Erum við að gleyma okkur? Yousef Ingi Tamimi skrifar 8. ágúst 2024 10:30 En það er auðvelt að sofna á verðinum þegar ástandið er langvarandi. Ísrael hefur beitt gegndarlausum árásum geg Palestínu í 10 mánuði, árásir sem virðast engan endi ætla að taka. Þrátt fyrir þessar stöðugu og daglegu árásir, þá er staðreyndin sú að vestræni heimurinn, þar með talið Ísland, er að gleyma sér. Við viljum halda í okkar daglega, einfalda og þægilega líf og ekki horfa upp á þær hörmulegu aðgerðir Ísraels gegn Palestínu. Við sem höfum verið framarlega í baráttunni höfum tekið eftir fækkun á mótmælum, minnkandi áhuga landsmanna, en einnig hvernig fréttamiðlar hafa dregið úr umfjöllun af svæðinu. Þegar litið er yfir fjölda frétta frá Palestínu síðan í október þá hafa þær farið fækkandi. Yfirleitt fækkar fréttum þar sem ekkert fréttnæmt á sér stað á svæðinu en aðrar ástæður liggja á bak við fækkun frétta frá Gaza. Í fyrsta lagi hafa Ísraelsmenn drepið yfir 113 fréttamenn á svæðinu sem hefðu getað veitt okkur innsýn í árásirnar frá fyrstu hendi. Í öðru lagi hefur Ísrael bannað fjölmiðlum aðgang að svæðinu nema í einstaka tilfellum, og þá á ferð með ísraelskum hermönnum undir mikilli ritskoðun. Í þriðja lagi hafa fjölmiðlar misst áhugann á málefninu. Í skjóli skertrar fjölmiðlaumfjöllunar og þar af leiðandi skerðingar fjórða valdsins, hefur Ísrael haldið áfram árásum sínum á Palestínu í skjóli fjölmiðlamyrkurs. Það veldur því að Ísrael getur haldið áfram að fremja þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir, drepið börn og fullorðna, og eyðilagt innviði án þess að það sé skrásett eða að hægt sé að draga gerendur til ábyrgðar. Ísrael líður nefnilega best í myrkrinu, enda hefur Ísrael staðið í stórræðum við að drepa blaðamenn. Ísrael hefur að jafnaði drepið um 1 blaðamann á ári undanfarin ár, þar til nú síðustu 10 mánuði þegar Ísrael hefur drepið að minnsta kosti 113 fréttamenn. Það er augljóst að þeirra markmið eru skýr. Palestína á ekki að vera til. Ísrael hefur einbeitt sér að uppbyggingu landránsbyggða í Palestínu án neinna afleiðinga frá vestrænum ríkjum, og með því stolið landi af Palestínu. Ísrael hefur samþykkt lög sem neita tilvist Palestínu og Ísrael stundar nú virkar þjóðernishreinsanir á Gaza. Ísrael hefur engan áhuga á friði við Palestínu – Ísrael vill reyna að endurheimta gamlan draum um Stór-Ísrael; Palestínu og sögulega Palestínu (núverandi Ísrael) án Palestínufólksins. Fjölmiðlar gegna lykilhlutverki í að upplýsa almenning og því er mikilvægt að gleyma ekki að fjalla um ástandið í Palestínu. Ef umfjöllun dregst saman, getur það leitt til minnkandi meðvitundar og skorts á aðgerðum frá stjórnvöldum og alþjóðastofnunum. Þetta skapar hættu á að glæpir séu ekki rannsakaðir og afbrotamenn verði ekki dregnir til ábyrgðar fyrir mannréttindabrot. Regluleg umfjöllun er einnig nauðsynleg til að vinna gegn rangfærslum og falsfréttum sem geta auðveldlega breiðst út í skorti á nákvæmri og áreiðanlegri umfjöllun. Mikilvægt er að fjölmiðlar haldi áfram fréttaflutningi og rannsóknarblaðamennsku á svæðinu og reyni að fylla upp í það fréttagap sem myndast hefur vegna útrýmingu Ísraels á fréttafólki. Fjölmiðlar gegna einnig mikilvægu hlutverk við að stuðla að alþjóðlegri samstöðu og stuðningi við friðarviðræður, auk þess að varðveita sögulegt samhengi og minnast fórnarlamba. Þegar fjölmiðlar viðhalda umfjöllun sinni, aukast líkurnar á að pólitískir leiðtogar bregðist við og leiti lausna. Með því að halda áfram að fjalla um og veita innsýn í ástandið, stuðla fjölmiðlar að meiri menningarlegum og félagslegum skilningi, sem er grundvöllur fyrir aukna samkennd og mannúðarstefnu í alþjóðasamskiptum. Við verðum að sameinast um að halda áfram að birta sögur og sannleikann frá Palestínu. Þetta er ekki aðeins spurning um að upplýsa heldur einnig að tryggja að mannréttindi séu virt og að réttlæti verði sótt fyrir þá sem hafa þjáðst vegna átaka. Fjölmiðlar bera mikla ábyrgð og við verðum að hvetja þá til að halda áfram sinni mikilvægu vinnu. Aðeins með áframhaldandi umfjöllun getum við sett þrýsting á ríkisstjórnir til að taka ábyrgð og tryggja að Palestína verði frjáls. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
En það er auðvelt að sofna á verðinum þegar ástandið er langvarandi. Ísrael hefur beitt gegndarlausum árásum geg Palestínu í 10 mánuði, árásir sem virðast engan endi ætla að taka. Þrátt fyrir þessar stöðugu og daglegu árásir, þá er staðreyndin sú að vestræni heimurinn, þar með talið Ísland, er að gleyma sér. Við viljum halda í okkar daglega, einfalda og þægilega líf og ekki horfa upp á þær hörmulegu aðgerðir Ísraels gegn Palestínu. Við sem höfum verið framarlega í baráttunni höfum tekið eftir fækkun á mótmælum, minnkandi áhuga landsmanna, en einnig hvernig fréttamiðlar hafa dregið úr umfjöllun af svæðinu. Þegar litið er yfir fjölda frétta frá Palestínu síðan í október þá hafa þær farið fækkandi. Yfirleitt fækkar fréttum þar sem ekkert fréttnæmt á sér stað á svæðinu en aðrar ástæður liggja á bak við fækkun frétta frá Gaza. Í fyrsta lagi hafa Ísraelsmenn drepið yfir 113 fréttamenn á svæðinu sem hefðu getað veitt okkur innsýn í árásirnar frá fyrstu hendi. Í öðru lagi hefur Ísrael bannað fjölmiðlum aðgang að svæðinu nema í einstaka tilfellum, og þá á ferð með ísraelskum hermönnum undir mikilli ritskoðun. Í þriðja lagi hafa fjölmiðlar misst áhugann á málefninu. Í skjóli skertrar fjölmiðlaumfjöllunar og þar af leiðandi skerðingar fjórða valdsins, hefur Ísrael haldið áfram árásum sínum á Palestínu í skjóli fjölmiðlamyrkurs. Það veldur því að Ísrael getur haldið áfram að fremja þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir, drepið börn og fullorðna, og eyðilagt innviði án þess að það sé skrásett eða að hægt sé að draga gerendur til ábyrgðar. Ísrael líður nefnilega best í myrkrinu, enda hefur Ísrael staðið í stórræðum við að drepa blaðamenn. Ísrael hefur að jafnaði drepið um 1 blaðamann á ári undanfarin ár, þar til nú síðustu 10 mánuði þegar Ísrael hefur drepið að minnsta kosti 113 fréttamenn. Það er augljóst að þeirra markmið eru skýr. Palestína á ekki að vera til. Ísrael hefur einbeitt sér að uppbyggingu landránsbyggða í Palestínu án neinna afleiðinga frá vestrænum ríkjum, og með því stolið landi af Palestínu. Ísrael hefur samþykkt lög sem neita tilvist Palestínu og Ísrael stundar nú virkar þjóðernishreinsanir á Gaza. Ísrael hefur engan áhuga á friði við Palestínu – Ísrael vill reyna að endurheimta gamlan draum um Stór-Ísrael; Palestínu og sögulega Palestínu (núverandi Ísrael) án Palestínufólksins. Fjölmiðlar gegna lykilhlutverki í að upplýsa almenning og því er mikilvægt að gleyma ekki að fjalla um ástandið í Palestínu. Ef umfjöllun dregst saman, getur það leitt til minnkandi meðvitundar og skorts á aðgerðum frá stjórnvöldum og alþjóðastofnunum. Þetta skapar hættu á að glæpir séu ekki rannsakaðir og afbrotamenn verði ekki dregnir til ábyrgðar fyrir mannréttindabrot. Regluleg umfjöllun er einnig nauðsynleg til að vinna gegn rangfærslum og falsfréttum sem geta auðveldlega breiðst út í skorti á nákvæmri og áreiðanlegri umfjöllun. Mikilvægt er að fjölmiðlar haldi áfram fréttaflutningi og rannsóknarblaðamennsku á svæðinu og reyni að fylla upp í það fréttagap sem myndast hefur vegna útrýmingu Ísraels á fréttafólki. Fjölmiðlar gegna einnig mikilvægu hlutverk við að stuðla að alþjóðlegri samstöðu og stuðningi við friðarviðræður, auk þess að varðveita sögulegt samhengi og minnast fórnarlamba. Þegar fjölmiðlar viðhalda umfjöllun sinni, aukast líkurnar á að pólitískir leiðtogar bregðist við og leiti lausna. Með því að halda áfram að fjalla um og veita innsýn í ástandið, stuðla fjölmiðlar að meiri menningarlegum og félagslegum skilningi, sem er grundvöllur fyrir aukna samkennd og mannúðarstefnu í alþjóðasamskiptum. Við verðum að sameinast um að halda áfram að birta sögur og sannleikann frá Palestínu. Þetta er ekki aðeins spurning um að upplýsa heldur einnig að tryggja að mannréttindi séu virt og að réttlæti verði sótt fyrir þá sem hafa þjáðst vegna átaka. Fjölmiðlar bera mikla ábyrgð og við verðum að hvetja þá til að halda áfram sinni mikilvægu vinnu. Aðeins með áframhaldandi umfjöllun getum við sett þrýsting á ríkisstjórnir til að taka ábyrgð og tryggja að Palestína verði frjáls. Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun