Dýrast að sjá Gylfa eða vera seinlátur Vesturbæingur Sindri Sverrisson skrifar 10. apríl 2024 08:30 Það kostar 3.000 krónur að mæta á leiki Vals á Hlíðarenda en dýrast er að kaupa miða á KR-leiki ef beðið er alveg fram á leikdag. Grafík/Heiðar Gríðarlegur áhugi var á fyrstu umferð tímabilsins í Bestu deild karla í fótbolta og vel mætt á leikina. Það getur þó kostað allt að 3.500 krónur að fá miða á völlinn. Vísir kannaði miðaverð á heimaleikjum liðanna tólf í Bestu deild karla en þau ráða verðlagningunni sjálf og er verðið því breytilegt á milli félaga. Flest þeirra selja miðana á lægra verði í forsölu, fram að leikdegi, í von um að áhorfendur taki fyrr ákvörðun um að mæta á völlinn. Með því er auðveldara fyrir félögin að ákvarða ýmislegt varðandi innkaup og fjölda sjálfboðaliða á leikjunum. Eins og sjá má í töflunni hér að neðan eru það aðeins Breiðablik, KA og Valur sem selja miðana á sama verði í forsölu og á leikdegi. Dýrasti miðinn í forsölu er á heimaleiki Vals, eða 3.000 krónur, en slíkir miðar hafa sjálfsagt sjaldan verið eftirsóttari eftir að Gylfi Þór Sigurðsson ákvað að koma í íslenska boltann og spila með Val. Miðinn kostar það sama á leikdegi. Valsmenn gera hins vegar mjög vel við sitt stuðningsfólk og bjóða upp á árskort, á alla heimaleiki Vals í Bestu deildum karla og kvenna, fyrir aðeins 9.500 krónur. Það tilboð rennur út á föstudaginn. Algengt er að árskort hjá öðrum félögum kosti um 25.000 krónur. Ódýrustu miðarnir hjá Breiðabliki Breiðablik býður aftur á móti upp á ódýrustu stöku miðana en aðeins 2.000 krónur kostar að mæta á Kópavogsvöll, burtséð frá því hvort miðar eru keyptir í forsölu eða á leikdegi. Alls bjóða sjö félög upp á staka miða á 2.000 krónur en hjá öllum nema Breiðabliki hækkar verðið svo þegar kemur að leikdegi. Hjá FH-ingum hækkar verðið í 3.000 krónur daginn fyrir leikdag. Setið var í báðum stúkum á Kópavogsvelli á fyrsta heimaleik Breiðabliks á mánudaginn, en Blikar bjóða nú upp á að áhorfendur geti valið sér sæti í Stubbs-appinu.vísir/Anton Ljóst er að áhuginn á Bestu deild karla, frá því að hún hlaut það nafn, hefur aldrei verið meiri og að meðaltali mættu 1.443 áhorfendur á leikina í 1. umferð. Það er umtalsverð fjölgun frá því í fyrra (1.209) og í 1. umferðinni árið 2022 (1.006). Þökkum fyrir frábæra mætingu í fyrstu umferð Bestu deildar karla Það mættu 20% fleiri á fyrstu umferð í ár en í fyrra Hlökkum til að sjá ykkur í næstu umferð sem hefst næstkomandi föstudag með leik @FCStjarnan vs @KRreykjavik #bestadeildin pic.twitter.com/LQdNPVfv98— Besta deildin (@bestadeildin) April 9, 2024 Vilja að fólk taki ákvörðun fyrr Eins og fyrr segir beita flest félaganna forsölu-aðferð, sem gefur oft þúsund króna afslátt, til að virkja fólk fyrr til miðakaupa. Í svari frá einu þeirra segir: „Ástæðan fyrir þessari breytingu er fyrst og fremst sú að skv. gögnum sem við fengum frá ÍTF þá er langstærsti hluti (90%+) miðasölu á leiki að eiga sér stað á leikdag. Það sem verra er að meirihluti sölunnar á leikdag á sér svo stað 2 tímum fyrir leik og að flauti dómarans. Hugmyndin með þessu er að reyna að færa ákvörðunina um miðakaup framar í tíma svo við getum betur undirbúið leikdaginn t.d. með tilliti til fjölda starfsfólks, skipulags starfsstöðva og innkaup á aðföngum.“ Getur kostað 3.500 að mæta á heimaleiki KR Dýrasti staki miðinn sem er í boði er fyrir þá sem taka seint ákvörðun um að mæta á heimaleiki KR-inga. Þeir þurfa að greiða heilar 3.500 krónur á leikdag en þúsund krónum minna ef miðinn er keyptur fyrr. KR-ingar hófu tímabilið á sigri gegn Fylki í Árbæ. Miði á heimaleiki þeirra í sumar kostar 2.500 krónur, nema að verslað sé á leikdegi en þá kostar miðinn 3.500.vísir/Anton Alls kostar stakur miði að minnsta kosti 3.000 krónur á leikdag hjá átta af tólf félögum í deildinni. Þrjú félög rukka vegna barna Samkvæmt svörum frá félögunum tólf rukka aðeins þrjú þeirra börn undir 16 ára aldri og kostar miðinn fyrir þau 500 krónur. Þetta eru KA, Valur og Víkingur en í tilviki Víkinga er ókeypis fyrir iðkendur félagsins. Hjá öðrum félögum kostar ekkert fyrir börn að mæta. Þá er rétt að taka fram að í sumum tilvikum geta ungmenni eldri en 16 ára fengið ódýrari árskort, og að flest ef ekki öll félögin bjóða upp á ódýrari miða fyrir aldraða og öryrkja. Besta deild karla Breiðablik FH Fylkir Fram HK ÍA KR KA Stjarnan Valur Vestri Víkingur Reykjavík Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Sjá meira
Vísir kannaði miðaverð á heimaleikjum liðanna tólf í Bestu deild karla en þau ráða verðlagningunni sjálf og er verðið því breytilegt á milli félaga. Flest þeirra selja miðana á lægra verði í forsölu, fram að leikdegi, í von um að áhorfendur taki fyrr ákvörðun um að mæta á völlinn. Með því er auðveldara fyrir félögin að ákvarða ýmislegt varðandi innkaup og fjölda sjálfboðaliða á leikjunum. Eins og sjá má í töflunni hér að neðan eru það aðeins Breiðablik, KA og Valur sem selja miðana á sama verði í forsölu og á leikdegi. Dýrasti miðinn í forsölu er á heimaleiki Vals, eða 3.000 krónur, en slíkir miðar hafa sjálfsagt sjaldan verið eftirsóttari eftir að Gylfi Þór Sigurðsson ákvað að koma í íslenska boltann og spila með Val. Miðinn kostar það sama á leikdegi. Valsmenn gera hins vegar mjög vel við sitt stuðningsfólk og bjóða upp á árskort, á alla heimaleiki Vals í Bestu deildum karla og kvenna, fyrir aðeins 9.500 krónur. Það tilboð rennur út á föstudaginn. Algengt er að árskort hjá öðrum félögum kosti um 25.000 krónur. Ódýrustu miðarnir hjá Breiðabliki Breiðablik býður aftur á móti upp á ódýrustu stöku miðana en aðeins 2.000 krónur kostar að mæta á Kópavogsvöll, burtséð frá því hvort miðar eru keyptir í forsölu eða á leikdegi. Alls bjóða sjö félög upp á staka miða á 2.000 krónur en hjá öllum nema Breiðabliki hækkar verðið svo þegar kemur að leikdegi. Hjá FH-ingum hækkar verðið í 3.000 krónur daginn fyrir leikdag. Setið var í báðum stúkum á Kópavogsvelli á fyrsta heimaleik Breiðabliks á mánudaginn, en Blikar bjóða nú upp á að áhorfendur geti valið sér sæti í Stubbs-appinu.vísir/Anton Ljóst er að áhuginn á Bestu deild karla, frá því að hún hlaut það nafn, hefur aldrei verið meiri og að meðaltali mættu 1.443 áhorfendur á leikina í 1. umferð. Það er umtalsverð fjölgun frá því í fyrra (1.209) og í 1. umferðinni árið 2022 (1.006). Þökkum fyrir frábæra mætingu í fyrstu umferð Bestu deildar karla Það mættu 20% fleiri á fyrstu umferð í ár en í fyrra Hlökkum til að sjá ykkur í næstu umferð sem hefst næstkomandi föstudag með leik @FCStjarnan vs @KRreykjavik #bestadeildin pic.twitter.com/LQdNPVfv98— Besta deildin (@bestadeildin) April 9, 2024 Vilja að fólk taki ákvörðun fyrr Eins og fyrr segir beita flest félaganna forsölu-aðferð, sem gefur oft þúsund króna afslátt, til að virkja fólk fyrr til miðakaupa. Í svari frá einu þeirra segir: „Ástæðan fyrir þessari breytingu er fyrst og fremst sú að skv. gögnum sem við fengum frá ÍTF þá er langstærsti hluti (90%+) miðasölu á leiki að eiga sér stað á leikdag. Það sem verra er að meirihluti sölunnar á leikdag á sér svo stað 2 tímum fyrir leik og að flauti dómarans. Hugmyndin með þessu er að reyna að færa ákvörðunina um miðakaup framar í tíma svo við getum betur undirbúið leikdaginn t.d. með tilliti til fjölda starfsfólks, skipulags starfsstöðva og innkaup á aðföngum.“ Getur kostað 3.500 að mæta á heimaleiki KR Dýrasti staki miðinn sem er í boði er fyrir þá sem taka seint ákvörðun um að mæta á heimaleiki KR-inga. Þeir þurfa að greiða heilar 3.500 krónur á leikdag en þúsund krónum minna ef miðinn er keyptur fyrr. KR-ingar hófu tímabilið á sigri gegn Fylki í Árbæ. Miði á heimaleiki þeirra í sumar kostar 2.500 krónur, nema að verslað sé á leikdegi en þá kostar miðinn 3.500.vísir/Anton Alls kostar stakur miði að minnsta kosti 3.000 krónur á leikdag hjá átta af tólf félögum í deildinni. Þrjú félög rukka vegna barna Samkvæmt svörum frá félögunum tólf rukka aðeins þrjú þeirra börn undir 16 ára aldri og kostar miðinn fyrir þau 500 krónur. Þetta eru KA, Valur og Víkingur en í tilviki Víkinga er ókeypis fyrir iðkendur félagsins. Hjá öðrum félögum kostar ekkert fyrir börn að mæta. Þá er rétt að taka fram að í sumum tilvikum geta ungmenni eldri en 16 ára fengið ódýrari árskort, og að flest ef ekki öll félögin bjóða upp á ódýrari miða fyrir aldraða og öryrkja.
Besta deild karla Breiðablik FH Fylkir Fram HK ÍA KR KA Stjarnan Valur Vestri Víkingur Reykjavík Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð