Samfylkingin slær ryki í augu almennings Hildur Sverrisdóttir skrifar 20. mars 2024 19:00 Málflutningur Samfylkingarinnar í máli fyrirhugaðra kaupa Landsbankans á Tryggingamiðstöðunni veldur miklum vonbrigðum. Það var til að mynda ótrúlegt að hlusta á formann Samfylkingarinnar í Kastljósi í gærkvöldi. Í aðra röndina talaði hún um sjálfstæði Bankasýslunnar, en í hina lýsti hún mikilli furðu yfir því að fjármálaráðherra hefði ekki stigið sjálf fyrirfram inn í kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Eigandastefna ríkisins tekur fyrir samskipti um rekstur félaga Afstaða formannsins stenst enga skoðun. Í eigandastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki sem nær til þeirra fjármálafyrirtækja sem Bankasýsla ríkisins hefur umsjón með: „Meginverkefni Bankasýslu ríkisins er að sjá um samskipti ríkisins við fjármálafyrirtæki sem ríkið á eignarhluti í og tengjast eigendahlutverki þess. Þau samskipti eiga að meginstefnu til að fara fram í gegnum stjórnir fjármálafyrirtækjanna. Vegna armslengdarsjónarmiða laganna er ekki gert ráð fyrir að þessir aðilar eigi bein samskipti við fjármála- og efnahagsráðuneytið eða ráðherra vegna ákvarðana er snúa að eignarhaldi ríkisins eða rekstri félaganna.“ Upplýsingar um fyrirhuguð kaup eru lögum samkvæmt innherjaupplýsingar, en samt taldi formaður Samfylkingarinnar að „hundruðir opinberra starfsmanna” hefðu átt að getað upplýst fjármálaráðherra nægilega um fyrirhuguð viðskipti til að hún stigi inn í þau. Viðskipti sem bankaráð Landsbankans hafði ekki einu sinni upplýst Bankasýsluna formlega um og það þrátt fyrir að í fyrrgreindri eigendastefnu segi að fjármálafyrirtæki skuli bera allar „meiriháttar aðgerðir“ undir hana - sem kaup að andvirði tæplega þrjátíu þúsund milljóna íslenskra króna auðvitað er. Það er furðulegt að formaður Samfylkingarinnar skuli ekki þekkja eigandastefnu ríkisins betur en raun ber vitni: Vegna armslengdarsjónarmiða er ekki gert ráð fyrir beinum samskiptum við fjármála- og efnahagsráðuneytið eða ráðherra vegna ákvarðana er snúa að rekstri félaganna. 12 Eurovision stig til ráðherra Formaður Samfylkingarinnar taldi það svo engan veginn kjarna máls að ríkisbanki væri hér að soga til sín og ríkisvæða tryggingafélag á almennum markaði. Aðalatriðið væri auðvitað „ákvarðanatökuferlið” eins og hún orðaði það. Ákvarðanatökuferli sem var reyndar bara upp á tíu hjá hæstvirtum ráðherra. 12 Eurovision-stig til ráðherra fyrir ákvarðanatökuferli sitt í þessu máli upp á punkt og prik eins og lagt er upp með í hinni ágætu eigandastefnu. Þá gagnrýndi formaðurinn að Bankasýslan, sem Samfylkingin kom á fót, hefði ekki verið lögð niður innan fimm ára frá stofnun líkt og til stóð. Hún nefndi reyndar ekki að Bjarni Benediktsson, þá fjármálaráðherra, lagði til niðurlagningu stofnunarinnar með frumvarpi fyrir níu árum síðan. Við það tilefni sagði Össur Skarphéðinsson, þingmaður og fyrrum formaður Samfylkingarinnar, í ræðustól Alþingis: „Eins og hæstvirtun fjármálaráðherra er kunnugt um er ég algjörlega mótfallinn frumvarpinu og skil ekkert í honum að vera að kalla yfir sig öll þau vandræði sem munu hljótast af því að samþykkja það.” Samfylkingunni hefur því snúist hugur um þetta mál, og það er reyndar alls ekki einsdæmi um þessar mundir. Formaðurinn nefndi ekki heldur en rifja má upp í þessu samhengi að fimm ára líftíminn miðaðist við að búið yrði að selja hluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum, þar á meðal Landsbankans. En formaður Samfylkingarinnar kveðst hins vegar algjörlega mótfallin því að selja Landsbankann. Skila auðu um fyrirhuguð kaup Formaðurinn fékkst hins vegar ekki til að svara hvað henni fyndist um fyrirhuguð kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Enda væri það, líkt og áður hefur komið fram að áliti formannsins, ekki kjarni máls. Málflutningur Samfylkingarinnar í þessu máli veldur miklum vonbrigðum enda reynt að kasta ryki í augu almennings með því að því að halda því fram að ráðherra hafi ekki sinnt skyldum sínum, þvert á staðreyndir. Í þessu máli er fyrirkomulagið algerlega skýrt. Vegna armslengdarsjónarmiða er ekki gert ráð fyrir að fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins eigi bein samskipti við fjármálaráðherra vegna ákvarðana er snúa að rekstri félaganna. Punktur. Hér hefur ráðherra ekki gert neitt nema hið rétta í stöðunni. Að reyna að halda öðru fram er, svo það sé aftur sagt, aum tilraun til að slá ryki í augu almennings. Aumast af öllu er að hafa svo ekki skoðun á aðalatriði málsins sem er kýrskýrt hjá okkur í Sjálfstæðisflokknum: Ríkið á ekki að eiga tryggingafélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Kaup Landsbankans á TM Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Landsbankinn Tryggingar Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Málflutningur Samfylkingarinnar í máli fyrirhugaðra kaupa Landsbankans á Tryggingamiðstöðunni veldur miklum vonbrigðum. Það var til að mynda ótrúlegt að hlusta á formann Samfylkingarinnar í Kastljósi í gærkvöldi. Í aðra röndina talaði hún um sjálfstæði Bankasýslunnar, en í hina lýsti hún mikilli furðu yfir því að fjármálaráðherra hefði ekki stigið sjálf fyrirfram inn í kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Eigandastefna ríkisins tekur fyrir samskipti um rekstur félaga Afstaða formannsins stenst enga skoðun. Í eigandastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki sem nær til þeirra fjármálafyrirtækja sem Bankasýsla ríkisins hefur umsjón með: „Meginverkefni Bankasýslu ríkisins er að sjá um samskipti ríkisins við fjármálafyrirtæki sem ríkið á eignarhluti í og tengjast eigendahlutverki þess. Þau samskipti eiga að meginstefnu til að fara fram í gegnum stjórnir fjármálafyrirtækjanna. Vegna armslengdarsjónarmiða laganna er ekki gert ráð fyrir að þessir aðilar eigi bein samskipti við fjármála- og efnahagsráðuneytið eða ráðherra vegna ákvarðana er snúa að eignarhaldi ríkisins eða rekstri félaganna.“ Upplýsingar um fyrirhuguð kaup eru lögum samkvæmt innherjaupplýsingar, en samt taldi formaður Samfylkingarinnar að „hundruðir opinberra starfsmanna” hefðu átt að getað upplýst fjármálaráðherra nægilega um fyrirhuguð viðskipti til að hún stigi inn í þau. Viðskipti sem bankaráð Landsbankans hafði ekki einu sinni upplýst Bankasýsluna formlega um og það þrátt fyrir að í fyrrgreindri eigendastefnu segi að fjármálafyrirtæki skuli bera allar „meiriháttar aðgerðir“ undir hana - sem kaup að andvirði tæplega þrjátíu þúsund milljóna íslenskra króna auðvitað er. Það er furðulegt að formaður Samfylkingarinnar skuli ekki þekkja eigandastefnu ríkisins betur en raun ber vitni: Vegna armslengdarsjónarmiða er ekki gert ráð fyrir beinum samskiptum við fjármála- og efnahagsráðuneytið eða ráðherra vegna ákvarðana er snúa að rekstri félaganna. 12 Eurovision stig til ráðherra Formaður Samfylkingarinnar taldi það svo engan veginn kjarna máls að ríkisbanki væri hér að soga til sín og ríkisvæða tryggingafélag á almennum markaði. Aðalatriðið væri auðvitað „ákvarðanatökuferlið” eins og hún orðaði það. Ákvarðanatökuferli sem var reyndar bara upp á tíu hjá hæstvirtum ráðherra. 12 Eurovision-stig til ráðherra fyrir ákvarðanatökuferli sitt í þessu máli upp á punkt og prik eins og lagt er upp með í hinni ágætu eigandastefnu. Þá gagnrýndi formaðurinn að Bankasýslan, sem Samfylkingin kom á fót, hefði ekki verið lögð niður innan fimm ára frá stofnun líkt og til stóð. Hún nefndi reyndar ekki að Bjarni Benediktsson, þá fjármálaráðherra, lagði til niðurlagningu stofnunarinnar með frumvarpi fyrir níu árum síðan. Við það tilefni sagði Össur Skarphéðinsson, þingmaður og fyrrum formaður Samfylkingarinnar, í ræðustól Alþingis: „Eins og hæstvirtun fjármálaráðherra er kunnugt um er ég algjörlega mótfallinn frumvarpinu og skil ekkert í honum að vera að kalla yfir sig öll þau vandræði sem munu hljótast af því að samþykkja það.” Samfylkingunni hefur því snúist hugur um þetta mál, og það er reyndar alls ekki einsdæmi um þessar mundir. Formaðurinn nefndi ekki heldur en rifja má upp í þessu samhengi að fimm ára líftíminn miðaðist við að búið yrði að selja hluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum, þar á meðal Landsbankans. En formaður Samfylkingarinnar kveðst hins vegar algjörlega mótfallin því að selja Landsbankann. Skila auðu um fyrirhuguð kaup Formaðurinn fékkst hins vegar ekki til að svara hvað henni fyndist um fyrirhuguð kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Enda væri það, líkt og áður hefur komið fram að áliti formannsins, ekki kjarni máls. Málflutningur Samfylkingarinnar í þessu máli veldur miklum vonbrigðum enda reynt að kasta ryki í augu almennings með því að því að halda því fram að ráðherra hafi ekki sinnt skyldum sínum, þvert á staðreyndir. Í þessu máli er fyrirkomulagið algerlega skýrt. Vegna armslengdarsjónarmiða er ekki gert ráð fyrir að fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins eigi bein samskipti við fjármálaráðherra vegna ákvarðana er snúa að rekstri félaganna. Punktur. Hér hefur ráðherra ekki gert neitt nema hið rétta í stöðunni. Að reyna að halda öðru fram er, svo það sé aftur sagt, aum tilraun til að slá ryki í augu almennings. Aumast af öllu er að hafa svo ekki skoðun á aðalatriði málsins sem er kýrskýrt hjá okkur í Sjálfstæðisflokknum: Ríkið á ekki að eiga tryggingafélag.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun