Síðasti naglinn í líkkistu innanlandsflugs? Eiður Ragnarsson skrifar 23. maí 2024 12:01 Nýverið tilkynnti Isavia hf um nýtt bílastæðakerfi við flugvöll sinn á Egilsstöðum. Ekki er það svo sem í frásögur færandi að rekstraraðili flugvallarinns taki upp nýtt, og að sögn þeirra, betra kerfi en tilgangurinn með þessu kerfi er að „tryggja gestum Egilsstaðaflugvallar bætta þjonustu og betri ferðaupplifun“. Gott og vel, ég er ákaflega hlynntur því að fyrirtæki og stofnanir tryggi viðskiptavinum sínum góða þjónustu, en hver er sú þjónusta sem Isavia hefur fram að þessu veitt sínum viðskiptavinum á Egilsstaðaflugvelli.? Flugstöðvarbyggingin er ágæt, þar er ágætis biðaðstaða og kaffitería sem selur veitingar fyrir þá sem bíða flugs eða eru að koma úr flugi. Bílastæði við flugstöðina eru þó nokkur um 1.100 m2 af malbikuðum stæðum, sem dugir fyrir um 90 bíla. Nokkur hluti af þessum stæðum er upptekinn dag hvern fyrir þær bílaleigur sem þjónusta flugfarþega, sem á slíkri þjónustu þurfa að halda. Síðan eru það „hin“ bílastæðin sem eru liðlega 3.300 m2. Óhefluð malarstæði í misgóðu ástandi án vetrarþjónustu og lýsingar. Þessi stæði rúma um 270 bíla. Fyrir öll þessi stæði, sem rúma um 360 bíla ætlar Isavia ohf að fara rukka eftir gjaldskrá sem gefin var út og auglýst í auglýsingablaði Austfirðinga Dagskránni, frá 1.200.- til 1.750.- kr á dag. Miðað vil lægsta taxta og full stæði ætlar því flugrekstraraðilin að taka til sín um 430.000.- krónur á hverjum degi, alls um 157 milljónir á ári hverju. Auðvitað má segja að þessi útreikningur sé mikil einföldun, t.d. má hrósa Isavia fyrir að ætla að hafa fyrstu 5 klukkustundirnar fríar en þetta eru engur að síður vel mögulegar niðustöður þessarar gjaldtöku. Samkvæmt ársreikningi Isavia 2023 eru innanfélagstekjur Innanlandsflugvalla ehf um 42 milljónir króna og tel ég líklegt, án þess að hafa lúslesið ársreikningin, að tekjur af bílastæðagjöldum leggist við þann lið. Það má því segja að þegar bílastæðagjöld á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði og fleiri stöðum bætast þar inn, sé m verulega aukningu á tekjum að ræða. Til samanburðar, þá eru tekjur Isavia af þjónustusamningi sínum við Innviðaráðaneytið liðlega 2.4 milljarðar króna vegna reksturs innanlandsflugvalla. Einnig keur fram í ársreikningi að: „Engar eignfærslur eru hjá félaginu vegna verkefna tengt viðhaldi né nýframkvæmdum þar sem slíkar framkvæmdir eru ekki eign félagsins heldur ríkisins en félaginu aðeins falið að annast umsýslu þessara framkvæmda.“ Isavia er því að mati umdirritaðs að fara að leggja á gjöld á notkun eign þriðja aðila þ.e á eign ríkissins. En hvaða þjónusta er það sem kallar á þessi gjöld.? Jú það kostar vissulega eitthvað að byggja upp, reka og viðhalda nokkur hundruð bílastæðum, en fram að þessu hefur þjónustan verið slök í meira lagi. Meginþorri umræddra bílastæða er, eins og áður hefur komið fram, léleg malarstæði, án lýsingar og án þjónustu, í rigningartíð er erfitt að komast um þurrum fótum, í þurkatíð eru þau undirlögð ryki og á vetrum þurfa þeir sem stæðin nýta að moka sig sjálfir út. Og nú ætlar flugrekstraraðilinn að hefja gjaldtöku á þessum „prýðisgóðu stæðum“.. Ekki ætla ég að fara síðan í þessum pistli að fara að tala um verð á innanlandsflugi, það er efni í aðra grein, en það má alveg geta þess að algengt verð á flugmiða milli Egilsstaða og Reykjavíkur sé á bilinu 30.000.- til 50.000.- aðra leiðina og þegar þessi gjaldtaka bætist við, má sennilega fara undirbúa jarðarför innanlandsflugs til Egilsstaða. Ég held að það sé alveg tímabært að skoða hvernig staðið er að málum hjá hinum ýmsu ohf fyritækjum, fyrirtækjum sem eru í eigu okkar landsmanna. Mín upplifun er að þau séu oft eins og ríki í ríkinu og fari fram rétt eins og þeim sýnist án þess að ráfæra sig við eigendur sína, það má t.d. minnast á kaup Landsbankans á tryggingafélagi nýverið því máli til stuðnings. Það er síðan lágmarkskrafa að áður en farið er að innheimta gjöld af veittri þjónustu að þjónustan sé til staðar. Það er ekki hægt að byrja á því að láta viðskitavin greiða fyrir veitingar áður en ég byggi veitingahúsið, en það er klárlega það sem Isavia virðist ætla gera, rukka fyrst og framkvæma svo.... kanski.. Höfundur er íbúi á Djúpavogi og fyrrum notandi innanlandsflugs frá Egilsstöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Egilsstaðaflugvöllur Múlaþing Byggðamál Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Nýverið tilkynnti Isavia hf um nýtt bílastæðakerfi við flugvöll sinn á Egilsstöðum. Ekki er það svo sem í frásögur færandi að rekstraraðili flugvallarinns taki upp nýtt, og að sögn þeirra, betra kerfi en tilgangurinn með þessu kerfi er að „tryggja gestum Egilsstaðaflugvallar bætta þjonustu og betri ferðaupplifun“. Gott og vel, ég er ákaflega hlynntur því að fyrirtæki og stofnanir tryggi viðskiptavinum sínum góða þjónustu, en hver er sú þjónusta sem Isavia hefur fram að þessu veitt sínum viðskiptavinum á Egilsstaðaflugvelli.? Flugstöðvarbyggingin er ágæt, þar er ágætis biðaðstaða og kaffitería sem selur veitingar fyrir þá sem bíða flugs eða eru að koma úr flugi. Bílastæði við flugstöðina eru þó nokkur um 1.100 m2 af malbikuðum stæðum, sem dugir fyrir um 90 bíla. Nokkur hluti af þessum stæðum er upptekinn dag hvern fyrir þær bílaleigur sem þjónusta flugfarþega, sem á slíkri þjónustu þurfa að halda. Síðan eru það „hin“ bílastæðin sem eru liðlega 3.300 m2. Óhefluð malarstæði í misgóðu ástandi án vetrarþjónustu og lýsingar. Þessi stæði rúma um 270 bíla. Fyrir öll þessi stæði, sem rúma um 360 bíla ætlar Isavia ohf að fara rukka eftir gjaldskrá sem gefin var út og auglýst í auglýsingablaði Austfirðinga Dagskránni, frá 1.200.- til 1.750.- kr á dag. Miðað vil lægsta taxta og full stæði ætlar því flugrekstraraðilin að taka til sín um 430.000.- krónur á hverjum degi, alls um 157 milljónir á ári hverju. Auðvitað má segja að þessi útreikningur sé mikil einföldun, t.d. má hrósa Isavia fyrir að ætla að hafa fyrstu 5 klukkustundirnar fríar en þetta eru engur að síður vel mögulegar niðustöður þessarar gjaldtöku. Samkvæmt ársreikningi Isavia 2023 eru innanfélagstekjur Innanlandsflugvalla ehf um 42 milljónir króna og tel ég líklegt, án þess að hafa lúslesið ársreikningin, að tekjur af bílastæðagjöldum leggist við þann lið. Það má því segja að þegar bílastæðagjöld á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði og fleiri stöðum bætast þar inn, sé m verulega aukningu á tekjum að ræða. Til samanburðar, þá eru tekjur Isavia af þjónustusamningi sínum við Innviðaráðaneytið liðlega 2.4 milljarðar króna vegna reksturs innanlandsflugvalla. Einnig keur fram í ársreikningi að: „Engar eignfærslur eru hjá félaginu vegna verkefna tengt viðhaldi né nýframkvæmdum þar sem slíkar framkvæmdir eru ekki eign félagsins heldur ríkisins en félaginu aðeins falið að annast umsýslu þessara framkvæmda.“ Isavia er því að mati umdirritaðs að fara að leggja á gjöld á notkun eign þriðja aðila þ.e á eign ríkissins. En hvaða þjónusta er það sem kallar á þessi gjöld.? Jú það kostar vissulega eitthvað að byggja upp, reka og viðhalda nokkur hundruð bílastæðum, en fram að þessu hefur þjónustan verið slök í meira lagi. Meginþorri umræddra bílastæða er, eins og áður hefur komið fram, léleg malarstæði, án lýsingar og án þjónustu, í rigningartíð er erfitt að komast um þurrum fótum, í þurkatíð eru þau undirlögð ryki og á vetrum þurfa þeir sem stæðin nýta að moka sig sjálfir út. Og nú ætlar flugrekstraraðilinn að hefja gjaldtöku á þessum „prýðisgóðu stæðum“.. Ekki ætla ég að fara síðan í þessum pistli að fara að tala um verð á innanlandsflugi, það er efni í aðra grein, en það má alveg geta þess að algengt verð á flugmiða milli Egilsstaða og Reykjavíkur sé á bilinu 30.000.- til 50.000.- aðra leiðina og þegar þessi gjaldtaka bætist við, má sennilega fara undirbúa jarðarför innanlandsflugs til Egilsstaða. Ég held að það sé alveg tímabært að skoða hvernig staðið er að málum hjá hinum ýmsu ohf fyritækjum, fyrirtækjum sem eru í eigu okkar landsmanna. Mín upplifun er að þau séu oft eins og ríki í ríkinu og fari fram rétt eins og þeim sýnist án þess að ráfæra sig við eigendur sína, það má t.d. minnast á kaup Landsbankans á tryggingafélagi nýverið því máli til stuðnings. Það er síðan lágmarkskrafa að áður en farið er að innheimta gjöld af veittri þjónustu að þjónustan sé til staðar. Það er ekki hægt að byrja á því að láta viðskitavin greiða fyrir veitingar áður en ég byggi veitingahúsið, en það er klárlega það sem Isavia virðist ætla gera, rukka fyrst og framkvæma svo.... kanski.. Höfundur er íbúi á Djúpavogi og fyrrum notandi innanlandsflugs frá Egilsstöðum.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar