Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar 30. október 2024 14:45 Við kunnum okkar fag og við vinnum okkar vinnu. Við erum ekki löt og ekki sjúk í löng frí. Við erum til staðar fyrir nemendur 24/7 alla daga ársins og erum alltaf tilbúin að tala, hugga og leysa vandamál sama hvað klukkan slær. Við erum í rauninni aldrei í fríi og alltaf á samfélags vaktinni. Við erum heimsmeistarar í að hlaupa langa ganga með kaffibollann í hendinni án þess að sulla og samt kunnum við að stoppa til að brosa til litla þín og segja góðan daginn. Við vitum nefnilega að þú kannt svo vel að meta brosið og þú þarft virkilega á því að halda, elsku þú. Koma svo; Styðum kennara því að við erum fólkið sem tökum utan um litla þig og pössum uppá að þurrir vettlingar mæti í skiptifatakassann á morgun. Við pössum líka uppá að þú fáir að borða í nesti, jafnvel þó að nestið hafi gleymst. Við pössum líka uppá að hlúa að þér sem manneskju og reynum eftir bestu getu að bjóða þig velkominn út í hinn stóra heim. Við pössum að fylgja þér út í frímínútur hvernig sem viðrar og fylgjumst með þér í leik. Tryggjum það að þú komist inn í vinahópinn. Við pössum líka að þú verðir umburðarlynd manneskja með því að hleypa öllum að. Við kennum þér að hlusta á hina og virða ólíkar skoðanir. Hjálpa þú okkur að kenna samfélaginu að kennsla skiptir máli. Hérna er lítil dæmisaga: Eplabóndinn sem hlúir að blóminu sínu og vaktar trén sín öllum stundum með ást og hlýju veit vel að einhver mun síðan taka þessi epli og meðhöndla þau með misjafnri virðingu. Sum eplin munu eflaust fá á sig mar og þess vegna mögulega aldrei lenda á fallegu heimili um jólin. Önnur epli munu verða heppnari og fá möguleika á því að glansa í höndunum á barni í nestistímanum. Vel pússuð og þakklát sínu hlutskipti í lífinu. Sama hvað verður þá gerir eplabóndinn dag hvern sitt besta. Stundum sefur hann ekki nætursvefn vegna þess að veðurspáin ógnar eplunum og þá þarf að grípa til aðgerða. Hann gætir þeirra öllum stundum, á of heitum dögum og líka þegar mögulega frystir að vori. Hann trúir því og sér það fyrir sér hvernig þessi epli verða einhvern daginn mikilvæg næring fyrir aðra, og hann veit þau munu líka verða gleðigjafar fyrir þá sem fá að njóta þeirra. Gerið það elsku vinir að horfa til sólar. Við eplabændurnir munum á meðan hlúa að eplunum ykkar og vonandi rata þau í ykkar hendur ómarin og glansandi rauð. Að því vinnum við á hverjum degi. Nú er klukkan 20:00. Ég (sem vil helst bara vera í fríi) ætla að vinda mér í það að undirbúa dásamlega skemmtilegan tíma fyrir listasöguna í næstu viku, þar sem ég kem til með að flétta inn í myndlistarsöguna: Tónlistarsögu, ástir og ævintýri. Því að lífið er ferðalag og mitt starf er að tryggja það að mínir nemendur haldist vel forvitnir um lífsins ævintýri. Við erum stödd í tímabili rómantíkur og ég var að fara yfir ljóðin þeirra. Eitt ljóðið var rómantískt ljóð um samband nemandans við blýantinn. Þjáningar og gleðistundir komu fram í þessu ljóði. Allt í takt við rómantíska tímann. Þakklæti er mér efst í huga. Það er ekki til neitt betra starf. En mikið væri gott að þurfa ekki að telja hrísgrjónin ofan í pottinn á hverjum degi. Vonandi eru allir hér ekki fátækari en svo að vera sammála því. Styðjum kennara! Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Eru 4.300 íbúar Kópavogs hunsaðir? Eva Sjöfn Helgadóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Halldór 22.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Við kunnum okkar fag og við vinnum okkar vinnu. Við erum ekki löt og ekki sjúk í löng frí. Við erum til staðar fyrir nemendur 24/7 alla daga ársins og erum alltaf tilbúin að tala, hugga og leysa vandamál sama hvað klukkan slær. Við erum í rauninni aldrei í fríi og alltaf á samfélags vaktinni. Við erum heimsmeistarar í að hlaupa langa ganga með kaffibollann í hendinni án þess að sulla og samt kunnum við að stoppa til að brosa til litla þín og segja góðan daginn. Við vitum nefnilega að þú kannt svo vel að meta brosið og þú þarft virkilega á því að halda, elsku þú. Koma svo; Styðum kennara því að við erum fólkið sem tökum utan um litla þig og pössum uppá að þurrir vettlingar mæti í skiptifatakassann á morgun. Við pössum líka uppá að þú fáir að borða í nesti, jafnvel þó að nestið hafi gleymst. Við pössum líka uppá að hlúa að þér sem manneskju og reynum eftir bestu getu að bjóða þig velkominn út í hinn stóra heim. Við pössum að fylgja þér út í frímínútur hvernig sem viðrar og fylgjumst með þér í leik. Tryggjum það að þú komist inn í vinahópinn. Við pössum líka að þú verðir umburðarlynd manneskja með því að hleypa öllum að. Við kennum þér að hlusta á hina og virða ólíkar skoðanir. Hjálpa þú okkur að kenna samfélaginu að kennsla skiptir máli. Hérna er lítil dæmisaga: Eplabóndinn sem hlúir að blóminu sínu og vaktar trén sín öllum stundum með ást og hlýju veit vel að einhver mun síðan taka þessi epli og meðhöndla þau með misjafnri virðingu. Sum eplin munu eflaust fá á sig mar og þess vegna mögulega aldrei lenda á fallegu heimili um jólin. Önnur epli munu verða heppnari og fá möguleika á því að glansa í höndunum á barni í nestistímanum. Vel pússuð og þakklát sínu hlutskipti í lífinu. Sama hvað verður þá gerir eplabóndinn dag hvern sitt besta. Stundum sefur hann ekki nætursvefn vegna þess að veðurspáin ógnar eplunum og þá þarf að grípa til aðgerða. Hann gætir þeirra öllum stundum, á of heitum dögum og líka þegar mögulega frystir að vori. Hann trúir því og sér það fyrir sér hvernig þessi epli verða einhvern daginn mikilvæg næring fyrir aðra, og hann veit þau munu líka verða gleðigjafar fyrir þá sem fá að njóta þeirra. Gerið það elsku vinir að horfa til sólar. Við eplabændurnir munum á meðan hlúa að eplunum ykkar og vonandi rata þau í ykkar hendur ómarin og glansandi rauð. Að því vinnum við á hverjum degi. Nú er klukkan 20:00. Ég (sem vil helst bara vera í fríi) ætla að vinda mér í það að undirbúa dásamlega skemmtilegan tíma fyrir listasöguna í næstu viku, þar sem ég kem til með að flétta inn í myndlistarsöguna: Tónlistarsögu, ástir og ævintýri. Því að lífið er ferðalag og mitt starf er að tryggja það að mínir nemendur haldist vel forvitnir um lífsins ævintýri. Við erum stödd í tímabili rómantíkur og ég var að fara yfir ljóðin þeirra. Eitt ljóðið var rómantískt ljóð um samband nemandans við blýantinn. Þjáningar og gleðistundir komu fram í þessu ljóði. Allt í takt við rómantíska tímann. Þakklæti er mér efst í huga. Það er ekki til neitt betra starf. En mikið væri gott að þurfa ekki að telja hrísgrjónin ofan í pottinn á hverjum degi. Vonandi eru allir hér ekki fátækari en svo að vera sammála því. Styðjum kennara! Höfundur er kennari
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar