Þeir borga sem nota! Tómas Kristjánsson skrifar 18. september 2024 08:02 Fá orð fá jafnoft að hljóma í jarmi sjálfstæðismanna um hinn digra tekjustofn sem ökutækjaeigendur geta verið. Sögustund. Frá 2018 hafa engir skattar tengdir notkun ökutækja verið eyrnamerktir vegakerfinu. Ekki einu sinni hið margumtalaða kílómetragjald sem tekur ekki tillit til þyngdar eða mengunar ökutækja, er rukkaður eftir ólöggiltum mæli og er auk þess rukkaður fyrir akstur á vegakerfi sem ríkið sér ekki um. Í það heila hörmulegt framtak þegar horft er til þess að útgjöld til vegamála hafa dregist saman sl. áratug, ef tekið er tillit til verðbólgu en á sama tíma hefur eyðsla ríkisins aukist um 100% og þar með skattpíning á almenning. Einfaldir útreikningar hafa líka sýnt okkur vaxandi uppbyggingarskuld á þjóðvegakerfinu í kjölfar áratugalangrar öfgaskattheimtu af notkun ökutækja, sem ekkert sýnir að skili sér í þjóðvegakerfið.Í nýlegri stjórnmálaályktun flokksráðsfundar sjálfstæðisflokksins, dagsett 1. september 2024, kemur fram að: „Gjöld af umferð til að fjármagna samgöngumannvirki skulu miðast við notkun, samhliða niðurfellingu vörugjalda af bifreiðum og eldsneyti“. Þetta er sama orðræða og mátti finna í frumvarpi þáverandi fjármálaráðherra sem varð að lögum um kílómetragjald og á vefsíðu sem ráðuneytið heldur úti vegna skattheimtunnar. Nú hefur þetta smitast inn í borgarstjórn Reykjavíkur því brotinn sjálfstæðisflokkur þar á bæ fann sig knúinn til að leggja fram bókun vegna samgöngusáttmála með sömu orðum, að því er virðist án þess að átta sig á að þessi gjöld, eða aðrir skattar af notkun ökutækja, hafa aldrei skilað sér til sveitarfélaga. Eftir sem áður er tískumáltæki flokksins í dag; „Þeir borga sem nota!“, sama orðræðuaðferð og þegar ótengd atriði eru skotin niður í skynsamri umræðu með orðunum „hugsið um börnin!“. Líkt of hin ofnotaða orðræðuaðferð þá er þetta bergmál úr valhöll farið að hljóma í fleiri og fleiri tilfellum þegar gerð er atlaga að tekjustofni flokksins sem ekki kann með peninga að fara. Höfundur er formaður Rafbílasambands Íslands og áhugamaður um umhverfismál og skynsama skatta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Bílar Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Fá orð fá jafnoft að hljóma í jarmi sjálfstæðismanna um hinn digra tekjustofn sem ökutækjaeigendur geta verið. Sögustund. Frá 2018 hafa engir skattar tengdir notkun ökutækja verið eyrnamerktir vegakerfinu. Ekki einu sinni hið margumtalaða kílómetragjald sem tekur ekki tillit til þyngdar eða mengunar ökutækja, er rukkaður eftir ólöggiltum mæli og er auk þess rukkaður fyrir akstur á vegakerfi sem ríkið sér ekki um. Í það heila hörmulegt framtak þegar horft er til þess að útgjöld til vegamála hafa dregist saman sl. áratug, ef tekið er tillit til verðbólgu en á sama tíma hefur eyðsla ríkisins aukist um 100% og þar með skattpíning á almenning. Einfaldir útreikningar hafa líka sýnt okkur vaxandi uppbyggingarskuld á þjóðvegakerfinu í kjölfar áratugalangrar öfgaskattheimtu af notkun ökutækja, sem ekkert sýnir að skili sér í þjóðvegakerfið.Í nýlegri stjórnmálaályktun flokksráðsfundar sjálfstæðisflokksins, dagsett 1. september 2024, kemur fram að: „Gjöld af umferð til að fjármagna samgöngumannvirki skulu miðast við notkun, samhliða niðurfellingu vörugjalda af bifreiðum og eldsneyti“. Þetta er sama orðræða og mátti finna í frumvarpi þáverandi fjármálaráðherra sem varð að lögum um kílómetragjald og á vefsíðu sem ráðuneytið heldur úti vegna skattheimtunnar. Nú hefur þetta smitast inn í borgarstjórn Reykjavíkur því brotinn sjálfstæðisflokkur þar á bæ fann sig knúinn til að leggja fram bókun vegna samgöngusáttmála með sömu orðum, að því er virðist án þess að átta sig á að þessi gjöld, eða aðrir skattar af notkun ökutækja, hafa aldrei skilað sér til sveitarfélaga. Eftir sem áður er tískumáltæki flokksins í dag; „Þeir borga sem nota!“, sama orðræðuaðferð og þegar ótengd atriði eru skotin niður í skynsamri umræðu með orðunum „hugsið um börnin!“. Líkt of hin ofnotaða orðræðuaðferð þá er þetta bergmál úr valhöll farið að hljóma í fleiri og fleiri tilfellum þegar gerð er atlaga að tekjustofni flokksins sem ekki kann með peninga að fara. Höfundur er formaður Rafbílasambands Íslands og áhugamaður um umhverfismál og skynsama skatta.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun