Orka, loftslag og náttúra Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 15. apríl 2024 20:00 Orðræðan í samfélaginu um orkumál hefur tekið breytingum á undanförnum misserum. Hún gengur sífellt meira út á að það eina sem þurfi til að ná árangri í loftslagsmálum sé aukin orkuöflun, í miklu mæli og helst án tafar. Þessu er ég ósammála enda um mikla einföldun að ræða. Loftslagsmál ná til mun fleiri þátta en orkuöflunar, auk þess sem taka þarf ríkt tillit til bæði faglegra sjónarmiða og náttúruverndar við alla orkuöflun. Loftslagsáætlanir grundvöllur markvissra aðgerða Í umræðunni hefur því verið fleygt fram að ekki þurfi áætlanir um minni losun því það eina sem þurfi að gera sé að virkja meira. En það þarf áætlanir og það þarf aðgerðir. Þess vegna var það tryggt í lögum í tíð minni sem umhverfisráðherra að aðgerðaáætlun í loftslagsmálum beri að endurskoða eigi sjaldnar en á fjögurra ára fresti. Aðgerðaáætlun var síðast gefin út árið 2020 undir stjórn minni í umhverfisráðuneytinu. Um 50% losunar á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda snýr að orku og orkuskiptum og þess vegna eru orkuskipti mikilvægur þáttur í að takast á við loftslagsbreytingar. En það er ekki eini mikilvægi þátturinn. Þau 50% sem eftir standa eru ekki síður mikilvæg og stafa frá losun vegna landbúnaðar, iðnaðar (hér er þó stóriðjan ekki inni), úrgangs, jarðvarmavirkjana og annarra þátta. Það er mjög mikilvægt að hafa skýrar áætlanir um samdrátt í losun í öllum þessum geirum, enda er það forsenda markvissra aðgerða. Fyrri áætlanir og aðgerðir hafa einmitt skilað talsverðum árangri, þó betur megi ef duga skal. Ný áætlun er í burðarliðnum í umhverfisráðuneytinu. Fagleg nálgun að leiðarljósi Einfaldasta leiðin til aukinnar orkuöflunar er að spara orku í kerfinu sem nú þegar er til staðar. Önnur leið væri að nýta orku sem hugsanlega gæti losnað um hjá stórnotendum. Ef hins vegar er ráðist í nýjar virkjanir þarf að tryggja að orka úr þeim sé nýtt til innlendra orkuskipta. Þegar horft er til mögulegrar nýrrar orkuöflunar þá er lykilatriði að fylgja faglegum ferlum. Þessi faglega nálgun er tryggð í lögum líkt og í öðrum löndum, þ.m.t. lögum um rammaáætlun, umhverfismatslöggjöfinni, skipulags- og mannvirkjalögum og lögum um stjórn vatnamála. Það er stefna núverandi ríkisstjórnar, eins og fram kemur í stjórnarsáttmála, að viðhafa faglega nálgun í orkumálum sem og öðrum mál, og engin breyting hefur orðið á því. Það hefur hins vegar verið rætt að skoða hvort ferlar geti verið skilvirkari þegar kemur að virkjunum án þess að gefa afslátt af faglegri nálgun. Engar slíkar tillögur hafa þó komið fram síðan ég lagði fram frumvarp á Alþingi um ný heildarlög um umhverfismat sem samþykkt var árið 2021. Samhengi náttúruverndar Ósnortin náttúra er ekki aðeins til yndisauka fyrir okkur sem hér búum eða ferðamenn sem sækja okkur heim, heldur á náttúran sjálfstæðan rétt. Ísland er einstakt í okkar heimshluta því hér má enn finna stór lítt snortin víðerni. Efnahagslegt mikilvægi náttúrunnar, ekki síst friðlýstra svæða, er líka ótvírætt eins og rannsóknir hafa sýnt hérlendis og erlendis. Þannig að rétt eins og okkur ber skylda gagnvart framtíðarkynslóðum að tryggja að loftslagsmálin verði í lagi, þá ber okkur einnig skylda að halda í þá sérstöðu sem felst í lítt snortinni íslenskri náttúru. Hér er vert að minna á mikilvægi þess að stofna þjóðgarð á hálendi Íslands, þar sem að kyrrðin býr og hugarróin á sér afdrep. Í mínum huga er lykilatriði í umræðunni um orkumál og virkjanir að gæta að því að metnaðarfull og mikilvæg áform okkar um orkuskipti í þágu loftslagsmála taki tillit til sérstöðu íslenskrar náttúru. Huga verður að náttúruvernd á sama tíma og við forgangsröðum orku í þágu innlendra orkuskipta. Þessi markmið geta farið saman. Við þurfum bara að vanda okkur. Og, um þetta þurfum við öll að sameinast. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Orðræðan í samfélaginu um orkumál hefur tekið breytingum á undanförnum misserum. Hún gengur sífellt meira út á að það eina sem þurfi til að ná árangri í loftslagsmálum sé aukin orkuöflun, í miklu mæli og helst án tafar. Þessu er ég ósammála enda um mikla einföldun að ræða. Loftslagsmál ná til mun fleiri þátta en orkuöflunar, auk þess sem taka þarf ríkt tillit til bæði faglegra sjónarmiða og náttúruverndar við alla orkuöflun. Loftslagsáætlanir grundvöllur markvissra aðgerða Í umræðunni hefur því verið fleygt fram að ekki þurfi áætlanir um minni losun því það eina sem þurfi að gera sé að virkja meira. En það þarf áætlanir og það þarf aðgerðir. Þess vegna var það tryggt í lögum í tíð minni sem umhverfisráðherra að aðgerðaáætlun í loftslagsmálum beri að endurskoða eigi sjaldnar en á fjögurra ára fresti. Aðgerðaáætlun var síðast gefin út árið 2020 undir stjórn minni í umhverfisráðuneytinu. Um 50% losunar á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda snýr að orku og orkuskiptum og þess vegna eru orkuskipti mikilvægur þáttur í að takast á við loftslagsbreytingar. En það er ekki eini mikilvægi þátturinn. Þau 50% sem eftir standa eru ekki síður mikilvæg og stafa frá losun vegna landbúnaðar, iðnaðar (hér er þó stóriðjan ekki inni), úrgangs, jarðvarmavirkjana og annarra þátta. Það er mjög mikilvægt að hafa skýrar áætlanir um samdrátt í losun í öllum þessum geirum, enda er það forsenda markvissra aðgerða. Fyrri áætlanir og aðgerðir hafa einmitt skilað talsverðum árangri, þó betur megi ef duga skal. Ný áætlun er í burðarliðnum í umhverfisráðuneytinu. Fagleg nálgun að leiðarljósi Einfaldasta leiðin til aukinnar orkuöflunar er að spara orku í kerfinu sem nú þegar er til staðar. Önnur leið væri að nýta orku sem hugsanlega gæti losnað um hjá stórnotendum. Ef hins vegar er ráðist í nýjar virkjanir þarf að tryggja að orka úr þeim sé nýtt til innlendra orkuskipta. Þegar horft er til mögulegrar nýrrar orkuöflunar þá er lykilatriði að fylgja faglegum ferlum. Þessi faglega nálgun er tryggð í lögum líkt og í öðrum löndum, þ.m.t. lögum um rammaáætlun, umhverfismatslöggjöfinni, skipulags- og mannvirkjalögum og lögum um stjórn vatnamála. Það er stefna núverandi ríkisstjórnar, eins og fram kemur í stjórnarsáttmála, að viðhafa faglega nálgun í orkumálum sem og öðrum mál, og engin breyting hefur orðið á því. Það hefur hins vegar verið rætt að skoða hvort ferlar geti verið skilvirkari þegar kemur að virkjunum án þess að gefa afslátt af faglegri nálgun. Engar slíkar tillögur hafa þó komið fram síðan ég lagði fram frumvarp á Alþingi um ný heildarlög um umhverfismat sem samþykkt var árið 2021. Samhengi náttúruverndar Ósnortin náttúra er ekki aðeins til yndisauka fyrir okkur sem hér búum eða ferðamenn sem sækja okkur heim, heldur á náttúran sjálfstæðan rétt. Ísland er einstakt í okkar heimshluta því hér má enn finna stór lítt snortin víðerni. Efnahagslegt mikilvægi náttúrunnar, ekki síst friðlýstra svæða, er líka ótvírætt eins og rannsóknir hafa sýnt hérlendis og erlendis. Þannig að rétt eins og okkur ber skylda gagnvart framtíðarkynslóðum að tryggja að loftslagsmálin verði í lagi, þá ber okkur einnig skylda að halda í þá sérstöðu sem felst í lítt snortinni íslenskri náttúru. Hér er vert að minna á mikilvægi þess að stofna þjóðgarð á hálendi Íslands, þar sem að kyrrðin býr og hugarróin á sér afdrep. Í mínum huga er lykilatriði í umræðunni um orkumál og virkjanir að gæta að því að metnaðarfull og mikilvæg áform okkar um orkuskipti í þágu loftslagsmála taki tillit til sérstöðu íslenskrar náttúru. Huga verður að náttúruvernd á sama tíma og við forgangsröðum orku í þágu innlendra orkuskipta. Þessi markmið geta farið saman. Við þurfum bara að vanda okkur. Og, um þetta þurfum við öll að sameinast. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar