Óvelkomið Evrópumet Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 29. maí 2024 10:30 Ísland hefur tryggt sér nýtt Evrópumet sem við kærum okkur ekki um. Brotthvarf ungra karla úr námi og starfsþjálfun á Íslandi árið 2023 var það mesta í Evrópu. Ísland er í þriðja sæti yfir hæsta hlutfall brotthvarfs bæði kvenna og karla á síðasta ári með 15,8 prósent á eftir Rúmeníu og Tyrklandi. Þetta er neikvæð og grafalvarleg þróun sem við verðum að taka alvarlega. Það er þó mikilvægt að hafa í huga að í flestum ríkjum er meirihluti þeirra sem ekki er í námi atvinnulaus og stór hluti vill ekki vinna. Staðan á Íslandi er allt önnur. Um 80% þeirra sem ekki eru í námi eru nú þegar í vinnu og hin 20% vilja vinna. Það breytir því þó ekki að menntun er mikilvægt efnahagsmál. Það dugar ekki að ræða menntamál aðeins einu sinni á ári í kringum dræman árangur okkar í PISA eða þegar fréttir berast um Evrópumet í brotthvarfi úr námi. Lífsgæði okkar til frambúðar byggjast á því að menntakerfið hér á landi sé framúrskarandi og standist alþjóðlega samkeppni. Þannig byggjum við grunn undir framtíðina. Ungt fólk á Íslandi þarf að standa jafnfætis jafnöldrum sínum erlendis. Ráðuneyti mitt hefur unnið að nýju árangurstengdu fjármögnunarlíkani háskóla þar sem settir eru fram í fyrsta sinn fjárhagslegir hvatar til árangurs þar sem greitt er með nemendum sem ljúka áföngum og útskrifast. Þannig er skólunum byggður hvati til að styðja betur við nemendur í gegnum nám en ekki aðeins til að skrá sig skóla. Þá settum við einnig af stað átaksverkefnið Taktu stökkið. Markmið þess er að fjölga háskólanemum, ekki síst strákum, en rannsóknir sýna að umtalsvert færri útskrifast úr háskólum hér á landi en á öðrum Norðurlöndum. Miklir hagsmunir eru í húfi; fyrir samfélagið, atvinnulífið og ekki síst unga fólkið okkar að hér útskrifist fleiri sérfræðingar í fjölbreytt störf. Taktu stökkið er framhald af átaki sem ráðist var í síðastliðið vor sem bar góðan árangur, en þá fjölgaði t.d. umsóknum karla í Háskóla Íslands um 13% á milli ára. Við verðum að gera betur. Spjótin eiga ekki að beinast að unga fólkinu okkar heldur hvernig við sem berum ábyrgð sem stjórnmálamenn, skólastjórnendur, kennarar og foreldrar getum breytt og bætt menntakerfið svo allir nemendur nái meiri árangri. Brotthvarf er beintengt námsárangri og nær alveg niður í leik- og grunnskóla. Við getum gert betur og náð meiri árangri - það er okkar skylda. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland hefur tryggt sér nýtt Evrópumet sem við kærum okkur ekki um. Brotthvarf ungra karla úr námi og starfsþjálfun á Íslandi árið 2023 var það mesta í Evrópu. Ísland er í þriðja sæti yfir hæsta hlutfall brotthvarfs bæði kvenna og karla á síðasta ári með 15,8 prósent á eftir Rúmeníu og Tyrklandi. Þetta er neikvæð og grafalvarleg þróun sem við verðum að taka alvarlega. Það er þó mikilvægt að hafa í huga að í flestum ríkjum er meirihluti þeirra sem ekki er í námi atvinnulaus og stór hluti vill ekki vinna. Staðan á Íslandi er allt önnur. Um 80% þeirra sem ekki eru í námi eru nú þegar í vinnu og hin 20% vilja vinna. Það breytir því þó ekki að menntun er mikilvægt efnahagsmál. Það dugar ekki að ræða menntamál aðeins einu sinni á ári í kringum dræman árangur okkar í PISA eða þegar fréttir berast um Evrópumet í brotthvarfi úr námi. Lífsgæði okkar til frambúðar byggjast á því að menntakerfið hér á landi sé framúrskarandi og standist alþjóðlega samkeppni. Þannig byggjum við grunn undir framtíðina. Ungt fólk á Íslandi þarf að standa jafnfætis jafnöldrum sínum erlendis. Ráðuneyti mitt hefur unnið að nýju árangurstengdu fjármögnunarlíkani háskóla þar sem settir eru fram í fyrsta sinn fjárhagslegir hvatar til árangurs þar sem greitt er með nemendum sem ljúka áföngum og útskrifast. Þannig er skólunum byggður hvati til að styðja betur við nemendur í gegnum nám en ekki aðeins til að skrá sig skóla. Þá settum við einnig af stað átaksverkefnið Taktu stökkið. Markmið þess er að fjölga háskólanemum, ekki síst strákum, en rannsóknir sýna að umtalsvert færri útskrifast úr háskólum hér á landi en á öðrum Norðurlöndum. Miklir hagsmunir eru í húfi; fyrir samfélagið, atvinnulífið og ekki síst unga fólkið okkar að hér útskrifist fleiri sérfræðingar í fjölbreytt störf. Taktu stökkið er framhald af átaki sem ráðist var í síðastliðið vor sem bar góðan árangur, en þá fjölgaði t.d. umsóknum karla í Háskóla Íslands um 13% á milli ára. Við verðum að gera betur. Spjótin eiga ekki að beinast að unga fólkinu okkar heldur hvernig við sem berum ábyrgð sem stjórnmálamenn, skólastjórnendur, kennarar og foreldrar getum breytt og bætt menntakerfið svo allir nemendur nái meiri árangri. Brotthvarf er beintengt námsárangri og nær alveg niður í leik- og grunnskóla. Við getum gert betur og náð meiri árangri - það er okkar skylda. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun