Tímamót fyrir kvenheilsu Willum Þór Þórsson skrifar 10. október 2024 17:01 Októbermánuður er tileinkaður vitundarvakningu um brjóstakrabbamein en það er algengasta krabbameinið meðal íslenskra kvennaog um 200 ný tilfelli greinast á hverju ári. Brjóstaskimun gegnir lykilhlutverki í forvörnum og baráttunni gegn sjúkdómnum, þar sem hún eykur verulega líkurnar á árangursríkari meðferð og bata. Til að ná sem bestum árangri er nauðsynlegt að þátttaka í skimun sé góð. Því er mikilvægt að fræða konur um mikilvægi skimunar og tryggja jafnt aðgengi fyrir allar konur, óháð búsetu eða efnahag. Lægra komugjald Til að auka þátttöku í lýðgrunduðum brjóstaskimunum og stuðla að jafnræði, hefur komugjald fyrir brjóstaskimun nú verið lækkað úr 6.000 krónum í 500 krónur, sama gjald og fyrir leghálsskimun. Lýðgrunduð brjóstaskimun felst í því að skima heilbrigt og einkennalaust fólk með það að markmiði að greina krabbamein snemma, áður en einkenni koma fram. Fyrr á þessu ári fól ég samráðshóp að vinna drög að aðgerðaáætlun til næstu fimm ára í krabbameinsmálum, sú vinna er grunnur að þingsályktunartillögu sem lögð verður fram á Alþingi nú í haust. Í tillögum samráðshópsins kom skýrt fram að vinna þyrfti að bættri þátttöku í krabbameinsskimunum, ákvörðun um að lækka gjaldið er liður í að ná þeim markmiðum. Hvetjum til þátttöku í skimunum Embætti landlæknis heldur úti mælaborði um þátttöku í krabbameinsskimun á landsvísu, og þessi gögn gefa mikilvægar upplýsingar um nýtingu skimunarþjónustunnar meðal kvenna. Þar kemur fram að mæting sé mismunandi eftir landshlutum og samfélögum. Þar kemur jafnframt fram að yngri konur og konur af erlendum uppruna skila sér síður í skimun. Það er brýnt að hvetja þær og aðrar konur til þátttöku í skimunum. Hér getur samfélagið allt lagt sitt af mörkum og vinnuveitendur gegna lykilhlutverki, eins og Samhæfingarstöð skimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur verið að kynna síðustu daga. Sérstaklega hefur verið bent á að vinnuveitendur kvenna af erlendum uppruna þurfi að upplýsa þær um rétt til að mæta í skimun á vinnutíma og hvetja til þátttöku. Setjum heilsuna í fyrsta sæti Unnið hefur verið markvisst að því að auka þátttöku kvenna í skimun m.a. með auknu aðgengi og minni hindrunum. Verkefni okkar er að stuðla að betri þátttöku með því að skapa umhverfi þar sem fólk er vel upplýst, fær stuðning og hvatningu til að fara í skimun. Með því að lækka komugjaldið, samhliða góðri fræðslu og hvatningu í atvinnulífinu, tryggjum við betur að allar konur geti forgangsraðað heilsu sinni með því að mæta í brjóstaskimun. Með því að fara í skimun getur hver kona tekið skref til að vernda eigin heilsu og aukið lífsgæði sín. Til mikils er að vinna bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild! Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvenheilsa Willum Þór Þórsson Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Framsóknarflokkurinn Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Októbermánuður er tileinkaður vitundarvakningu um brjóstakrabbamein en það er algengasta krabbameinið meðal íslenskra kvennaog um 200 ný tilfelli greinast á hverju ári. Brjóstaskimun gegnir lykilhlutverki í forvörnum og baráttunni gegn sjúkdómnum, þar sem hún eykur verulega líkurnar á árangursríkari meðferð og bata. Til að ná sem bestum árangri er nauðsynlegt að þátttaka í skimun sé góð. Því er mikilvægt að fræða konur um mikilvægi skimunar og tryggja jafnt aðgengi fyrir allar konur, óháð búsetu eða efnahag. Lægra komugjald Til að auka þátttöku í lýðgrunduðum brjóstaskimunum og stuðla að jafnræði, hefur komugjald fyrir brjóstaskimun nú verið lækkað úr 6.000 krónum í 500 krónur, sama gjald og fyrir leghálsskimun. Lýðgrunduð brjóstaskimun felst í því að skima heilbrigt og einkennalaust fólk með það að markmiði að greina krabbamein snemma, áður en einkenni koma fram. Fyrr á þessu ári fól ég samráðshóp að vinna drög að aðgerðaáætlun til næstu fimm ára í krabbameinsmálum, sú vinna er grunnur að þingsályktunartillögu sem lögð verður fram á Alþingi nú í haust. Í tillögum samráðshópsins kom skýrt fram að vinna þyrfti að bættri þátttöku í krabbameinsskimunum, ákvörðun um að lækka gjaldið er liður í að ná þeim markmiðum. Hvetjum til þátttöku í skimunum Embætti landlæknis heldur úti mælaborði um þátttöku í krabbameinsskimun á landsvísu, og þessi gögn gefa mikilvægar upplýsingar um nýtingu skimunarþjónustunnar meðal kvenna. Þar kemur fram að mæting sé mismunandi eftir landshlutum og samfélögum. Þar kemur jafnframt fram að yngri konur og konur af erlendum uppruna skila sér síður í skimun. Það er brýnt að hvetja þær og aðrar konur til þátttöku í skimunum. Hér getur samfélagið allt lagt sitt af mörkum og vinnuveitendur gegna lykilhlutverki, eins og Samhæfingarstöð skimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur verið að kynna síðustu daga. Sérstaklega hefur verið bent á að vinnuveitendur kvenna af erlendum uppruna þurfi að upplýsa þær um rétt til að mæta í skimun á vinnutíma og hvetja til þátttöku. Setjum heilsuna í fyrsta sæti Unnið hefur verið markvisst að því að auka þátttöku kvenna í skimun m.a. með auknu aðgengi og minni hindrunum. Verkefni okkar er að stuðla að betri þátttöku með því að skapa umhverfi þar sem fólk er vel upplýst, fær stuðning og hvatningu til að fara í skimun. Með því að lækka komugjaldið, samhliða góðri fræðslu og hvatningu í atvinnulífinu, tryggjum við betur að allar konur geti forgangsraðað heilsu sinni með því að mæta í brjóstaskimun. Með því að fara í skimun getur hver kona tekið skref til að vernda eigin heilsu og aukið lífsgæði sín. Til mikils er að vinna bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild! Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun