Fjölskyldan í öndvegi í Ölfusi Elliði Vignisson skrifar 8. júlí 2024 11:01 Börnin eru grunnur samfélagsins og á okkur öllum hvílir sú skylda að vernda þau og styðja. Á tímum mikillar íbúafjölgunar skiptir það sköpum að setja þarfir barna í forgrunn. Það fylgja því vissulega margar áskoranir þegar íbúum fjölgar um 6% til 9% á ári eins og nú er og mikilvægt að allir innviðir byggist upp í takt við íbúaþróun. Við í Ölfusi leggjum áherslu á að umgjörð utan um barnafjölskyldur sé til fyrirmyndar og farsæl. Við erum að stíga farsældarskrefin og leggjum áherslu á að fjölskyldufólki líði vel. Heimgreiðslur Íbúum í Sveitarfélaginu Ölfus er boðið uppá foreldragreiðslur/heimgreiðslur sem er ætlað að auka frelsi foreldra þegar kemur að umönnun barna eftir fæðingarorlofi sleppir. Með heimgreiðslum gefst foreldrum aukið færi á að vera lengur heima með barni sínu. Foreldrum er heimilt að nýta sér heimgreiðslur allan þann tíma sem þeir kjósa að hafa börnin sín heima. Í ár eru hámarksgreiðsla kr 100.000 fyrir hvert barn. Dagforeldrar Þjónusta dagforeldra í Ölfusi er verulega styrkt. Þannig er reynt að stuðla að því að framlag vegna dvalar barna hjá dagforeldrum sem með þeim hætti að foreldrar greiði svipað gjald til dagforeldra og leikskólagjaldið er. Að auki fá dagforeldrar fjölþættan stuðning við að hefja rekstur. Má þar nefna 300.000 króna stofnstyrk, aðstoð við að setja upp öryggishnappa, aðstoð við að finna heppilegt húsnæði og fl. Leikskólaþjónusta í dreifbýlinu Sveitarfélagið Ölfus á eignarhluta í leikskólunum Óskaland og Undraland í Hveragerði og tekur þannig fullan þátt í rekstri þeirra. Á þann veg hefur verið byggð upp myndarleg þjónusta við börn í dreifbýlinu og barnafjölskyldur. Verið er að stækka leikskólann Óskaland sem mun enn auka þjónustu við börn í dreifbýlinu. Engir biðlistar í Þorlákshöfn Í Ölfusi eru góðir skólar og fyrirmyndar íþróttastarf sem myndar umgjörð utan um fjölskylduna. Leikskólinn Bergheimar hefur verið að taka inn í skólann börn frá 18 mánaða aldri. Nýr og glæsilegur kjarni opnaði við leikskólann í byrjun mars og eru börn í leikskólanum nú um 135. Í dag eru ekki biðlistar eftir leikskólaplássi í Þorlákshöfn. Verið að byggja nýjan leikskóla Þrátt fyrir góða stöðu í leikskólamálum er ljóst að starfsemin er að verða komin að þolmörkum hvað varðar rými enda fjölgar börnum hratt, sem öðrum íbúum. Til að tryggja áfram góða stöðu til framtíðar er nú verið að byggja nýjan glæsilegan leikskóla í Vesturbyggð í Þorlákshöfn sem mun hefja þjónustu við börn haustið 2025a. Áætlað er að með tilkomu hins nýja leikskóla verði allt að 80 ný leikskólarými í Þorlákshöfn. Þótt að í dag sé ekki biðlisti eftir plássum er mikilvægt að líta fram á veginn. Þannig er hinum nýja leikskóla ekki hvað síst ætlað að mæta þörfum vegna vaxandi byggðar og aukinnar þjónustu. Frístundastyrkir Sveitarfélagið Ölfus hefur það sem eitt af meginmarkmiðum sýnum að tryggja börnum og ungmennum á aldrinum 0 – 18 ára aðgengi að uppbyggilegu frístundastarfi. Það er bæði gert með því að hafa fjölbreytt úrval af íþróttum og hvers konar tómstundastarfi og með því að auðvelda forráðamönnum að standa straum af þeim kostnaði sem hlýst af þátttökunni. Í ár nemur þessi styrkur 52.000 krónum. Öflugt teymi sérfræðinga Skóla og velferðarþjónusta Ölfuss sinnir margþættum verkefnum með það að leiðarljósi að mæta fjölbreyttum þörfum barna, forsjáraðila og starfsfólks skóla og frístundar. Áhersla er lögð á þverfaglegt og gott samstarf bæði við börn og forsjáraðila auk þeirra fagaðila sem koma að þjónustunni. Á sviðinu starfar teymi sérhæfðra aðila svo sem félagsráðgjafar, talmeinafræðingar, sálfræðingar, sérkennarar og fl. Þetta teymi leggur áherslu á að veita öfluga, samþætta og þverfaglega þjónustu til að tryggja farsæld allra barna og hamingju íbúa í Sveitarfélaginu Ölfusi. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Ölfus Börn og uppeldi Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Börnin eru grunnur samfélagsins og á okkur öllum hvílir sú skylda að vernda þau og styðja. Á tímum mikillar íbúafjölgunar skiptir það sköpum að setja þarfir barna í forgrunn. Það fylgja því vissulega margar áskoranir þegar íbúum fjölgar um 6% til 9% á ári eins og nú er og mikilvægt að allir innviðir byggist upp í takt við íbúaþróun. Við í Ölfusi leggjum áherslu á að umgjörð utan um barnafjölskyldur sé til fyrirmyndar og farsæl. Við erum að stíga farsældarskrefin og leggjum áherslu á að fjölskyldufólki líði vel. Heimgreiðslur Íbúum í Sveitarfélaginu Ölfus er boðið uppá foreldragreiðslur/heimgreiðslur sem er ætlað að auka frelsi foreldra þegar kemur að umönnun barna eftir fæðingarorlofi sleppir. Með heimgreiðslum gefst foreldrum aukið færi á að vera lengur heima með barni sínu. Foreldrum er heimilt að nýta sér heimgreiðslur allan þann tíma sem þeir kjósa að hafa börnin sín heima. Í ár eru hámarksgreiðsla kr 100.000 fyrir hvert barn. Dagforeldrar Þjónusta dagforeldra í Ölfusi er verulega styrkt. Þannig er reynt að stuðla að því að framlag vegna dvalar barna hjá dagforeldrum sem með þeim hætti að foreldrar greiði svipað gjald til dagforeldra og leikskólagjaldið er. Að auki fá dagforeldrar fjölþættan stuðning við að hefja rekstur. Má þar nefna 300.000 króna stofnstyrk, aðstoð við að setja upp öryggishnappa, aðstoð við að finna heppilegt húsnæði og fl. Leikskólaþjónusta í dreifbýlinu Sveitarfélagið Ölfus á eignarhluta í leikskólunum Óskaland og Undraland í Hveragerði og tekur þannig fullan þátt í rekstri þeirra. Á þann veg hefur verið byggð upp myndarleg þjónusta við börn í dreifbýlinu og barnafjölskyldur. Verið er að stækka leikskólann Óskaland sem mun enn auka þjónustu við börn í dreifbýlinu. Engir biðlistar í Þorlákshöfn Í Ölfusi eru góðir skólar og fyrirmyndar íþróttastarf sem myndar umgjörð utan um fjölskylduna. Leikskólinn Bergheimar hefur verið að taka inn í skólann börn frá 18 mánaða aldri. Nýr og glæsilegur kjarni opnaði við leikskólann í byrjun mars og eru börn í leikskólanum nú um 135. Í dag eru ekki biðlistar eftir leikskólaplássi í Þorlákshöfn. Verið að byggja nýjan leikskóla Þrátt fyrir góða stöðu í leikskólamálum er ljóst að starfsemin er að verða komin að þolmörkum hvað varðar rými enda fjölgar börnum hratt, sem öðrum íbúum. Til að tryggja áfram góða stöðu til framtíðar er nú verið að byggja nýjan glæsilegan leikskóla í Vesturbyggð í Þorlákshöfn sem mun hefja þjónustu við börn haustið 2025a. Áætlað er að með tilkomu hins nýja leikskóla verði allt að 80 ný leikskólarými í Þorlákshöfn. Þótt að í dag sé ekki biðlisti eftir plássum er mikilvægt að líta fram á veginn. Þannig er hinum nýja leikskóla ekki hvað síst ætlað að mæta þörfum vegna vaxandi byggðar og aukinnar þjónustu. Frístundastyrkir Sveitarfélagið Ölfus hefur það sem eitt af meginmarkmiðum sýnum að tryggja börnum og ungmennum á aldrinum 0 – 18 ára aðgengi að uppbyggilegu frístundastarfi. Það er bæði gert með því að hafa fjölbreytt úrval af íþróttum og hvers konar tómstundastarfi og með því að auðvelda forráðamönnum að standa straum af þeim kostnaði sem hlýst af þátttökunni. Í ár nemur þessi styrkur 52.000 krónum. Öflugt teymi sérfræðinga Skóla og velferðarþjónusta Ölfuss sinnir margþættum verkefnum með það að leiðarljósi að mæta fjölbreyttum þörfum barna, forsjáraðila og starfsfólks skóla og frístundar. Áhersla er lögð á þverfaglegt og gott samstarf bæði við börn og forsjáraðila auk þeirra fagaðila sem koma að þjónustunni. Á sviðinu starfar teymi sérhæfðra aðila svo sem félagsráðgjafar, talmeinafræðingar, sálfræðingar, sérkennarar og fl. Þetta teymi leggur áherslu á að veita öfluga, samþætta og þverfaglega þjónustu til að tryggja farsæld allra barna og hamingju íbúa í Sveitarfélaginu Ölfusi. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun