Hart er sótt að Hamarsdal Stefán Skafti Steinólfsson skrifar 8. júlí 2024 09:30 Góðir lesendur það hefur verið áhugavert að fylgjast með umsagnarferli í samráðsgátt stjórnvalda, er varðar afgreiðslu verkefnastjórnar 5 áfanga rammaáætlunar á fyrirhuguðum virkjanaáformum í Hamarsdal í fyrrum Djúpavogshreppi. Þar leggur verkefnastjórn til að svæðið fari í verndarflokk þar sem það á sannarlega heima. Í umsögnum kristallast það að náttúruvernd á Íslandi er í skötulíki. Sveitarstjórnir í Múlaþingi,Fjarðarbyggð og jafnvel Hafnar í Hornafirði leggjast gegn vernd dalsins þó rök verkefnastjórnar rammaáætlunar séu mjög sterk. Það eru vonbrigði að sjá hve náttúruvernd vigtar lítið innan stjórnsýslunnar . Mörgum finnst skorta á hugsun um náttúruvernd,enda eru náttúruverndarnefndir faldar innan skipulagsnefnda og alltof sjaldan minnst á náttúruvernd eða friðlýsingar. Náttúruvernd hvorki fugl né fiskur í stjórnsýslunni. Þó er einn stærsti vaxtarbroddur austurlands ferðaþjónusta. Það er sannað með könnunum að ferðamenn sækjast eftir að skoða lítt snortna náttúru. Sjálfboðaliðasamtök sem bera hag náttúru landsins mega sín lítils gegn fjársterkum aðilum Svo virðist sem erlend fyrirtæki hafi beinan aðgang að sveitarstjórnum í nafni orkuskifta með fulltingi íslenskra undanfara. Síðan koma hersingar af verkfræði og lögfræðistofum sem keyptar eru til að skrifa þverhandarþykkar skýrslur um ágæti verkefnanna,að bjarga heimamönnum Loftslagsvandinn er orðinn að risastóru beitarhólfi þar sem erfitt er skilja kjarnann frá hisminu. Bæði Arctic Hydro og CIP/Fjarðaorka leggja allt í sölurnar til að krækja í Hamarsdal. Mikil er hugulsemi þessara erlendu fyrirtækja að þeir hika ekki við að eyðileggja fallegan dal í nafni orkuskifta. Orkuskifti fyrir hverja ? Í útvarpsfréttum fyrir skemmstu mátti heyra formann bæjarráðs Fjarðabyggðar lýsa vonbrigðum með afgreiðslu verkefnastjórnar sem er þó vel rökstudd. Eftir stórkostlegt inngrip Kárahnjúkavirkjunar og þau sár sem aldrei gróa,var náttúru austurlands heitið griðum. Hverjar eru efndirnar ? Hversvegna beita sveitarstjórnir og forsvarsmenn Fjarðaorku sér ekki að glatvarmanum í túnfætinum í stað þess að ráðast að fögrum dal í nágrannasveitarfélagi. Vill meirihlutinn í Fjarðarbyggð og Múlaþingi gína yfir Sviðinhornahrauni líka ? Hvenær liggur fyrir að fanga glatvarmann frá álveri Alcoa og fiskimjölsverksmiðjum svæðisins ? Hversvegna kaupa fiskimjölsverksmiðjurnar skerðanlega orku ? Að mörgu er að hyggja og hví skyldi náttúran ekki njóta vafans ? Á austurlandi er raforkuframleiðsla með því mesta sem þekkist,um 135 MW st/íbúa. Ekkert réttlætir það að ryðjast inn á ný svæði til frekari raforkuframleiðslu. Tengingar Kárahnúkavirkjunar við deifikerfið er mun árangursríkara atriði fyrir íbúa svæðisins. Sé skortur á rafmagni er það minni skaði að keyra díselrafstöðvar á álagspunktum heldur en að valda landsspjöllum. Grænþvottur má ekki valda óafturkræfum skemmdum á landi. Hvorki er mikið atvinnuleysi né skortur á öflugu atvinnulífi í fjórðungnum. Frekar snúa vandamálin að því að manna þau fyrirtæki sem eru til staðar. Mikilvægast er að dreifa raforkunni af skynsemi og ljúka þrífösun landsbyggðar strax. Rarik á heiður skilinn við lagningu jarðstrengja og þrífösun landsins en það er fjárskorti að kenna um að lagning jarðstrengja er gloppótt og alltof seinvirk. Pólitisk ákvörðun. Það rímar við fjársvelti innviða í vegagerð og heilbrigðiskerfi. Allir landsmenn ættu að sitja við sama borð með þriggja fasa rafmagn og jöfnun kostnaðar til húshitunar. Fyrr geta engin orkuskifti hafist,svo ekki sé minnst á að tryggja heimilum landsins forgang á rafmagni á lágu verði.Ég skora á kjörna fulltrúa að vera tryggir sinni fósturjörð og gleypa ekki fagurgala stórfyrirtækja í blindni. Óbyggð víðerni njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum. Fyrirhuguð virkjun myndi raska votlendi,stöðuvötnum og tjörnum samkvæmt 61. grein náttúruverndarlaga. Sviðinhornahraun er einstakt víðerni sem ber að vernda. Ísland býr yfir fágætum víðernum í Evrópu. Að eyðileggja ósnortna náttúru,fossaraðir og gróður ásamt því að reisa 50 metra háar stiflur er umhverfishryðjuverk í fallegum dal. Verkefnisstjórn 5 áfanga rammaáætlunar ber að þakka góð og fagleg vinnubrögð að vísa svæðinu í verndarflokk. Áratuga umsátri um Hamarsdal er tímabært að ljúka með friðlýsingu fyrir virkjanaáformum á komandi misserum. Höfundur er félagi í Náttaust og ættaður úr Hamardal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Fjarðabyggð Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Góðir lesendur það hefur verið áhugavert að fylgjast með umsagnarferli í samráðsgátt stjórnvalda, er varðar afgreiðslu verkefnastjórnar 5 áfanga rammaáætlunar á fyrirhuguðum virkjanaáformum í Hamarsdal í fyrrum Djúpavogshreppi. Þar leggur verkefnastjórn til að svæðið fari í verndarflokk þar sem það á sannarlega heima. Í umsögnum kristallast það að náttúruvernd á Íslandi er í skötulíki. Sveitarstjórnir í Múlaþingi,Fjarðarbyggð og jafnvel Hafnar í Hornafirði leggjast gegn vernd dalsins þó rök verkefnastjórnar rammaáætlunar séu mjög sterk. Það eru vonbrigði að sjá hve náttúruvernd vigtar lítið innan stjórnsýslunnar . Mörgum finnst skorta á hugsun um náttúruvernd,enda eru náttúruverndarnefndir faldar innan skipulagsnefnda og alltof sjaldan minnst á náttúruvernd eða friðlýsingar. Náttúruvernd hvorki fugl né fiskur í stjórnsýslunni. Þó er einn stærsti vaxtarbroddur austurlands ferðaþjónusta. Það er sannað með könnunum að ferðamenn sækjast eftir að skoða lítt snortna náttúru. Sjálfboðaliðasamtök sem bera hag náttúru landsins mega sín lítils gegn fjársterkum aðilum Svo virðist sem erlend fyrirtæki hafi beinan aðgang að sveitarstjórnum í nafni orkuskifta með fulltingi íslenskra undanfara. Síðan koma hersingar af verkfræði og lögfræðistofum sem keyptar eru til að skrifa þverhandarþykkar skýrslur um ágæti verkefnanna,að bjarga heimamönnum Loftslagsvandinn er orðinn að risastóru beitarhólfi þar sem erfitt er skilja kjarnann frá hisminu. Bæði Arctic Hydro og CIP/Fjarðaorka leggja allt í sölurnar til að krækja í Hamarsdal. Mikil er hugulsemi þessara erlendu fyrirtækja að þeir hika ekki við að eyðileggja fallegan dal í nafni orkuskifta. Orkuskifti fyrir hverja ? Í útvarpsfréttum fyrir skemmstu mátti heyra formann bæjarráðs Fjarðabyggðar lýsa vonbrigðum með afgreiðslu verkefnastjórnar sem er þó vel rökstudd. Eftir stórkostlegt inngrip Kárahnjúkavirkjunar og þau sár sem aldrei gróa,var náttúru austurlands heitið griðum. Hverjar eru efndirnar ? Hversvegna beita sveitarstjórnir og forsvarsmenn Fjarðaorku sér ekki að glatvarmanum í túnfætinum í stað þess að ráðast að fögrum dal í nágrannasveitarfélagi. Vill meirihlutinn í Fjarðarbyggð og Múlaþingi gína yfir Sviðinhornahrauni líka ? Hvenær liggur fyrir að fanga glatvarmann frá álveri Alcoa og fiskimjölsverksmiðjum svæðisins ? Hversvegna kaupa fiskimjölsverksmiðjurnar skerðanlega orku ? Að mörgu er að hyggja og hví skyldi náttúran ekki njóta vafans ? Á austurlandi er raforkuframleiðsla með því mesta sem þekkist,um 135 MW st/íbúa. Ekkert réttlætir það að ryðjast inn á ný svæði til frekari raforkuframleiðslu. Tengingar Kárahnúkavirkjunar við deifikerfið er mun árangursríkara atriði fyrir íbúa svæðisins. Sé skortur á rafmagni er það minni skaði að keyra díselrafstöðvar á álagspunktum heldur en að valda landsspjöllum. Grænþvottur má ekki valda óafturkræfum skemmdum á landi. Hvorki er mikið atvinnuleysi né skortur á öflugu atvinnulífi í fjórðungnum. Frekar snúa vandamálin að því að manna þau fyrirtæki sem eru til staðar. Mikilvægast er að dreifa raforkunni af skynsemi og ljúka þrífösun landsbyggðar strax. Rarik á heiður skilinn við lagningu jarðstrengja og þrífösun landsins en það er fjárskorti að kenna um að lagning jarðstrengja er gloppótt og alltof seinvirk. Pólitisk ákvörðun. Það rímar við fjársvelti innviða í vegagerð og heilbrigðiskerfi. Allir landsmenn ættu að sitja við sama borð með þriggja fasa rafmagn og jöfnun kostnaðar til húshitunar. Fyrr geta engin orkuskifti hafist,svo ekki sé minnst á að tryggja heimilum landsins forgang á rafmagni á lágu verði.Ég skora á kjörna fulltrúa að vera tryggir sinni fósturjörð og gleypa ekki fagurgala stórfyrirtækja í blindni. Óbyggð víðerni njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum. Fyrirhuguð virkjun myndi raska votlendi,stöðuvötnum og tjörnum samkvæmt 61. grein náttúruverndarlaga. Sviðinhornahraun er einstakt víðerni sem ber að vernda. Ísland býr yfir fágætum víðernum í Evrópu. Að eyðileggja ósnortna náttúru,fossaraðir og gróður ásamt því að reisa 50 metra háar stiflur er umhverfishryðjuverk í fallegum dal. Verkefnisstjórn 5 áfanga rammaáætlunar ber að þakka góð og fagleg vinnubrögð að vísa svæðinu í verndarflokk. Áratuga umsátri um Hamarsdal er tímabært að ljúka með friðlýsingu fyrir virkjanaáformum á komandi misserum. Höfundur er félagi í Náttaust og ættaður úr Hamardal.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar