Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 14. nóvember 2025 09:02 Öll börn eiga skilið að njóta bernsku sinnar. Börn sem upplifa öryggi og njóta sín ná meiri árangri í námi og öðlast meiri félagshæfni en önnur börn. Tryggasta leiðin til að skapa samfélag með jöfnum tækifærum fyrir alla er að byggja upp skólakerfi sem eflir öll börn og ungmenni til aukinnar menntunar, mennsku og farsældar, óháð bakgrunni þeirra. Við viljum menntakerfi sem gerir öllum kleift að ná árangri og upplifa gildi virkrar samfélagsþátttöku. Íslendingum af erlendum uppruna fjölgar stöðugt. Fjölgunin hefur verið ör alla þessa öld en frá lokum Covid-19 hefur fjölgunin verið veruleg. Stór hópur þessara nýju Íslendinga eru börn. Við þurfum að opna faðminn gagnvart þessum börnum, og bjóða þeim með, hlusta á raddir þeirra og sýna áhuga og samkennd gangvart þeirra reynslu og þekkingu. Við tölum um inngildingu en hún snýr að því að skapa tækifæri og vettvang fyrir alla til virkrar lýðræðislegrar þátttöku í samfélaginu óháð bakgrunni, tungumáli eða öðrum þáttum sem allt of oft ýta undir fordóma, aðskilnað og mismunun. Þetta gildir jafnt um börnin og foreldra þeirra. Kennum íslensku í sérhverjum skóla En það er vandasamt að taka á móti börnum sem kunna ekki stakt orð í íslensku og mennta þau. Þetta þekkja allir kennarar. Bakgrunnur barnanna er afar ólíkur og við þurfum að gefa þeim tíma til að fóta sig í samfélaginu um leið og við þurfum að opna faðminn. Það þarf að vera til staðar þekking, umgjörð og skipulag sem styður vel við nám nýkominna nemenda. Í nokkrum sveitarfélögum hefur byggst upp góð reynsla í að skapa nýjum nemendum sérstakar aðstæður fyrstu vikurnar í íslenskum skóla og vísa ég þá til dæmis til Háaleitisskóla í Reykjanesbæ og fjögurra íslenskuvera Reykjavíkurborgar. Þarna fá börnin mikilvægt skjól fyrstu vikurnar í skóla en eru samt strax hluti af skólasamfélaginu með þátttöku í frístundastarfi og þeim námsgreinum sem þau hafa forsendur til, líkt og íþróttir, list- og verkgreinar og stærðfræði, allt eftir námslegri stöðu. Íslenskukennsla strax Þessir nemendur þurfa markvissa kennslu og það verður að vera til staðar þekking hjá kennurum í að fylgja eftir hæfniramma í íslensku sem öðru tungumáli. Það þarf að tryggja öllum börnunum gæðakennslu og það er á ábyrgð fræðsluyfirvalda og skólastjórnenda. Hún þarf að hefjast strax þegar barn flyst til landsins og vera í boði öllum börnum. Mikilvægt er að byrja strax á að aðstoða börn en einnig þarf að huga að foreldrunum og þurfa þeir að taka virkan þátt í íslenskukennslu barna sinna til að byrja með. Ég sé fyrir mér að foreldrar fái foreldrafræðslu og menningarmiðlun í einhvern tíma eftir að barn byrjar í skóla. Yfirfærslan úr skjóli fyrstu viknanna yfir í fulla þátttöku í almennu bekk þarf síðan að vera skýr og vel studd. Það skiptir líka máli að kennarar hafi aðgengi að starfsþróun á þessu sviði, hafi gott aðgengi að námsefni og verkfærum en það erum við í Mennta- og barnamálaráðuneytinu og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu að byggja upp í gegnum MEMM verkefnið. Það á ekki hver og einn kennari, skóli eða sveitarfélag að þurfa að finna upp hjólið. Við þurfum og ætlum að gera betur. Það er ekki inngilding að setja nemendur strax inn í almennan bekk skóla án viðeigandi stuðnings og það er ekki heldur inngilding að stofna sérstaka móttökuskóla. Veitum börnunum öryggi í fyrstu skrefunum og styðjum þau til vaxtar í gegnum farsælt skóla- og frístundastarf. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Íslensk tunga Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innflytjendamál Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Öll börn eiga skilið að njóta bernsku sinnar. Börn sem upplifa öryggi og njóta sín ná meiri árangri í námi og öðlast meiri félagshæfni en önnur börn. Tryggasta leiðin til að skapa samfélag með jöfnum tækifærum fyrir alla er að byggja upp skólakerfi sem eflir öll börn og ungmenni til aukinnar menntunar, mennsku og farsældar, óháð bakgrunni þeirra. Við viljum menntakerfi sem gerir öllum kleift að ná árangri og upplifa gildi virkrar samfélagsþátttöku. Íslendingum af erlendum uppruna fjölgar stöðugt. Fjölgunin hefur verið ör alla þessa öld en frá lokum Covid-19 hefur fjölgunin verið veruleg. Stór hópur þessara nýju Íslendinga eru börn. Við þurfum að opna faðminn gagnvart þessum börnum, og bjóða þeim með, hlusta á raddir þeirra og sýna áhuga og samkennd gangvart þeirra reynslu og þekkingu. Við tölum um inngildingu en hún snýr að því að skapa tækifæri og vettvang fyrir alla til virkrar lýðræðislegrar þátttöku í samfélaginu óháð bakgrunni, tungumáli eða öðrum þáttum sem allt of oft ýta undir fordóma, aðskilnað og mismunun. Þetta gildir jafnt um börnin og foreldra þeirra. Kennum íslensku í sérhverjum skóla En það er vandasamt að taka á móti börnum sem kunna ekki stakt orð í íslensku og mennta þau. Þetta þekkja allir kennarar. Bakgrunnur barnanna er afar ólíkur og við þurfum að gefa þeim tíma til að fóta sig í samfélaginu um leið og við þurfum að opna faðminn. Það þarf að vera til staðar þekking, umgjörð og skipulag sem styður vel við nám nýkominna nemenda. Í nokkrum sveitarfélögum hefur byggst upp góð reynsla í að skapa nýjum nemendum sérstakar aðstæður fyrstu vikurnar í íslenskum skóla og vísa ég þá til dæmis til Háaleitisskóla í Reykjanesbæ og fjögurra íslenskuvera Reykjavíkurborgar. Þarna fá börnin mikilvægt skjól fyrstu vikurnar í skóla en eru samt strax hluti af skólasamfélaginu með þátttöku í frístundastarfi og þeim námsgreinum sem þau hafa forsendur til, líkt og íþróttir, list- og verkgreinar og stærðfræði, allt eftir námslegri stöðu. Íslenskukennsla strax Þessir nemendur þurfa markvissa kennslu og það verður að vera til staðar þekking hjá kennurum í að fylgja eftir hæfniramma í íslensku sem öðru tungumáli. Það þarf að tryggja öllum börnunum gæðakennslu og það er á ábyrgð fræðsluyfirvalda og skólastjórnenda. Hún þarf að hefjast strax þegar barn flyst til landsins og vera í boði öllum börnum. Mikilvægt er að byrja strax á að aðstoða börn en einnig þarf að huga að foreldrunum og þurfa þeir að taka virkan þátt í íslenskukennslu barna sinna til að byrja með. Ég sé fyrir mér að foreldrar fái foreldrafræðslu og menningarmiðlun í einhvern tíma eftir að barn byrjar í skóla. Yfirfærslan úr skjóli fyrstu viknanna yfir í fulla þátttöku í almennu bekk þarf síðan að vera skýr og vel studd. Það skiptir líka máli að kennarar hafi aðgengi að starfsþróun á þessu sviði, hafi gott aðgengi að námsefni og verkfærum en það erum við í Mennta- og barnamálaráðuneytinu og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu að byggja upp í gegnum MEMM verkefnið. Það á ekki hver og einn kennari, skóli eða sveitarfélag að þurfa að finna upp hjólið. Við þurfum og ætlum að gera betur. Það er ekki inngilding að setja nemendur strax inn í almennan bekk skóla án viðeigandi stuðnings og það er ekki heldur inngilding að stofna sérstaka móttökuskóla. Veitum börnunum öryggi í fyrstu skrefunum og styðjum þau til vaxtar í gegnum farsælt skóla- og frístundastarf. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar