Ýmislegt um rafmagnsbíla og reiðhjól Valur Elli Valsson skrifar 18. september 2024 09:32 Flokka má útblástur einkabíla í beinan og óbeinan útblástur. Enginn beinn útblástur hlýst af rafmagnsbílum þar sem þeir nota ekkert jarðefnaeldsneyti. Óbeinn útblástur einkabílsins kemur að mestu vegna framleiðslu bílsins. Samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir Evrópusambandið árið 2020 má áætla að óbeinn útblástur vegna framleiðslu bensínbíla í dag séu 10,5 tonn. Óbeinn útblástur vegna framleiðslu rafmagnsbíla í dag eru hins vegar 15,5 tonn. Til langs tíma litið eru rafmagnsbílar þó umhverfisvænni kostur í tilviki Íslands, þar sem það þyrfti aðeins að keyra rafmagnsbíl 34.000 km til að verða umhverfisvænni en meðalbíll sem losar 150 g CO2/km. Síðustu áramót voru vsk-ívilnanir vegna kaupa á rafmagnsbifreiðum felldar niður og nýtt stuðningskerfi fyrir kaup á rafbílum tók gildi, í formi styrkja hjá Orkusjóði. Rafmagnsbílar sem kosta undir 10 milljónir eru styrkhæfir og nemur styrkur fyrir nýja rafbíla 900.000 kr. Á árunum 2020-2022 voru veittar ívilnanir til um það bil 8.000 bíla árlega. Ef jafn mikill fjöldi bíla myndi fá styrki frá Orkusjóði í ár myndi ríkissjóður greiða rúmlega 7 milljarðar í slíka styrki. Verið að styrkja ranga? Til að setja þessa 7 milljarða í eitthvað samhengi, þá er þetta helmingurinn af árlegri fjárfestingu í hinn margumtalaða 311 milljarða króna samgöngusáttmála. Það er einnig erfitt að færa rök fyrir því að þeir einstaklingar sem fá þessa 7 milljarða í styrk frá ríkissjóði séu sá hópur fólks sem þurfi á því að halda, þar sem þessir einstaklingar hafa tök á því að kaupa sér nýjan rafmagnsbíl. Það mætti því segja að verið sé að styrkja kaup á einkabílum á sama tíma og ríkið sé að reyna að ná loftslagsmarkmiðum sínum og bæta samgönguinnviði höfuðborgarsvæðisins. Ákveðin þversögn þarna. Að öðru óbreyttu munu á sama tíma ívilnanir vegna kaupa á rafmagnshjólum detta úr gildi um áramótin, en óbeinn útblástur við framleiðslu slíkra farartækja er innan við 140 kg. Það er rúmlega 100 sinnum minna útblásturinn við framleiðslu á rafmagnsbíl. Hvað með að styrkja bara rafmagnshjól? Árlegar ívilnanir ríkisins vegna rafmagnshjóla hafa verið innan við 700 milljónir á ári. Samanlagðar ívilnanir til einstaklinga til kaupa á vistvænum farartækjum hafa því numið um 8 milljörðum árlega. Ef ríkið myndi hætta að styrkja rafbílakaup og nota alla þessa fjármuni til að styrkja kaup á rafmagnshjólum væri hægt að færa rök fyrir því að mikið myndi létta á samgönguvanda höfuðborgarsvæðisins. Miðað við mannfjöldatölur búa 172.000 einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 16-70 ára. Ferðavenjukannanir sýna að 72% ferða á höfuðborgarsvæðinu eru með einkabílnum, sem ætti að þýða að um 124.000 einstaklingar nota einkabílinn til að komast í og úr vinnu eða skóla. Væru rafhjólastyrkirnir 50% (en þó aldrei hærri en 200.000 kr.) þá myndu 8 milljarðarnir duga fyrir að lágmarki 40.000 rafmagnshjólum árlega, sem hægt væri að nota sem fararskjóta í og úr vinnu eða skóla. Eðlilega myndu aldrei allir þessir 40.000 einstaklingar hætta að nota einkabílilinn og fara að hjóla, en ef 10.000 einstaklingar myndu byrja að hjóla yrðu 8% færri bílar í umferðinni sem myndi hafa meiri áhrif en fólk myndi halda. Ábatinn sem slíkt styrkkerfi myndi hafa yrði margþættur. Færri bílar í umferð myndi minnka umferðartafir allra þeirra sem myndu samt vilja nota einkabílinn, strætisvagnakerfið yrði áreiðanlegra, svifryksmengum myndi minnka, almennt heilbrigði myndi aukast og kolefnisspor þessara 40.000 rafmagnshjóla yrði minna en 400 nýrra rafbíla. Höfundur er meistaranemi í sjálfbærum skipulagsfræðum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Bílar Orkumál Rekstur hins opinbera Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Flokka má útblástur einkabíla í beinan og óbeinan útblástur. Enginn beinn útblástur hlýst af rafmagnsbílum þar sem þeir nota ekkert jarðefnaeldsneyti. Óbeinn útblástur einkabílsins kemur að mestu vegna framleiðslu bílsins. Samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir Evrópusambandið árið 2020 má áætla að óbeinn útblástur vegna framleiðslu bensínbíla í dag séu 10,5 tonn. Óbeinn útblástur vegna framleiðslu rafmagnsbíla í dag eru hins vegar 15,5 tonn. Til langs tíma litið eru rafmagnsbílar þó umhverfisvænni kostur í tilviki Íslands, þar sem það þyrfti aðeins að keyra rafmagnsbíl 34.000 km til að verða umhverfisvænni en meðalbíll sem losar 150 g CO2/km. Síðustu áramót voru vsk-ívilnanir vegna kaupa á rafmagnsbifreiðum felldar niður og nýtt stuðningskerfi fyrir kaup á rafbílum tók gildi, í formi styrkja hjá Orkusjóði. Rafmagnsbílar sem kosta undir 10 milljónir eru styrkhæfir og nemur styrkur fyrir nýja rafbíla 900.000 kr. Á árunum 2020-2022 voru veittar ívilnanir til um það bil 8.000 bíla árlega. Ef jafn mikill fjöldi bíla myndi fá styrki frá Orkusjóði í ár myndi ríkissjóður greiða rúmlega 7 milljarðar í slíka styrki. Verið að styrkja ranga? Til að setja þessa 7 milljarða í eitthvað samhengi, þá er þetta helmingurinn af árlegri fjárfestingu í hinn margumtalaða 311 milljarða króna samgöngusáttmála. Það er einnig erfitt að færa rök fyrir því að þeir einstaklingar sem fá þessa 7 milljarða í styrk frá ríkissjóði séu sá hópur fólks sem þurfi á því að halda, þar sem þessir einstaklingar hafa tök á því að kaupa sér nýjan rafmagnsbíl. Það mætti því segja að verið sé að styrkja kaup á einkabílum á sama tíma og ríkið sé að reyna að ná loftslagsmarkmiðum sínum og bæta samgönguinnviði höfuðborgarsvæðisins. Ákveðin þversögn þarna. Að öðru óbreyttu munu á sama tíma ívilnanir vegna kaupa á rafmagnshjólum detta úr gildi um áramótin, en óbeinn útblástur við framleiðslu slíkra farartækja er innan við 140 kg. Það er rúmlega 100 sinnum minna útblásturinn við framleiðslu á rafmagnsbíl. Hvað með að styrkja bara rafmagnshjól? Árlegar ívilnanir ríkisins vegna rafmagnshjóla hafa verið innan við 700 milljónir á ári. Samanlagðar ívilnanir til einstaklinga til kaupa á vistvænum farartækjum hafa því numið um 8 milljörðum árlega. Ef ríkið myndi hætta að styrkja rafbílakaup og nota alla þessa fjármuni til að styrkja kaup á rafmagnshjólum væri hægt að færa rök fyrir því að mikið myndi létta á samgönguvanda höfuðborgarsvæðisins. Miðað við mannfjöldatölur búa 172.000 einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 16-70 ára. Ferðavenjukannanir sýna að 72% ferða á höfuðborgarsvæðinu eru með einkabílnum, sem ætti að þýða að um 124.000 einstaklingar nota einkabílinn til að komast í og úr vinnu eða skóla. Væru rafhjólastyrkirnir 50% (en þó aldrei hærri en 200.000 kr.) þá myndu 8 milljarðarnir duga fyrir að lágmarki 40.000 rafmagnshjólum árlega, sem hægt væri að nota sem fararskjóta í og úr vinnu eða skóla. Eðlilega myndu aldrei allir þessir 40.000 einstaklingar hætta að nota einkabílilinn og fara að hjóla, en ef 10.000 einstaklingar myndu byrja að hjóla yrðu 8% færri bílar í umferðinni sem myndi hafa meiri áhrif en fólk myndi halda. Ábatinn sem slíkt styrkkerfi myndi hafa yrði margþættur. Færri bílar í umferð myndi minnka umferðartafir allra þeirra sem myndu samt vilja nota einkabílinn, strætisvagnakerfið yrði áreiðanlegra, svifryksmengum myndi minnka, almennt heilbrigði myndi aukast og kolefnisspor þessara 40.000 rafmagnshjóla yrði minna en 400 nýrra rafbíla. Höfundur er meistaranemi í sjálfbærum skipulagsfræðum
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun