni með InDefence hópnum á árunum 2009-2013. Stjórnmálin eru á krossgötum og það eru viðbrögðin við því ástandi sem hér ríkir sem skipta öllu máli fyrir framhaldið. Afleiðingar núverandi stefnu Áherslurnar í stjórn landsins undanfarin ár hafa skilað því að öll helstu samfélagskerfin, heilbrigðiskrefið, skólakerfið og félagslegu kerfin standa miklu mun veikari en áður. Þessi staða á sér rætur í þeirri stefnu sem hér hefur verið rekin. Óheft innstreymi innflytjenda og stjórnleysið í málefnum flóttafólks hefur valdið því að íbúum landsins hefur fjölgað um 15% á örfáum árum. Þetta hefur leitt af sér alvarlegan húsnæðisskort og óhemju álag á öll grunnkerfi samfélagsins og skapað aðstæður sem ekki verður unnið úr án skipulagsbreytinga. Hagvöxtur hefur verið knúinn áfram af fólksfjölgun án ábyrgðar á þeim félagslega kostnaði sem slíkt ástand skapar. Ofan í þetta allt hefur svo ríkissjóður á tíma hagvaxtar verið rekin með halla síðustu 7 ár sem leitt hefur af sér þráláta verðbólgu með tilheyrandi vaxtahækkunum. Á sama tíma hefur ríkt aðgerðarleysi í orkumálum nær allan þann tíma sem fráfarandi ríkisstjórn hefur verið við völd. Þessu ástandi verður ekki mætt með umbúðastjórnmálum og kerfishyggju heldur aðeins með skýrri hugmyndafræði. Efnahagsmál, útlendingamál og orkumál eru allt mál sem Miðflokkurinn hefur talað fyrir mörg undanfarin ár. Hann hefur varað við aðgerðarleysinu í orkumálum, afleiðingum stjórnlausra ríkisútgjalda og óstjórninni í útlendingamálum. Þetta eru allt mál sem nær engin annar flokkur hefur verið að tala fyrir. Ekki fyrr en núna. Allt í einu. Fyrir kosningar. Að mínu mati fylgir því ekki trúverðugleiki að forystuflokkurinn í ríkisstjórn sem mesta ábyrgð ber á þessu ástandi skipti nú allt í einu um spólu og boði eitthvað allt annað en hann hefur verið framkvæma í efnahagsmálum, orkumálum og útlendingamálum. Það er hægt að laga þetta Það er hægt að laga þetta rétt eins og þegar stóru málin voru löguð á árunum 2013-2016 undir forsæti Sigmundar Davíðs á grundvelli skýrrar hugmyndafræði. Það þarf að byrja á þremur grundvallaratriðum. Ekki vegna þess að þau séu efst í huga allra heldur vegna þess að þau tengjast öllu hinu. Það sem skiptir mestu eru vextir og verðbólga. Þegar ríkisstjórn rekur land með linnulausum halla í hagvexti er afleiðingin verðbólga og hærri vextir. Vaxtakostnaður almennings hefur hækkað um hvorki meira né minna en rúma 40 ma. kr. á ári síðan 2021. Það er forgangsverkefni Miðflokksins að ná tökum á ríkisútgjöldum. Það hefur áhrif á verðbólgu og stuðlar að lækkun vaxta. Þá þarf að rjúfa kyrrstöðuna í orkumálum á grundvelli þeirra orkukosta í nýtingarflokki rammaáætlunar sem lengst eru komnir samhliða ákveðnum skipulagsbreytingum í þágu almennings á okkar mjög svo sérstaka orkumarkaði. Miðflokkurinn hefur ekkert á móti innflytjendum sem vinna mörg mikilvæg störf á Íslandi en Miðflokkurinn lítur ekki á útlendingamál sem feimnismál. Íslendingum fjölgar lítið en á sama tíma er gríðarlegu straumur fólks til landsins. Staðreyndin er einfaldlega sú að þessi málaflokkur hefur gríðarleg ruðningsáhrif á allt samfélagið, t.d. verulega aukið álag á heilbrigðiskerfið og skólakerfið og afleiðingin er húsnæðisskortur. Við Íslendingar höfum ekki efni á því að kenna hér í grunnskólum á 100 tungumálum og grunnkerfin okkar þola ekki 15% fjölgun íbúa á örfáum árum. Hér hafa ríkt óraunhæfar hugmyndir um það hvers konar kerfi er hægt að viðhalda og það líða allir fyrir það ósjálfbæra ástand sem nú ríkir. Við þurfum á vinnuafli að halda en það er ekki sjálfbært að flytja inn vinnuafl sem bætir ekki heildarhag þjóðarinnar. Þessu ástandi viljum við í Miðflokknum mæta. Höfundur er frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun