Orka, loftslag og náttúra Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 15. apríl 2024 20:00 Orðræðan í samfélaginu um orkumál hefur tekið breytingum á undanförnum misserum. Hún gengur sífellt meira út á að það eina sem þurfi til að ná árangri í loftslagsmálum sé aukin orkuöflun, í miklu mæli og helst án tafar. Þessu er ég ósammála enda um mikla einföldun að ræða. Loftslagsmál ná til mun fleiri þátta en orkuöflunar, auk þess sem taka þarf ríkt tillit til bæði faglegra sjónarmiða og náttúruverndar við alla orkuöflun. Loftslagsáætlanir grundvöllur markvissra aðgerða Í umræðunni hefur því verið fleygt fram að ekki þurfi áætlanir um minni losun því það eina sem þurfi að gera sé að virkja meira. En það þarf áætlanir og það þarf aðgerðir. Þess vegna var það tryggt í lögum í tíð minni sem umhverfisráðherra að aðgerðaáætlun í loftslagsmálum beri að endurskoða eigi sjaldnar en á fjögurra ára fresti. Aðgerðaáætlun var síðast gefin út árið 2020 undir stjórn minni í umhverfisráðuneytinu. Um 50% losunar á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda snýr að orku og orkuskiptum og þess vegna eru orkuskipti mikilvægur þáttur í að takast á við loftslagsbreytingar. En það er ekki eini mikilvægi þátturinn. Þau 50% sem eftir standa eru ekki síður mikilvæg og stafa frá losun vegna landbúnaðar, iðnaðar (hér er þó stóriðjan ekki inni), úrgangs, jarðvarmavirkjana og annarra þátta. Það er mjög mikilvægt að hafa skýrar áætlanir um samdrátt í losun í öllum þessum geirum, enda er það forsenda markvissra aðgerða. Fyrri áætlanir og aðgerðir hafa einmitt skilað talsverðum árangri, þó betur megi ef duga skal. Ný áætlun er í burðarliðnum í umhverfisráðuneytinu. Fagleg nálgun að leiðarljósi Einfaldasta leiðin til aukinnar orkuöflunar er að spara orku í kerfinu sem nú þegar er til staðar. Önnur leið væri að nýta orku sem hugsanlega gæti losnað um hjá stórnotendum. Ef hins vegar er ráðist í nýjar virkjanir þarf að tryggja að orka úr þeim sé nýtt til innlendra orkuskipta. Þegar horft er til mögulegrar nýrrar orkuöflunar þá er lykilatriði að fylgja faglegum ferlum. Þessi faglega nálgun er tryggð í lögum líkt og í öðrum löndum, þ.m.t. lögum um rammaáætlun, umhverfismatslöggjöfinni, skipulags- og mannvirkjalögum og lögum um stjórn vatnamála. Það er stefna núverandi ríkisstjórnar, eins og fram kemur í stjórnarsáttmála, að viðhafa faglega nálgun í orkumálum sem og öðrum mál, og engin breyting hefur orðið á því. Það hefur hins vegar verið rætt að skoða hvort ferlar geti verið skilvirkari þegar kemur að virkjunum án þess að gefa afslátt af faglegri nálgun. Engar slíkar tillögur hafa þó komið fram síðan ég lagði fram frumvarp á Alþingi um ný heildarlög um umhverfismat sem samþykkt var árið 2021. Samhengi náttúruverndar Ósnortin náttúra er ekki aðeins til yndisauka fyrir okkur sem hér búum eða ferðamenn sem sækja okkur heim, heldur á náttúran sjálfstæðan rétt. Ísland er einstakt í okkar heimshluta því hér má enn finna stór lítt snortin víðerni. Efnahagslegt mikilvægi náttúrunnar, ekki síst friðlýstra svæða, er líka ótvírætt eins og rannsóknir hafa sýnt hérlendis og erlendis. Þannig að rétt eins og okkur ber skylda gagnvart framtíðarkynslóðum að tryggja að loftslagsmálin verði í lagi, þá ber okkur einnig skylda að halda í þá sérstöðu sem felst í lítt snortinni íslenskri náttúru. Hér er vert að minna á mikilvægi þess að stofna þjóðgarð á hálendi Íslands, þar sem að kyrrðin býr og hugarróin á sér afdrep. Í mínum huga er lykilatriði í umræðunni um orkumál og virkjanir að gæta að því að metnaðarfull og mikilvæg áform okkar um orkuskipti í þágu loftslagsmála taki tillit til sérstöðu íslenskrar náttúru. Huga verður að náttúruvernd á sama tíma og við forgangsröðum orku í þágu innlendra orkuskipta. Þessi markmið geta farið saman. Við þurfum bara að vanda okkur. Og, um þetta þurfum við öll að sameinast. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Sjá meira
Orðræðan í samfélaginu um orkumál hefur tekið breytingum á undanförnum misserum. Hún gengur sífellt meira út á að það eina sem þurfi til að ná árangri í loftslagsmálum sé aukin orkuöflun, í miklu mæli og helst án tafar. Þessu er ég ósammála enda um mikla einföldun að ræða. Loftslagsmál ná til mun fleiri þátta en orkuöflunar, auk þess sem taka þarf ríkt tillit til bæði faglegra sjónarmiða og náttúruverndar við alla orkuöflun. Loftslagsáætlanir grundvöllur markvissra aðgerða Í umræðunni hefur því verið fleygt fram að ekki þurfi áætlanir um minni losun því það eina sem þurfi að gera sé að virkja meira. En það þarf áætlanir og það þarf aðgerðir. Þess vegna var það tryggt í lögum í tíð minni sem umhverfisráðherra að aðgerðaáætlun í loftslagsmálum beri að endurskoða eigi sjaldnar en á fjögurra ára fresti. Aðgerðaáætlun var síðast gefin út árið 2020 undir stjórn minni í umhverfisráðuneytinu. Um 50% losunar á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda snýr að orku og orkuskiptum og þess vegna eru orkuskipti mikilvægur þáttur í að takast á við loftslagsbreytingar. En það er ekki eini mikilvægi þátturinn. Þau 50% sem eftir standa eru ekki síður mikilvæg og stafa frá losun vegna landbúnaðar, iðnaðar (hér er þó stóriðjan ekki inni), úrgangs, jarðvarmavirkjana og annarra þátta. Það er mjög mikilvægt að hafa skýrar áætlanir um samdrátt í losun í öllum þessum geirum, enda er það forsenda markvissra aðgerða. Fyrri áætlanir og aðgerðir hafa einmitt skilað talsverðum árangri, þó betur megi ef duga skal. Ný áætlun er í burðarliðnum í umhverfisráðuneytinu. Fagleg nálgun að leiðarljósi Einfaldasta leiðin til aukinnar orkuöflunar er að spara orku í kerfinu sem nú þegar er til staðar. Önnur leið væri að nýta orku sem hugsanlega gæti losnað um hjá stórnotendum. Ef hins vegar er ráðist í nýjar virkjanir þarf að tryggja að orka úr þeim sé nýtt til innlendra orkuskipta. Þegar horft er til mögulegrar nýrrar orkuöflunar þá er lykilatriði að fylgja faglegum ferlum. Þessi faglega nálgun er tryggð í lögum líkt og í öðrum löndum, þ.m.t. lögum um rammaáætlun, umhverfismatslöggjöfinni, skipulags- og mannvirkjalögum og lögum um stjórn vatnamála. Það er stefna núverandi ríkisstjórnar, eins og fram kemur í stjórnarsáttmála, að viðhafa faglega nálgun í orkumálum sem og öðrum mál, og engin breyting hefur orðið á því. Það hefur hins vegar verið rætt að skoða hvort ferlar geti verið skilvirkari þegar kemur að virkjunum án þess að gefa afslátt af faglegri nálgun. Engar slíkar tillögur hafa þó komið fram síðan ég lagði fram frumvarp á Alþingi um ný heildarlög um umhverfismat sem samþykkt var árið 2021. Samhengi náttúruverndar Ósnortin náttúra er ekki aðeins til yndisauka fyrir okkur sem hér búum eða ferðamenn sem sækja okkur heim, heldur á náttúran sjálfstæðan rétt. Ísland er einstakt í okkar heimshluta því hér má enn finna stór lítt snortin víðerni. Efnahagslegt mikilvægi náttúrunnar, ekki síst friðlýstra svæða, er líka ótvírætt eins og rannsóknir hafa sýnt hérlendis og erlendis. Þannig að rétt eins og okkur ber skylda gagnvart framtíðarkynslóðum að tryggja að loftslagsmálin verði í lagi, þá ber okkur einnig skylda að halda í þá sérstöðu sem felst í lítt snortinni íslenskri náttúru. Hér er vert að minna á mikilvægi þess að stofna þjóðgarð á hálendi Íslands, þar sem að kyrrðin býr og hugarróin á sér afdrep. Í mínum huga er lykilatriði í umræðunni um orkumál og virkjanir að gæta að því að metnaðarfull og mikilvæg áform okkar um orkuskipti í þágu loftslagsmála taki tillit til sérstöðu íslenskrar náttúru. Huga verður að náttúruvernd á sama tíma og við forgangsröðum orku í þágu innlendra orkuskipta. Þessi markmið geta farið saman. Við þurfum bara að vanda okkur. Og, um þetta þurfum við öll að sameinast. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna.
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar