Þankar um framtíð landsins okkar Árný Björg Blandon skrifar 18. október 2024 09:01 Nú þegar kosningar eru framundan, reikar hugurinn í gegnum síðastliðinn sjö ár og jafnvel enn lengra aftur í fortíðina. Í mörg ár, hef ég horft á eftir fólki sem ég þekki flytja af landi brott vegna fjárhagsstöðu sinnar, flutt frá fjölskyldu og vinum til að finna annað land sem er ódýrara og betra að búa í.Vextirnir voru að sliga mörg þeirra og matarinnkaupin voru farin að þrengja pyngjuna um of. Jafnvel fiskurinn sem var alltaf ódýr og hollt val í matinn er orðinn fulldýr í dag. Margt af þessu fólki eru eldri borgarar, eiga mörg til dæmis ekki feita lífeyrissjóði. Það er svo víða pottur brotinn í landinu okkar og við vitum öll að ríkisstjórnin hefur ekki verið að standa vörð í kringum þau sem strita og standa höllum fæti í þjóðfélaginu. Það er alveg hægt en er bara ekki gert og við skiljum þetta engan veginn. Og nú er það stóra spurningin. Ætlum við að kjósa svona stjórn yfir okkur aftur, stjórn sem er fallin í dag löngu fyrir lok kjörtímabilsins. Við hljótum að hafa vitkast. Hljótum að vilja gagngerar breytingar. Sumt fólk hefur alltaf kosið „sinn flokk“ eins og kynslóðirnar á undan þeim gerðu líka. Alveg sama hvað á undan gékk. Ég man þegar ég komst á kosningaaldur, þá setti fjölskylda mín þá pressu á mig að nú yrði ég að kjósa og „kjósa rétt“. Annars fengi ég ekki far á kjörstað. Ég, vitandi ekkert um stjórnmál, þáði farið og kaus flokkinn sem mér var sagt að kjósa. Mjög auðvelt, bara eitt strik í kladdan. En hvað var ég að kjósa yfir mig og mína þjóð? Hvað ætlum við að kjósa yfir okkur 30. nóv. 2024? Kjósum með hjartanu, því hjartað slær fyrir réttlætið. Verum vitur og forðum okkur undan stjórnun og græðgi. Kjósum ríkisstjórn sem virkar í nærkomandi framtíð. Látum kosningaloforðin ekki blekkja okkur, þau eiga það til að bregðast og verða að engu. Gleymum því ekki núna. Kjósum þannig að fólkið sem hefur flúið landið, langi til að koma aftur heim. Að börnin okkar búi við öryggi, að ofbeldi líði undir lok. Að hlúð sé að þeim sem þurfa þess. Kjósum kærleikann. Ef hann er með í för, þá fer allt vel. Höfundur vinnur við þýðingar og yfirlestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árný Björg Blandon Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Sjá meira
Nú þegar kosningar eru framundan, reikar hugurinn í gegnum síðastliðinn sjö ár og jafnvel enn lengra aftur í fortíðina. Í mörg ár, hef ég horft á eftir fólki sem ég þekki flytja af landi brott vegna fjárhagsstöðu sinnar, flutt frá fjölskyldu og vinum til að finna annað land sem er ódýrara og betra að búa í.Vextirnir voru að sliga mörg þeirra og matarinnkaupin voru farin að þrengja pyngjuna um of. Jafnvel fiskurinn sem var alltaf ódýr og hollt val í matinn er orðinn fulldýr í dag. Margt af þessu fólki eru eldri borgarar, eiga mörg til dæmis ekki feita lífeyrissjóði. Það er svo víða pottur brotinn í landinu okkar og við vitum öll að ríkisstjórnin hefur ekki verið að standa vörð í kringum þau sem strita og standa höllum fæti í þjóðfélaginu. Það er alveg hægt en er bara ekki gert og við skiljum þetta engan veginn. Og nú er það stóra spurningin. Ætlum við að kjósa svona stjórn yfir okkur aftur, stjórn sem er fallin í dag löngu fyrir lok kjörtímabilsins. Við hljótum að hafa vitkast. Hljótum að vilja gagngerar breytingar. Sumt fólk hefur alltaf kosið „sinn flokk“ eins og kynslóðirnar á undan þeim gerðu líka. Alveg sama hvað á undan gékk. Ég man þegar ég komst á kosningaaldur, þá setti fjölskylda mín þá pressu á mig að nú yrði ég að kjósa og „kjósa rétt“. Annars fengi ég ekki far á kjörstað. Ég, vitandi ekkert um stjórnmál, þáði farið og kaus flokkinn sem mér var sagt að kjósa. Mjög auðvelt, bara eitt strik í kladdan. En hvað var ég að kjósa yfir mig og mína þjóð? Hvað ætlum við að kjósa yfir okkur 30. nóv. 2024? Kjósum með hjartanu, því hjartað slær fyrir réttlætið. Verum vitur og forðum okkur undan stjórnun og græðgi. Kjósum ríkisstjórn sem virkar í nærkomandi framtíð. Látum kosningaloforðin ekki blekkja okkur, þau eiga það til að bregðast og verða að engu. Gleymum því ekki núna. Kjósum þannig að fólkið sem hefur flúið landið, langi til að koma aftur heim. Að börnin okkar búi við öryggi, að ofbeldi líði undir lok. Að hlúð sé að þeim sem þurfa þess. Kjósum kærleikann. Ef hann er með í för, þá fer allt vel. Höfundur vinnur við þýðingar og yfirlestur.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar