Eru 4.300 íbúar Kópavogs hunsaðir? Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 12. maí 2022 16:00 Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má nefna Reykjavík, Hafnarfjörð, Akureyri og Hornafjörð. Fjölmenningarráð hafa það mikilvæga hlutverk að standa vörð um og vinna að málefnum innflytjenda. Þá er verið að tengja saman fjölmenningarleg samfélög og koma málefnum innflytjenda á framfæri. Reykjavíkurborg er til að mynda hluti af verkefni sem að heitir „Intercultural Cities“. Fjölmenningu á að nálgast á þann hátt að einblínt er á ávinningin af fjölbreytileikanum og auðlindina á bak við samfélagið, hagkerfið og menninguna sem innflytjendur færa okkur. Hvar er fjölmenningin í Kópavogi? Kópavogsbær heldur ekki úti fjölmenningarráði þrátt fyrir að um 11% íbúa bæjarins séu erlendir ríkisborgarar. Það eru um 4.300 einstaklingar. Nú er Kópavogsbær næststærsta sveitarfélag Íslands og ætti því að vera leiðandi í því að tryggja góða stefnu í fjölmenningu og gefa málefnum innflytjenda mun meiri gaum. Það er skammarlegt að ekki sé fjölmenningarráð í Kópavogi og þessu þarf að breyta strax. Standa þarf vörð um málefni innflytjenda í bænum til þess að Kópavogur horfi til framtíðar en sé ekki staðnaður bær sem þróast ekki í takt við tímann. Við viljum búa í bæ sem fagnar og leggur mikið upp úr fjölmenningu en eins og staðan er núna er ekki að sjá að Kópavogur vilji vera leiðandi í málefnum innflytjenda. Það þarf fjölmenningarráð í Kópavogi Píratar fagna fjölbreytileika og trúa því að innflytjendur eigi að vera þátttakendur í samfélaginu með greiðan aðgang að sínum réttindum og öllu því sem Kópavogsbær hefur upp á að bjóða. Það er okkur öllum til bóta að gera betur í málefnum innflytjenda. Göngum í takt við tímann og saman inn í framtíðina. Fjölmenningarráð þarf að setja á fót í Kópavogi strax í gær. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Kópavogi og varaþingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Sjöfn Helgadóttir Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Innflytjendamál Píratar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má nefna Reykjavík, Hafnarfjörð, Akureyri og Hornafjörð. Fjölmenningarráð hafa það mikilvæga hlutverk að standa vörð um og vinna að málefnum innflytjenda. Þá er verið að tengja saman fjölmenningarleg samfélög og koma málefnum innflytjenda á framfæri. Reykjavíkurborg er til að mynda hluti af verkefni sem að heitir „Intercultural Cities“. Fjölmenningu á að nálgast á þann hátt að einblínt er á ávinningin af fjölbreytileikanum og auðlindina á bak við samfélagið, hagkerfið og menninguna sem innflytjendur færa okkur. Hvar er fjölmenningin í Kópavogi? Kópavogsbær heldur ekki úti fjölmenningarráði þrátt fyrir að um 11% íbúa bæjarins séu erlendir ríkisborgarar. Það eru um 4.300 einstaklingar. Nú er Kópavogsbær næststærsta sveitarfélag Íslands og ætti því að vera leiðandi í því að tryggja góða stefnu í fjölmenningu og gefa málefnum innflytjenda mun meiri gaum. Það er skammarlegt að ekki sé fjölmenningarráð í Kópavogi og þessu þarf að breyta strax. Standa þarf vörð um málefni innflytjenda í bænum til þess að Kópavogur horfi til framtíðar en sé ekki staðnaður bær sem þróast ekki í takt við tímann. Við viljum búa í bæ sem fagnar og leggur mikið upp úr fjölmenningu en eins og staðan er núna er ekki að sjá að Kópavogur vilji vera leiðandi í málefnum innflytjenda. Það þarf fjölmenningarráð í Kópavogi Píratar fagna fjölbreytileika og trúa því að innflytjendur eigi að vera þátttakendur í samfélaginu með greiðan aðgang að sínum réttindum og öllu því sem Kópavogsbær hefur upp á að bjóða. Það er okkur öllum til bóta að gera betur í málefnum innflytjenda. Göngum í takt við tímann og saman inn í framtíðina. Fjölmenningarráð þarf að setja á fót í Kópavogi strax í gær. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Kópavogi og varaþingmaður.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar