Óupplýsingaröld Erna Mist Yamagata skrifar 18. júlí 2024 12:00 Eftir tíu ára skólaskyldu skilur helmingur drengja og þriðjungur stúlkna ekki einfaldan upplýsingatexta. Þessi skortur á grunnlesskilningi sem hefur farið vaxandi undanfarna áratugi þýðir ekki einungis að færri öðlist undirbúning til frekara náms - heldur erum við að horfa upp á framtíðarkynslóðir sem geta hvorki lesið fréttir, skilið stjórnarskrána né fylgst með þjóðfélagsumræðunni - hvað þá tekið þátt í henni. Sjálfstæð hugsun krefst orðaforða og hugtakaskilnings sem gerir manni kleift að gagnrýna hlutina; að innbyrða upplýsingar án þess að gleypa þær sem heilagan sannleik. Án slíkrar greindar er samansafn einstaklinga ekki samfélag heldur heilalaus hjörð. Með því að brúa ekki bilið milli ungmenna og tungumálsins erum við að framleiða óvirka borgara sem í ólæsi sínu standa máttlausir gagnvart upplýsingaflæði nútímans. Á tímum sítengingar streyma upplýsingar að okkur úr öllum áttum og setjast að án okkar vitundar. Leiðandi tildrög þess að fólk greini ekki á milli frétta og falsfrétta og aðhyllist samsæriskenningar er lágt menntastig - og því ólæsari sem samfélög verða á sannleiksgildi upplýsinga því hraðar afkynjast lýðræðisríki í varhugaverðara stjórnarfar. Ég veit ekki hvort vegur þyngra - útrunnin námsskrá, skjáfíkn foreldra og tilheyrandi skjáfíkn barna, eða sú óskiljanlega ákvörðun skólastjórnenda að leyfa síma í skólum. Þegar kemur að einbeitingu hafa ungmenni ekki roð við tæknirisunum sem bera hag af því að halda athygli þeirra fanginni í hinum stafræna veruleika. Hvar finnur maður eirð í einbeitingu þegar öll manns athygli er bundin því að bregðast við áreiti? Hvernig heyrir maður í eigin hugsunum þegar veröldin er orðin að einni samfelldri auglýsingu sem maður getur ekki spólað yfir? Ríkjandi stefna í menntamálum stefnir okkur í andhverfu þeirra gilda sem menntamálin kenna sig við. Í stað þess að halda áfram á siðmenningarlegri framfarabraut siglum við inn í óupplýsinguna sem framtíðin átti aldrei að verða, en eins og vitrir menn hafa áður sagt er sagan ekki línulegt ferli - heldur gengur hún í hringi. Höfundur er listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Mist Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Eftir tíu ára skólaskyldu skilur helmingur drengja og þriðjungur stúlkna ekki einfaldan upplýsingatexta. Þessi skortur á grunnlesskilningi sem hefur farið vaxandi undanfarna áratugi þýðir ekki einungis að færri öðlist undirbúning til frekara náms - heldur erum við að horfa upp á framtíðarkynslóðir sem geta hvorki lesið fréttir, skilið stjórnarskrána né fylgst með þjóðfélagsumræðunni - hvað þá tekið þátt í henni. Sjálfstæð hugsun krefst orðaforða og hugtakaskilnings sem gerir manni kleift að gagnrýna hlutina; að innbyrða upplýsingar án þess að gleypa þær sem heilagan sannleik. Án slíkrar greindar er samansafn einstaklinga ekki samfélag heldur heilalaus hjörð. Með því að brúa ekki bilið milli ungmenna og tungumálsins erum við að framleiða óvirka borgara sem í ólæsi sínu standa máttlausir gagnvart upplýsingaflæði nútímans. Á tímum sítengingar streyma upplýsingar að okkur úr öllum áttum og setjast að án okkar vitundar. Leiðandi tildrög þess að fólk greini ekki á milli frétta og falsfrétta og aðhyllist samsæriskenningar er lágt menntastig - og því ólæsari sem samfélög verða á sannleiksgildi upplýsinga því hraðar afkynjast lýðræðisríki í varhugaverðara stjórnarfar. Ég veit ekki hvort vegur þyngra - útrunnin námsskrá, skjáfíkn foreldra og tilheyrandi skjáfíkn barna, eða sú óskiljanlega ákvörðun skólastjórnenda að leyfa síma í skólum. Þegar kemur að einbeitingu hafa ungmenni ekki roð við tæknirisunum sem bera hag af því að halda athygli þeirra fanginni í hinum stafræna veruleika. Hvar finnur maður eirð í einbeitingu þegar öll manns athygli er bundin því að bregðast við áreiti? Hvernig heyrir maður í eigin hugsunum þegar veröldin er orðin að einni samfelldri auglýsingu sem maður getur ekki spólað yfir? Ríkjandi stefna í menntamálum stefnir okkur í andhverfu þeirra gilda sem menntamálin kenna sig við. Í stað þess að halda áfram á siðmenningarlegri framfarabraut siglum við inn í óupplýsinguna sem framtíðin átti aldrei að verða, en eins og vitrir menn hafa áður sagt er sagan ekki línulegt ferli - heldur gengur hún í hringi. Höfundur er listmálari.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun