Boeing samþykkir að játa sök og greiða 34 milljarða sekt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júlí 2024 09:25 Forstjóri Boeing mætti fyrir þingnefnd í júní, þar sem fjöldi ættingja látnu var viðstaddur. Sagðist hann vilja axla ábyrgð vegna slysanna en mörgum þykir það meira í orði en á borði. Getty/Andrew Harnik Stjórnendur Boeing hafa samþykkt að játa sök og greiða 243 milljónir dala, jafnvirði tæpra 34 milljarða króna, í sekt vegna brota fyrirtækisins á samkomulagi við yfirvöld. Málið má rekja til tveggja flugslysa sem áttu sér stað 2018 og 2019, þar sem 737 Max vélar fyrirtækisins brotlentu. Alls létust 346 í slysunum tveimur, sem urðu til þess að vélar af umræddri tegund voru kyrrsettar um allan heim. Boeing var ákært í kjölfarið, árið 2021, og sakað um að hafa villt um fyrir eftirlitsaðilum varðandi MCAS flugstjórnarkerfið, sem kom við sögu í báðum slysunum. Stjórnvöld samþykktu hins vegar að láta málið niður falla ef fyrirtækið greiddi sekt og gengist undir þriggja ára aukið eftirlit. Í janúar síðastliðinum kom hins vegar upp enn eitt atvikið tengt vélum félagsins þegar hurðarloka losnaði af Boeing-vél í eigu Alaska Airlines skömmu eftir flugtak. Atvikið þótti benda til þess að enn væri pottur brotinn í ferlum flugvélaframleiðandans og að eftirliti með öryggi og gæðum væri enn ábótavant. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna komst þannig að þeirri niðurstöðu á vormánuðum að Boeing hefði brotið gegn upprunalega samkomulaginu, sem opnaði á mögulegt sakamál. Ættingjar þeirra sem létust í slysunum tveimur árin 2018 og 2019 hafa gagnrýnt sáttina og krefjast þess að höfðað verði refsimál á hendur stjórnendum Boeing, fyrir þátt þeirra í dauðsföllunum 346. Lögmaður fólksins hafði áður hvatt stjórnvöld til þess að sekta fyrirtækið um 24 milljarða dala. Játningin mun hafa þau áhrif að fyrirtækið fer á sakaskrá, sem gæti tæknilega séð haft alvarlegar afleiðingar í för með sér þar sem slík fyrirtæki eiga ekki möguleika á því að bjóða í verk á vegum hins opinbera. Hið opinbera getur hins vegar veitt undanþágur frá þessu. Umfjöllun BBC. Boeing Fréttir af flugi Samgöngur Samgönguslys Bandaríkin Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Málið má rekja til tveggja flugslysa sem áttu sér stað 2018 og 2019, þar sem 737 Max vélar fyrirtækisins brotlentu. Alls létust 346 í slysunum tveimur, sem urðu til þess að vélar af umræddri tegund voru kyrrsettar um allan heim. Boeing var ákært í kjölfarið, árið 2021, og sakað um að hafa villt um fyrir eftirlitsaðilum varðandi MCAS flugstjórnarkerfið, sem kom við sögu í báðum slysunum. Stjórnvöld samþykktu hins vegar að láta málið niður falla ef fyrirtækið greiddi sekt og gengist undir þriggja ára aukið eftirlit. Í janúar síðastliðinum kom hins vegar upp enn eitt atvikið tengt vélum félagsins þegar hurðarloka losnaði af Boeing-vél í eigu Alaska Airlines skömmu eftir flugtak. Atvikið þótti benda til þess að enn væri pottur brotinn í ferlum flugvélaframleiðandans og að eftirliti með öryggi og gæðum væri enn ábótavant. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna komst þannig að þeirri niðurstöðu á vormánuðum að Boeing hefði brotið gegn upprunalega samkomulaginu, sem opnaði á mögulegt sakamál. Ættingjar þeirra sem létust í slysunum tveimur árin 2018 og 2019 hafa gagnrýnt sáttina og krefjast þess að höfðað verði refsimál á hendur stjórnendum Boeing, fyrir þátt þeirra í dauðsföllunum 346. Lögmaður fólksins hafði áður hvatt stjórnvöld til þess að sekta fyrirtækið um 24 milljarða dala. Játningin mun hafa þau áhrif að fyrirtækið fer á sakaskrá, sem gæti tæknilega séð haft alvarlegar afleiðingar í för með sér þar sem slík fyrirtæki eiga ekki möguleika á því að bjóða í verk á vegum hins opinbera. Hið opinbera getur hins vegar veitt undanþágur frá þessu. Umfjöllun BBC.
Boeing Fréttir af flugi Samgöngur Samgönguslys Bandaríkin Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira