Venjulegt fólk á þing – umbætur strax Eldur Smári Kristinsson skrifar 24. október 2024 11:30 Nú hefur það verið kunngjört að ég skipa oddvitasætið í Norðvesturkjördæmi fyrir Lýðræðisflokkinn – samtök um frelsi og sjálfsákvörðunarrétt. Ég þakka stofnendum flokksins það traust sem mér hefur verið sýnt að fá að leiða listann í kjördæminu þar sem ég er fæddur og á ættir að rekja. Ég hlakka mikið til þess að ferðast vítt og breitt um kjördæmið okkar á næstu dögum og hitta sem flesta. Loksins er þessu ófremdarástandi í íslenskum stjórnmálum senn að ljúka. Þrír stjórnmálaflokkar mynduðu á síðasta kjörtímabili stjórn þar sem helsta verkefni hennar var að halda sjálfri sér á lífi fyrir valdabrölt „atvinnustjórnmálamanna“. Við erum með einstakt tækifæri hér í höndum okkar. Verkin eru brýn og við þurfum að velja kjarkmikið fólk sem þorir að vera óvinsælt og taka erfiðar ákvarðanir víðsvegar í fjármálum ríkisins. Í áratug hef ég barist eins og ljón við skrímslið sem woke-isminn er. Árið 2015 fór ég að sjá að það væri ekki allt með felldu innan hreyfingarinnar sem ég þá tilheyrði, sem var réttindabarátta samkynhneigðra. Slagirnir voru sigraðir, en þá tóku menn upp á að búa til nýja hópa til þess að berjast fyrir – jafnvel þó að enginn fótur væri fyrir flestum þeirra. Þarna var til orðið bákn – kerfi í kerfinu – þar sem eini tilgangurinn var að halda því á lífi. Rétt eins og fráfarandi ríkisstjórn, og í raun allt kerfið sjálft eins og við þekkjum það. Ég er alinn upp Suðurnesjamaður, reyndar fæddur á Sauðárkróki og á ættir að rekja í Skagafjörðinn, minn fagra, þar sem ég eyddi nær hverju sumri á Grund á Hofsósi, hjá ömmu Bubbu og Bjössa afa. Ég er með mikla reynslu úr viðskiptalífinu í heimi stórra alþjóðafyrirtækja á borð við Eastman Kodak (sem náði ekki að halda í við tímans rás og hraða þróunar stafrænnar byltingar í margmiðlun) og svo Kimberly Clark Professional þar sem ég var sölustjóri Norðurlandanna í nær áratug. Undanfarin ár hefur óábyrg stefna í útlendingamálum orðið til þess að heimabærinn minn er gjörsamlega óþekkjanlegur eftir útreiðina sem hann hefur fengið eftir gengdarlausa óstjórn í málaflokknum og kerfisbundna vanrækslu á landamærunum. Við erum að horfa upp á ALGJÖRT kerfishrun. Menntakerfið, stjórnsýslan öll, stofnanir, helstu hagsmunafélög og góðgerðasamtök, og nú í auknum mæli mannauðsdeildir stórfyrirtækja hafa verið tekin í gíslingu af hugmyndafræðingum sem eru með sérfræðimenntun í gremjufræðum félagsvísindadeilda háskólanna. Það eru aðeins 15 ár síðan að samfélagsmiðlar fóru að taka stórt pláss í tilveru okkar allra og nú eru komin í ljós gríðarlega alvarleg áhrif þeirra á börn og ungmenni. Börn í skólunum hafa aldrei verið eins vansæl samkvæmt rannsóknum og aldrei jafn óreiðubúin úr grunnskóla í framhaldsnám. Verkefnin sem bíða okkar eru ærin! Og þau þola enga bið. Atvinnustjórnmálamennirnir úr öllum flokkunum hafa brugðist, enda orðnir hluti af kerfi sem snýst um að viðhalda sjálfu sér. Valdabröltið þar sem embættismenn kerfisins hlaupa inn í forystusæti kerfisflokkana og þekkt fólk úr þjóðlífinu hleypur af stað til þess að koma sér í mjúkinn eftir að hafa sinnt áróðursþjónustu sýnir að við þurfum að virkja hinn venjulega Íslending. Mig og þig. Okkur öll. Það erum við sem erum og eigum löggjafann. Þverskurður af okkur sem þjóð á að eiga sæti á Alþingi. Aðeins þá rata málefnin okkar og kerfisbreytingar inn í málefnaskrá þingsins. Á Íslandi er einn þingmaður á hverja 4.300 kjósendur í landinu. Í Danmörku er einn þingmaður á hverja 25.000, og í Bretlandi einn þingmaður á hverja 100.000 kjósendur. Og það er hægt að ná í þá. Það veit ég af eigin raun eftir samskipti við bæði Folketinget og House of Commons. Það er óásættanlegt að íslenskir þingmenn láti helst ekki ná í sig eða eiga samskipti við kjósendur sína nema þegar þeir þurfa á þeim að halda í kjörklefanum. Samskiptum við kjósendur lýkur ekki í kjörklefanum – heldur markar upphaf þeirra. Við verðum að efla tengslin við raunveruleikann á ný – ekki síst vegna innkomu gervigreindarinnar sem mun eflaust gera skynbragð barna á raunveruleikann enn flóknara. Okkur ber skylda að standa vörð um raunveruleikann, því það er eina leiðin til þess að viðhalda öðrum áunnum réttindum okkar borgaranna, sem sífellt eiga undir högg að sækja með sífellt stækkandi bákni sem hefur hneppt okkur í fjötra þess. Við þurfum að tryggja fæðuöryggi Íslendinga til frambúðar, byggja upp menntakerfið frá grunni, hætta að kenna börnum umdeildar póstmódernískar kenningar sem staðreyndir, og skapa umhverfi þar sem ungt fólk stofnar til fjölskyldna fyrr og eignast fleiri börn. Við þurfum í raun að byggja öll kerfin okkar upp á ný. Íslendingar eiga að standa vörð um fullveldi sitt og sjálfsákvörðunarrétt. Við þurfum að standa í lappirnar gegn ofríki alþjóðastofnana sem vilja tjóðra okkur með óæskilegum skuldbindingum, sumar jafnvel í beinni andstöðu við okkar gildi eins og t.d. vopnakaup og þátttöku í árásabandalögum stærri þjóða. Ég hvet ykkur því öll að kynna ykkur stefnumál Lýðræðisflokksins sem eru í mótun, og hafa samband við okkur sem erum í forsvari fyrir flokkinn. Við erum öll eyru. Gerum lýðræðið aftur að samtali. Venjulegt fólk á þing – umbætur strax. Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lýðræðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur það verið kunngjört að ég skipa oddvitasætið í Norðvesturkjördæmi fyrir Lýðræðisflokkinn – samtök um frelsi og sjálfsákvörðunarrétt. Ég þakka stofnendum flokksins það traust sem mér hefur verið sýnt að fá að leiða listann í kjördæminu þar sem ég er fæddur og á ættir að rekja. Ég hlakka mikið til þess að ferðast vítt og breitt um kjördæmið okkar á næstu dögum og hitta sem flesta. Loksins er þessu ófremdarástandi í íslenskum stjórnmálum senn að ljúka. Þrír stjórnmálaflokkar mynduðu á síðasta kjörtímabili stjórn þar sem helsta verkefni hennar var að halda sjálfri sér á lífi fyrir valdabrölt „atvinnustjórnmálamanna“. Við erum með einstakt tækifæri hér í höndum okkar. Verkin eru brýn og við þurfum að velja kjarkmikið fólk sem þorir að vera óvinsælt og taka erfiðar ákvarðanir víðsvegar í fjármálum ríkisins. Í áratug hef ég barist eins og ljón við skrímslið sem woke-isminn er. Árið 2015 fór ég að sjá að það væri ekki allt með felldu innan hreyfingarinnar sem ég þá tilheyrði, sem var réttindabarátta samkynhneigðra. Slagirnir voru sigraðir, en þá tóku menn upp á að búa til nýja hópa til þess að berjast fyrir – jafnvel þó að enginn fótur væri fyrir flestum þeirra. Þarna var til orðið bákn – kerfi í kerfinu – þar sem eini tilgangurinn var að halda því á lífi. Rétt eins og fráfarandi ríkisstjórn, og í raun allt kerfið sjálft eins og við þekkjum það. Ég er alinn upp Suðurnesjamaður, reyndar fæddur á Sauðárkróki og á ættir að rekja í Skagafjörðinn, minn fagra, þar sem ég eyddi nær hverju sumri á Grund á Hofsósi, hjá ömmu Bubbu og Bjössa afa. Ég er með mikla reynslu úr viðskiptalífinu í heimi stórra alþjóðafyrirtækja á borð við Eastman Kodak (sem náði ekki að halda í við tímans rás og hraða þróunar stafrænnar byltingar í margmiðlun) og svo Kimberly Clark Professional þar sem ég var sölustjóri Norðurlandanna í nær áratug. Undanfarin ár hefur óábyrg stefna í útlendingamálum orðið til þess að heimabærinn minn er gjörsamlega óþekkjanlegur eftir útreiðina sem hann hefur fengið eftir gengdarlausa óstjórn í málaflokknum og kerfisbundna vanrækslu á landamærunum. Við erum að horfa upp á ALGJÖRT kerfishrun. Menntakerfið, stjórnsýslan öll, stofnanir, helstu hagsmunafélög og góðgerðasamtök, og nú í auknum mæli mannauðsdeildir stórfyrirtækja hafa verið tekin í gíslingu af hugmyndafræðingum sem eru með sérfræðimenntun í gremjufræðum félagsvísindadeilda háskólanna. Það eru aðeins 15 ár síðan að samfélagsmiðlar fóru að taka stórt pláss í tilveru okkar allra og nú eru komin í ljós gríðarlega alvarleg áhrif þeirra á börn og ungmenni. Börn í skólunum hafa aldrei verið eins vansæl samkvæmt rannsóknum og aldrei jafn óreiðubúin úr grunnskóla í framhaldsnám. Verkefnin sem bíða okkar eru ærin! Og þau þola enga bið. Atvinnustjórnmálamennirnir úr öllum flokkunum hafa brugðist, enda orðnir hluti af kerfi sem snýst um að viðhalda sjálfu sér. Valdabröltið þar sem embættismenn kerfisins hlaupa inn í forystusæti kerfisflokkana og þekkt fólk úr þjóðlífinu hleypur af stað til þess að koma sér í mjúkinn eftir að hafa sinnt áróðursþjónustu sýnir að við þurfum að virkja hinn venjulega Íslending. Mig og þig. Okkur öll. Það erum við sem erum og eigum löggjafann. Þverskurður af okkur sem þjóð á að eiga sæti á Alþingi. Aðeins þá rata málefnin okkar og kerfisbreytingar inn í málefnaskrá þingsins. Á Íslandi er einn þingmaður á hverja 4.300 kjósendur í landinu. Í Danmörku er einn þingmaður á hverja 25.000, og í Bretlandi einn þingmaður á hverja 100.000 kjósendur. Og það er hægt að ná í þá. Það veit ég af eigin raun eftir samskipti við bæði Folketinget og House of Commons. Það er óásættanlegt að íslenskir þingmenn láti helst ekki ná í sig eða eiga samskipti við kjósendur sína nema þegar þeir þurfa á þeim að halda í kjörklefanum. Samskiptum við kjósendur lýkur ekki í kjörklefanum – heldur markar upphaf þeirra. Við verðum að efla tengslin við raunveruleikann á ný – ekki síst vegna innkomu gervigreindarinnar sem mun eflaust gera skynbragð barna á raunveruleikann enn flóknara. Okkur ber skylda að standa vörð um raunveruleikann, því það er eina leiðin til þess að viðhalda öðrum áunnum réttindum okkar borgaranna, sem sífellt eiga undir högg að sækja með sífellt stækkandi bákni sem hefur hneppt okkur í fjötra þess. Við þurfum að tryggja fæðuöryggi Íslendinga til frambúðar, byggja upp menntakerfið frá grunni, hætta að kenna börnum umdeildar póstmódernískar kenningar sem staðreyndir, og skapa umhverfi þar sem ungt fólk stofnar til fjölskyldna fyrr og eignast fleiri börn. Við þurfum í raun að byggja öll kerfin okkar upp á ný. Íslendingar eiga að standa vörð um fullveldi sitt og sjálfsákvörðunarrétt. Við þurfum að standa í lappirnar gegn ofríki alþjóðastofnana sem vilja tjóðra okkur með óæskilegum skuldbindingum, sumar jafnvel í beinni andstöðu við okkar gildi eins og t.d. vopnakaup og þátttöku í árásabandalögum stærri þjóða. Ég hvet ykkur því öll að kynna ykkur stefnumál Lýðræðisflokksins sem eru í mótun, og hafa samband við okkur sem erum í forsvari fyrir flokkinn. Við erum öll eyru. Gerum lýðræðið aftur að samtali. Venjulegt fólk á þing – umbætur strax. Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun