Kvöldstund á öldrunarspítalanum Sigrún Þorgrímsdóttir skrifar 23. júní 2024 13:30 Það er að koma kvöldmatur. Gamla fólkið hugsar sér til hreyfings, flestir þurfa a.m.k. að styðjast við göngugrind, en sumir þurfa að auki aðstoð starfsfólks. Upp úr klukkan fimm fer fólk að koma sér fyrir við borðin, því maturinn er serveraður ekki seinna en hálf sex og yfirleitt reynt að drífa hann af á næsta hálftímanum. Um leið og gamalmennið er sest kemur starfsmaður og hengir orðalaust einnota smekk um hálsinn. Það er kannski korter í matinn, kannski hvorki vill viðkomandi smekk né þarfnast hans, en það er ekki til umræðu enda starfsmaðurinn oftast lítt fær um að mæla á eða skilja tungu gamlingjanna. Ekki er líklegt að starfsmaðurinn hafi heldur fengið neina fræðslu um persónumiðaða þjónustu, enda kemur hann oft frá löndum þar sem fjölskyldan sér um gamla fólkið sitt og öldrunarþjónusta að hætti Íslendinga er því framandi. – Í Suðaustur Asíu, en þangað kemur stærstur hluti starfsmannanna, er það hrein skömm að þurfa að búa á hjúkrunarheimili, og jafnvel á sjúkrahúsi er langlíklegast að fjölskyldan sjái um umönnun fyrir viðkomandi. Einungis fátækir einstæðingar þurfa opinbera þjónustu í ellinni. "Jæja, þá erum við komin á leikskólann" segir ein öldruð kona og brosir, tilbúin að leiða auðmýkinguna hjá sér. Henni væri alveg óhætt að halda langa ræðu um málið, því starfsfólkið myndi ekki skilja hana. Íslenskukunnátta þeirra – flestra – nær varla yfir að skilja einföld skilaboð, þau misskiljast iðulega. - Hér að ofan lýsi ég dæmigerðum kvöldmatartíma á svokallaðri endurhæfingardeild fyrir aldraða. Það ríkir virðingarröð í heilbrigðiskerfinu okkar og hún er í framkvæmd mjög skýr, þótt hún finnist ekki í opinberum skjölum. Mikilvægt ákvæði óopinberu virðingarraðarinnar gæti litið svona út á pappír: Ef starfsemin er sérstaklega ætluð öldruðum þarf ekki mikið af fagfólki. – Þetta ákvæði hefur ætíð gilt, en á seinni árum hefur bæst við: Fólkið þarf ekki að tala né skilja íslensku. Já, ég veit, það er hægt að finna ákvæði á pappírum sem kveða á um hið gagnstæða, en það skiptir jú engu máli andspænis raunveruleikanum. Inni í mengi öldrunar-heilbrigðisþjónustu er einnig ákveðin virðingarröð. Deildir eins og sú sem hér var verið að segja frá er þar í efstu röð. Hjúkrunarheimilin eru þar neðst. En þau hafa samt ýmislegt til síns ágætis, sem ekki er endilega að heilsa á spítalanum. Þannig eru flestir núorðið með sitt eigið herbergi, og oft eigið baðherbergi einnig. Á deildinni sem hér er lýst eru tvíbýli og meira að segja eitt þríbýli – þar er svo þröngt að ekki er hægt að loka dyrunum. Það er erfitt að koma í heimsókn þar sem svona háttar til. – Einkalíf er minna en ekkert. Sem dæmi um samskiptavandann má nefna að á þrem vikum hafði ekki tekist að meta hvort sjúklingur einn væri fær um að tyggja kjöt. Því fékk hann samviskusamlega gráleitt hakk á diskinn sinn þegar aðrir borðuðu steikur. Þó þykir viðkomandi fátt betra en steikur. - Viðleitni til að fá fæðinu breytt bar ekki árangur fyrr en eftir mikið röfl í rúma tíu daga. Samskipti við starfsfólk vegna hagsmuna sjúklings – margir veikir aldraðir eru illa færir um að tala sjálfir máli sínu – eru eðlilega erfið. Jafnvel þótt enska sé notuð virðist leiðin í gegn óörugg. Aðstandendur upplifa mikið óöryggi þegar tungumálaörðugleikar – og menningarmismunur – er kominn á þetta stig. Það get ég vitnað um af eigin reynslu, reynslu sem ég hefði gjarnan viljað vera án. Um ástand „endurhæfingar“ á deild sem ekki einu sinni ræður við að meta getu sjúklinganna til að matast ætla ég sem fæst að segja. „Geymsla“ virðist þó nærtækara hugtak ef dæma skal af því sem ég hef orðið vitni að. Enda hefur dvölin skilað sér í afturför í því tilviki sem ég þekki og ég efast ekki um það að svo sé um fleiri, einkum þá sem hrumastir eru og mesta þörf hafa fyrir hvatningu og aðstoð til að geta tekið framförum. Ég lærði það á sínum tíma að hjúkrun væri samskiptafag að verulegu leyti. Virk hlustun, fræðsla og fleira slíkt sem útheimtir samskipti á tungumáli sem starfsmaður og sjúklingur tala og skilja eru þar nauðsynleg tæki. Það liggur raunar í augum uppi og ætti ekki að þurfa að taka fram. En greinilega skiptir það ekki máli þegar í hlut eiga aldraðir hér í landinu. Mér þykir leiðinlegt að vera að skrifa þetta. Mér þykir vænt um íslenska öldrunarþjónustu og um þær stofnanir sem ég þekki og reyna að sinna henni, iðulega af miklum vanefnum. En nú get ég ekki orða bundist. Ekki er þetta heldur skrifað í því skyni að ráðast að þjónustunni. Miklu fremur er hér reynt að koma henni til varnar. Því ef enginn segir frá upphátt og opinberlega hvar við erum á vegi stödd, hvað verður þá? Aðgerða er þörf. Ég skora á heilbrigðisyfirvöld, á Landspítala, á fagfélög sem í hlut eiga og þá fyrst og fremst mitt eigið félag, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga að taka höndum saman og ráðast í úrbætur. Þetta ástand er daglegt og stórfellt mannréttindabrot á gömlu veiku fólki sem ekki getur sjálft borið hönd fyrir höfuð sér. Höfundur er sérfræðingur í öldrunarhjúkrun og auk þess aldraður Íslendingur. Og aðstandandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Landspítalinn Heilbrigðismál Mannréttindi Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi …… Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það er að koma kvöldmatur. Gamla fólkið hugsar sér til hreyfings, flestir þurfa a.m.k. að styðjast við göngugrind, en sumir þurfa að auki aðstoð starfsfólks. Upp úr klukkan fimm fer fólk að koma sér fyrir við borðin, því maturinn er serveraður ekki seinna en hálf sex og yfirleitt reynt að drífa hann af á næsta hálftímanum. Um leið og gamalmennið er sest kemur starfsmaður og hengir orðalaust einnota smekk um hálsinn. Það er kannski korter í matinn, kannski hvorki vill viðkomandi smekk né þarfnast hans, en það er ekki til umræðu enda starfsmaðurinn oftast lítt fær um að mæla á eða skilja tungu gamlingjanna. Ekki er líklegt að starfsmaðurinn hafi heldur fengið neina fræðslu um persónumiðaða þjónustu, enda kemur hann oft frá löndum þar sem fjölskyldan sér um gamla fólkið sitt og öldrunarþjónusta að hætti Íslendinga er því framandi. – Í Suðaustur Asíu, en þangað kemur stærstur hluti starfsmannanna, er það hrein skömm að þurfa að búa á hjúkrunarheimili, og jafnvel á sjúkrahúsi er langlíklegast að fjölskyldan sjái um umönnun fyrir viðkomandi. Einungis fátækir einstæðingar þurfa opinbera þjónustu í ellinni. "Jæja, þá erum við komin á leikskólann" segir ein öldruð kona og brosir, tilbúin að leiða auðmýkinguna hjá sér. Henni væri alveg óhætt að halda langa ræðu um málið, því starfsfólkið myndi ekki skilja hana. Íslenskukunnátta þeirra – flestra – nær varla yfir að skilja einföld skilaboð, þau misskiljast iðulega. - Hér að ofan lýsi ég dæmigerðum kvöldmatartíma á svokallaðri endurhæfingardeild fyrir aldraða. Það ríkir virðingarröð í heilbrigðiskerfinu okkar og hún er í framkvæmd mjög skýr, þótt hún finnist ekki í opinberum skjölum. Mikilvægt ákvæði óopinberu virðingarraðarinnar gæti litið svona út á pappír: Ef starfsemin er sérstaklega ætluð öldruðum þarf ekki mikið af fagfólki. – Þetta ákvæði hefur ætíð gilt, en á seinni árum hefur bæst við: Fólkið þarf ekki að tala né skilja íslensku. Já, ég veit, það er hægt að finna ákvæði á pappírum sem kveða á um hið gagnstæða, en það skiptir jú engu máli andspænis raunveruleikanum. Inni í mengi öldrunar-heilbrigðisþjónustu er einnig ákveðin virðingarröð. Deildir eins og sú sem hér var verið að segja frá er þar í efstu röð. Hjúkrunarheimilin eru þar neðst. En þau hafa samt ýmislegt til síns ágætis, sem ekki er endilega að heilsa á spítalanum. Þannig eru flestir núorðið með sitt eigið herbergi, og oft eigið baðherbergi einnig. Á deildinni sem hér er lýst eru tvíbýli og meira að segja eitt þríbýli – þar er svo þröngt að ekki er hægt að loka dyrunum. Það er erfitt að koma í heimsókn þar sem svona háttar til. – Einkalíf er minna en ekkert. Sem dæmi um samskiptavandann má nefna að á þrem vikum hafði ekki tekist að meta hvort sjúklingur einn væri fær um að tyggja kjöt. Því fékk hann samviskusamlega gráleitt hakk á diskinn sinn þegar aðrir borðuðu steikur. Þó þykir viðkomandi fátt betra en steikur. - Viðleitni til að fá fæðinu breytt bar ekki árangur fyrr en eftir mikið röfl í rúma tíu daga. Samskipti við starfsfólk vegna hagsmuna sjúklings – margir veikir aldraðir eru illa færir um að tala sjálfir máli sínu – eru eðlilega erfið. Jafnvel þótt enska sé notuð virðist leiðin í gegn óörugg. Aðstandendur upplifa mikið óöryggi þegar tungumálaörðugleikar – og menningarmismunur – er kominn á þetta stig. Það get ég vitnað um af eigin reynslu, reynslu sem ég hefði gjarnan viljað vera án. Um ástand „endurhæfingar“ á deild sem ekki einu sinni ræður við að meta getu sjúklinganna til að matast ætla ég sem fæst að segja. „Geymsla“ virðist þó nærtækara hugtak ef dæma skal af því sem ég hef orðið vitni að. Enda hefur dvölin skilað sér í afturför í því tilviki sem ég þekki og ég efast ekki um það að svo sé um fleiri, einkum þá sem hrumastir eru og mesta þörf hafa fyrir hvatningu og aðstoð til að geta tekið framförum. Ég lærði það á sínum tíma að hjúkrun væri samskiptafag að verulegu leyti. Virk hlustun, fræðsla og fleira slíkt sem útheimtir samskipti á tungumáli sem starfsmaður og sjúklingur tala og skilja eru þar nauðsynleg tæki. Það liggur raunar í augum uppi og ætti ekki að þurfa að taka fram. En greinilega skiptir það ekki máli þegar í hlut eiga aldraðir hér í landinu. Mér þykir leiðinlegt að vera að skrifa þetta. Mér þykir vænt um íslenska öldrunarþjónustu og um þær stofnanir sem ég þekki og reyna að sinna henni, iðulega af miklum vanefnum. En nú get ég ekki orða bundist. Ekki er þetta heldur skrifað í því skyni að ráðast að þjónustunni. Miklu fremur er hér reynt að koma henni til varnar. Því ef enginn segir frá upphátt og opinberlega hvar við erum á vegi stödd, hvað verður þá? Aðgerða er þörf. Ég skora á heilbrigðisyfirvöld, á Landspítala, á fagfélög sem í hlut eiga og þá fyrst og fremst mitt eigið félag, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga að taka höndum saman og ráðast í úrbætur. Þetta ástand er daglegt og stórfellt mannréttindabrot á gömlu veiku fólki sem ekki getur sjálft borið hönd fyrir höfuð sér. Höfundur er sérfræðingur í öldrunarhjúkrun og auk þess aldraður Íslendingur. Og aðstandandi.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun