Geðheilsa er samfélagsmál Halldóra Friðgerður Víðisdóttir skrifar 10. október 2024 11:33 Geðheilbrigði er ofarlega á dagskrá í opinberri þjóðfélagsumræðu og er umræðan opinská og oft á tíðum einlæg. Sífellt fleiri skilja mikilvægi þess að viðhalda þurfi geðheilsunni með virkum hætti, á sama hátt og við erum meðvituð um áhrif hreyfingar og hollrar fæðu á líkamlegt hreysti. Geðraskanir spyrja ekki um stétt eða stöðu, en geta einstaklingsins og samfélagsins í kringum hann til að takast á við geðheilsuna getur haft gríðarleg áhrif á bæði veikindi og bata. Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn, 10. október, er að þessu sinni helgaður geðheilsu á vinnustað. Fyrir utan heimilið eyðum við bróðurparti okkar tíma innan veggja vinnustaðarins. Vinnuumhverfið og menning á vinnustöðum getur gegnt stóru hlutverki í vellíðan starfsfólks og þegar þessir þættir bresta hefur það slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu. Vonandi þykir okkur flestum vinnan skemmtileg og gefandi, sem svo aftur stuðlar að góðri geðheilsu. Gott vinnuumhverfi stuðlar að geðheilbrigði Fjölmargir þættir hafa áhrif á geðheilbrigði og það hvernig við tökumst á við vanlíðan eða aðrar áskoranir. Persónulegir þættir og reynsla, tengsl við fjölskyldu og vini, andlegt upplag, stuðningur úr nærumhverfi og umhverfisþættir eru þar á meðal. Efnahagslegt óöryggi, ófriður og samfélagsleg áföll geta haft áhrif á okkur öll og við þurfum að hlúa bæði að sjálfum okkur og hvert að öðru. Við sem einstaklingar erum partur af stærra mengi, ekki síst fjölskyldu og vinahóp og mörg hver af vinnustað. Hraðinn í samfélaginu gerir vinnuumhverfið oft flókið og fyrir mörgum er nokkur áskorun að tryggja gott samspil vinnu og einkalífs. Á síðustu árum hefur verið lögð rík áhersla á styttri vinnutíma sem lið í að bæta þetta strembna samspil. Fyrir geðheilsuna er þó ekki síður mikilvægt að vinnuumhverfið sjálft stuðli að góðu geðheilbrigði. Tengslamyndun á vinnustað, bæði persónuleg og fagleg, styrkir okkur í að standast álag og ekki er verra ef vinnustaðurinn er skemmtilegur og fólk styður við bakið hvert á öðru! Sterk tengsl skipta sköpum Geðþjónusta Landspítala sinnir fólki með alvarlegan geðrænan vanda. Til okkar koma einstaklingar sem þurfa á þverfaglegri þjónustu að halda vegna bráðs eða flókins vanda og eru oft að lifa erfiðustu stundir lífs síns. Við vinnum í þverfaglegum teymum og leggjum ríka áherslu á samstarf við bæði notendur og þeirra aðstandendur. Við sjáum ítrekað hversu mikilvæg sterk félagsleg tengsl eru fyrir fólk sem glímir við geðraskanir og hversu miklu það getur skipt að fólk hafi að einhverju að hverfa að lokinni meðferð. Góðir vinnustaðir eru gulls ígildi, en það eru líka góðir vinahópar, sterkar fjölskyldur og líflegt félagsstarf. Með þessari grein fylgir hvatning til okkar allra að huga að okkar nánasta umhverfi, styðja hvert við annað og byggja upp og viðhalda félagslegum tengslum. Gerum vinnustaðina að góðum stað til að vera á og höldum utan um vinnufélaga okkar þegar á móti blæs. Þannig stuðlum við að betra geðheilbrigði, bæði okkar og annarra. Geðheilsa getur aldrei verið eingöngu málefni okkar sem einstaklinga, hún er samfélagsmál. Höfundur er forstöðuhjúkrunarfræðingur í geðþjónustu Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Sjá meira
Geðheilbrigði er ofarlega á dagskrá í opinberri þjóðfélagsumræðu og er umræðan opinská og oft á tíðum einlæg. Sífellt fleiri skilja mikilvægi þess að viðhalda þurfi geðheilsunni með virkum hætti, á sama hátt og við erum meðvituð um áhrif hreyfingar og hollrar fæðu á líkamlegt hreysti. Geðraskanir spyrja ekki um stétt eða stöðu, en geta einstaklingsins og samfélagsins í kringum hann til að takast á við geðheilsuna getur haft gríðarleg áhrif á bæði veikindi og bata. Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn, 10. október, er að þessu sinni helgaður geðheilsu á vinnustað. Fyrir utan heimilið eyðum við bróðurparti okkar tíma innan veggja vinnustaðarins. Vinnuumhverfið og menning á vinnustöðum getur gegnt stóru hlutverki í vellíðan starfsfólks og þegar þessir þættir bresta hefur það slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu. Vonandi þykir okkur flestum vinnan skemmtileg og gefandi, sem svo aftur stuðlar að góðri geðheilsu. Gott vinnuumhverfi stuðlar að geðheilbrigði Fjölmargir þættir hafa áhrif á geðheilbrigði og það hvernig við tökumst á við vanlíðan eða aðrar áskoranir. Persónulegir þættir og reynsla, tengsl við fjölskyldu og vini, andlegt upplag, stuðningur úr nærumhverfi og umhverfisþættir eru þar á meðal. Efnahagslegt óöryggi, ófriður og samfélagsleg áföll geta haft áhrif á okkur öll og við þurfum að hlúa bæði að sjálfum okkur og hvert að öðru. Við sem einstaklingar erum partur af stærra mengi, ekki síst fjölskyldu og vinahóp og mörg hver af vinnustað. Hraðinn í samfélaginu gerir vinnuumhverfið oft flókið og fyrir mörgum er nokkur áskorun að tryggja gott samspil vinnu og einkalífs. Á síðustu árum hefur verið lögð rík áhersla á styttri vinnutíma sem lið í að bæta þetta strembna samspil. Fyrir geðheilsuna er þó ekki síður mikilvægt að vinnuumhverfið sjálft stuðli að góðu geðheilbrigði. Tengslamyndun á vinnustað, bæði persónuleg og fagleg, styrkir okkur í að standast álag og ekki er verra ef vinnustaðurinn er skemmtilegur og fólk styður við bakið hvert á öðru! Sterk tengsl skipta sköpum Geðþjónusta Landspítala sinnir fólki með alvarlegan geðrænan vanda. Til okkar koma einstaklingar sem þurfa á þverfaglegri þjónustu að halda vegna bráðs eða flókins vanda og eru oft að lifa erfiðustu stundir lífs síns. Við vinnum í þverfaglegum teymum og leggjum ríka áherslu á samstarf við bæði notendur og þeirra aðstandendur. Við sjáum ítrekað hversu mikilvæg sterk félagsleg tengsl eru fyrir fólk sem glímir við geðraskanir og hversu miklu það getur skipt að fólk hafi að einhverju að hverfa að lokinni meðferð. Góðir vinnustaðir eru gulls ígildi, en það eru líka góðir vinahópar, sterkar fjölskyldur og líflegt félagsstarf. Með þessari grein fylgir hvatning til okkar allra að huga að okkar nánasta umhverfi, styðja hvert við annað og byggja upp og viðhalda félagslegum tengslum. Gerum vinnustaðina að góðum stað til að vera á og höldum utan um vinnufélaga okkar þegar á móti blæs. Þannig stuðlum við að betra geðheilbrigði, bæði okkar og annarra. Geðheilsa getur aldrei verið eingöngu málefni okkar sem einstaklinga, hún er samfélagsmál. Höfundur er forstöðuhjúkrunarfræðingur í geðþjónustu Landspítala.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun