Einn af hverjum fimm Katrín Þórarinsdóttir og Gerður María Gröndal skrifa 11. október 2024 11:00 Allir geta fengið gigt Þann 12. október er alþjóðlegur dagur gigtarsjúkdóma (World Arthritis Day) en talið er að um 20% af landsmönnum séu með einhvers konar gigtarsjúkdóm. Til eru yfir 100 mismunandi gigtarsjúkdómar en þeir algengustu eru slitgigt, þvagsýrugigt og iktsýki. Mikilvægi greiningar í tæka tíð Gigtarsjúkdómar eru margs konar og fólk á öllum aldri getur fengið gigt, líka börn. Sumir gigtarsjúkdómar eins og iktsýki, sóragigt og hryggikt eiga sér orsakir í ónæmiskerfinu þar sem ónæmiskerfið ræðst á liði líkamans. Í langflestum tilfellum er hægt að draga úr einkennum sjúkdómsins svo sem bólgum með lyfjum en straumhvörf í meðferð urðu við uppgötvun Tumor necrosis factor (TNF) hemla í kringum árið 2000. Í kjölfarið hafa komið fleiri svipuð líftæknilyf við hinum ýmsu gigtarsjúkdómum. Þetta eru langvarandi sjúkdómar sem hafa mikil áhrif á starfsgetu og lífsgæði fólks, og geta jafnvel valdið bæklun. Í gigtarsjúkdómum þar sem mikil bólga er til staðar er umtalsverð aukning á áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum til lengri tíma litið. Langvarandi bólga getur einnig haft áhrif á beinþéttni. Í þessum tilfellum er mikilvægt að fólk fái rétta greiningu og meðferð til að hindra þessi skaðlegu áhrif. Sjúkdómsgreining og meðferð gigtarsjúkdóma fer fram hjá gigtarlæknum á göngudeild gigtar á Landspítala en einnig hjá sjálfstætt starfandi gigtarlæknum á stofum. Það eru góðar fréttir fyrir gigtarsjúklinga að á síðastliðnum árum hafa komið fimm nýir gigtarlæknar til starfa hér heima eftir dvöl við nám og störf erlendis. Stuðningur og jafningjafræðsla Gigtarfélag Íslands var stofnaði 1976 en einn af helstu hvatamönnum þess var Jón Þorsteinsson gigtarlæknir og prófessor. Gigtarfélagið er mikilvægt fyrir gigtarsjúklinga en þar fer fram félagsstarf, einnig stendur félagið fyrir hópþjálfun í sundlaug, handaþjálfun og heldur fræðslufundi og námskeið. Hægt er að sækja jafningjastuðning og fræðslu í sjúklingahópa innan gigtarfélagsins og vonast ný stjórn félagsins til þess að efla starfið til muna fyrir þá fjölmörgu sjúklinga sem þjást af gigt. Í tilefni alþjóðlega gigtardagsins verður Gigtarfélagið með opið hús laugardaginn 12. október kl. 14-16 í nýjum húsakynnum að Brekkuhúsum 1. Við viljum hvetja fólk til þess að mæta og fagna formlegri opnun á nýjum stað. Höfundar sitja í stjórn Gigtarfélagsins og eru gigtarlæknar, Katrín Þórarinsdóttir yfirlæknir gigtarlækninga á Landspítala og Gerður María Gröndal dósent í gigtarlækningum við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Allir geta fengið gigt Þann 12. október er alþjóðlegur dagur gigtarsjúkdóma (World Arthritis Day) en talið er að um 20% af landsmönnum séu með einhvers konar gigtarsjúkdóm. Til eru yfir 100 mismunandi gigtarsjúkdómar en þeir algengustu eru slitgigt, þvagsýrugigt og iktsýki. Mikilvægi greiningar í tæka tíð Gigtarsjúkdómar eru margs konar og fólk á öllum aldri getur fengið gigt, líka börn. Sumir gigtarsjúkdómar eins og iktsýki, sóragigt og hryggikt eiga sér orsakir í ónæmiskerfinu þar sem ónæmiskerfið ræðst á liði líkamans. Í langflestum tilfellum er hægt að draga úr einkennum sjúkdómsins svo sem bólgum með lyfjum en straumhvörf í meðferð urðu við uppgötvun Tumor necrosis factor (TNF) hemla í kringum árið 2000. Í kjölfarið hafa komið fleiri svipuð líftæknilyf við hinum ýmsu gigtarsjúkdómum. Þetta eru langvarandi sjúkdómar sem hafa mikil áhrif á starfsgetu og lífsgæði fólks, og geta jafnvel valdið bæklun. Í gigtarsjúkdómum þar sem mikil bólga er til staðar er umtalsverð aukning á áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum til lengri tíma litið. Langvarandi bólga getur einnig haft áhrif á beinþéttni. Í þessum tilfellum er mikilvægt að fólk fái rétta greiningu og meðferð til að hindra þessi skaðlegu áhrif. Sjúkdómsgreining og meðferð gigtarsjúkdóma fer fram hjá gigtarlæknum á göngudeild gigtar á Landspítala en einnig hjá sjálfstætt starfandi gigtarlæknum á stofum. Það eru góðar fréttir fyrir gigtarsjúklinga að á síðastliðnum árum hafa komið fimm nýir gigtarlæknar til starfa hér heima eftir dvöl við nám og störf erlendis. Stuðningur og jafningjafræðsla Gigtarfélag Íslands var stofnaði 1976 en einn af helstu hvatamönnum þess var Jón Þorsteinsson gigtarlæknir og prófessor. Gigtarfélagið er mikilvægt fyrir gigtarsjúklinga en þar fer fram félagsstarf, einnig stendur félagið fyrir hópþjálfun í sundlaug, handaþjálfun og heldur fræðslufundi og námskeið. Hægt er að sækja jafningjastuðning og fræðslu í sjúklingahópa innan gigtarfélagsins og vonast ný stjórn félagsins til þess að efla starfið til muna fyrir þá fjölmörgu sjúklinga sem þjást af gigt. Í tilefni alþjóðlega gigtardagsins verður Gigtarfélagið með opið hús laugardaginn 12. október kl. 14-16 í nýjum húsakynnum að Brekkuhúsum 1. Við viljum hvetja fólk til þess að mæta og fagna formlegri opnun á nýjum stað. Höfundar sitja í stjórn Gigtarfélagsins og eru gigtarlæknar, Katrín Þórarinsdóttir yfirlæknir gigtarlækninga á Landspítala og Gerður María Gröndal dósent í gigtarlækningum við HÍ.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun