Orðum fylgir ábyrgð! Hulda María Magnúsdóttir skrifar 16. október 2024 08:32 Árið er 2004 - Grunnskólakennarar samþykkja verkfall. Á þessum tíma var ég starfsmaður í frístundaheimili í gamla skólanum mínum, þar sem ég kenni núna. Við virtum að sjálfsögðu verkfallið, læstum hurðum og neituðum að taka við börnum á skólatíma, einungis á þeim tíma sem frístundaheimilið mátti starfa. Verkfallsverðir kennara kíktu reglulega á okkur og ánægðir með að sjá engin brot. Ekki allir foreldrar voru hins vegar jafn ánægðir, skildu ekki að við gætum ekki aðeins sveigt þetta en fyrir okkur skipti samstaðan máli. Verkfallið stóð í 39 daga eða þar til lög voru sett á það. Árið er 2014 - Grunnskólakennarar samþykkja vinnustöðvun í einn dag. Á þessum tíma var ég á fullu sem trúnaðarmaður og í grasrótastarfi kjarabaráttu grunnskólakennara, staða sem ég lenti algjörlega alveg óvart í. Eftir vel heppnaðan fund í Iðnó haustið á undan og ýmsa viðburði yfir veturinn kom það í minn hlut og annars góðs fólks (því samstaðan og engin gerir neitt svona ein) að skipuleggja þennan dag. Það var mjög sérstakt að bóka hljóðkerfi, fá tónlistaratriði og hafa samband við lögregluna til að fá samþykkt fyrir fjöldafundi en vera á sama tíma að vona að það yrði bara samið og ekkert yrði af þessu öllu. Það fór því miður ekki svo og kennarar fjölmenntu á Ingólfstorg þaðan sem við gengum síðan yfir í Ráðhúsið, mynduðum langa röð yfir brúna og stóðum svo inni þar til borgarstjóri (Jón Gnarr) og borgarstjórn ákváðu að slíta fundi, koma og hitta okkur og taka á móti ályktun. Það er erfitt að meta hvað er minnistæðast frá þessum degi, sjónvarpsmyndavélar í andlitinu og smá frammígrip frá undirritaðri sem rataði í fréttirnar. En einhverra hluta vegna man ég alltaf þegar lögreglumaðurinn sem ég hafði talað við í síma vatt sér að mér í lok fundar til að nefna hvað honum hefði fundist fólk standa vel saman en á sama tíma koma vel fram á öllum stigum fundarins, engin læti eða vesen. Nema hvað. Árið er 2024 - Kennarar á öllum skólastigum samþykkja verkföll í nokkrum skólum. Hafi fólk í öðrum skólum verið í einhverjum vafa um samþykkt yrði þeirra skóli næstur flaug sá vafi út um gluggann við alræmd orð borgarstjórans í Reykjavík. Kennarar eru meira frá vegna veikinda,vilja kenna minna og vilja vera minna með börnunum. Orð sem eru eiginlega ekki svaraverð því það eina sem þau segja okkur er að borgarstjórinn hefur ekki hugmynd um hvað er að gerast inni í skólastofum landsins. Ekkert sérstaklega frábært innlegg í kjarabaráttuna frá yfirmanni stærsta sveitarfélagsins. Ég hef undanfarið lesið ýmis skrif í athugasemdakerfum samfélagsmiðla og fjölmiðla. Eitt af því sem þar hefur komið fram, oftar en einu sinni, er hvort þurfi ekki bara að árangurstengja laun kennara. Hvernig einhver ætlar að fara að því hef ég ekki hugmynd um. Er ég betri kennari ef allir mínir nemendur fá alltaf A? Ná öll að lesa yfir markmiði 3 á lesfimiprófunum? Ef þau elska Písa og rúlla þeim upp? Ef það er pælingin þá get ég bara skilað inn uppsagnarbréfinu mínu strax! Fyrir mér æfelst árangurinn nefnilega ekki alltaf bara í tölum og bókstöfum þó vissulega vilji ég að öllum mínum nemendum gangi vel og hafi metnað fyrir þeirra hönd. En árangur getur líka sýnt sig í nemandanum sem situr inni í kennslustofunni hjá mér eftir að tíminn er búinn, bara til að spjalla um eitthvað sem viðkomandi liggur á hjarta. Nemandanum sem stendur upp og flytur kynningu fyrir framan bekkinn þrátt fyrir hjartslátt og kvíðakast. Nemandanum sem var með C en hækkaði sig upp í B. Nemandanum sem leitar til mín þegar viðkomandi treystir sér ekki til að tala við neinn annan. Ég get haldið endalaust áfram, ég held við getum það öll sem leggjum hjarta og sál í starfið okkar sem kennarar. Þess vegna svíða orðin hans Einars svona mikið. Því ég þekki engan kennara sem vill semja sig frá því að eyða tíma með nemendum, þá ætti viðkomandi í alvörunni bara að vera að gera eitthvað annað! Ég vona svo innilega að 20 ára “afmæli” síðasta verkfalls grunnskólakennara verði ekki “fagnað” með öðru verkfalli! Hafi borgarstjórinn talið að þessi efsökunarbeiðni sem hann sendi inn í formi skoðanagreinar myndi lægja einhverjar öldur hefði hann mögulega átt að skrifa eins og hann meini það! Gaslýsingin sem felst í orðunum "mér þykir leitt að þið hafið túlkað orð mín þannig að ég beri ekki virðingu fyrir ykkar störfum" gætu verið kennslubókardæmi um slíkt. Og hann nefnir ekki einu sinni það sem sveið mest, að kennarar vilji eyða sem minnstum tíma með börnunum. Einar Þorsteinsson vonaði kannski að ríkisstjórnarslitin myndu verða nógu stór alda til að skola orð hans úr sandinum en svo er sannarlega ekki. Borgarstjórinn ætti bara að taka ábyrgð á orðum sínum og biðjast afsökunar í alvörunni. Sé hann of hrokafullur til að brjóta odd af oflæti sínu er hann einfaldlega ekki starfi sínu vaxinn. Höfundur er kennslukona í grunnskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Reykjavík Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Árið er 2004 - Grunnskólakennarar samþykkja verkfall. Á þessum tíma var ég starfsmaður í frístundaheimili í gamla skólanum mínum, þar sem ég kenni núna. Við virtum að sjálfsögðu verkfallið, læstum hurðum og neituðum að taka við börnum á skólatíma, einungis á þeim tíma sem frístundaheimilið mátti starfa. Verkfallsverðir kennara kíktu reglulega á okkur og ánægðir með að sjá engin brot. Ekki allir foreldrar voru hins vegar jafn ánægðir, skildu ekki að við gætum ekki aðeins sveigt þetta en fyrir okkur skipti samstaðan máli. Verkfallið stóð í 39 daga eða þar til lög voru sett á það. Árið er 2014 - Grunnskólakennarar samþykkja vinnustöðvun í einn dag. Á þessum tíma var ég á fullu sem trúnaðarmaður og í grasrótastarfi kjarabaráttu grunnskólakennara, staða sem ég lenti algjörlega alveg óvart í. Eftir vel heppnaðan fund í Iðnó haustið á undan og ýmsa viðburði yfir veturinn kom það í minn hlut og annars góðs fólks (því samstaðan og engin gerir neitt svona ein) að skipuleggja þennan dag. Það var mjög sérstakt að bóka hljóðkerfi, fá tónlistaratriði og hafa samband við lögregluna til að fá samþykkt fyrir fjöldafundi en vera á sama tíma að vona að það yrði bara samið og ekkert yrði af þessu öllu. Það fór því miður ekki svo og kennarar fjölmenntu á Ingólfstorg þaðan sem við gengum síðan yfir í Ráðhúsið, mynduðum langa röð yfir brúna og stóðum svo inni þar til borgarstjóri (Jón Gnarr) og borgarstjórn ákváðu að slíta fundi, koma og hitta okkur og taka á móti ályktun. Það er erfitt að meta hvað er minnistæðast frá þessum degi, sjónvarpsmyndavélar í andlitinu og smá frammígrip frá undirritaðri sem rataði í fréttirnar. En einhverra hluta vegna man ég alltaf þegar lögreglumaðurinn sem ég hafði talað við í síma vatt sér að mér í lok fundar til að nefna hvað honum hefði fundist fólk standa vel saman en á sama tíma koma vel fram á öllum stigum fundarins, engin læti eða vesen. Nema hvað. Árið er 2024 - Kennarar á öllum skólastigum samþykkja verkföll í nokkrum skólum. Hafi fólk í öðrum skólum verið í einhverjum vafa um samþykkt yrði þeirra skóli næstur flaug sá vafi út um gluggann við alræmd orð borgarstjórans í Reykjavík. Kennarar eru meira frá vegna veikinda,vilja kenna minna og vilja vera minna með börnunum. Orð sem eru eiginlega ekki svaraverð því það eina sem þau segja okkur er að borgarstjórinn hefur ekki hugmynd um hvað er að gerast inni í skólastofum landsins. Ekkert sérstaklega frábært innlegg í kjarabaráttuna frá yfirmanni stærsta sveitarfélagsins. Ég hef undanfarið lesið ýmis skrif í athugasemdakerfum samfélagsmiðla og fjölmiðla. Eitt af því sem þar hefur komið fram, oftar en einu sinni, er hvort þurfi ekki bara að árangurstengja laun kennara. Hvernig einhver ætlar að fara að því hef ég ekki hugmynd um. Er ég betri kennari ef allir mínir nemendur fá alltaf A? Ná öll að lesa yfir markmiði 3 á lesfimiprófunum? Ef þau elska Písa og rúlla þeim upp? Ef það er pælingin þá get ég bara skilað inn uppsagnarbréfinu mínu strax! Fyrir mér æfelst árangurinn nefnilega ekki alltaf bara í tölum og bókstöfum þó vissulega vilji ég að öllum mínum nemendum gangi vel og hafi metnað fyrir þeirra hönd. En árangur getur líka sýnt sig í nemandanum sem situr inni í kennslustofunni hjá mér eftir að tíminn er búinn, bara til að spjalla um eitthvað sem viðkomandi liggur á hjarta. Nemandanum sem stendur upp og flytur kynningu fyrir framan bekkinn þrátt fyrir hjartslátt og kvíðakast. Nemandanum sem var með C en hækkaði sig upp í B. Nemandanum sem leitar til mín þegar viðkomandi treystir sér ekki til að tala við neinn annan. Ég get haldið endalaust áfram, ég held við getum það öll sem leggjum hjarta og sál í starfið okkar sem kennarar. Þess vegna svíða orðin hans Einars svona mikið. Því ég þekki engan kennara sem vill semja sig frá því að eyða tíma með nemendum, þá ætti viðkomandi í alvörunni bara að vera að gera eitthvað annað! Ég vona svo innilega að 20 ára “afmæli” síðasta verkfalls grunnskólakennara verði ekki “fagnað” með öðru verkfalli! Hafi borgarstjórinn talið að þessi efsökunarbeiðni sem hann sendi inn í formi skoðanagreinar myndi lægja einhverjar öldur hefði hann mögulega átt að skrifa eins og hann meini það! Gaslýsingin sem felst í orðunum "mér þykir leitt að þið hafið túlkað orð mín þannig að ég beri ekki virðingu fyrir ykkar störfum" gætu verið kennslubókardæmi um slíkt. Og hann nefnir ekki einu sinni það sem sveið mest, að kennarar vilji eyða sem minnstum tíma með börnunum. Einar Þorsteinsson vonaði kannski að ríkisstjórnarslitin myndu verða nógu stór alda til að skola orð hans úr sandinum en svo er sannarlega ekki. Borgarstjórinn ætti bara að taka ábyrgð á orðum sínum og biðjast afsökunar í alvörunni. Sé hann of hrokafullur til að brjóta odd af oflæti sínu er hann einfaldlega ekki starfi sínu vaxinn. Höfundur er kennslukona í grunnskóla.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar