Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar 16. nóvember 2025 11:31 Ekkert hef ég á móti vindmyllum eða nýtingu vindorku. Vil heldur ekki gefa mér það fyrirfram að þær séu lýti, né heldur sérstök ógn við umhverfi landsins. Um það er þó mikið deilt og ég hef alveg skilning áhyggjum fólks. En það er þó eitt sem ég velti æ oftar fyrir mér þegar vindorka berst í tal. Ekki síst á stilltum morgnum eins og þessum. Gefum okkur að búið væri að reisa fjölda vindorkuvera í nokkrum vindgörðum víðs vegar um landið eins og okkur hefur verið kynnt. Við skulum einnig gefa okkur að uppsett afl í vindorkunni væri orðið 1.000 MW. Uppsett afl segir ekki alla söguna um orkugetuna. Á Hafinu ofan Búrfells eru tvær vindmyllur í rekstri. Ef við yfirfærum nýtni þeirra á landið allt mætti segja að þessir ímynduðu vindgarðar framleiddu að jafnaði orku sem næmi um 450 MW. Stundum meira eða þá minna eins og gengur. Suma dagana væri góður snúningur fyrir austan, en lakari fyrir vestan eða öfugt. Allt eftir mjög svo breytilegum vindinum sem við þekkjum mæta vel. En á morgni eins og þessum þegar hæð er yfir landinu og vindur hægur um land allt, myndu spaðar allra þessar ímynduðu vindmylla standa hreyfingalausir. Þó líklega ekki alveg, sumir myndu lulla á hægasta snúningi. Þá spyr ég: Hver á þá að útvega þá orku sem búið væru að lofa og selja til gangavera, stóriðju eða þá orkuskiptanna margumtöluðu? Um þann þátt vindorkunnar vill enginn ræða. Sumir hvísla og benda á Landsvirkjun. Hún með sína yfirburðarstöðu á að útvega aflið og orkuna sem skortir, eða jafnvægisaflið eins og það er kallað að fagmáli. Eigum við þá að gera þá kröfu til Landsvirkjunar að hún byggi segjum 400 MW virkjun og vatnsmiðlun sem þarf, sem yrði fyrst og fremst hugsuð sem varastöð þá daga sem hægviðri er á landinu. Hver á að kosta slíka varavirkjun í kerfinu? Kannski landsmenn allir með hærra orkuverði? Í einangruðu raforkukerfi eins og hér, verður vindorkan trúlega aðeins hagkvæm í samrekstri með vatnsorku og öflugum vatnsmiðlunum. Vatnsaflsvirkjanir væru þá keyrðar eftir því sem vindar blása og gengið á lónin þegar hæglátt er, en vatnið sparað á móti þegar afköstin eru í um 12–17 m/s. Það er líka af þessari ástæðu sem Landsvirkjun er í góðri aðstöðu þegar kemur að hagkvæmni vindorkunnar. Eini aðilinn, kannski ásamt Orkusölunni (RARIK) sem hefur vatnsafl sem burðarás í sinni orkuframleiðslu. En hjá öllum þessum félögum með stóru áformin uppi um holt og heiðar, hlýtur jafnvægisaflið, eða öllu heldur fyrirsjáanlegur skortur á því, að valda talsverðu hugarangri. Höfundur er veðurfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vindorka Orkumál Veður Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Ekkert hef ég á móti vindmyllum eða nýtingu vindorku. Vil heldur ekki gefa mér það fyrirfram að þær séu lýti, né heldur sérstök ógn við umhverfi landsins. Um það er þó mikið deilt og ég hef alveg skilning áhyggjum fólks. En það er þó eitt sem ég velti æ oftar fyrir mér þegar vindorka berst í tal. Ekki síst á stilltum morgnum eins og þessum. Gefum okkur að búið væri að reisa fjölda vindorkuvera í nokkrum vindgörðum víðs vegar um landið eins og okkur hefur verið kynnt. Við skulum einnig gefa okkur að uppsett afl í vindorkunni væri orðið 1.000 MW. Uppsett afl segir ekki alla söguna um orkugetuna. Á Hafinu ofan Búrfells eru tvær vindmyllur í rekstri. Ef við yfirfærum nýtni þeirra á landið allt mætti segja að þessir ímynduðu vindgarðar framleiddu að jafnaði orku sem næmi um 450 MW. Stundum meira eða þá minna eins og gengur. Suma dagana væri góður snúningur fyrir austan, en lakari fyrir vestan eða öfugt. Allt eftir mjög svo breytilegum vindinum sem við þekkjum mæta vel. En á morgni eins og þessum þegar hæð er yfir landinu og vindur hægur um land allt, myndu spaðar allra þessar ímynduðu vindmylla standa hreyfingalausir. Þó líklega ekki alveg, sumir myndu lulla á hægasta snúningi. Þá spyr ég: Hver á þá að útvega þá orku sem búið væru að lofa og selja til gangavera, stóriðju eða þá orkuskiptanna margumtöluðu? Um þann þátt vindorkunnar vill enginn ræða. Sumir hvísla og benda á Landsvirkjun. Hún með sína yfirburðarstöðu á að útvega aflið og orkuna sem skortir, eða jafnvægisaflið eins og það er kallað að fagmáli. Eigum við þá að gera þá kröfu til Landsvirkjunar að hún byggi segjum 400 MW virkjun og vatnsmiðlun sem þarf, sem yrði fyrst og fremst hugsuð sem varastöð þá daga sem hægviðri er á landinu. Hver á að kosta slíka varavirkjun í kerfinu? Kannski landsmenn allir með hærra orkuverði? Í einangruðu raforkukerfi eins og hér, verður vindorkan trúlega aðeins hagkvæm í samrekstri með vatnsorku og öflugum vatnsmiðlunum. Vatnsaflsvirkjanir væru þá keyrðar eftir því sem vindar blása og gengið á lónin þegar hæglátt er, en vatnið sparað á móti þegar afköstin eru í um 12–17 m/s. Það er líka af þessari ástæðu sem Landsvirkjun er í góðri aðstöðu þegar kemur að hagkvæmni vindorkunnar. Eini aðilinn, kannski ásamt Orkusölunni (RARIK) sem hefur vatnsafl sem burðarás í sinni orkuframleiðslu. En hjá öllum þessum félögum með stóru áformin uppi um holt og heiðar, hlýtur jafnvægisaflið, eða öllu heldur fyrirsjáanlegur skortur á því, að valda talsverðu hugarangri. Höfundur er veðurfræðingur
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun