Óupplýsingaröld Erna Mist Yamagata skrifar 18. júlí 2024 12:00 Eftir tíu ára skólaskyldu skilur helmingur drengja og þriðjungur stúlkna ekki einfaldan upplýsingatexta. Þessi skortur á grunnlesskilningi sem hefur farið vaxandi undanfarna áratugi þýðir ekki einungis að færri öðlist undirbúning til frekara náms - heldur erum við að horfa upp á framtíðarkynslóðir sem geta hvorki lesið fréttir, skilið stjórnarskrána né fylgst með þjóðfélagsumræðunni - hvað þá tekið þátt í henni. Sjálfstæð hugsun krefst orðaforða og hugtakaskilnings sem gerir manni kleift að gagnrýna hlutina; að innbyrða upplýsingar án þess að gleypa þær sem heilagan sannleik. Án slíkrar greindar er samansafn einstaklinga ekki samfélag heldur heilalaus hjörð. Með því að brúa ekki bilið milli ungmenna og tungumálsins erum við að framleiða óvirka borgara sem í ólæsi sínu standa máttlausir gagnvart upplýsingaflæði nútímans. Á tímum sítengingar streyma upplýsingar að okkur úr öllum áttum og setjast að án okkar vitundar. Leiðandi tildrög þess að fólk greini ekki á milli frétta og falsfrétta og aðhyllist samsæriskenningar er lágt menntastig - og því ólæsari sem samfélög verða á sannleiksgildi upplýsinga því hraðar afkynjast lýðræðisríki í varhugaverðara stjórnarfar. Ég veit ekki hvort vegur þyngra - útrunnin námsskrá, skjáfíkn foreldra og tilheyrandi skjáfíkn barna, eða sú óskiljanlega ákvörðun skólastjórnenda að leyfa síma í skólum. Þegar kemur að einbeitingu hafa ungmenni ekki roð við tæknirisunum sem bera hag af því að halda athygli þeirra fanginni í hinum stafræna veruleika. Hvar finnur maður eirð í einbeitingu þegar öll manns athygli er bundin því að bregðast við áreiti? Hvernig heyrir maður í eigin hugsunum þegar veröldin er orðin að einni samfelldri auglýsingu sem maður getur ekki spólað yfir? Ríkjandi stefna í menntamálum stefnir okkur í andhverfu þeirra gilda sem menntamálin kenna sig við. Í stað þess að halda áfram á siðmenningarlegri framfarabraut siglum við inn í óupplýsinguna sem framtíðin átti aldrei að verða, en eins og vitrir menn hafa áður sagt er sagan ekki línulegt ferli - heldur gengur hún í hringi. Höfundur er listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Mist Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir tíu ára skólaskyldu skilur helmingur drengja og þriðjungur stúlkna ekki einfaldan upplýsingatexta. Þessi skortur á grunnlesskilningi sem hefur farið vaxandi undanfarna áratugi þýðir ekki einungis að færri öðlist undirbúning til frekara náms - heldur erum við að horfa upp á framtíðarkynslóðir sem geta hvorki lesið fréttir, skilið stjórnarskrána né fylgst með þjóðfélagsumræðunni - hvað þá tekið þátt í henni. Sjálfstæð hugsun krefst orðaforða og hugtakaskilnings sem gerir manni kleift að gagnrýna hlutina; að innbyrða upplýsingar án þess að gleypa þær sem heilagan sannleik. Án slíkrar greindar er samansafn einstaklinga ekki samfélag heldur heilalaus hjörð. Með því að brúa ekki bilið milli ungmenna og tungumálsins erum við að framleiða óvirka borgara sem í ólæsi sínu standa máttlausir gagnvart upplýsingaflæði nútímans. Á tímum sítengingar streyma upplýsingar að okkur úr öllum áttum og setjast að án okkar vitundar. Leiðandi tildrög þess að fólk greini ekki á milli frétta og falsfrétta og aðhyllist samsæriskenningar er lágt menntastig - og því ólæsari sem samfélög verða á sannleiksgildi upplýsinga því hraðar afkynjast lýðræðisríki í varhugaverðara stjórnarfar. Ég veit ekki hvort vegur þyngra - útrunnin námsskrá, skjáfíkn foreldra og tilheyrandi skjáfíkn barna, eða sú óskiljanlega ákvörðun skólastjórnenda að leyfa síma í skólum. Þegar kemur að einbeitingu hafa ungmenni ekki roð við tæknirisunum sem bera hag af því að halda athygli þeirra fanginni í hinum stafræna veruleika. Hvar finnur maður eirð í einbeitingu þegar öll manns athygli er bundin því að bregðast við áreiti? Hvernig heyrir maður í eigin hugsunum þegar veröldin er orðin að einni samfelldri auglýsingu sem maður getur ekki spólað yfir? Ríkjandi stefna í menntamálum stefnir okkur í andhverfu þeirra gilda sem menntamálin kenna sig við. Í stað þess að halda áfram á siðmenningarlegri framfarabraut siglum við inn í óupplýsinguna sem framtíðin átti aldrei að verða, en eins og vitrir menn hafa áður sagt er sagan ekki línulegt ferli - heldur gengur hún í hringi. Höfundur er listmálari.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun