Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar 30. október 2024 14:45 Við kunnum okkar fag og við vinnum okkar vinnu. Við erum ekki löt og ekki sjúk í löng frí. Við erum til staðar fyrir nemendur 24/7 alla daga ársins og erum alltaf tilbúin að tala, hugga og leysa vandamál sama hvað klukkan slær. Við erum í rauninni aldrei í fríi og alltaf á samfélags vaktinni. Við erum heimsmeistarar í að hlaupa langa ganga með kaffibollann í hendinni án þess að sulla og samt kunnum við að stoppa til að brosa til litla þín og segja góðan daginn. Við vitum nefnilega að þú kannt svo vel að meta brosið og þú þarft virkilega á því að halda, elsku þú. Koma svo; Styðum kennara því að við erum fólkið sem tökum utan um litla þig og pössum uppá að þurrir vettlingar mæti í skiptifatakassann á morgun. Við pössum líka uppá að þú fáir að borða í nesti, jafnvel þó að nestið hafi gleymst. Við pössum líka uppá að hlúa að þér sem manneskju og reynum eftir bestu getu að bjóða þig velkominn út í hinn stóra heim. Við pössum að fylgja þér út í frímínútur hvernig sem viðrar og fylgjumst með þér í leik. Tryggjum það að þú komist inn í vinahópinn. Við pössum líka að þú verðir umburðarlynd manneskja með því að hleypa öllum að. Við kennum þér að hlusta á hina og virða ólíkar skoðanir. Hjálpa þú okkur að kenna samfélaginu að kennsla skiptir máli. Hérna er lítil dæmisaga: Eplabóndinn sem hlúir að blóminu sínu og vaktar trén sín öllum stundum með ást og hlýju veit vel að einhver mun síðan taka þessi epli og meðhöndla þau með misjafnri virðingu. Sum eplin munu eflaust fá á sig mar og þess vegna mögulega aldrei lenda á fallegu heimili um jólin. Önnur epli munu verða heppnari og fá möguleika á því að glansa í höndunum á barni í nestistímanum. Vel pússuð og þakklát sínu hlutskipti í lífinu. Sama hvað verður þá gerir eplabóndinn dag hvern sitt besta. Stundum sefur hann ekki nætursvefn vegna þess að veðurspáin ógnar eplunum og þá þarf að grípa til aðgerða. Hann gætir þeirra öllum stundum, á of heitum dögum og líka þegar mögulega frystir að vori. Hann trúir því og sér það fyrir sér hvernig þessi epli verða einhvern daginn mikilvæg næring fyrir aðra, og hann veit þau munu líka verða gleðigjafar fyrir þá sem fá að njóta þeirra. Gerið það elsku vinir að horfa til sólar. Við eplabændurnir munum á meðan hlúa að eplunum ykkar og vonandi rata þau í ykkar hendur ómarin og glansandi rauð. Að því vinnum við á hverjum degi. Nú er klukkan 20:00. Ég (sem vil helst bara vera í fríi) ætla að vinda mér í það að undirbúa dásamlega skemmtilegan tíma fyrir listasöguna í næstu viku, þar sem ég kem til með að flétta inn í myndlistarsöguna: Tónlistarsögu, ástir og ævintýri. Því að lífið er ferðalag og mitt starf er að tryggja það að mínir nemendur haldist vel forvitnir um lífsins ævintýri. Við erum stödd í tímabili rómantíkur og ég var að fara yfir ljóðin þeirra. Eitt ljóðið var rómantískt ljóð um samband nemandans við blýantinn. Þjáningar og gleðistundir komu fram í þessu ljóði. Allt í takt við rómantíska tímann. Þakklæti er mér efst í huga. Það er ekki til neitt betra starf. En mikið væri gott að þurfa ekki að telja hrísgrjónin ofan í pottinn á hverjum degi. Vonandi eru allir hér ekki fátækari en svo að vera sammála því. Styðjum kennara! Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Við kunnum okkar fag og við vinnum okkar vinnu. Við erum ekki löt og ekki sjúk í löng frí. Við erum til staðar fyrir nemendur 24/7 alla daga ársins og erum alltaf tilbúin að tala, hugga og leysa vandamál sama hvað klukkan slær. Við erum í rauninni aldrei í fríi og alltaf á samfélags vaktinni. Við erum heimsmeistarar í að hlaupa langa ganga með kaffibollann í hendinni án þess að sulla og samt kunnum við að stoppa til að brosa til litla þín og segja góðan daginn. Við vitum nefnilega að þú kannt svo vel að meta brosið og þú þarft virkilega á því að halda, elsku þú. Koma svo; Styðum kennara því að við erum fólkið sem tökum utan um litla þig og pössum uppá að þurrir vettlingar mæti í skiptifatakassann á morgun. Við pössum líka uppá að þú fáir að borða í nesti, jafnvel þó að nestið hafi gleymst. Við pössum líka uppá að hlúa að þér sem manneskju og reynum eftir bestu getu að bjóða þig velkominn út í hinn stóra heim. Við pössum að fylgja þér út í frímínútur hvernig sem viðrar og fylgjumst með þér í leik. Tryggjum það að þú komist inn í vinahópinn. Við pössum líka að þú verðir umburðarlynd manneskja með því að hleypa öllum að. Við kennum þér að hlusta á hina og virða ólíkar skoðanir. Hjálpa þú okkur að kenna samfélaginu að kennsla skiptir máli. Hérna er lítil dæmisaga: Eplabóndinn sem hlúir að blóminu sínu og vaktar trén sín öllum stundum með ást og hlýju veit vel að einhver mun síðan taka þessi epli og meðhöndla þau með misjafnri virðingu. Sum eplin munu eflaust fá á sig mar og þess vegna mögulega aldrei lenda á fallegu heimili um jólin. Önnur epli munu verða heppnari og fá möguleika á því að glansa í höndunum á barni í nestistímanum. Vel pússuð og þakklát sínu hlutskipti í lífinu. Sama hvað verður þá gerir eplabóndinn dag hvern sitt besta. Stundum sefur hann ekki nætursvefn vegna þess að veðurspáin ógnar eplunum og þá þarf að grípa til aðgerða. Hann gætir þeirra öllum stundum, á of heitum dögum og líka þegar mögulega frystir að vori. Hann trúir því og sér það fyrir sér hvernig þessi epli verða einhvern daginn mikilvæg næring fyrir aðra, og hann veit þau munu líka verða gleðigjafar fyrir þá sem fá að njóta þeirra. Gerið það elsku vinir að horfa til sólar. Við eplabændurnir munum á meðan hlúa að eplunum ykkar og vonandi rata þau í ykkar hendur ómarin og glansandi rauð. Að því vinnum við á hverjum degi. Nú er klukkan 20:00. Ég (sem vil helst bara vera í fríi) ætla að vinda mér í það að undirbúa dásamlega skemmtilegan tíma fyrir listasöguna í næstu viku, þar sem ég kem til með að flétta inn í myndlistarsöguna: Tónlistarsögu, ástir og ævintýri. Því að lífið er ferðalag og mitt starf er að tryggja það að mínir nemendur haldist vel forvitnir um lífsins ævintýri. Við erum stödd í tímabili rómantíkur og ég var að fara yfir ljóðin þeirra. Eitt ljóðið var rómantískt ljóð um samband nemandans við blýantinn. Þjáningar og gleðistundir komu fram í þessu ljóði. Allt í takt við rómantíska tímann. Þakklæti er mér efst í huga. Það er ekki til neitt betra starf. En mikið væri gott að þurfa ekki að telja hrísgrjónin ofan í pottinn á hverjum degi. Vonandi eru allir hér ekki fátækari en svo að vera sammála því. Styðjum kennara! Höfundur er kennari
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar