Frægðarvæðing og innihald í stjórnmálum Steingrímur J. Sigfússon skrifar 24. október 2024 17:31 Greinarhöfundur sagði skilið við stjórnmálin, þ.e.a.s. þingmennsku fyrir rétt rúmum þremur árum síðan. Það gerði ég sáttur eftir langan feril og hugsa almennt með hlýhug og þakklæti til þess góða fólks sem ég átti þar samleið með. Eftir sem áður er manni ekki sama og hefur stundum áhyggjur af því á hvaða vegferð við erum sem lýðræðissamfélag, sem samheldið samfélag. Samfélag þar sem það er metið að verðleikum að fjölbreytt flóra einstaklinga bjóði fram krafta sína til þeirrar samfélagsþjónustu sem það auðvitað er að taka að sér hlutverk kjörins þjóns í okkar fulltrúalýðræðisfyrirkomulagi. Oft er umræðan um stjórnmál, stjórnmálamenn, Alþingi og sveitarstjórnir rekin á neikvæðum niðurrifs forsendum. Eins og það eina sem þetta fólk eigi í lok dags skilið séu skítur og skammir. Lítið fer fyrir þakklæti, umburðarlyndið er takmarkað ef einhverjum verða á mistök og herská umræða á rangnefndum samfélagsmiðlum (sem eru rafræn heimsfyrirtæki græðgiskapítalista) í bland við hóphegðunar-álitsgjafa tekur iðulega fólk af lífi pólitískt ef svo ber undir án dóms og laga. Hvar standa hin lýðræðislegu, rökræðubundnu stjórnmál í dag, svo stórt sé spurt? Eins mikið og ég gleðst yfir því að neikvæð umræða um stjórnmál virðist ekki valda neinni þurrð á fólki sem flykkist í framboð til Alþingis þessa dagana, hringja samt viðvörunarbjöllur. Er þá lausnin sú að sækja „þekkt andlit“, og víkja til hliðar þeim sem hafa unnið að sínum hugsjónamálum með þeirri hreyfingu, flokki eða samtökum sem þeirra lífsskoðanir hafa best samræmst. Þeim sem hafa verið fótgönguliðar, staðið í bakstrinum, verið í málefnanefndunum. Er lausnin að frægðar væða stjórnmálin, poppa þau upp með þekktum nöfnum og andlitum óháð því hvort við komandi hefur komið nálægt pólitískri vinnu. Svarið kann að vera já hvað fylgisávinning snertir. Svarið kann einnig að vera já þegar gott og vel gert fólk færir sig um set ef það nær góðum tökum á starfi á nýjum vettvangi, sem er ekki sjálfgefið. Svarið kann þar í viðbót að vera já, ef verðmæt þekking færist yfir á hið pólitíska svið. En þar með eru nú já svörin sennilega að mestu upp talin. Snúum þessu aðeins við og spyrjum okkur. Til hvers ætti fólk, einkum ungt fólk með heilbrigðan metnað að ganga til liðs við stjórnmálahreyfingar í takt við sínar lífsskoðanir og hugsjónir ef vænlegasta leiðin á toppinn er að verða fyrst frægur fyrir eitthvað allt annað. Ef vænlegast er að koma ekki nálægt stjórnmálum fyrr en þú ert nógu þekktur til að fara beint á toppinn? Hvað verður um uppsafnaða reynslu, yfirfærslu og stofnanamynni í stjórnmálum? Eins bráðnauðsynleg og heilbrigð endurnýjun er, nýtt fólk í bland, ekki síst ungt fólk sem svo öðlast sína reynslu með leiðsögn reyndara fólks sér við hlið, eru öfgar í þá átt að skipta sem flestum, helst öllum út mikið umhugsunarefni. Og það tengist þeim hugleiðingum að lokum, að stjórnmál snúast um málefni og síðan um fólk, ekki öfugt. Þetta er ekki eða á að minnsta kosti ekki að vera í heilbrigðu, málefnabundnu lýðræðisfyrirkomulagi frægðarsamkeppni, fegurðarsamkeppni. Getur hugsast að þróunin undanfarna daga sé birtingarmynd meiri lausungar, tækifærismennsku og af tengingar raunverulegs innhalds í stjórnmálum? Hvað sem því öllu líður verður undirritaður á sínum stað. Ég mun kjósa þann flokk sem heldur sterkast fram sjónarmiðum umhverfisverndar, kvenfrelsis, friðarhyggju og ekki síst róttækrar félagshyggju, vinstristefnu, sósíalisma. Ég mun kjósa Vinstrihreyfinguna grænt framboð óháð því hvar frægðarfólk trónir á toppi. Höfundur er fyrrverandi formaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Greinarhöfundur sagði skilið við stjórnmálin, þ.e.a.s. þingmennsku fyrir rétt rúmum þremur árum síðan. Það gerði ég sáttur eftir langan feril og hugsa almennt með hlýhug og þakklæti til þess góða fólks sem ég átti þar samleið með. Eftir sem áður er manni ekki sama og hefur stundum áhyggjur af því á hvaða vegferð við erum sem lýðræðissamfélag, sem samheldið samfélag. Samfélag þar sem það er metið að verðleikum að fjölbreytt flóra einstaklinga bjóði fram krafta sína til þeirrar samfélagsþjónustu sem það auðvitað er að taka að sér hlutverk kjörins þjóns í okkar fulltrúalýðræðisfyrirkomulagi. Oft er umræðan um stjórnmál, stjórnmálamenn, Alþingi og sveitarstjórnir rekin á neikvæðum niðurrifs forsendum. Eins og það eina sem þetta fólk eigi í lok dags skilið séu skítur og skammir. Lítið fer fyrir þakklæti, umburðarlyndið er takmarkað ef einhverjum verða á mistök og herská umræða á rangnefndum samfélagsmiðlum (sem eru rafræn heimsfyrirtæki græðgiskapítalista) í bland við hóphegðunar-álitsgjafa tekur iðulega fólk af lífi pólitískt ef svo ber undir án dóms og laga. Hvar standa hin lýðræðislegu, rökræðubundnu stjórnmál í dag, svo stórt sé spurt? Eins mikið og ég gleðst yfir því að neikvæð umræða um stjórnmál virðist ekki valda neinni þurrð á fólki sem flykkist í framboð til Alþingis þessa dagana, hringja samt viðvörunarbjöllur. Er þá lausnin sú að sækja „þekkt andlit“, og víkja til hliðar þeim sem hafa unnið að sínum hugsjónamálum með þeirri hreyfingu, flokki eða samtökum sem þeirra lífsskoðanir hafa best samræmst. Þeim sem hafa verið fótgönguliðar, staðið í bakstrinum, verið í málefnanefndunum. Er lausnin að frægðar væða stjórnmálin, poppa þau upp með þekktum nöfnum og andlitum óháð því hvort við komandi hefur komið nálægt pólitískri vinnu. Svarið kann að vera já hvað fylgisávinning snertir. Svarið kann einnig að vera já þegar gott og vel gert fólk færir sig um set ef það nær góðum tökum á starfi á nýjum vettvangi, sem er ekki sjálfgefið. Svarið kann þar í viðbót að vera já, ef verðmæt þekking færist yfir á hið pólitíska svið. En þar með eru nú já svörin sennilega að mestu upp talin. Snúum þessu aðeins við og spyrjum okkur. Til hvers ætti fólk, einkum ungt fólk með heilbrigðan metnað að ganga til liðs við stjórnmálahreyfingar í takt við sínar lífsskoðanir og hugsjónir ef vænlegasta leiðin á toppinn er að verða fyrst frægur fyrir eitthvað allt annað. Ef vænlegast er að koma ekki nálægt stjórnmálum fyrr en þú ert nógu þekktur til að fara beint á toppinn? Hvað verður um uppsafnaða reynslu, yfirfærslu og stofnanamynni í stjórnmálum? Eins bráðnauðsynleg og heilbrigð endurnýjun er, nýtt fólk í bland, ekki síst ungt fólk sem svo öðlast sína reynslu með leiðsögn reyndara fólks sér við hlið, eru öfgar í þá átt að skipta sem flestum, helst öllum út mikið umhugsunarefni. Og það tengist þeim hugleiðingum að lokum, að stjórnmál snúast um málefni og síðan um fólk, ekki öfugt. Þetta er ekki eða á að minnsta kosti ekki að vera í heilbrigðu, málefnabundnu lýðræðisfyrirkomulagi frægðarsamkeppni, fegurðarsamkeppni. Getur hugsast að þróunin undanfarna daga sé birtingarmynd meiri lausungar, tækifærismennsku og af tengingar raunverulegs innhalds í stjórnmálum? Hvað sem því öllu líður verður undirritaður á sínum stað. Ég mun kjósa þann flokk sem heldur sterkast fram sjónarmiðum umhverfisverndar, kvenfrelsis, friðarhyggju og ekki síst róttækrar félagshyggju, vinstristefnu, sósíalisma. Ég mun kjósa Vinstrihreyfinguna grænt framboð óháð því hvar frægðarfólk trónir á toppi. Höfundur er fyrrverandi formaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun