„Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 14. nóvember 2025 13:32 Þegar alvarleg kynferðisbrot koma upp - sér í lagi þegar börn eru þolendur - bregður mörgum hversu ítarlegar og nákvæmar lýsingar birtast í fjölmiðlum. Oft spyr ég mig til hvers við erum með lokað þinghald til að vernda brotaþola þegar lýsingar á ofbeldinu birtast svo nánast óhindrað í fjölmiðlum? Við eigum að vernda þolendur, ekki aðeins lagalega, heldur einnig tilfinningalega og félagslega. Orðalag sem afvegaleiðir og skaðar þolendur Fyrir utan þessar berskjaldandi lýsingar sést oft orðalag sem villir um fyrir lesendum, til dæmis að ,,samræði” hafi átt sér stað á milli fullorðins og barns. Slíkt orðalag er ekki aðeins rangt heldur skaðlegt. Barn getur aldrei gefið samþykki til kynferðislegra athafna, sama hverjar aðstæðurnar eru. Þegar fullorðinn einstaklingur snertir barn á kynferðislegan hátt er það alltaf ofbeldi og alltaf kynferðisbrot, óháð því hvaða lýsingar koma í fréttum eða lagalegum textum. Í nýlegri frétt um karlmann sem var ákærður fyrir kynferðisofbeldi gegn barni var sagt að hann hafi haft „önnur kynferðismök en samræði við stúlku” og að hann hafði „notfært sér að þannig var ástatt um stúlkuna að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga”. Hvernig er hægt að halda því fram að fullorðnir hafi „samræði“ við börn og hvernig eiga börn að geta spornað við kynferðisofbeldi? Ábyrgðin aldrei á brotaþolum Enn og aftur er ábyrgðin sett á þolendur að geta einhvern veginn spornað við verknaðinum, líka þegar þau eru leikskólabörn. Við sem samfélag getum ekki samþykkt þetta orðalag. Það getur ekki átt heima í lagalegu umhverfi sem snýr að börnum. Þegar notað er rangt orðalag hlífum við ekki þolendum - við hlífum gerendum. Með því að velja orð sem hljóma gagnkvæm eða hlutlaus er hægt að draga úr ábyrgð þess sem braut gegn barni. Raunveruleikinn er sá að: barn getur ekki gefið samþykki og getur ekki varið sig, sérstaklega ekki gegn fullorðnum. Fjölmiðlar verða að axla ábyrgð Ef fjölmiðlar vilja gegna hlutverki sínu sem verndarar gagnsæis og upplýsinga verða þeir að byrja á því að nota rétt og skýrt orðalag. Það verður að vera hægt að fjalla um þessi mál án þess að endurtaka ranghugmyndir réttarkerfis fortíðar eða menningar sem hefur forðast að nefna hluti sínum réttu nöfnum. Við hljótum að vera öll sammála um að núverandi nálgun er bæði úrelt og dregur úr alvarleika brota. Orð móta viðhorf. „Samræði við barn“ er orðalag sem er ekki til í raunveruleikanum. Þetta er alltaf ofbeldi. Þetta er alltaf misnotkun. Þetta er alltaf nauðgun. Höfundur er stjórnarformaður Vitundar, samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðný S. Bjarnadóttir Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar alvarleg kynferðisbrot koma upp - sér í lagi þegar börn eru þolendur - bregður mörgum hversu ítarlegar og nákvæmar lýsingar birtast í fjölmiðlum. Oft spyr ég mig til hvers við erum með lokað þinghald til að vernda brotaþola þegar lýsingar á ofbeldinu birtast svo nánast óhindrað í fjölmiðlum? Við eigum að vernda þolendur, ekki aðeins lagalega, heldur einnig tilfinningalega og félagslega. Orðalag sem afvegaleiðir og skaðar þolendur Fyrir utan þessar berskjaldandi lýsingar sést oft orðalag sem villir um fyrir lesendum, til dæmis að ,,samræði” hafi átt sér stað á milli fullorðins og barns. Slíkt orðalag er ekki aðeins rangt heldur skaðlegt. Barn getur aldrei gefið samþykki til kynferðislegra athafna, sama hverjar aðstæðurnar eru. Þegar fullorðinn einstaklingur snertir barn á kynferðislegan hátt er það alltaf ofbeldi og alltaf kynferðisbrot, óháð því hvaða lýsingar koma í fréttum eða lagalegum textum. Í nýlegri frétt um karlmann sem var ákærður fyrir kynferðisofbeldi gegn barni var sagt að hann hafi haft „önnur kynferðismök en samræði við stúlku” og að hann hafði „notfært sér að þannig var ástatt um stúlkuna að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga”. Hvernig er hægt að halda því fram að fullorðnir hafi „samræði“ við börn og hvernig eiga börn að geta spornað við kynferðisofbeldi? Ábyrgðin aldrei á brotaþolum Enn og aftur er ábyrgðin sett á þolendur að geta einhvern veginn spornað við verknaðinum, líka þegar þau eru leikskólabörn. Við sem samfélag getum ekki samþykkt þetta orðalag. Það getur ekki átt heima í lagalegu umhverfi sem snýr að börnum. Þegar notað er rangt orðalag hlífum við ekki þolendum - við hlífum gerendum. Með því að velja orð sem hljóma gagnkvæm eða hlutlaus er hægt að draga úr ábyrgð þess sem braut gegn barni. Raunveruleikinn er sá að: barn getur ekki gefið samþykki og getur ekki varið sig, sérstaklega ekki gegn fullorðnum. Fjölmiðlar verða að axla ábyrgð Ef fjölmiðlar vilja gegna hlutverki sínu sem verndarar gagnsæis og upplýsinga verða þeir að byrja á því að nota rétt og skýrt orðalag. Það verður að vera hægt að fjalla um þessi mál án þess að endurtaka ranghugmyndir réttarkerfis fortíðar eða menningar sem hefur forðast að nefna hluti sínum réttu nöfnum. Við hljótum að vera öll sammála um að núverandi nálgun er bæði úrelt og dregur úr alvarleika brota. Orð móta viðhorf. „Samræði við barn“ er orðalag sem er ekki til í raunveruleikanum. Þetta er alltaf ofbeldi. Þetta er alltaf misnotkun. Þetta er alltaf nauðgun. Höfundur er stjórnarformaður Vitundar, samtaka gegn kynbundnu ofbeldi.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun