Þeir borga sem nota! Tómas Kristjánsson skrifar 18. september 2024 08:02 Fá orð fá jafnoft að hljóma í jarmi sjálfstæðismanna um hinn digra tekjustofn sem ökutækjaeigendur geta verið. Sögustund. Frá 2018 hafa engir skattar tengdir notkun ökutækja verið eyrnamerktir vegakerfinu. Ekki einu sinni hið margumtalaða kílómetragjald sem tekur ekki tillit til þyngdar eða mengunar ökutækja, er rukkaður eftir ólöggiltum mæli og er auk þess rukkaður fyrir akstur á vegakerfi sem ríkið sér ekki um. Í það heila hörmulegt framtak þegar horft er til þess að útgjöld til vegamála hafa dregist saman sl. áratug, ef tekið er tillit til verðbólgu en á sama tíma hefur eyðsla ríkisins aukist um 100% og þar með skattpíning á almenning. Einfaldir útreikningar hafa líka sýnt okkur vaxandi uppbyggingarskuld á þjóðvegakerfinu í kjölfar áratugalangrar öfgaskattheimtu af notkun ökutækja, sem ekkert sýnir að skili sér í þjóðvegakerfið.Í nýlegri stjórnmálaályktun flokksráðsfundar sjálfstæðisflokksins, dagsett 1. september 2024, kemur fram að: „Gjöld af umferð til að fjármagna samgöngumannvirki skulu miðast við notkun, samhliða niðurfellingu vörugjalda af bifreiðum og eldsneyti“. Þetta er sama orðræða og mátti finna í frumvarpi þáverandi fjármálaráðherra sem varð að lögum um kílómetragjald og á vefsíðu sem ráðuneytið heldur úti vegna skattheimtunnar. Nú hefur þetta smitast inn í borgarstjórn Reykjavíkur því brotinn sjálfstæðisflokkur þar á bæ fann sig knúinn til að leggja fram bókun vegna samgöngusáttmála með sömu orðum, að því er virðist án þess að átta sig á að þessi gjöld, eða aðrir skattar af notkun ökutækja, hafa aldrei skilað sér til sveitarfélaga. Eftir sem áður er tískumáltæki flokksins í dag; „Þeir borga sem nota!“, sama orðræðuaðferð og þegar ótengd atriði eru skotin niður í skynsamri umræðu með orðunum „hugsið um börnin!“. Líkt of hin ofnotaða orðræðuaðferð þá er þetta bergmál úr valhöll farið að hljóma í fleiri og fleiri tilfellum þegar gerð er atlaga að tekjustofni flokksins sem ekki kann með peninga að fara. Höfundur er formaður Rafbílasambands Íslands og áhugamaður um umhverfismál og skynsama skatta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Bílar Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Fá orð fá jafnoft að hljóma í jarmi sjálfstæðismanna um hinn digra tekjustofn sem ökutækjaeigendur geta verið. Sögustund. Frá 2018 hafa engir skattar tengdir notkun ökutækja verið eyrnamerktir vegakerfinu. Ekki einu sinni hið margumtalaða kílómetragjald sem tekur ekki tillit til þyngdar eða mengunar ökutækja, er rukkaður eftir ólöggiltum mæli og er auk þess rukkaður fyrir akstur á vegakerfi sem ríkið sér ekki um. Í það heila hörmulegt framtak þegar horft er til þess að útgjöld til vegamála hafa dregist saman sl. áratug, ef tekið er tillit til verðbólgu en á sama tíma hefur eyðsla ríkisins aukist um 100% og þar með skattpíning á almenning. Einfaldir útreikningar hafa líka sýnt okkur vaxandi uppbyggingarskuld á þjóðvegakerfinu í kjölfar áratugalangrar öfgaskattheimtu af notkun ökutækja, sem ekkert sýnir að skili sér í þjóðvegakerfið.Í nýlegri stjórnmálaályktun flokksráðsfundar sjálfstæðisflokksins, dagsett 1. september 2024, kemur fram að: „Gjöld af umferð til að fjármagna samgöngumannvirki skulu miðast við notkun, samhliða niðurfellingu vörugjalda af bifreiðum og eldsneyti“. Þetta er sama orðræða og mátti finna í frumvarpi þáverandi fjármálaráðherra sem varð að lögum um kílómetragjald og á vefsíðu sem ráðuneytið heldur úti vegna skattheimtunnar. Nú hefur þetta smitast inn í borgarstjórn Reykjavíkur því brotinn sjálfstæðisflokkur þar á bæ fann sig knúinn til að leggja fram bókun vegna samgöngusáttmála með sömu orðum, að því er virðist án þess að átta sig á að þessi gjöld, eða aðrir skattar af notkun ökutækja, hafa aldrei skilað sér til sveitarfélaga. Eftir sem áður er tískumáltæki flokksins í dag; „Þeir borga sem nota!“, sama orðræðuaðferð og þegar ótengd atriði eru skotin niður í skynsamri umræðu með orðunum „hugsið um börnin!“. Líkt of hin ofnotaða orðræðuaðferð þá er þetta bergmál úr valhöll farið að hljóma í fleiri og fleiri tilfellum þegar gerð er atlaga að tekjustofni flokksins sem ekki kann með peninga að fara. Höfundur er formaður Rafbílasambands Íslands og áhugamaður um umhverfismál og skynsama skatta.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar