Hvar er kröfugerðin? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar 17. október 2024 06:03 Félagsmenn sex aðildarfélaga Kennarasambands Íslands hafa samþykkt skæruverkföll í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum, einum framhaldsskóla og einum tónlistarskóla. Kosið var um verkföll og þau samþykkt án þess að skýr kröfugerð hafi verið lögð fram. Kennarar gegna lykilhlutverki í íslensku samfélagi og við eigum öll okkar uppáhalds kennara. Skólaganga mín í Njarðvíkurskóla er mér mjög eftirminnileg, Sigríður yfirkennari innrætti mér aga, Margrét Sanders kenndi mér lífsgildi sem standa með mér ævilangt og Erlingur stærðfræðikennari sat með mér á laugardögum svo ég gæti sleppt úr skólaári og farið áhyggjulaus í framhaldsskóla. Kennarar eru til fyrirmyndar og ég öfunda þau af því að fá að kenna. Það eru því mikil vonbrigði að samninganefnd kennara og forysta kennarasambandsins grípi nú til skæruverkfalla með tilheyrandi röskun á skólastarfi og óvissu án þess að leggja fram skýrar kröfur í kjarasamningum. Það er forsenda lögmætrar verkfallsboðunar að skýrar kröfur liggi fyrir sem viðsemjandi sé í stöðu til að verða við. Vegna alvarlegra áhrifa verkfalla á nemendur, foreldra og atvinnulíf er mikilvægt að viðsemjendur í karphúsinu upplýsi um hvort skilyrði lögmætrar vinnustöðvunar séu til staðar. Mikilvægasta verkefni samfélagsins þessa dagana er að ná tökum á verðbólgunni svo vextir geti lækkað. Verðbólga og vextir á Íslandi standa verðmætasköpun fyrir þrifum og þeir koma hart niður á heimilum landsins. Efnahagslegur stöðugleiki þýðir að fólk og fyrirtæki geti gert framtíðaráætlanir sem halda en hann kemur svo sannarlega ekki af sjálfu sér. Við þurfum að vera samtaka, sýna hugrekki og vera tilbúin til þess að reyna á okkur svo árangur sjáist. Á almennum vinnumarkaði var það hugrekki sýnt fyrr á árinu þegar samið var um fjögurra ára kjarasamning, almenna 3,25-3,5% hækkun að lágmarki 23.750 krónur. Stjórnvöld tóku ákvarðanir um að verða við beiðni verkalýðshreyfingarinnar um aðgerðir til þess að styðja við gerð kjarasamninganna, þær aðgerðir voru líka fyrir kennara. Almennur vinnumarkaður er í harðri samkeppni við hið opinbera um starfsfólk. Réttindi opinberra starfsmanna hafa þar sitt að segja. Á opinbera markaðinum er minni vinnuskylda, meira orlof, meiri veikindaréttur, meira starfsöryggi og rík uppsagnarvernd. Það eru kostnaðarliðir sem horfa verður til þegar heildarkjör eru borin saman við almennan vinnumarkað. Undirstaða opinbers reksturs er verðmætasköpun í atvinnulífinu. Því er mikilvægt að hinn almenni vinnumarkaður leiði launaþróun og kjarasamningar opinberra starfsmanna raski ekki þeirri kjarasátt sem náðist fyrr á árinu og markmiðum um lækkun verðbólgu og vaxta. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Margrét Oddsdóttir Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Skoðun Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Félagsmenn sex aðildarfélaga Kennarasambands Íslands hafa samþykkt skæruverkföll í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum, einum framhaldsskóla og einum tónlistarskóla. Kosið var um verkföll og þau samþykkt án þess að skýr kröfugerð hafi verið lögð fram. Kennarar gegna lykilhlutverki í íslensku samfélagi og við eigum öll okkar uppáhalds kennara. Skólaganga mín í Njarðvíkurskóla er mér mjög eftirminnileg, Sigríður yfirkennari innrætti mér aga, Margrét Sanders kenndi mér lífsgildi sem standa með mér ævilangt og Erlingur stærðfræðikennari sat með mér á laugardögum svo ég gæti sleppt úr skólaári og farið áhyggjulaus í framhaldsskóla. Kennarar eru til fyrirmyndar og ég öfunda þau af því að fá að kenna. Það eru því mikil vonbrigði að samninganefnd kennara og forysta kennarasambandsins grípi nú til skæruverkfalla með tilheyrandi röskun á skólastarfi og óvissu án þess að leggja fram skýrar kröfur í kjarasamningum. Það er forsenda lögmætrar verkfallsboðunar að skýrar kröfur liggi fyrir sem viðsemjandi sé í stöðu til að verða við. Vegna alvarlegra áhrifa verkfalla á nemendur, foreldra og atvinnulíf er mikilvægt að viðsemjendur í karphúsinu upplýsi um hvort skilyrði lögmætrar vinnustöðvunar séu til staðar. Mikilvægasta verkefni samfélagsins þessa dagana er að ná tökum á verðbólgunni svo vextir geti lækkað. Verðbólga og vextir á Íslandi standa verðmætasköpun fyrir þrifum og þeir koma hart niður á heimilum landsins. Efnahagslegur stöðugleiki þýðir að fólk og fyrirtæki geti gert framtíðaráætlanir sem halda en hann kemur svo sannarlega ekki af sjálfu sér. Við þurfum að vera samtaka, sýna hugrekki og vera tilbúin til þess að reyna á okkur svo árangur sjáist. Á almennum vinnumarkaði var það hugrekki sýnt fyrr á árinu þegar samið var um fjögurra ára kjarasamning, almenna 3,25-3,5% hækkun að lágmarki 23.750 krónur. Stjórnvöld tóku ákvarðanir um að verða við beiðni verkalýðshreyfingarinnar um aðgerðir til þess að styðja við gerð kjarasamninganna, þær aðgerðir voru líka fyrir kennara. Almennur vinnumarkaður er í harðri samkeppni við hið opinbera um starfsfólk. Réttindi opinberra starfsmanna hafa þar sitt að segja. Á opinbera markaðinum er minni vinnuskylda, meira orlof, meiri veikindaréttur, meira starfsöryggi og rík uppsagnarvernd. Það eru kostnaðarliðir sem horfa verður til þegar heildarkjör eru borin saman við almennan vinnumarkað. Undirstaða opinbers reksturs er verðmætasköpun í atvinnulífinu. Því er mikilvægt að hinn almenni vinnumarkaður leiði launaþróun og kjarasamningar opinberra starfsmanna raski ekki þeirri kjarasátt sem náðist fyrr á árinu og markmiðum um lækkun verðbólgu og vaxta. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar