Kom pólitík nálægt Brákarborgarfúskinu? Helgi Áss Grétarsson skrifar 29. júlí 2024 07:21 Rétt áður en veitingastaðurinn Hjá Dóra í Mjóddinni hætti starfsemi í lok apríl 2022 þá stóð ég þar í biðröð. Á meðan hin langa biðröð silaðist áfram spjallaði ég við nokkra iðnaðarmenn. Einn þeirra rifjaði upp sögu þegar verið var að byggja nýjar höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi um 20 árum áður. Mikilvægasta atriði sögunnar var að smiði var fyrirskipað af þeim sem stýrðu framkvæmdum að leggja parkett á blauta steypu. Þessu mótmælti smiðurinn en varð að láta undan. Hann hóf þó ekki verkið fyrr en hann fékk það uppáskrifað að hann bæri ekki ábyrgð á því. Stuttu eftir höfuðstöðvarnar voru opnaðir árið 2003 var parkettið, sem smiðurinn lagði, fjarlægt. Sem sagt, stjórnendur skikkuðu smiðinn til að vinna ófaglega svo að hægt væri að opna Orkuveituhúsið á réttum tíma. Aukakostnaður skattgreiðenda af fúskinu skipti engu máli. Þessa sögu má meðal annars kynna sér betur hér: Brákarborgarfærsla þáverandi borgarstjóra haustið 2022 Nokkrum mánuðum eftir samtal mitt við iðnaðarmennina í Mjóddinni, eða hinn 2. október 2022, birti þáverandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, svohljóðandi færslu á samfélagsmiðlinum X-inu, áður Twitter: „Það vakti töluverða athygli þegar við keyptum kynslífshjálpartækjaverslun (sic) til að umbreyta honum í leikskóla. Það var sagt áhættusamt, dýrt og rétt væri að rífa. Í gær fékk borgin umhverfisverðlaun fyrir lágt kolefnisspor, græna og vel heppnaða framkvæmd. „Aldrei hætta að þora!““ Þessi færsla borgarstjórans fyrrverandi vísar til byggingar leikskólans Brákarborgar á Kleppsvegi 150-152 en haustið 2022 fékk Reykjavíkurborg umhverfisverðlaunin Grænu skófluna fyrir þá byggingu. Þessi framkvæmd þótti hins vegar umdeild á kjörtímabilinu 2018–2022 í ljós þess mikla kostnaðar sem hlytist af því að kaupa upp mannvirki á lóðinni og endurgera þau sem leikskóla. Varlega áætlað nam kostnaður skattgreiðenda við bygginguna að lágmarki 1.500 milljónum króna, mælt á gildandi verðlagi. Brákarborgarþakið og grastorfan Hinn 24. júlí síðastliðinn var það gert opinbert að burðarvirki Brákarborgar þyldi ekki það álag sem fylgdi grastorfu á þaki hússins. Af því leiddi að sprungur voru farnar að myndast á veggjum og hurðir voru farnar að skekkjast í dyrakörmum. Með öðrum orðum, verðlaunabygging, sem er innan við tveggja ára gömul, er verulega skemmd vegna mistaka við gerð byggingarinnar. Ein afleiðing þessa er að til lengri eða skemmri tíma, þarf að flytja starfsemi Brákarborgar í óhentugt húsnæði í Ármúlanum. Um töluverða röskun er að ræða fyrir starfsfólk leikskólans, börnin sem sækja skólann og foreldra þeirra sem og aðra aðstandendur. Vangaveltur Sagan sem hér var sögð í upphafi af byggingu Orkuveituhússins að Bæjarhálsi varpar ljósi á tiltölulega þekkt atriði, það er, að viss tilhneiging er í þá veru að standa ófaglega að opinberum framkvæmdum, meðal annars vegna óeðlilegs pólitísks þrýstings að verkið sé klárað innan tiltekins tíma, svo sem skömmu fyrir kosningar. Atriðum af þessum toga má velta fyrir sér í Brákarborgarmálinu. Til þess ber að líta að það var töluvert kappsmál fyrir þáverandi borgarstjóra og hans flokk að Brákarborg yrði reist um það leyti sem borgarstjórnarkosningar færu fram vorið 2022. Nærtækt er því að spyrja hvort einhver pólitískur þrýstingur hafi verið til staðar á þá sem unnu að framvindu Brákarborgarverksins. Eða hvernig gat það gerst, að verkefni sem hafði verið mörg ár í undirbúningi, skyldi enda með því að grastorfa var sett á þak leikskólans sem burðarvirkið þoldi ekki? Hvar voru sérfræðingarnir sem reiknuðu þetta út og áttu að hafa eftirlit með framvindu verksins? Hvernig sem á Brákarborgarmálið er litið þá þarf að komast í botns í því. Einnig þá vinkla málsins sem varða pólitíska hlið þess. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Helgi Áss Grétarsson Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Sjá meira
Rétt áður en veitingastaðurinn Hjá Dóra í Mjóddinni hætti starfsemi í lok apríl 2022 þá stóð ég þar í biðröð. Á meðan hin langa biðröð silaðist áfram spjallaði ég við nokkra iðnaðarmenn. Einn þeirra rifjaði upp sögu þegar verið var að byggja nýjar höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi um 20 árum áður. Mikilvægasta atriði sögunnar var að smiði var fyrirskipað af þeim sem stýrðu framkvæmdum að leggja parkett á blauta steypu. Þessu mótmælti smiðurinn en varð að láta undan. Hann hóf þó ekki verkið fyrr en hann fékk það uppáskrifað að hann bæri ekki ábyrgð á því. Stuttu eftir höfuðstöðvarnar voru opnaðir árið 2003 var parkettið, sem smiðurinn lagði, fjarlægt. Sem sagt, stjórnendur skikkuðu smiðinn til að vinna ófaglega svo að hægt væri að opna Orkuveituhúsið á réttum tíma. Aukakostnaður skattgreiðenda af fúskinu skipti engu máli. Þessa sögu má meðal annars kynna sér betur hér: Brákarborgarfærsla þáverandi borgarstjóra haustið 2022 Nokkrum mánuðum eftir samtal mitt við iðnaðarmennina í Mjóddinni, eða hinn 2. október 2022, birti þáverandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, svohljóðandi færslu á samfélagsmiðlinum X-inu, áður Twitter: „Það vakti töluverða athygli þegar við keyptum kynslífshjálpartækjaverslun (sic) til að umbreyta honum í leikskóla. Það var sagt áhættusamt, dýrt og rétt væri að rífa. Í gær fékk borgin umhverfisverðlaun fyrir lágt kolefnisspor, græna og vel heppnaða framkvæmd. „Aldrei hætta að þora!““ Þessi færsla borgarstjórans fyrrverandi vísar til byggingar leikskólans Brákarborgar á Kleppsvegi 150-152 en haustið 2022 fékk Reykjavíkurborg umhverfisverðlaunin Grænu skófluna fyrir þá byggingu. Þessi framkvæmd þótti hins vegar umdeild á kjörtímabilinu 2018–2022 í ljós þess mikla kostnaðar sem hlytist af því að kaupa upp mannvirki á lóðinni og endurgera þau sem leikskóla. Varlega áætlað nam kostnaður skattgreiðenda við bygginguna að lágmarki 1.500 milljónum króna, mælt á gildandi verðlagi. Brákarborgarþakið og grastorfan Hinn 24. júlí síðastliðinn var það gert opinbert að burðarvirki Brákarborgar þyldi ekki það álag sem fylgdi grastorfu á þaki hússins. Af því leiddi að sprungur voru farnar að myndast á veggjum og hurðir voru farnar að skekkjast í dyrakörmum. Með öðrum orðum, verðlaunabygging, sem er innan við tveggja ára gömul, er verulega skemmd vegna mistaka við gerð byggingarinnar. Ein afleiðing þessa er að til lengri eða skemmri tíma, þarf að flytja starfsemi Brákarborgar í óhentugt húsnæði í Ármúlanum. Um töluverða röskun er að ræða fyrir starfsfólk leikskólans, börnin sem sækja skólann og foreldra þeirra sem og aðra aðstandendur. Vangaveltur Sagan sem hér var sögð í upphafi af byggingu Orkuveituhússins að Bæjarhálsi varpar ljósi á tiltölulega þekkt atriði, það er, að viss tilhneiging er í þá veru að standa ófaglega að opinberum framkvæmdum, meðal annars vegna óeðlilegs pólitísks þrýstings að verkið sé klárað innan tiltekins tíma, svo sem skömmu fyrir kosningar. Atriðum af þessum toga má velta fyrir sér í Brákarborgarmálinu. Til þess ber að líta að það var töluvert kappsmál fyrir þáverandi borgarstjóra og hans flokk að Brákarborg yrði reist um það leyti sem borgarstjórnarkosningar færu fram vorið 2022. Nærtækt er því að spyrja hvort einhver pólitískur þrýstingur hafi verið til staðar á þá sem unnu að framvindu Brákarborgarverksins. Eða hvernig gat það gerst, að verkefni sem hafði verið mörg ár í undirbúningi, skyldi enda með því að grastorfa var sett á þak leikskólans sem burðarvirkið þoldi ekki? Hvar voru sérfræðingarnir sem reiknuðu þetta út og áttu að hafa eftirlit með framvindu verksins? Hvernig sem á Brákarborgarmálið er litið þá þarf að komast í botns í því. Einnig þá vinkla málsins sem varða pólitíska hlið þess. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun