Eini lýðræðislegi flokkur? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar 21. október 2024 08:31 Í því að skima yfir fréttir sýnist að engir stjórnmálaflokkar í þingi ætli að halda prófkjör, fyrir komandi kosningar, nema Píratar. Víst er það ósanngjarnt að vænta þess af öllum flokkum að halda prófkjör með svo litlum fyrirvara -- ekki allir flokkar hafa lýðræði svo mikið á heilanum til að eiga kosningakerfi sem getur haldið prófkjör hvenær sem er. Þannig að ég gæti sýnt skilning og samúð. En hvað ef ég vildi vera ósanngjarn? Sýnir það óstöðugleika í flokkunum (gleymum í bili að ríkisstjórnin sprakk ekki sem glæsilegast)? Skipulagsleysi? Eða... hvað? Hafa þeir svo litla virðingu fyrir lýðræði og kjósendur landsins (jafnvel eigin flokksmenn) að þessar skyndikosningar séu orðnar að afsökun til þess að verðlauna vini eða gjalda greiða milli valdaklíkna? Munum að sumir þeirra flokka fundu leiðir til að hunsa vilja þjóðarinnar, sýndan með þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir rúmum áratug, til að innleiða nýja stjórnarskrá. Nýja stjórnarskrá sem hefði virkjað þann rétt, sem þjóðin á, til að ákveða mál sjálf, með þjóðaratkvæðagreðslum. Er kerfi líkt því Svissneska of gott fyrir íslendinga? Of mikið lýðræði fyrir plebbana? Prófkjörum Pírata lýkur klukkan 16:00 á þriðjudegi. Öllum er boðið! Smátt smakk af lýðræði fyrir kosningar. Þið hafið líklega tíma -- enginn annar flokkur virðist ætla að taka ykkar tíma -- til að raða frambjóðendum í ykkar kjördæmum eða fleiri. Og ef þið ætlið að kjósa í Reykjavík (Píratar líta á kjördæmin tvö sem eina heild), kjósið mig efstan! Maður má skrá sig hér ( https://x.piratar.is/polity/1/elections/ ) og svo kjósa. Í besta falli skimar maður yfir sjálfslýsingar frambjóðenda fyrir að raða þeim. Og sýnum sanngirni. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Reykjavík og brennur fyrir lýðræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í því að skima yfir fréttir sýnist að engir stjórnmálaflokkar í þingi ætli að halda prófkjör, fyrir komandi kosningar, nema Píratar. Víst er það ósanngjarnt að vænta þess af öllum flokkum að halda prófkjör með svo litlum fyrirvara -- ekki allir flokkar hafa lýðræði svo mikið á heilanum til að eiga kosningakerfi sem getur haldið prófkjör hvenær sem er. Þannig að ég gæti sýnt skilning og samúð. En hvað ef ég vildi vera ósanngjarn? Sýnir það óstöðugleika í flokkunum (gleymum í bili að ríkisstjórnin sprakk ekki sem glæsilegast)? Skipulagsleysi? Eða... hvað? Hafa þeir svo litla virðingu fyrir lýðræði og kjósendur landsins (jafnvel eigin flokksmenn) að þessar skyndikosningar séu orðnar að afsökun til þess að verðlauna vini eða gjalda greiða milli valdaklíkna? Munum að sumir þeirra flokka fundu leiðir til að hunsa vilja þjóðarinnar, sýndan með þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir rúmum áratug, til að innleiða nýja stjórnarskrá. Nýja stjórnarskrá sem hefði virkjað þann rétt, sem þjóðin á, til að ákveða mál sjálf, með þjóðaratkvæðagreðslum. Er kerfi líkt því Svissneska of gott fyrir íslendinga? Of mikið lýðræði fyrir plebbana? Prófkjörum Pírata lýkur klukkan 16:00 á þriðjudegi. Öllum er boðið! Smátt smakk af lýðræði fyrir kosningar. Þið hafið líklega tíma -- enginn annar flokkur virðist ætla að taka ykkar tíma -- til að raða frambjóðendum í ykkar kjördæmum eða fleiri. Og ef þið ætlið að kjósa í Reykjavík (Píratar líta á kjördæmin tvö sem eina heild), kjósið mig efstan! Maður má skrá sig hér ( https://x.piratar.is/polity/1/elections/ ) og svo kjósa. Í besta falli skimar maður yfir sjálfslýsingar frambjóðenda fyrir að raða þeim. Og sýnum sanngirni. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Reykjavík og brennur fyrir lýðræði.
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar