Óhæfur leiðtogi? Franklín Ernir Kristjánsson skrifar 28. október 2024 06:45 Það er áhugavert að lesa einkaskilaboð Kristrúnar og umræðuna um tilvist Dags B. Eggertssonar á lista Samfylkingarinnar. Kristrún Frostadóttir lýsir þarna yfir vantrausti á meðlim á sínum eigin lista. Í raun lýsir hún því þar með yfir að fólkið sem gengur með henni í hennar baráttu og á að aðstoða hana við að vinna að „verkefninu“ sé óhæft til þess. Mér finnst ótrúlegt að leiðtogi vinsælustu stjórnmálahreyfingar landsins sé tilbúin til þess að ráðast á meðlim innan sinnar eigin hreyfingar með því að tala um hann eins og fulla frændann í matarboðinu sem má ekki skilja út undan. Kristrún hefur hér með lýst því yfir að hún sé full fær til þess að leysa öll vandamál íslenska lýðveldisins án utanaðkomandi aðstoðar. Og að fólkið sem situr á lista með henni sé ekkert annað en fylgihlutir sem hún hyggst skreyta alþingissalinn með til þess að tryggja að hún fái andrými til þess að leysa vandamál þjóðarinnar með skattahækkunum og stórauknum ríkisútgjöldum. Kristrún hefur hér með sýnt hver sé hennar raunverulegi karakter. Hún er ekki leiðtogi heldur stjórnandi sem er ekki tilbúin til að verja fólkið sitt heldur velur frekar að henda því undir rútuna þegar á móti blæs. Aldrei hefði mér dottið í hug að andlegur leiðtogi jafnaðarstefnunnar myndi kasta einum af lærisveinum sínum undir rútuna til að tryggja eigin frama. Það er þó auðvelt að skilja hennar afstöðu í garð Dags B. Eggertssonar því að flest deilum við henni. Það er enginn sem hvorki vill né getur varið hans störf í borgarstjórn. En það sem er áhugaverðast í þessu öllu saman er að þeirra nálgun á opinberan rekstur er ekki svo ólík. Bæði tvö vilja leita „nýrra“ leiða til að afla tekna fyrir hið opinbera. Bæði tvö telja sig vera að leiða byltingarkennda baráttu gegn íhaldinu í von um að skapa einskonar ríkisstýrða paradís sem fjármagna á með annarra manna fé. Það er nefnilega þannig að margir eru ósáttir við það sem birtist í speglinum. Ég er ekki tilbúinn til þess að veita þeirri manneskju umboð til þess að leiða þjóðina sem virðist ófær um að leiða sinn eigin flokk. Alvöru leiðtogi tekur upp hanskann fyrir sitt fólk eða að minnsta kosti baktalar það ekki þegar einhver lýsir yfir óhamingju með það. Ef niðurstöður kannana verða að veruleika þá er ekki lengur nóg að flýja borgina til að komast undan Dags-birtunni. Höfundur er stjórnarmeðlimur SUS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að lesa einkaskilaboð Kristrúnar og umræðuna um tilvist Dags B. Eggertssonar á lista Samfylkingarinnar. Kristrún Frostadóttir lýsir þarna yfir vantrausti á meðlim á sínum eigin lista. Í raun lýsir hún því þar með yfir að fólkið sem gengur með henni í hennar baráttu og á að aðstoða hana við að vinna að „verkefninu“ sé óhæft til þess. Mér finnst ótrúlegt að leiðtogi vinsælustu stjórnmálahreyfingar landsins sé tilbúin til þess að ráðast á meðlim innan sinnar eigin hreyfingar með því að tala um hann eins og fulla frændann í matarboðinu sem má ekki skilja út undan. Kristrún hefur hér með lýst því yfir að hún sé full fær til þess að leysa öll vandamál íslenska lýðveldisins án utanaðkomandi aðstoðar. Og að fólkið sem situr á lista með henni sé ekkert annað en fylgihlutir sem hún hyggst skreyta alþingissalinn með til þess að tryggja að hún fái andrými til þess að leysa vandamál þjóðarinnar með skattahækkunum og stórauknum ríkisútgjöldum. Kristrún hefur hér með sýnt hver sé hennar raunverulegi karakter. Hún er ekki leiðtogi heldur stjórnandi sem er ekki tilbúin til að verja fólkið sitt heldur velur frekar að henda því undir rútuna þegar á móti blæs. Aldrei hefði mér dottið í hug að andlegur leiðtogi jafnaðarstefnunnar myndi kasta einum af lærisveinum sínum undir rútuna til að tryggja eigin frama. Það er þó auðvelt að skilja hennar afstöðu í garð Dags B. Eggertssonar því að flest deilum við henni. Það er enginn sem hvorki vill né getur varið hans störf í borgarstjórn. En það sem er áhugaverðast í þessu öllu saman er að þeirra nálgun á opinberan rekstur er ekki svo ólík. Bæði tvö vilja leita „nýrra“ leiða til að afla tekna fyrir hið opinbera. Bæði tvö telja sig vera að leiða byltingarkennda baráttu gegn íhaldinu í von um að skapa einskonar ríkisstýrða paradís sem fjármagna á með annarra manna fé. Það er nefnilega þannig að margir eru ósáttir við það sem birtist í speglinum. Ég er ekki tilbúinn til þess að veita þeirri manneskju umboð til þess að leiða þjóðina sem virðist ófær um að leiða sinn eigin flokk. Alvöru leiðtogi tekur upp hanskann fyrir sitt fólk eða að minnsta kosti baktalar það ekki þegar einhver lýsir yfir óhamingju með það. Ef niðurstöður kannana verða að veruleika þá er ekki lengur nóg að flýja borgina til að komast undan Dags-birtunni. Höfundur er stjórnarmeðlimur SUS
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar