„Ég held við þurfum á því að halda að menn fari aðeins upp á tærnar“ Sverrir Mar Smárason skrifar 20. apríl 2024 17:14 Ómar Ingi, þjálfari HK. Vísir/Anton Brink HK tapaði öðrum heimaleik sínum í röð í dag þegar liðið tók á móti FH í 3. umferð Bestu deildar karla. Ómar Ingi, þjálfari HK, var að vonum ósáttur með frammistöðu liðsins. „Fram að markinu var þetta allt í lagi en markið verður úr atviki sem við höfðum verið búnir að fara yfir og vorum búnir að leysa fram að þessu. Það er ódýrt að vera að slökkva svona á sér í einhverju sem var búið að gerast áður í leiknum og búið að leysa fram að þessu,“ sagði Ómar. Í fyrstu tveimur leikjum HK í deildinni höfðu þeir fengið nokkur færi til þess að skora en í dag voru þau af skornum skammti. „Það er alveg rétt. FH-ingarnir voru líka bara mjög góðir og gerðu okkur erfitt fyrir. Við áttum í erfiðleikum með þá og það var erfitt að komast á bakvið þá. Við náðum ekki að skapa nægilega mikið þegar við hefðum átt að búa okkur til færi til þess,“ sagði Ómar Ingi. HK hefur tapað tveimur leikjum í Kórnum í röð. 0-4 tap gegn ÍA og svo 0-2 tap gegn FH. Þeir hafa ekki skorað mark á heimavelli og í báðum leikjunum enda þeir manni færri. „Auðvitað er það áhyggjuefni að ná ekki að skora hérna á heimavelli og auðvitað áhyggjuefni, þó rauðu spjöldin séu mismunandi, að missa mann útaf í báðum leikjum. Ég held það séu alltaf einhver áhyggjuefni og við þurfum klárlega að gera betur í næsta leik en við höfum gert í síðustu tveimur. Sérstaklega varðandi smá aga og varðandi hvernig við förum upp völlinn,“ sagði Ómar um áhyggjur af fyrstu tveimur heimaleikjum liðsins. Leikmannamál hljóta að vera töluvert áhyggjuefni í Kórnum því bekkurinn í dag býður ekki uppá mjög mikið. Margir ungir strákar sem kannski eru ekki alveg klárir í að breyta leikjum eins og þessum. Atli Arnarsson og Brynjar Snær hafa verið meiddir og þá var Ómar einnig spurður út í mögulegar styrkingar. „Ég geri ráð fyrir því að Brynjar Snær sé orðinn klár eftir helgina. Hann ætti að vera að koma inn í bikarnum eða jafnvel strax í næsta leik í deildinni. Atli Arnars, það er ekki langt í hann. Þetta eru ekki meiðslin sem héldu honum frá og hann fór í aðgerð útaf. Hann fékk deadleg og er búinn að vera stífur í lærinu eftir að hann kom til baka. Hann þarf að fá tíma og hvort það verði tveir dagar eða sjö dagar, þetta er einhversstaðar þar. Varðandi styrkingar þá bara skoðum við málið. Ég held við hefðum gott af því að skoða hvort við getum bætt manni inn. Aðeins til þess að auka breiddina og samkeppnina. Ég held við þurfum á því að halda að menn fari aðeins upp á tærnar,“ sagði Ómar að lokum. Besta deild karla FH HK Tengdar fréttir Uppgjörið: HK - FH 0-2 | Tveir sigrar í röð hjá FH-ingum FH-ingar unnu sinn annan sigur í röð í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Hafnfirðingar sóttu þrjú stig í Kórinn. FH vann 2-0 sanngjarnan sigur á HK þar sem bæði mörkin komu í seinni hálfleik. 20. apríl 2024 15:55 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Fauk í leikmenn vegna fána Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ Markaðurinn á flugi: Fær 20 milljónir á dag Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí Sjá meira
„Fram að markinu var þetta allt í lagi en markið verður úr atviki sem við höfðum verið búnir að fara yfir og vorum búnir að leysa fram að þessu. Það er ódýrt að vera að slökkva svona á sér í einhverju sem var búið að gerast áður í leiknum og búið að leysa fram að þessu,“ sagði Ómar. Í fyrstu tveimur leikjum HK í deildinni höfðu þeir fengið nokkur færi til þess að skora en í dag voru þau af skornum skammti. „Það er alveg rétt. FH-ingarnir voru líka bara mjög góðir og gerðu okkur erfitt fyrir. Við áttum í erfiðleikum með þá og það var erfitt að komast á bakvið þá. Við náðum ekki að skapa nægilega mikið þegar við hefðum átt að búa okkur til færi til þess,“ sagði Ómar Ingi. HK hefur tapað tveimur leikjum í Kórnum í röð. 0-4 tap gegn ÍA og svo 0-2 tap gegn FH. Þeir hafa ekki skorað mark á heimavelli og í báðum leikjunum enda þeir manni færri. „Auðvitað er það áhyggjuefni að ná ekki að skora hérna á heimavelli og auðvitað áhyggjuefni, þó rauðu spjöldin séu mismunandi, að missa mann útaf í báðum leikjum. Ég held það séu alltaf einhver áhyggjuefni og við þurfum klárlega að gera betur í næsta leik en við höfum gert í síðustu tveimur. Sérstaklega varðandi smá aga og varðandi hvernig við förum upp völlinn,“ sagði Ómar um áhyggjur af fyrstu tveimur heimaleikjum liðsins. Leikmannamál hljóta að vera töluvert áhyggjuefni í Kórnum því bekkurinn í dag býður ekki uppá mjög mikið. Margir ungir strákar sem kannski eru ekki alveg klárir í að breyta leikjum eins og þessum. Atli Arnarsson og Brynjar Snær hafa verið meiddir og þá var Ómar einnig spurður út í mögulegar styrkingar. „Ég geri ráð fyrir því að Brynjar Snær sé orðinn klár eftir helgina. Hann ætti að vera að koma inn í bikarnum eða jafnvel strax í næsta leik í deildinni. Atli Arnars, það er ekki langt í hann. Þetta eru ekki meiðslin sem héldu honum frá og hann fór í aðgerð útaf. Hann fékk deadleg og er búinn að vera stífur í lærinu eftir að hann kom til baka. Hann þarf að fá tíma og hvort það verði tveir dagar eða sjö dagar, þetta er einhversstaðar þar. Varðandi styrkingar þá bara skoðum við málið. Ég held við hefðum gott af því að skoða hvort við getum bætt manni inn. Aðeins til þess að auka breiddina og samkeppnina. Ég held við þurfum á því að halda að menn fari aðeins upp á tærnar,“ sagði Ómar að lokum.
Besta deild karla FH HK Tengdar fréttir Uppgjörið: HK - FH 0-2 | Tveir sigrar í röð hjá FH-ingum FH-ingar unnu sinn annan sigur í röð í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Hafnfirðingar sóttu þrjú stig í Kórinn. FH vann 2-0 sanngjarnan sigur á HK þar sem bæði mörkin komu í seinni hálfleik. 20. apríl 2024 15:55 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Fauk í leikmenn vegna fána Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ Markaðurinn á flugi: Fær 20 milljónir á dag Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí Sjá meira
Uppgjörið: HK - FH 0-2 | Tveir sigrar í röð hjá FH-ingum FH-ingar unnu sinn annan sigur í röð í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Hafnfirðingar sóttu þrjú stig í Kórinn. FH vann 2-0 sanngjarnan sigur á HK þar sem bæði mörkin komu í seinni hálfleik. 20. apríl 2024 15:55