Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar 1. nóvember 2024 07:44 Þann 30. nóvember nk. ganga Íslendingar að kjörborðinu og velja sína fulltrúa á Alþingi. Vonandi nýta sem flestir kosningarétt sinn enda tilheyrum við minnihluta íbúa heims sem fær að taka þátt í frjálsum og lýðræðislegum kosningum. Eftir síðustu alþingiskosningar áttu fulltrúar átta stjórnmálaflokka sæti á Alþingi. Kosningakerfið á Íslandi ýtir sumpart undir fjölgun stjórnmálaflokka og dreifingu atkvæða, en annað blasir þó við að hafi haft lykiláhrif. Með lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka hafa opinber framlög til stjórnmálaflokka nefnilega margfaldast og eru nú helsta tekjulind þeirra. Þessi fjárframlög koma til viðbótar framlagi í formi kostnaðar vegna aðstoðarmanna og starfsmanna þingflokka samkvæmt ákvörðun í fjárlögum. Opinber framlög hafa s.s. snarhækkað og samhliða hafa talsverðar hömlur verið lögfestar á fjármögnun stjórnmálaflokka. Með öðrum orðum: stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa í raun verið gerðir að hálfgerðum ríkisstofnunum. Tuttugu flokkar á Alþingi 2035? Á vefsíðunni island.is er nú hægt að velja á milli tólf stjórnmálaflokka til að mæla með til framboðs til Alþingis. Þar er s.s. að finna fjögur framboð til viðbótar við þau átta sem hlutu brautargengi síðast. Af þeim er eitt sem hefur verið á ríkisspenanum frá síðustu kosningum, Sósíalistaflokkur Íslands. Flokkurinn hlaut tugmilljóna styrk frá skattgreiðendum þrátt fyrir að hafa tapað í kosningunum og ekki náð einum einasta manni á þing. Það virðast margir hafa metnað til þess að hafa áhrif á þróun íslensks samfélags. Það er jákvætt að taka þátt í stjórnmálum og sem flestir ættu að gera það. Það ætti þó ekki að vera sjálfgefið að brennandi áhugi fólks með misgóðum útfærslum sé kostaður af skattgreiðendum. Af þeim sökum höfum við þingmenn Sjálfstæðisflokksins ítrekað lagt fram breytingarfrumvarp á framangreindum lögum. Breytingarnar sem við höfum lagt til snúa að lækkun opinberra styrkja til stjórnmálaflokka og miða að auknu sjálfstæði og óhæði gagnvart ríkinu. Auk framangreindra athugasemda, teljum við að ríkisframlögin hafi dregið úr hvata stjórnmálaflokka til að sinna lýðræðislegu hlutverki sínu, þvert á markmið laganna. Þá teljum við að hækka ætti lágmarksskilyrði um atkvæðafjölda stjórnmálasamtaka til að fá úthlutað fé úr ríkissjóði 2,5% í 4%. Í núgildandi mynd hvetja lögin fólk til framboðs vegna fjáröflunarmöguleika. Í raun er auðveldara að fjármagana stjórnmálastarfsemi og hugmyndafræði sem er hafnað í lýðræðislegum kosningum en t.d. nýsköpunarverkefni. Og fólk sem hefur brennt allar brýr að baki sér á almennum vinnumarkaði eða er að elta athygli með enn einu framboðinu ætti ekki að hafa svo greiðan aðgang að fjármunum skattgreiðenda. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Þann 30. nóvember nk. ganga Íslendingar að kjörborðinu og velja sína fulltrúa á Alþingi. Vonandi nýta sem flestir kosningarétt sinn enda tilheyrum við minnihluta íbúa heims sem fær að taka þátt í frjálsum og lýðræðislegum kosningum. Eftir síðustu alþingiskosningar áttu fulltrúar átta stjórnmálaflokka sæti á Alþingi. Kosningakerfið á Íslandi ýtir sumpart undir fjölgun stjórnmálaflokka og dreifingu atkvæða, en annað blasir þó við að hafi haft lykiláhrif. Með lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka hafa opinber framlög til stjórnmálaflokka nefnilega margfaldast og eru nú helsta tekjulind þeirra. Þessi fjárframlög koma til viðbótar framlagi í formi kostnaðar vegna aðstoðarmanna og starfsmanna þingflokka samkvæmt ákvörðun í fjárlögum. Opinber framlög hafa s.s. snarhækkað og samhliða hafa talsverðar hömlur verið lögfestar á fjármögnun stjórnmálaflokka. Með öðrum orðum: stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa í raun verið gerðir að hálfgerðum ríkisstofnunum. Tuttugu flokkar á Alþingi 2035? Á vefsíðunni island.is er nú hægt að velja á milli tólf stjórnmálaflokka til að mæla með til framboðs til Alþingis. Þar er s.s. að finna fjögur framboð til viðbótar við þau átta sem hlutu brautargengi síðast. Af þeim er eitt sem hefur verið á ríkisspenanum frá síðustu kosningum, Sósíalistaflokkur Íslands. Flokkurinn hlaut tugmilljóna styrk frá skattgreiðendum þrátt fyrir að hafa tapað í kosningunum og ekki náð einum einasta manni á þing. Það virðast margir hafa metnað til þess að hafa áhrif á þróun íslensks samfélags. Það er jákvætt að taka þátt í stjórnmálum og sem flestir ættu að gera það. Það ætti þó ekki að vera sjálfgefið að brennandi áhugi fólks með misgóðum útfærslum sé kostaður af skattgreiðendum. Af þeim sökum höfum við þingmenn Sjálfstæðisflokksins ítrekað lagt fram breytingarfrumvarp á framangreindum lögum. Breytingarnar sem við höfum lagt til snúa að lækkun opinberra styrkja til stjórnmálaflokka og miða að auknu sjálfstæði og óhæði gagnvart ríkinu. Auk framangreindra athugasemda, teljum við að ríkisframlögin hafi dregið úr hvata stjórnmálaflokka til að sinna lýðræðislegu hlutverki sínu, þvert á markmið laganna. Þá teljum við að hækka ætti lágmarksskilyrði um atkvæðafjölda stjórnmálasamtaka til að fá úthlutað fé úr ríkissjóði 2,5% í 4%. Í núgildandi mynd hvetja lögin fólk til framboðs vegna fjáröflunarmöguleika. Í raun er auðveldara að fjármagana stjórnmálastarfsemi og hugmyndafræði sem er hafnað í lýðræðislegum kosningum en t.d. nýsköpunarverkefni. Og fólk sem hefur brennt allar brýr að baki sér á almennum vinnumarkaði eða er að elta athygli með enn einu framboðinu ætti ekki að hafa svo greiðan aðgang að fjármunum skattgreiðenda. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun