„What do you mean by shit-mix, are you mixing the shit?“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. mars 2024 07:01 Anna Margrét Gunnarsdóttir eigandi Altso samskiptaráðgjafar, býr í Stokkhólmi þar sem hún starfaði áður fyrir móðurfélag H&M en þar áður starfaði hún fyrir H&M í Osló. Anna Margrét segir þessa nágranna okkar oft hafa orðið undrandi á þetta-reddast hugarfari Íslendinga. Vísir/Vilhelm „Jú auðvitað kenndi ég þeim líka að skítamixa stundum. Því í öllum flóknum verkefnum má gera ráð fyrir að á einhverjum tímapunkti þurfi eitthvað skítamix og þar erum við Íslendingar einfaldlega heimsmeistarar,“ segir Anna Margrét Gunnarsdóttir eigandi Altso samskiptaráðgjafar og hlær. Anna Margrét býr í Stokkhólmi í Svíþjóð en flutti þangað frá Osló í Noregi, þegar henni bauðst starf hjá móðurfélagi tískurisans H&M Group. Þar bar hún ábyrgð á öllum sjálfbærnisamskiptum móðurfélagsins og starfaði náið með framkvæmdastjórn félagsins. Svíinn er auðvitað allt öðruvísi en við og skildi oft ekkert í því hvað þetta shit-mix gæti verið: What do you mean by shit-mix, are you mixing the shit?“ Já það er stutt í hláturinn í samtali við Önnu Margréti, sem þrátt fyrir að elska að búa í Stokkhólmi og sakna enn Osló, sér fyrir sér að með tíð og tíma verði stefnan tekin aftur til Íslands. Við skulum heyra sögu Önnu Margrétar. Anna Margrét segist hafa verið skvísa frá fæðingu en í æsku átti ballett hug hennar allan. Fullorðin glímdi hún við smá skólahræðslu en endaði þó með að klára háskóla- og meistaranám, eignast fyrsta barn samhliða námi í Osló og ráða sig með barn á brjósti til stórveldisins H&M. Skvísa frá 1987 Anna Margrét fæddist á þjóðhátíðardegi Frakka, þann 14.júlí árið 1987. „Mamma og pabbi voru ekkert að leiðrétta mig þegar við vorum eitt sinn í ferðalagi í Frakklandi á þjóðhátíðardaginn þeirra. Ég trúði því auðvitað að hátíðarhöldin væri vegna þess að ég ætti afmæli,“ segir Anna Margrét og hlær. En útskýrir að hún hafi þó aðeins verið sex ára. Ballett átti hug hennar allan í æsku og allt fram til 17 ára. „Allur persónuleikinn minn var ballett, ég æfði stíft og tók hlutverkinu mjög alvarlega. Enda var ballettinn mjög alvarlegur á þessum tíma. Við máttum til dæmis ekki brosa nema upp á sviði og svo framvegis. Sem þýddi að þá einfaldlega brosti ég ekki annars staðar.“ Sautján ára rambar hún inn á skrifstofu AFS skiptinemasamtakanna í bænum. Þá byrjuð í Kvennaskólanum í Reykjavík. „Ég spurði konuna hvert ég gæti farið. Hún sagði Paragvæ eða Ungverjaland, hún mælti með Paragvæ því spænskan gæti verið gott tungumál að kunna,“ segir Anna Margrét en bætir við: „Eftir á að hyggja hefði ég miklu frekar átt að fara til Ungverjalands. Því þarna er ég orðin nokkuð sjálfstæð og þekkti ekkert annað, byrjuð í feminismanum og því öllu. Ég passaði því ekkert inn í þetta samfélag í Paragvæ, þar sem það voru allt önnur viðhorf um það hvernig strákar og stelpur ættu að vera.“ Anna Margrét þraukaði þó árið, flutti á milli fjölskyldna, kom síðan heim og kláraði stúdentinn úr Kvennó. „Í Kvennó tók ég virkan þátt í leikfélaginu og tók því hlutverki auðvitað mjög alvarlega; nú varð persónuleikinn minn bara leikari, ég talaði rosalega hægt og skýrt,“ segir Anna Margrét og hlær. Með skóla vann hún í tískubúðum eins og Sautján og Spútnik. „Ég var alltaf mikil skvísa og tók því hlutverki auðvitað jafn alvarlega og öðrum hlutverkum,“ segir Anna Margrét og skellir uppúr. „Það hlutverk hófst reyndar árið 1987.“ Anna Margrét og Einar Geirsson eiginmaður hennar, söfnuðu sér lengi pening til að eiga fyrir einu ári í Gautaborg þar sem Einar fór í skiptinám og hún að læra sænsku. Þá kom bankahrunið og peningarnir dugðu ekki til. Parið lifði á frosnum kjúklingum vikum saman en Anna segir minningarnar frá þessum tíma þó fyrst og fremst skemmtilegar. Ástin og bankahrunið Fyrir tilstilli vinkonu sinnar kynntist hún manninum sínum, Einari Geirssyni . Hann hafði verið í sjálfboðastarfi í Brasilíu og útskrifast úr Kvennó nokkru áður en Anna Margrét. „Og þessi vinkona mín var nú ekki betri í landafræði en það að hún var búin að segja við okkur bæði að við yrðum hreinlega að hittast; því við hefðum verið á sama stað í Suður Ameríku!“ Sem var auðvitað ekki raunin en gaf Önnu Margréti og Einari færi á samtali þegar þau loks hittust. Síðan eru liðin mörg ár og tvö börn eru fædd þau Bjartur, 7 ára og Áslaug Sóllilja, 3 ára. . „Einar ólst upp í Svíþjóð fram að unglingsaldri. Við fluttum þangað þegar hann fór í skiptinám í verkfræðinni og ég ákvað að læra sænskuna,“ segir Anna og bætir við: „Við vorum búin að vinna að því lengi að safna pening svo við ættum fyrir búsetu þarna úti í eitt ár. Nema að stuttu eftir að við komum út varð bankahrunið og hvað kom í ljós þá annað en að auðvitað áttum við alls ekki lengur fyrir þessu ári!“ Með aðstoð foreldra tókst þeim þó að klára árið. Við fengum smá pening lánaðan hjá foreldrum okkar, mamma gaf okkur kort í ræktina og síðan áttum við smá pening til að fara reglulega í hraðbanka, tókum þá út pening, fórum í búðina, keyptum frosinn kjúkling og grænmeti og lifðum síðan á því út vikuna í 20 fermetra íbúðinni okkar.“ Sem Anna Margrét segir vissulega hafa verið erfitt en í minningunni fyrst og fremst tími góðra minninga. Þegar heim var komið, fékk Anna Margrét starf í verslun sem var nýbúið að opna í Kringlunni og hét Mýrin. Þar voru seldar hönnunarvörur frá ýmsum aðilum. „Ég var alltaf með vissa skólahræðslu. Mér hafði þó gengið vel í skólanum nema stærðfræði, ég náði henni ekki. En þegar ég var verslunarstjóri í Mýrinni og fékk að spreyta mig á svo mörgu þar, áttaði ég mig á því að svona rekstur átti mjög vel við mig.“ Sem verslunarstjóri kom Anna Margrét að mörgum ólíkum verkefnum. Allt frá verðlagningu yfir í samninga við hönnuði, uppstillingar í búðinni og svo framvegis. „Og mér fannst ótrúlega gaman að pæla í þessu öllu. Ekki síst neysluhegðuninni. Hvers vegna fólk keypti frekar þennan lit en hinn, hvers vegna fólk kaupir frekar vörur ef þeim er stillt upp í verslun á vissan hátt eða eftir því hvort þær eru til vinstri eða hægri fyrst eftir að fólk kemur inn og svo framvegis.“ Svo mikill var áhuginn að oftar en ekki þurfti Einar að hlusta á öll fræðin og pælingarnar. Svo skemmtilegt var starfið. „Einar endar síðan með að spyrja: Hvers vegna skellir þú þér ekki í viðskiptafræðina? Og ég horfði bara á hann og hugsaði með mér: Já, já, ekkert mál fyrir verkfræðinginn að leggja þetta til. Því enn var alltaf þessi skólahræðsla í mér, ég var einfaldlega svo sannfærð um að geta ekkert í stærðfræði.“ Eftir smá samtal, keypti hún þó kennslubók í stærðfræði sem kennd var sem grunnám í framhaldsskólum. „Á kvöldin og um helgar sat Einar síðan með mér og kenndi mér stærðfræði,“ segir Anna og viðurkennir að það hafi þó oft verið grátið yfir lærdómnum. En á endanum skráði hún sig í Háskóla Íslands, þar sem hún útskrifaðist sem viðskiptafræðingur árið 2014. „Og þar áttaði ég mig auðvitað á því að ég gat þetta alveg. Ef eitthvað gekk ekki upp, væri ekkert annað en að standa aftur upp og reyna á ný.“ Seinna fór Anna Margrét í meistaranám í Osló. „Meistaranámið er í rauninni miklu skemmtilegri nám. Allt önnur viðfangsefni, öðruvísi viðmót kennara og svo framvegis. Þess vegna mæli ég með því við alla sem fara í viðskiptafræði að fara líka í meistarann.“ Anna Margrét hafði ekki trú á því sjálf að hún gæti klárað háskólanám því hún átti erfitt með stærðfræði. Einar maðurinn hennar hvatti hana áfram og sat á endanum með henni heima á kvöldin og kenndi henni stærðfræði. Loks skráði hún sig í viðskiptafræðina og komst þá auðvitað að því að auðvitað gæti hún þetta allt saman. Vísir/Vilhelm Barn á brjósti og starfsframinn Eftir nám starfaði Anna Margrét um tíma á Nýju lífi. „Sem mér fannst geggjað! Eitt tískutímarit á Íslandi og ég að vinna þar.“ Ekki síst var gaman að fara til útlanda með pressupassann. „Þá fór maður með pressupassann á stórsýningar eins og London fashion week. Fór síðan út á bakvið og keypti sér pulsu því maður átti auðvitað engan pening,“ segir Anna og skellihlær. ,,Mér fannst stefnan svolítið tekin þarna. Að hugurinn stefndi á að sameina tísku, markaðsmál og fjölmiðla.“ Ástæðan fyrir því að Anna og Einar fluttu hins vegar til Osló var að Einar var í starfi hjá fyrirtæki sem var með starfstöð í Osló. „Það er rosalega gott að búa í Osló. Ég segi alltaf um borgina; Þar er ekki mikið um að vera, en gott að vera.“ Þegar Anna Margrét var að vinna í meistararitgerðinni sinni, fæddist sonurinn Bjartur árið 2016. . „Þetta var svona klassískt íslenskt: Að vera í meistaranámi og eignast barn.“ Þegar sonurinn var nýfæddur, rekst Anna Margrét á frétt um að H&M ætli að opna á Íslandi. Í fréttinni kom fram að ætlunin væri að ráða íslenskan starfsmann á skrifstofuna til að undirbúa opnunina og að væntingar væru um að finna einhvern Íslending sem þó væri til í að búa í Osló. Þarna sat ég um miðja nótt og var að gefa stráknum brjóst og hugsaði með mér: Bíddu nú við…. Ég hef áhuga á tísku, ég er með menntunina og reynsluna og ég bý í Osló!“ Það sem meira var, sá Anna fyrir sér að þetta starf gæti sameinað allt sem hún hefði mestan áhuga á. Með hálfum huga, sótti Anna Margrét því um starfið. „Auðvitað var ég með væntingar um að fá vinnuna, ég viðurkenni það alveg. En ég sótti samt um nánast upp á grínið því ég var svo viss um að ég fengi ekki starfið.“ En viti menn: Anna Margrét var ráðin. Sem verkefnastjóri hjá móðurfélagi H&M lærðist Önnu Margréti að það skiptir ekki máli hvar maður starfar: Í flóknum verkefnum geta oft komið upp mál sem kalla á eitthvað skítamix. Hún segir oft hafa verið mikið hlegið þegar hún notaði íslensk orðatiltæki máli sínu til stuðnings. Til dæmis: Not to pee in the shoe. Ekki míga í skóinn Í atvinnuviðtalinu ákvað Anna að segja hvorki frá því að hún væri með nýfætt barn og að vinna í meistararitgerðinni sinni. „Ég hugsaði bara með mér: Það er mitt að redda því, ekki þeirra.“ Einar tók sér lengra fæðingarorlof og vinkonan sem var að vinna með henni að ritgerðinni, samþykkti að restin yrði unnin á kvöldin og um helgar. Næstu árin starfaði Anna Margrét því fyrir H&M á Íslandi, en búsett í Osló. „Þar lærði maður ótrúlega mikið því Norðmenn eru auðvitað formfastari en við Íslendingar. Sem finnst alltaf ekkert mál að redda öllu. Sem getur verið bæði gott og slæmt.“ Stundum segir hún þó að kollegar hennar í Noregi hafi orðið hálf hissa á uppátækjunum. „Þeir vildu fá dansk/íslenskan áhrifavald til að auglýsa opnunina en sú stelpa gat ekki farið í tökur á Íslandi. Ég lagði því bara til að ég myndi skjótast til Danmerkur, finna ljósmyndara, finna sminku og svo framvegis og við myndum bara redda þessu. Sem ég og gerði,“ segir Anna sem dæmi um eitthvað sem er ekta Íslendingur að redda sér, til samanburðar við eitthvað sem Norðmönnum myndi ekki einu sinni detta í hug. „Það sama á við um Svíann. Það hefur oft verið hlegið þegar ég hef verið að kynna þeim einhver íslensk orðatiltæki máli mínu til stuðnings,“ segir Anna Margrét og skellihlær. Til dæmis orðatiltækið Að míga í skóinn. Við vorum kannski að vinna i einhverju þegar ég sagði: No, then we would just pee in the shoe….. sem fékk Svíann til að lyfta upp brúnum og spyrja: What do you mean: You are going to pee in the shoe?“ Því þrátt fyrir að una sér vel í Osló, var það starfsframinn sem leiddi skötuhjúin til Stokkhólms. . „Það opnaðist tækifæri fyrir nýtt starf í höfuðstöðvum H&M í Stokkhólmi. Ég sótti um það starf og fékk það og þangað fluttum við. Enda höfum við Einar alltaf verið samstíga um að styðja hvort annað í starfsframa, hvort sem það væri ég eða hann sem færum á undan.“ Dóttirin Áslaug Sóllilja fæddist árið 2021 og viðurkennir Anna Margrét að auðvitað sé það svolítið öðruvísi að vera búsett í Stokkhólmi með tvö lítil börn en ekkert bakland. „Okkur hafði alltaf langað að prófa að búa í Stokkhólmi. En við vorum búin að vera hérna í smá tíma þegar að ég áttaði mig á því að það eru mjög margir hér í sömu sporum og við. Því hingað flytja margir Svíar utan af landi til að búa í borginni. Fjarri baklandinu sínu.“ Hjá H&M Group tók við mjög krefjandi tími en lærdómsríkur. Anna Margrét starfaði sem verkefnastjóri þar sem mörg verkefnin voru þung en áhugaverð. Til dæmis ársskýrsla móðurfélagsins um sjálfbærni, heimildarþáttur um H&M sem var sýndur í sjónvarpi, samskiptamál fyrir forstjóra og margt fleira. „Að vinna fyrir höfuðstöðvarnar var allt öðruvísi en hafði verið í Osló. Því í svona stórfyrirtæki er allt þyngra í vöfum, allir ferlar formfastari. Það tekur allt lengri tíma, innanhúspólitík er auðvitað meiri og fleira mætti telja,“ segir Anna til útskýringar. „Ég lærði samt mjög margt en eftir þrjú ár fannst mér ég vera kominn á þann stað að við mér blöstu tveir möguleikar: Annað hvort að leggja allt kapp í að vinna mig enn meira upp í stöðugildi innan samstæðunnar eða að fara að gera eitthvað annað.“ Anna Margrét ákvað hið síðarnefnda. „Það voru margir hissa á því. Margir samstarfsmenn mínir voru svo viss um að ég stefndi hærra, enda vissi ég alveg að ég hefði möguleika á því. En mig langaði líka til að spreyta mig á öðru, nýta reynsluna sem ég væri búin að öðlast á nýjum vettvangi.“ Úr varð að stofna samskiptaráðgjafafyrirtækið Altso sem starfar fyrir ýmiss íslensk fyrirtæki, í fjarvinnu frá Stokkhólmi. „Það er svo merkilegt með Íslendinga að það er alltaf hægt að tala við alla. Þótt maður þekki fólk ekki neitt, eru allir til í að gefa þér tíma í smá spjall. Þetta þekkist ekki í Skandinavíu,“ segir Anna Margrét þegar hún útskýrir hvernig við tók að koma sér á framfæri sem pr – manneskja og ráðgjafi á Íslandi. „Það hefur samt verið mikill lærdómur að vinna í og læra að skilja hvernig þessi stóru alþjóðlegu fyrirtæki virka. Þetta eru stórar maskínur og í raun má líkja þeim við að vera stórt skip sem brunar áfram, með rosalega mörgu fólki innanborðs en líka mörgum litlum skipstjórum,“ segir Anna og bætir við: „Og eins og gildir alltaf þá er erfitt að fá stórt skip til að breyta um stefnu. En þegar manni tekst það, þá gerast líka stórir hlutir.“ Anna Margrét segist enn sakna Oslóar, það sé yndislegt að vera með börn í Stokkhólmi en gerir ráð fyrir að stefnan verði á endanum tekin til Íslands. Að vinna hjá alþjóðlegu stórfyrirtæki hafi verið mikill og góður lærdómur, í raun séu þau eins og stór skip sem bruna áfram með fullt af fólki innanborðs: Og mörgum litlum skipstjórum. Vísir/Vilhelm En hvernig er að ala upp börn í Svíþjóð? „Það er æðislegt að vera með börn í Svíþjóð. Hér er ótrúlega mikið af flottum leikvöllum í alls konar hverfum og Svíar eru ótrúlega sterkir í barnvænum söfnum. Hér er einfaldlega fullt af söfnum sem eru skemmtileg fyrir börn. Í hverfinu okkar er sundlaug rétt hjá og við Einar eigum hér sitthvora frænkuna sem búa báðar hér með sínum fjölskyldum þannig að hér eigum við líka smá stórfjölskyldu.“ Anna Margrét saknar samt Noregs. „Norðmenn eru með mjög skýr mörk þegar kemur að einkalífi og vinnu. Þar klárar fólk vinnuna á milli klukkan þrjú og fjögur og eftir þann tíma, ertu með fjölskyldunni þinni. Engin sms eða tölvupóstar og svo framvegis, búðir lokaðar á sunnudögum og fleira. Svíar eru harðari þegar kemur að þessu, þótt þeir séu agaðri en Íslendingar,“ segir Anna Margrét. En á endanum býst Anna Margrét við að Ísland verði ofan á. „En eins og oft er, þá eru það börnin og fjölskyldan sem togar í. Við viljum að börnin okkar alist upp í íslensku umhverfi og nái að festa sínar rætur þar. Strákurinn okkar er til dæmis orðinn sjö ára, á heima í Svíþjóð, fæddist í Noregi en er Íslendingur. Við viljum tryggja að þau fái að upplifa æsku á Íslandi en ætli maður verði ekki að tala svolítið varlega svo mamma fari ekki að búast við of miklu,“ segir Anna Margrét og hlær. Starfsframi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Við litum hvort á annað og sögðum upphátt: Þetta er samruni!“ „Þetta var svo fyndið því að um morguninn fengum við sams konar tölvupóst frá forstjórunum okkar sem tilkynntu mikilvægan starfsmannafund. Við litum hvort á annað og sögðum upphátt: Þetta er samruni!“ segir Rebekka Rún Jóhannesdóttir og hlær. 2. janúar 2024 07:01 „Leitaði að Íslendingalegu og vel treystandi fólki á flugvellinum“ „Þá fór þetta þannig fram að maður tók myndir á svart hvíta filmu en skrifaði fréttina á ritvél, eða einfaldlega handskrifaði hana á pappír. Fréttina og filmuna setti maður síðan í umslag, fór á Kastrup og leitaði að Íslendingalegu og vel treystandi fólki á flugvellinum og bað það um að flytja umslagið með sér heim,“ segir Þórir Guðmundsson þegar hann rifjar upp hvernig blaðamannastarfið fór fram í upphafi. 26. desember 2023 08:01 Styrkleiki en ekki aumingjaskapur að þora að hætta við og prófa sig áfram „Ég man mómentið þegar himnarnir hreinlega opnuðust,“ segir Katrín Aagestad Gunnarsdóttir og skælbrosir þegar hún rifjar upp þá tilfinningu sem fylgdi að vera loksins búin að finna sína rétta hillu. 11. desember 2023 07:01 „Einu sinni var ég svo blankur að ég átti ekki fyrir mat“ „Mamma sendi mér styrkinn úr lánasjóðnum í umslagi með pósti. Hún pakkaði peningunum inn í álpappír,“ segir Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal þegar hann rifjar upp námsárin sín í Danmörku. 5. nóvember 2023 08:00 „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi“ „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi. Það gekk svo vel. En einn daginn bankaði stjórnarformaðurinn upp á heima hjá mér og ég var rekin,“ segir Björg Ingadóttir og skellihlær. 23. október 2023 07:30 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Anna Margrét býr í Stokkhólmi í Svíþjóð en flutti þangað frá Osló í Noregi, þegar henni bauðst starf hjá móðurfélagi tískurisans H&M Group. Þar bar hún ábyrgð á öllum sjálfbærnisamskiptum móðurfélagsins og starfaði náið með framkvæmdastjórn félagsins. Svíinn er auðvitað allt öðruvísi en við og skildi oft ekkert í því hvað þetta shit-mix gæti verið: What do you mean by shit-mix, are you mixing the shit?“ Já það er stutt í hláturinn í samtali við Önnu Margréti, sem þrátt fyrir að elska að búa í Stokkhólmi og sakna enn Osló, sér fyrir sér að með tíð og tíma verði stefnan tekin aftur til Íslands. Við skulum heyra sögu Önnu Margrétar. Anna Margrét segist hafa verið skvísa frá fæðingu en í æsku átti ballett hug hennar allan. Fullorðin glímdi hún við smá skólahræðslu en endaði þó með að klára háskóla- og meistaranám, eignast fyrsta barn samhliða námi í Osló og ráða sig með barn á brjósti til stórveldisins H&M. Skvísa frá 1987 Anna Margrét fæddist á þjóðhátíðardegi Frakka, þann 14.júlí árið 1987. „Mamma og pabbi voru ekkert að leiðrétta mig þegar við vorum eitt sinn í ferðalagi í Frakklandi á þjóðhátíðardaginn þeirra. Ég trúði því auðvitað að hátíðarhöldin væri vegna þess að ég ætti afmæli,“ segir Anna Margrét og hlær. En útskýrir að hún hafi þó aðeins verið sex ára. Ballett átti hug hennar allan í æsku og allt fram til 17 ára. „Allur persónuleikinn minn var ballett, ég æfði stíft og tók hlutverkinu mjög alvarlega. Enda var ballettinn mjög alvarlegur á þessum tíma. Við máttum til dæmis ekki brosa nema upp á sviði og svo framvegis. Sem þýddi að þá einfaldlega brosti ég ekki annars staðar.“ Sautján ára rambar hún inn á skrifstofu AFS skiptinemasamtakanna í bænum. Þá byrjuð í Kvennaskólanum í Reykjavík. „Ég spurði konuna hvert ég gæti farið. Hún sagði Paragvæ eða Ungverjaland, hún mælti með Paragvæ því spænskan gæti verið gott tungumál að kunna,“ segir Anna Margrét en bætir við: „Eftir á að hyggja hefði ég miklu frekar átt að fara til Ungverjalands. Því þarna er ég orðin nokkuð sjálfstæð og þekkti ekkert annað, byrjuð í feminismanum og því öllu. Ég passaði því ekkert inn í þetta samfélag í Paragvæ, þar sem það voru allt önnur viðhorf um það hvernig strákar og stelpur ættu að vera.“ Anna Margrét þraukaði þó árið, flutti á milli fjölskyldna, kom síðan heim og kláraði stúdentinn úr Kvennó. „Í Kvennó tók ég virkan þátt í leikfélaginu og tók því hlutverki auðvitað mjög alvarlega; nú varð persónuleikinn minn bara leikari, ég talaði rosalega hægt og skýrt,“ segir Anna Margrét og hlær. Með skóla vann hún í tískubúðum eins og Sautján og Spútnik. „Ég var alltaf mikil skvísa og tók því hlutverki auðvitað jafn alvarlega og öðrum hlutverkum,“ segir Anna Margrét og skellir uppúr. „Það hlutverk hófst reyndar árið 1987.“ Anna Margrét og Einar Geirsson eiginmaður hennar, söfnuðu sér lengi pening til að eiga fyrir einu ári í Gautaborg þar sem Einar fór í skiptinám og hún að læra sænsku. Þá kom bankahrunið og peningarnir dugðu ekki til. Parið lifði á frosnum kjúklingum vikum saman en Anna segir minningarnar frá þessum tíma þó fyrst og fremst skemmtilegar. Ástin og bankahrunið Fyrir tilstilli vinkonu sinnar kynntist hún manninum sínum, Einari Geirssyni . Hann hafði verið í sjálfboðastarfi í Brasilíu og útskrifast úr Kvennó nokkru áður en Anna Margrét. „Og þessi vinkona mín var nú ekki betri í landafræði en það að hún var búin að segja við okkur bæði að við yrðum hreinlega að hittast; því við hefðum verið á sama stað í Suður Ameríku!“ Sem var auðvitað ekki raunin en gaf Önnu Margréti og Einari færi á samtali þegar þau loks hittust. Síðan eru liðin mörg ár og tvö börn eru fædd þau Bjartur, 7 ára og Áslaug Sóllilja, 3 ára. . „Einar ólst upp í Svíþjóð fram að unglingsaldri. Við fluttum þangað þegar hann fór í skiptinám í verkfræðinni og ég ákvað að læra sænskuna,“ segir Anna og bætir við: „Við vorum búin að vinna að því lengi að safna pening svo við ættum fyrir búsetu þarna úti í eitt ár. Nema að stuttu eftir að við komum út varð bankahrunið og hvað kom í ljós þá annað en að auðvitað áttum við alls ekki lengur fyrir þessu ári!“ Með aðstoð foreldra tókst þeim þó að klára árið. Við fengum smá pening lánaðan hjá foreldrum okkar, mamma gaf okkur kort í ræktina og síðan áttum við smá pening til að fara reglulega í hraðbanka, tókum þá út pening, fórum í búðina, keyptum frosinn kjúkling og grænmeti og lifðum síðan á því út vikuna í 20 fermetra íbúðinni okkar.“ Sem Anna Margrét segir vissulega hafa verið erfitt en í minningunni fyrst og fremst tími góðra minninga. Þegar heim var komið, fékk Anna Margrét starf í verslun sem var nýbúið að opna í Kringlunni og hét Mýrin. Þar voru seldar hönnunarvörur frá ýmsum aðilum. „Ég var alltaf með vissa skólahræðslu. Mér hafði þó gengið vel í skólanum nema stærðfræði, ég náði henni ekki. En þegar ég var verslunarstjóri í Mýrinni og fékk að spreyta mig á svo mörgu þar, áttaði ég mig á því að svona rekstur átti mjög vel við mig.“ Sem verslunarstjóri kom Anna Margrét að mörgum ólíkum verkefnum. Allt frá verðlagningu yfir í samninga við hönnuði, uppstillingar í búðinni og svo framvegis. „Og mér fannst ótrúlega gaman að pæla í þessu öllu. Ekki síst neysluhegðuninni. Hvers vegna fólk keypti frekar þennan lit en hinn, hvers vegna fólk kaupir frekar vörur ef þeim er stillt upp í verslun á vissan hátt eða eftir því hvort þær eru til vinstri eða hægri fyrst eftir að fólk kemur inn og svo framvegis.“ Svo mikill var áhuginn að oftar en ekki þurfti Einar að hlusta á öll fræðin og pælingarnar. Svo skemmtilegt var starfið. „Einar endar síðan með að spyrja: Hvers vegna skellir þú þér ekki í viðskiptafræðina? Og ég horfði bara á hann og hugsaði með mér: Já, já, ekkert mál fyrir verkfræðinginn að leggja þetta til. Því enn var alltaf þessi skólahræðsla í mér, ég var einfaldlega svo sannfærð um að geta ekkert í stærðfræði.“ Eftir smá samtal, keypti hún þó kennslubók í stærðfræði sem kennd var sem grunnám í framhaldsskólum. „Á kvöldin og um helgar sat Einar síðan með mér og kenndi mér stærðfræði,“ segir Anna og viðurkennir að það hafi þó oft verið grátið yfir lærdómnum. En á endanum skráði hún sig í Háskóla Íslands, þar sem hún útskrifaðist sem viðskiptafræðingur árið 2014. „Og þar áttaði ég mig auðvitað á því að ég gat þetta alveg. Ef eitthvað gekk ekki upp, væri ekkert annað en að standa aftur upp og reyna á ný.“ Seinna fór Anna Margrét í meistaranám í Osló. „Meistaranámið er í rauninni miklu skemmtilegri nám. Allt önnur viðfangsefni, öðruvísi viðmót kennara og svo framvegis. Þess vegna mæli ég með því við alla sem fara í viðskiptafræði að fara líka í meistarann.“ Anna Margrét hafði ekki trú á því sjálf að hún gæti klárað háskólanám því hún átti erfitt með stærðfræði. Einar maðurinn hennar hvatti hana áfram og sat á endanum með henni heima á kvöldin og kenndi henni stærðfræði. Loks skráði hún sig í viðskiptafræðina og komst þá auðvitað að því að auðvitað gæti hún þetta allt saman. Vísir/Vilhelm Barn á brjósti og starfsframinn Eftir nám starfaði Anna Margrét um tíma á Nýju lífi. „Sem mér fannst geggjað! Eitt tískutímarit á Íslandi og ég að vinna þar.“ Ekki síst var gaman að fara til útlanda með pressupassann. „Þá fór maður með pressupassann á stórsýningar eins og London fashion week. Fór síðan út á bakvið og keypti sér pulsu því maður átti auðvitað engan pening,“ segir Anna og skellihlær. ,,Mér fannst stefnan svolítið tekin þarna. Að hugurinn stefndi á að sameina tísku, markaðsmál og fjölmiðla.“ Ástæðan fyrir því að Anna og Einar fluttu hins vegar til Osló var að Einar var í starfi hjá fyrirtæki sem var með starfstöð í Osló. „Það er rosalega gott að búa í Osló. Ég segi alltaf um borgina; Þar er ekki mikið um að vera, en gott að vera.“ Þegar Anna Margrét var að vinna í meistararitgerðinni sinni, fæddist sonurinn Bjartur árið 2016. . „Þetta var svona klassískt íslenskt: Að vera í meistaranámi og eignast barn.“ Þegar sonurinn var nýfæddur, rekst Anna Margrét á frétt um að H&M ætli að opna á Íslandi. Í fréttinni kom fram að ætlunin væri að ráða íslenskan starfsmann á skrifstofuna til að undirbúa opnunina og að væntingar væru um að finna einhvern Íslending sem þó væri til í að búa í Osló. Þarna sat ég um miðja nótt og var að gefa stráknum brjóst og hugsaði með mér: Bíddu nú við…. Ég hef áhuga á tísku, ég er með menntunina og reynsluna og ég bý í Osló!“ Það sem meira var, sá Anna fyrir sér að þetta starf gæti sameinað allt sem hún hefði mestan áhuga á. Með hálfum huga, sótti Anna Margrét því um starfið. „Auðvitað var ég með væntingar um að fá vinnuna, ég viðurkenni það alveg. En ég sótti samt um nánast upp á grínið því ég var svo viss um að ég fengi ekki starfið.“ En viti menn: Anna Margrét var ráðin. Sem verkefnastjóri hjá móðurfélagi H&M lærðist Önnu Margréti að það skiptir ekki máli hvar maður starfar: Í flóknum verkefnum geta oft komið upp mál sem kalla á eitthvað skítamix. Hún segir oft hafa verið mikið hlegið þegar hún notaði íslensk orðatiltæki máli sínu til stuðnings. Til dæmis: Not to pee in the shoe. Ekki míga í skóinn Í atvinnuviðtalinu ákvað Anna að segja hvorki frá því að hún væri með nýfætt barn og að vinna í meistararitgerðinni sinni. „Ég hugsaði bara með mér: Það er mitt að redda því, ekki þeirra.“ Einar tók sér lengra fæðingarorlof og vinkonan sem var að vinna með henni að ritgerðinni, samþykkti að restin yrði unnin á kvöldin og um helgar. Næstu árin starfaði Anna Margrét því fyrir H&M á Íslandi, en búsett í Osló. „Þar lærði maður ótrúlega mikið því Norðmenn eru auðvitað formfastari en við Íslendingar. Sem finnst alltaf ekkert mál að redda öllu. Sem getur verið bæði gott og slæmt.“ Stundum segir hún þó að kollegar hennar í Noregi hafi orðið hálf hissa á uppátækjunum. „Þeir vildu fá dansk/íslenskan áhrifavald til að auglýsa opnunina en sú stelpa gat ekki farið í tökur á Íslandi. Ég lagði því bara til að ég myndi skjótast til Danmerkur, finna ljósmyndara, finna sminku og svo framvegis og við myndum bara redda þessu. Sem ég og gerði,“ segir Anna sem dæmi um eitthvað sem er ekta Íslendingur að redda sér, til samanburðar við eitthvað sem Norðmönnum myndi ekki einu sinni detta í hug. „Það sama á við um Svíann. Það hefur oft verið hlegið þegar ég hef verið að kynna þeim einhver íslensk orðatiltæki máli mínu til stuðnings,“ segir Anna Margrét og skellihlær. Til dæmis orðatiltækið Að míga í skóinn. Við vorum kannski að vinna i einhverju þegar ég sagði: No, then we would just pee in the shoe….. sem fékk Svíann til að lyfta upp brúnum og spyrja: What do you mean: You are going to pee in the shoe?“ Því þrátt fyrir að una sér vel í Osló, var það starfsframinn sem leiddi skötuhjúin til Stokkhólms. . „Það opnaðist tækifæri fyrir nýtt starf í höfuðstöðvum H&M í Stokkhólmi. Ég sótti um það starf og fékk það og þangað fluttum við. Enda höfum við Einar alltaf verið samstíga um að styðja hvort annað í starfsframa, hvort sem það væri ég eða hann sem færum á undan.“ Dóttirin Áslaug Sóllilja fæddist árið 2021 og viðurkennir Anna Margrét að auðvitað sé það svolítið öðruvísi að vera búsett í Stokkhólmi með tvö lítil börn en ekkert bakland. „Okkur hafði alltaf langað að prófa að búa í Stokkhólmi. En við vorum búin að vera hérna í smá tíma þegar að ég áttaði mig á því að það eru mjög margir hér í sömu sporum og við. Því hingað flytja margir Svíar utan af landi til að búa í borginni. Fjarri baklandinu sínu.“ Hjá H&M Group tók við mjög krefjandi tími en lærdómsríkur. Anna Margrét starfaði sem verkefnastjóri þar sem mörg verkefnin voru þung en áhugaverð. Til dæmis ársskýrsla móðurfélagsins um sjálfbærni, heimildarþáttur um H&M sem var sýndur í sjónvarpi, samskiptamál fyrir forstjóra og margt fleira. „Að vinna fyrir höfuðstöðvarnar var allt öðruvísi en hafði verið í Osló. Því í svona stórfyrirtæki er allt þyngra í vöfum, allir ferlar formfastari. Það tekur allt lengri tíma, innanhúspólitík er auðvitað meiri og fleira mætti telja,“ segir Anna til útskýringar. „Ég lærði samt mjög margt en eftir þrjú ár fannst mér ég vera kominn á þann stað að við mér blöstu tveir möguleikar: Annað hvort að leggja allt kapp í að vinna mig enn meira upp í stöðugildi innan samstæðunnar eða að fara að gera eitthvað annað.“ Anna Margrét ákvað hið síðarnefnda. „Það voru margir hissa á því. Margir samstarfsmenn mínir voru svo viss um að ég stefndi hærra, enda vissi ég alveg að ég hefði möguleika á því. En mig langaði líka til að spreyta mig á öðru, nýta reynsluna sem ég væri búin að öðlast á nýjum vettvangi.“ Úr varð að stofna samskiptaráðgjafafyrirtækið Altso sem starfar fyrir ýmiss íslensk fyrirtæki, í fjarvinnu frá Stokkhólmi. „Það er svo merkilegt með Íslendinga að það er alltaf hægt að tala við alla. Þótt maður þekki fólk ekki neitt, eru allir til í að gefa þér tíma í smá spjall. Þetta þekkist ekki í Skandinavíu,“ segir Anna Margrét þegar hún útskýrir hvernig við tók að koma sér á framfæri sem pr – manneskja og ráðgjafi á Íslandi. „Það hefur samt verið mikill lærdómur að vinna í og læra að skilja hvernig þessi stóru alþjóðlegu fyrirtæki virka. Þetta eru stórar maskínur og í raun má líkja þeim við að vera stórt skip sem brunar áfram, með rosalega mörgu fólki innanborðs en líka mörgum litlum skipstjórum,“ segir Anna og bætir við: „Og eins og gildir alltaf þá er erfitt að fá stórt skip til að breyta um stefnu. En þegar manni tekst það, þá gerast líka stórir hlutir.“ Anna Margrét segist enn sakna Oslóar, það sé yndislegt að vera með börn í Stokkhólmi en gerir ráð fyrir að stefnan verði á endanum tekin til Íslands. Að vinna hjá alþjóðlegu stórfyrirtæki hafi verið mikill og góður lærdómur, í raun séu þau eins og stór skip sem bruna áfram með fullt af fólki innanborðs: Og mörgum litlum skipstjórum. Vísir/Vilhelm En hvernig er að ala upp börn í Svíþjóð? „Það er æðislegt að vera með börn í Svíþjóð. Hér er ótrúlega mikið af flottum leikvöllum í alls konar hverfum og Svíar eru ótrúlega sterkir í barnvænum söfnum. Hér er einfaldlega fullt af söfnum sem eru skemmtileg fyrir börn. Í hverfinu okkar er sundlaug rétt hjá og við Einar eigum hér sitthvora frænkuna sem búa báðar hér með sínum fjölskyldum þannig að hér eigum við líka smá stórfjölskyldu.“ Anna Margrét saknar samt Noregs. „Norðmenn eru með mjög skýr mörk þegar kemur að einkalífi og vinnu. Þar klárar fólk vinnuna á milli klukkan þrjú og fjögur og eftir þann tíma, ertu með fjölskyldunni þinni. Engin sms eða tölvupóstar og svo framvegis, búðir lokaðar á sunnudögum og fleira. Svíar eru harðari þegar kemur að þessu, þótt þeir séu agaðri en Íslendingar,“ segir Anna Margrét. En á endanum býst Anna Margrét við að Ísland verði ofan á. „En eins og oft er, þá eru það börnin og fjölskyldan sem togar í. Við viljum að börnin okkar alist upp í íslensku umhverfi og nái að festa sínar rætur þar. Strákurinn okkar er til dæmis orðinn sjö ára, á heima í Svíþjóð, fæddist í Noregi en er Íslendingur. Við viljum tryggja að þau fái að upplifa æsku á Íslandi en ætli maður verði ekki að tala svolítið varlega svo mamma fari ekki að búast við of miklu,“ segir Anna Margrét og hlær.
Starfsframi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Við litum hvort á annað og sögðum upphátt: Þetta er samruni!“ „Þetta var svo fyndið því að um morguninn fengum við sams konar tölvupóst frá forstjórunum okkar sem tilkynntu mikilvægan starfsmannafund. Við litum hvort á annað og sögðum upphátt: Þetta er samruni!“ segir Rebekka Rún Jóhannesdóttir og hlær. 2. janúar 2024 07:01 „Leitaði að Íslendingalegu og vel treystandi fólki á flugvellinum“ „Þá fór þetta þannig fram að maður tók myndir á svart hvíta filmu en skrifaði fréttina á ritvél, eða einfaldlega handskrifaði hana á pappír. Fréttina og filmuna setti maður síðan í umslag, fór á Kastrup og leitaði að Íslendingalegu og vel treystandi fólki á flugvellinum og bað það um að flytja umslagið með sér heim,“ segir Þórir Guðmundsson þegar hann rifjar upp hvernig blaðamannastarfið fór fram í upphafi. 26. desember 2023 08:01 Styrkleiki en ekki aumingjaskapur að þora að hætta við og prófa sig áfram „Ég man mómentið þegar himnarnir hreinlega opnuðust,“ segir Katrín Aagestad Gunnarsdóttir og skælbrosir þegar hún rifjar upp þá tilfinningu sem fylgdi að vera loksins búin að finna sína rétta hillu. 11. desember 2023 07:01 „Einu sinni var ég svo blankur að ég átti ekki fyrir mat“ „Mamma sendi mér styrkinn úr lánasjóðnum í umslagi með pósti. Hún pakkaði peningunum inn í álpappír,“ segir Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal þegar hann rifjar upp námsárin sín í Danmörku. 5. nóvember 2023 08:00 „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi“ „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi. Það gekk svo vel. En einn daginn bankaði stjórnarformaðurinn upp á heima hjá mér og ég var rekin,“ segir Björg Ingadóttir og skellihlær. 23. október 2023 07:30 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Við litum hvort á annað og sögðum upphátt: Þetta er samruni!“ „Þetta var svo fyndið því að um morguninn fengum við sams konar tölvupóst frá forstjórunum okkar sem tilkynntu mikilvægan starfsmannafund. Við litum hvort á annað og sögðum upphátt: Þetta er samruni!“ segir Rebekka Rún Jóhannesdóttir og hlær. 2. janúar 2024 07:01
„Leitaði að Íslendingalegu og vel treystandi fólki á flugvellinum“ „Þá fór þetta þannig fram að maður tók myndir á svart hvíta filmu en skrifaði fréttina á ritvél, eða einfaldlega handskrifaði hana á pappír. Fréttina og filmuna setti maður síðan í umslag, fór á Kastrup og leitaði að Íslendingalegu og vel treystandi fólki á flugvellinum og bað það um að flytja umslagið með sér heim,“ segir Þórir Guðmundsson þegar hann rifjar upp hvernig blaðamannastarfið fór fram í upphafi. 26. desember 2023 08:01
Styrkleiki en ekki aumingjaskapur að þora að hætta við og prófa sig áfram „Ég man mómentið þegar himnarnir hreinlega opnuðust,“ segir Katrín Aagestad Gunnarsdóttir og skælbrosir þegar hún rifjar upp þá tilfinningu sem fylgdi að vera loksins búin að finna sína rétta hillu. 11. desember 2023 07:01
„Einu sinni var ég svo blankur að ég átti ekki fyrir mat“ „Mamma sendi mér styrkinn úr lánasjóðnum í umslagi með pósti. Hún pakkaði peningunum inn í álpappír,“ segir Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal þegar hann rifjar upp námsárin sín í Danmörku. 5. nóvember 2023 08:00
„Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi“ „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi. Það gekk svo vel. En einn daginn bankaði stjórnarformaðurinn upp á heima hjá mér og ég var rekin,“ segir Björg Ingadóttir og skellihlær. 23. október 2023 07:30