Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar 14. nóvember 2025 13:00 Á Íslandi er ógrynni af fornminjum, allt frá 20. aldar sundlaugum til eyðibýla frá víkingaöld. Þótt íslenskar fornminjar láti e.t.v. lítið fyrir sér fara í fyrstu – engar hallir eða kastalar – þá er hér að finna mjög vel varðveittar fornleifar og líta má til eyðibyggða, aldagamalla samgöngukerfa og þingminja (t.d. Þingvellir). Þetta eru minjar sem margar aðrar Evrópuþjóðir hafa eyðilagt vegna landbúnaðar, íbúðabyggða og margvíslegs iðnaðar. Íslenskar minjar eru því oft betur varðveittar miðað við önnur lönd, þótt það virki hugsanlega ótrúlegt við fyrstu sýn fyrir marga. Síðastliðin 30 ár hefur mikil gróska verið í íslenskri fornleifafræði, hvort sem það er í rannsóknum á miðalda klaustrum á Íslandi eða minjum um sjósókn Íslendinga. Nýjar rannsóknir hafa til að mynda aukið skilning okkar á landnámi Íslands og hve flókið og spennandi landnám nýs lands er. Undanfarið hafa forn-DNA rannsóknir fengið mikla athygli, bæði rannsóknir á erfðamengi landnemanna sjálfra en líka þeirra dýra sem þeir komu með sér og veiddu. Ísland var numið tiltölulega seint miðað við önnur lönd og því er íslenskur efniviður góður til þess að varpa frekara ljósi á hvernig manneskjan nemur ný svæði. En líka hvernig eyjasamfélög og landbúnaður þróast og taka breytingum frá miðöldum til 20. aldar. Íslenskar minjar skipta því líka máli fyrir heimsbyggðina og það hefur endurspeglast í virku og öflugu samstarfi íslenskra fornleifafræðinga við erlenda fræðimenn. Eitt helsta vandamál sem staðið hefur fyrir fornleifafræði er að tryggja störf allt árið og nýliðun í stéttinni. Vísindastarf er flókið og er þjálfun talin í árum en ekki mánuðum. Utan stjórnsýslu starfa færri en 20 manns í rannsóknum á íslenskum fornleifum allt árið í kring og þeim fer fækkandi. Mikil þekking á íslenskri menningu er því að tapast. Ekki út af slæmri varðveislu minja, heldur vegna þess að það fækkar í þeim hópi sem hefur þekkingu, hæfni og reynslu til þess að rannsaka þessar minjar og koma þeim til skila til fræðaheimsins, almennings og heimafólks. Á Íslandi er Fornminjasjóður sem er lögbundinn samkeppnissjóður sem styður fornleifarannsóknir. Hann er einn helsti sjóður sem fornleifafræðingar sækja til þess að stunda rannsóknir. Sjóðurinn leikur algjört lykilhlutverk til þess að koma nýjum rannsóknum af stað og tryggja að þekking og reynsla hverfi ekki úr faginu. Fornminjasjóður er nú aðeins um 45 milljónir. Og hefur reyndar aðeins verið um 40 milljónir á ári frá stofnun hans árið 2013. Hann hefur því rýrnað að raunvirði allt frá stofnun sjóðsins. Undanfarin ár hefur Fornminjasjóður fengið aukafjárveitingu á seinustu metrum þingsins enda má greina mikinn vilja Alþingis til að fólk geti helgað sér starfi við að rannsaka og vernda menningararf Íslendinga. Það er aðeins gert með því að fólk hafi tækifæri til þess að gera það allt árið og án þess að búa við fjárhagslega óvissu. Öflugar grunnrannsóknir eru sömuleiðis forsenda þess að hægt sé að miðla þekkingu til fólks gegnum söfn eða aðrar leiðir. Mörg söfn og ferðamannastaðir eiga því mikið undir að hér séu stundaðar grunnrannsóknir á íslenskum fornminjum. Staðir eins og Þjóðminjasafnið, Þingvellir og Landnámssýningin í Aðalstræti verða ekki til upp úr engu. Ef ekki hefði verið fyrir rannsóknir fornleifafræðinga á Þingvöllum þá hefði hann ekki þann sess sem hann hefði í dag. Hvar væri líka Þjóðminjasafnið án rannsókna á íslenskum fornleifum? Til þess að íslensk fornleifafræði geti haldið áfram að dafna, íslenskri ferðaþjónustu og menningu Íslands til góðs, er því nauðsynlegt að stækka og efla Fornminjasjóð. Augljóst er að 45 milljónir duga engan veginn til þess að stunda rannsóknir á íslenskum minjum, sem krefjast sérþjálfaðs starfsfólks og dýrs tækjakosts. Undanfarin ár hefur verið sótt um 230-290 milljónir árlega í sjóðinn. Því er ljóst að sjóðurinn ætti að lágmarki að vera um helmingur þeirrar upphæðar í ljósi hins háa synjunarhlutfalls styrkhæfra umsókna. Ef ekkert verður að gert munu færri starfa við fornleifafræði á Íslandi á næstu árum. Án fornleifafræðinga og sérfræðiþekkingar þeirra er íslensk minjavernd illa stödd. Höfundur er sérfræðingur á Fornleifastofnun Íslands ses. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fornminjar Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi er ógrynni af fornminjum, allt frá 20. aldar sundlaugum til eyðibýla frá víkingaöld. Þótt íslenskar fornminjar láti e.t.v. lítið fyrir sér fara í fyrstu – engar hallir eða kastalar – þá er hér að finna mjög vel varðveittar fornleifar og líta má til eyðibyggða, aldagamalla samgöngukerfa og þingminja (t.d. Þingvellir). Þetta eru minjar sem margar aðrar Evrópuþjóðir hafa eyðilagt vegna landbúnaðar, íbúðabyggða og margvíslegs iðnaðar. Íslenskar minjar eru því oft betur varðveittar miðað við önnur lönd, þótt það virki hugsanlega ótrúlegt við fyrstu sýn fyrir marga. Síðastliðin 30 ár hefur mikil gróska verið í íslenskri fornleifafræði, hvort sem það er í rannsóknum á miðalda klaustrum á Íslandi eða minjum um sjósókn Íslendinga. Nýjar rannsóknir hafa til að mynda aukið skilning okkar á landnámi Íslands og hve flókið og spennandi landnám nýs lands er. Undanfarið hafa forn-DNA rannsóknir fengið mikla athygli, bæði rannsóknir á erfðamengi landnemanna sjálfra en líka þeirra dýra sem þeir komu með sér og veiddu. Ísland var numið tiltölulega seint miðað við önnur lönd og því er íslenskur efniviður góður til þess að varpa frekara ljósi á hvernig manneskjan nemur ný svæði. En líka hvernig eyjasamfélög og landbúnaður þróast og taka breytingum frá miðöldum til 20. aldar. Íslenskar minjar skipta því líka máli fyrir heimsbyggðina og það hefur endurspeglast í virku og öflugu samstarfi íslenskra fornleifafræðinga við erlenda fræðimenn. Eitt helsta vandamál sem staðið hefur fyrir fornleifafræði er að tryggja störf allt árið og nýliðun í stéttinni. Vísindastarf er flókið og er þjálfun talin í árum en ekki mánuðum. Utan stjórnsýslu starfa færri en 20 manns í rannsóknum á íslenskum fornleifum allt árið í kring og þeim fer fækkandi. Mikil þekking á íslenskri menningu er því að tapast. Ekki út af slæmri varðveislu minja, heldur vegna þess að það fækkar í þeim hópi sem hefur þekkingu, hæfni og reynslu til þess að rannsaka þessar minjar og koma þeim til skila til fræðaheimsins, almennings og heimafólks. Á Íslandi er Fornminjasjóður sem er lögbundinn samkeppnissjóður sem styður fornleifarannsóknir. Hann er einn helsti sjóður sem fornleifafræðingar sækja til þess að stunda rannsóknir. Sjóðurinn leikur algjört lykilhlutverk til þess að koma nýjum rannsóknum af stað og tryggja að þekking og reynsla hverfi ekki úr faginu. Fornminjasjóður er nú aðeins um 45 milljónir. Og hefur reyndar aðeins verið um 40 milljónir á ári frá stofnun hans árið 2013. Hann hefur því rýrnað að raunvirði allt frá stofnun sjóðsins. Undanfarin ár hefur Fornminjasjóður fengið aukafjárveitingu á seinustu metrum þingsins enda má greina mikinn vilja Alþingis til að fólk geti helgað sér starfi við að rannsaka og vernda menningararf Íslendinga. Það er aðeins gert með því að fólk hafi tækifæri til þess að gera það allt árið og án þess að búa við fjárhagslega óvissu. Öflugar grunnrannsóknir eru sömuleiðis forsenda þess að hægt sé að miðla þekkingu til fólks gegnum söfn eða aðrar leiðir. Mörg söfn og ferðamannastaðir eiga því mikið undir að hér séu stundaðar grunnrannsóknir á íslenskum fornminjum. Staðir eins og Þjóðminjasafnið, Þingvellir og Landnámssýningin í Aðalstræti verða ekki til upp úr engu. Ef ekki hefði verið fyrir rannsóknir fornleifafræðinga á Þingvöllum þá hefði hann ekki þann sess sem hann hefði í dag. Hvar væri líka Þjóðminjasafnið án rannsókna á íslenskum fornleifum? Til þess að íslensk fornleifafræði geti haldið áfram að dafna, íslenskri ferðaþjónustu og menningu Íslands til góðs, er því nauðsynlegt að stækka og efla Fornminjasjóð. Augljóst er að 45 milljónir duga engan veginn til þess að stunda rannsóknir á íslenskum minjum, sem krefjast sérþjálfaðs starfsfólks og dýrs tækjakosts. Undanfarin ár hefur verið sótt um 230-290 milljónir árlega í sjóðinn. Því er ljóst að sjóðurinn ætti að lágmarki að vera um helmingur þeirrar upphæðar í ljósi hins háa synjunarhlutfalls styrkhæfra umsókna. Ef ekkert verður að gert munu færri starfa við fornleifafræði á Íslandi á næstu árum. Án fornleifafræðinga og sérfræðiþekkingar þeirra er íslensk minjavernd illa stödd. Höfundur er sérfræðingur á Fornleifastofnun Íslands ses.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun