Stjórnmálaflokkar og stefnur – Vöndum valið Guðjón Sigurbjartsson skrifar 24. október 2024 11:01 Við lifum á áhugaverðum tímum. Vandamálin eru mörg hér heima og erlendis,en tækifærin eru líka stórkostleg. Nú er boltinn að koma til okkar kjósenda, að velja stefnur og stjórnmálaflokka og mikilvægt að setja sig inn í málin. Efnahagsmálin eru þungamiðjan í flestu því sem til framfara horfir. Fréttir eru alla daga fluttar af fjárskorti í hina ýmsu málaflokka. Spurningin er hvernig best verður bætt úr til frambúðar og mikilvægt fyrir okkur kjósendur að spá í það og velja flokka sem ráða við verkefnið. Stóru viðfangsefni efnahagsmálanna Við erum fá í stóru afskekktu, köldu landi og teljumst „óhagkvæm eining“. Þó tekjur landsins, eða verg landsframleiðsla (VLF) á mann, séu góðar í alþjóðlegum samanburði og þó hlutfall tekna hins opinbera af VLF sé mjög hátt, þá nægja tekjur ríkis og sveitafélaga ekki til að standa vel undir þeirri þjónustu sem ætlast er til. Það vantar augljóslega nokkur hundruð milljarða króna árlega í opinbera sjóði ef vel á að vera til dæmis í samgöngur, heilbrigðismál, lífeyristryggingar og menntamál. Auk þessa er kostnaður við lífsframfæri fólks hér, það er við fæði, klæði, húsnæði, samgöngur og slíkt, sá hæsti í heimi. En reyndar er jöfnuður á Íslandi sá mesti samkvæmt Gini stuðli. Við lifum ekki á háum tekjum ef útgjöldin eru enn hærri. Hvað efnahagsmálin varðar þurfum við því bæði að stórauka VLF á mann og stórlækka kostnað við lífsnauðsynjar ef vel á að vera. Hvaða flokkar ætli séu líklegir til að bæta hér úr? Við þurfum að stórauka tekjur hins opinbera Árið 2023 var VLF um 4.321 ma.kr.Heildar útgjöld ríkissjóðs voru um 1.407 ma.kr. og sveitafélaga um 589 ma.kr.Samtals voru gjöld opinberra aðila um 1.931 ma.kr. sem gerir um 45% af VLF, með því mesta á heimsvísu. Margir telja að til að afla nægra tekna fyrir útgjöldum hins opinbera þurfi bara að hækka skatta á ríkt fólk og auðlindagjöld. Vissulega er hægt að ná í nokkra tugi milljarða með þeim hætti en samt ekki nánda nærri nóg til að gera það sem gera þarf nema þá til skamms tíma því verulega hærri skattar myndu leiða til samdráttar í VLF. Við getum hins vegar aukið ráðstöfunarfé ríkis og sveitarfélaga með því að auka VLF á mann verulega. Sem dæmi, ef VLF væri 30% hærri hækkuðu tekjur ríkissjóðs um 400 ma.kr. og sveitafélaga um 150 ma.kr., það er samtals um 550 ma.kr. árlega. Það færi langt með að duga til að bæta það sem á vantar. Tækifærin til að auka VLF eru víða. Hér eru nokkur dæmi: -Raforkan Orkugeirinn stendur undir um 1/3 af VLF. Leyfa þarf einkaaðilum að virkja vindinn á völdum af viknum stöðum á hálendinu. Næg eftirspurn er eftir helmingi meiri raforku en nú er tiltæk. Með því má bæta 1/3 við VLF og þannig færa opinberum sjóðum um 400 ma.kr. árlega. Einnig ætti að leyfa einkaaðilum að leggja raforkusæstreng til Evrópu til að bæta enn við VLF og jafna álagið. -Fiskiveiðar og lagareldi Sjávarútvegurinn stendur undir 20-30% af VLF. Framleiðsla hans mun ásamt lagareldi tvöfaldast á næstu áratugum sérstaklega ef við leyfum fiskeldi á vel völdum stöðum. Þetta mun færa hátt í það eins mikið og virkjun vindsins. -Nýsköpun Nýsköpun ýmis konar, hugbúnaðargerð, kvikmyndagerð og slíkt er að færa hundruð milljarða inn í hagkerfið og á mikið inni. Tækifærin eru óþjótandi með tilkomu alþjóðavæðingar, AI og þess háttar. Við þurfum að halda áfram að styðja vel við frumkvöðla því það kemur margfalt til baka. Fleiri tekjumöguleika mætti telja en góð framvinda bara í ofangreindu mun færa opinberum aðilum meira en 30% tekjuaukningu á ári með sjálfbærum hætti. Vissulega þarf líka að spara með því til dæmis að sameina sveitarfélög og stofnanir, taka á skatta undanskotum og aðhaldi í opinberum rekstri. Það eru því næg tækifæri fyrir fámenna Ísland til að efla getu opinberra aðila til að sinna sínu hlutverki vel með sjálfbærum hætti, án þess að hækka skatta. Stórlækkum kostnað fólks við lífsnauðsynjar Kostnaður fólks á Íslandi við lífsnauðsynjar er með því sem hæst gerist á heimsvísu. Um 10% okkar búa við fátækt þar á meðal eldri borgarar, einstæðir foreldrar, börn þeirra, þeir sem vinna láglaunastörf og atvinnulausir. Við getum auðveldlega bætt hér úr með því að lækka verulega kostnað við matvæli, húsnæði, vexti og fleira. -Lægra matarverð Ef við göngum í Evrópusambandið og tækjum upp Evru, myndi matvælaverð og lánsvextir stórlækka. Niðurfelling tollar af matvælum myndi lækka matarútgjöld á mann um nálægt 15.000kr., sem gerir 45.000 kr. á 3ja manna fjölskyldu á mánuði. Það má bæta bændum tekjutapið. -Lægri vextir Verðbólga myndi lækka. Erlendir bankar tækju að lána okkur og við fengjum langtímalán á lægri vöxtum en hér hafa verið. Þannig myndu raunvextir af dæmigerðu fasteignaláni, 50 m.kr. lækka um 2% eða um 100.000 kr. á mánuði. -Lægra húsnæðisverð Við getum falið lífeyrissjóðunum að koma lagi á húsnæðismarkaðinn með því að þeir láti byggja um 1/3 af árlegri íbúðaþörf eða um 1.500 íbúðir á ári, án tillits til þess hvernig árar. Með stöðugri mikilli framleiðslu lækkar kostnaðarverð íbúða um nálægt 15% og skortur myndi nánast hverfa og þar með verðhækkanir íbúða vegna skorts. Fleira mætti gera til að stórbæta hag neytenda og almennings. Það myndi muna verulega um ofangreint sérstaklega fyrir þau okkar sem eru efnaminni. Valið er okkar Þeir stjórnmálaflokkar sem leggja áherslu á að hækka skatta eru almennt sagðir til vinstri en þeir sem vilja stækka kökuna til hægri. Markmiðið er það sama, að auka velferðina, en leiðirnar mismunandi. Stefnan skiptir máli svo sem Evrópumál, umhverfismál, íhaldssemi/frjálslindi, þjóðernishyggja/alþjóðahyggja sem og skipulag og geta flokkanna til að koma stefnum í framkvæmd. Það skiptir máli að velja rétt í lok nóvember. Kynnum okkur vel flokkana og fólkið sem ber fram stefnu þeirra og vöndum valið. Höfundur er viðskiptafræðingur, f.v. fjármálastjóri Rafmagnsveitur Reykjavíkur o.fl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Sjá meira
Við lifum á áhugaverðum tímum. Vandamálin eru mörg hér heima og erlendis,en tækifærin eru líka stórkostleg. Nú er boltinn að koma til okkar kjósenda, að velja stefnur og stjórnmálaflokka og mikilvægt að setja sig inn í málin. Efnahagsmálin eru þungamiðjan í flestu því sem til framfara horfir. Fréttir eru alla daga fluttar af fjárskorti í hina ýmsu málaflokka. Spurningin er hvernig best verður bætt úr til frambúðar og mikilvægt fyrir okkur kjósendur að spá í það og velja flokka sem ráða við verkefnið. Stóru viðfangsefni efnahagsmálanna Við erum fá í stóru afskekktu, köldu landi og teljumst „óhagkvæm eining“. Þó tekjur landsins, eða verg landsframleiðsla (VLF) á mann, séu góðar í alþjóðlegum samanburði og þó hlutfall tekna hins opinbera af VLF sé mjög hátt, þá nægja tekjur ríkis og sveitafélaga ekki til að standa vel undir þeirri þjónustu sem ætlast er til. Það vantar augljóslega nokkur hundruð milljarða króna árlega í opinbera sjóði ef vel á að vera til dæmis í samgöngur, heilbrigðismál, lífeyristryggingar og menntamál. Auk þessa er kostnaður við lífsframfæri fólks hér, það er við fæði, klæði, húsnæði, samgöngur og slíkt, sá hæsti í heimi. En reyndar er jöfnuður á Íslandi sá mesti samkvæmt Gini stuðli. Við lifum ekki á háum tekjum ef útgjöldin eru enn hærri. Hvað efnahagsmálin varðar þurfum við því bæði að stórauka VLF á mann og stórlækka kostnað við lífsnauðsynjar ef vel á að vera. Hvaða flokkar ætli séu líklegir til að bæta hér úr? Við þurfum að stórauka tekjur hins opinbera Árið 2023 var VLF um 4.321 ma.kr.Heildar útgjöld ríkissjóðs voru um 1.407 ma.kr. og sveitafélaga um 589 ma.kr.Samtals voru gjöld opinberra aðila um 1.931 ma.kr. sem gerir um 45% af VLF, með því mesta á heimsvísu. Margir telja að til að afla nægra tekna fyrir útgjöldum hins opinbera þurfi bara að hækka skatta á ríkt fólk og auðlindagjöld. Vissulega er hægt að ná í nokkra tugi milljarða með þeim hætti en samt ekki nánda nærri nóg til að gera það sem gera þarf nema þá til skamms tíma því verulega hærri skattar myndu leiða til samdráttar í VLF. Við getum hins vegar aukið ráðstöfunarfé ríkis og sveitarfélaga með því að auka VLF á mann verulega. Sem dæmi, ef VLF væri 30% hærri hækkuðu tekjur ríkissjóðs um 400 ma.kr. og sveitafélaga um 150 ma.kr., það er samtals um 550 ma.kr. árlega. Það færi langt með að duga til að bæta það sem á vantar. Tækifærin til að auka VLF eru víða. Hér eru nokkur dæmi: -Raforkan Orkugeirinn stendur undir um 1/3 af VLF. Leyfa þarf einkaaðilum að virkja vindinn á völdum af viknum stöðum á hálendinu. Næg eftirspurn er eftir helmingi meiri raforku en nú er tiltæk. Með því má bæta 1/3 við VLF og þannig færa opinberum sjóðum um 400 ma.kr. árlega. Einnig ætti að leyfa einkaaðilum að leggja raforkusæstreng til Evrópu til að bæta enn við VLF og jafna álagið. -Fiskiveiðar og lagareldi Sjávarútvegurinn stendur undir 20-30% af VLF. Framleiðsla hans mun ásamt lagareldi tvöfaldast á næstu áratugum sérstaklega ef við leyfum fiskeldi á vel völdum stöðum. Þetta mun færa hátt í það eins mikið og virkjun vindsins. -Nýsköpun Nýsköpun ýmis konar, hugbúnaðargerð, kvikmyndagerð og slíkt er að færa hundruð milljarða inn í hagkerfið og á mikið inni. Tækifærin eru óþjótandi með tilkomu alþjóðavæðingar, AI og þess háttar. Við þurfum að halda áfram að styðja vel við frumkvöðla því það kemur margfalt til baka. Fleiri tekjumöguleika mætti telja en góð framvinda bara í ofangreindu mun færa opinberum aðilum meira en 30% tekjuaukningu á ári með sjálfbærum hætti. Vissulega þarf líka að spara með því til dæmis að sameina sveitarfélög og stofnanir, taka á skatta undanskotum og aðhaldi í opinberum rekstri. Það eru því næg tækifæri fyrir fámenna Ísland til að efla getu opinberra aðila til að sinna sínu hlutverki vel með sjálfbærum hætti, án þess að hækka skatta. Stórlækkum kostnað fólks við lífsnauðsynjar Kostnaður fólks á Íslandi við lífsnauðsynjar er með því sem hæst gerist á heimsvísu. Um 10% okkar búa við fátækt þar á meðal eldri borgarar, einstæðir foreldrar, börn þeirra, þeir sem vinna láglaunastörf og atvinnulausir. Við getum auðveldlega bætt hér úr með því að lækka verulega kostnað við matvæli, húsnæði, vexti og fleira. -Lægra matarverð Ef við göngum í Evrópusambandið og tækjum upp Evru, myndi matvælaverð og lánsvextir stórlækka. Niðurfelling tollar af matvælum myndi lækka matarútgjöld á mann um nálægt 15.000kr., sem gerir 45.000 kr. á 3ja manna fjölskyldu á mánuði. Það má bæta bændum tekjutapið. -Lægri vextir Verðbólga myndi lækka. Erlendir bankar tækju að lána okkur og við fengjum langtímalán á lægri vöxtum en hér hafa verið. Þannig myndu raunvextir af dæmigerðu fasteignaláni, 50 m.kr. lækka um 2% eða um 100.000 kr. á mánuði. -Lægra húsnæðisverð Við getum falið lífeyrissjóðunum að koma lagi á húsnæðismarkaðinn með því að þeir láti byggja um 1/3 af árlegri íbúðaþörf eða um 1.500 íbúðir á ári, án tillits til þess hvernig árar. Með stöðugri mikilli framleiðslu lækkar kostnaðarverð íbúða um nálægt 15% og skortur myndi nánast hverfa og þar með verðhækkanir íbúða vegna skorts. Fleira mætti gera til að stórbæta hag neytenda og almennings. Það myndi muna verulega um ofangreint sérstaklega fyrir þau okkar sem eru efnaminni. Valið er okkar Þeir stjórnmálaflokkar sem leggja áherslu á að hækka skatta eru almennt sagðir til vinstri en þeir sem vilja stækka kökuna til hægri. Markmiðið er það sama, að auka velferðina, en leiðirnar mismunandi. Stefnan skiptir máli svo sem Evrópumál, umhverfismál, íhaldssemi/frjálslindi, þjóðernishyggja/alþjóðahyggja sem og skipulag og geta flokkanna til að koma stefnum í framkvæmd. Það skiptir máli að velja rétt í lok nóvember. Kynnum okkur vel flokkana og fólkið sem ber fram stefnu þeirra og vöndum valið. Höfundur er viðskiptafræðingur, f.v. fjármálastjóri Rafmagnsveitur Reykjavíkur o.fl.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun