Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar 14. nóvember 2025 11:30 Orkumál eru eitt helsta umræðuefnið á COP30, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem nú fer fram í Brasilíu, þar sem ný skýrsla Alþjóðlegu orkumálastofnunarinnar, Energy Outlook, vekur mikla athygli. Hún sýnir að útfösun jarðefnaeldsneytis og aukin notkun endurnýjanlegrar orku, eru að nálgast afgerandi vendipunkt. Í aðdraganda ráðstefnunnar hvatti forseti Brasilíu, Luiz Inácio Lula da Silva, þjóðir heims til að móta skýran vegvísi að útfösun jarðefnaeldsneytis svo unnt sé að standa við loftslagsskuldbindingar. Þessi áskorun endurspeglar breytta stöðu mála. Nú má greina raunverulegan viðsnúning. Losun frá jarðefnaeldsneyti jókst að meðaltali um 0,8 prósent á ári síðasta áratug en samanburður við áratuginn á undan sýnir mun hægari aukningu. Mikilvægara er þó að uppbygging endurnýjanlegrar orku er nú farin að mæta nær allri nýrri orkuþörf heimsins. Ljóst er að endurnýjanleg orka mun innan skamms taka fram úr jarðefnaeldsneyti sem meginorkugjafa jarðar. Samkvæmt Alþjóðaorkustofnuninni mun raforkuvinnsla með endurnýjanlegum orkugjöfum fara fram úr raforkuvinnslu með kolum á þessu ári eða því næsta. Spáð er 60 prósenta vexti í endurnýjanlegum orkukostum fram til 2030. Ef það gengur eftir verður hlutdeild þeirra í raforkuvinnslu komin í 45 prósent árið 2030 en hún var 32 prósent árið 2024. Stofnunin telur að þetta aukna framboð af staðbundinni og hagkvæmri orku marki upphaf endaloka tímabils jarðefnaeldsneytis. Næstu fimm árin er gert ráð fyrir jafn mikilli uppbyggingu nýrrar grænnar orku og varð á síðustu fjörutíu árum. Þessi þróun getur mætt nær allri aukinni raforkuþörf næsta áratugs og er knúin áfram af rafvæðingu samgangna, varmadælum, framleiðslu rafeldsneytis og ört vaxandi orkuþörf gagnavera sem styðja við þróun gervigreindar. Endurnýjanlegir orkukostir eins og sól, vindur, vatnsafl og jarðhiti eru nú hagkvæmir og aðgengilegir fyrir fjölda ríkja sem áður voru háð innfluttu jarðefnaeldsneyti. Þessi umbreyting styrkir orkuöryggi, eykur viðnámsþrótt orkukerfa og stuðlar að sjálfbærum samfélögum. Engin þjóð getur stöðvað þessa þróun og á COP30 er skýrt ákall um að hraða orkuskiptum og tryggja réttlát umskipti. Ísland býr yfir einstökum tækifærum þar sem rafmagn og húshitun byggja á endurnýjanlegum orkugjöfum. Samt er ljóst að eftirspurn eftir grænni orku mun aukast verulega á næstu árum. Samkvæmt langtímaspá Landsnets til ársins 2050 gæti raforkuþörf aukist um 22 til 37 prósent. Þá kalla ný loftslagsmarkmið Íslands til 2035 á hraðari útfösun innflutts jarðefnaeldsneytis, sérstaklega í vegasamgöngum, fiskiskipum og innanlandsflugi. Með áframhaldandi fjárfestingum í sjálfbærum orkukostum og öflugum innviðum tryggjum við sterkt hagkerfi, blómlegar byggðir og betur uppfylltar loftslagsskuldbindingar. Eftir rúmlega hundrað ár þar sem jarðefnaeldsneyti hefur verið ráðandi er nú að hefjast nýtt tímabil endurnýjanlegrar orku þar sem orkuöryggi, samkeppnishæfni og loftslagsmál leiða ferðina. Fyrir framtíðina. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nótt Thorberg Jarðefnaeldsneyti Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Orkumál eru eitt helsta umræðuefnið á COP30, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem nú fer fram í Brasilíu, þar sem ný skýrsla Alþjóðlegu orkumálastofnunarinnar, Energy Outlook, vekur mikla athygli. Hún sýnir að útfösun jarðefnaeldsneytis og aukin notkun endurnýjanlegrar orku, eru að nálgast afgerandi vendipunkt. Í aðdraganda ráðstefnunnar hvatti forseti Brasilíu, Luiz Inácio Lula da Silva, þjóðir heims til að móta skýran vegvísi að útfösun jarðefnaeldsneytis svo unnt sé að standa við loftslagsskuldbindingar. Þessi áskorun endurspeglar breytta stöðu mála. Nú má greina raunverulegan viðsnúning. Losun frá jarðefnaeldsneyti jókst að meðaltali um 0,8 prósent á ári síðasta áratug en samanburður við áratuginn á undan sýnir mun hægari aukningu. Mikilvægara er þó að uppbygging endurnýjanlegrar orku er nú farin að mæta nær allri nýrri orkuþörf heimsins. Ljóst er að endurnýjanleg orka mun innan skamms taka fram úr jarðefnaeldsneyti sem meginorkugjafa jarðar. Samkvæmt Alþjóðaorkustofnuninni mun raforkuvinnsla með endurnýjanlegum orkugjöfum fara fram úr raforkuvinnslu með kolum á þessu ári eða því næsta. Spáð er 60 prósenta vexti í endurnýjanlegum orkukostum fram til 2030. Ef það gengur eftir verður hlutdeild þeirra í raforkuvinnslu komin í 45 prósent árið 2030 en hún var 32 prósent árið 2024. Stofnunin telur að þetta aukna framboð af staðbundinni og hagkvæmri orku marki upphaf endaloka tímabils jarðefnaeldsneytis. Næstu fimm árin er gert ráð fyrir jafn mikilli uppbyggingu nýrrar grænnar orku og varð á síðustu fjörutíu árum. Þessi þróun getur mætt nær allri aukinni raforkuþörf næsta áratugs og er knúin áfram af rafvæðingu samgangna, varmadælum, framleiðslu rafeldsneytis og ört vaxandi orkuþörf gagnavera sem styðja við þróun gervigreindar. Endurnýjanlegir orkukostir eins og sól, vindur, vatnsafl og jarðhiti eru nú hagkvæmir og aðgengilegir fyrir fjölda ríkja sem áður voru háð innfluttu jarðefnaeldsneyti. Þessi umbreyting styrkir orkuöryggi, eykur viðnámsþrótt orkukerfa og stuðlar að sjálfbærum samfélögum. Engin þjóð getur stöðvað þessa þróun og á COP30 er skýrt ákall um að hraða orkuskiptum og tryggja réttlát umskipti. Ísland býr yfir einstökum tækifærum þar sem rafmagn og húshitun byggja á endurnýjanlegum orkugjöfum. Samt er ljóst að eftirspurn eftir grænni orku mun aukast verulega á næstu árum. Samkvæmt langtímaspá Landsnets til ársins 2050 gæti raforkuþörf aukist um 22 til 37 prósent. Þá kalla ný loftslagsmarkmið Íslands til 2035 á hraðari útfösun innflutts jarðefnaeldsneytis, sérstaklega í vegasamgöngum, fiskiskipum og innanlandsflugi. Með áframhaldandi fjárfestingum í sjálfbærum orkukostum og öflugum innviðum tryggjum við sterkt hagkerfi, blómlegar byggðir og betur uppfylltar loftslagsskuldbindingar. Eftir rúmlega hundrað ár þar sem jarðefnaeldsneyti hefur verið ráðandi er nú að hefjast nýtt tímabil endurnýjanlegrar orku þar sem orkuöryggi, samkeppnishæfni og loftslagsmál leiða ferðina. Fyrir framtíðina. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun