Meirihluti á bláþræði Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 8. mars 2024 15:30 Bæjarstjórnarmeirihluti, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks, Í Hafnarfirði hékk á bláþræði í gær, fimmtudaginn, 7.febrúar. Ástæðan var andstaða fulltrúa Sjálfstæðisflokksins við það hliðarákvæði kjarasamninga, að börnum í grunnskólum yrði boðnar gjaldfrjálsar máltíðir í skólum. Það vildi Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði ekki. Fulltrúi Framsóknar studdi málið. Samfylkingin hafði forystu í málinu; komu því á dagskrá og knúðu fram samþykkt þess að lyktum. Ferill málsins var eftirfarandi: Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar - Jafnaðarflokks Íslands, fluttu tillögu þess efnis á nefndum bæjarráðsfundi að morgni fimmtudagsins, að Hafnarfjarðarbær styddi heilshugar gjaldfrjálsar máltíðir og eins að bærinn myndi lækka verulega gjaldskrár sínar; úr 9,9% hækkun sem meirihlutinn samþykkti við gerð fjárhagsáætlunar í desember, í 3,5 á yfirstandandi ári. Þetta er í samræmi við óskir aðila vinnumarkaðarins og enda markmiðið að ná niður verðbólgu - og langþráðum stöðugleika. Jafnaðarmenn styðja heilshugar þessa nálgun. Uppákoma íhaldsins En þá varð fjandinn laus í Hafnarfirði. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins með bæjarstjórann í broddi fylkingar fannst tillagan ómöguleg. Fulltrúi Framsóknar fannst þetta hins vegar skynsamleg nálgun, enda framsóknarmenn um allt land umhugað um að samningar næðust á þessum nótum. Óskað þá bæjarstjóri eftir fundarhléi til að freista þess að halda meirihlutanum saman. Það fundarhlé stóð í hálfa aðra klukkustund. Og í kjölfar þess óskaði bæjarstjórnarmeirihluti þessara flokka eftir því að fundinum yrði frestað í rúmar fimm klukkustundir til að meirihlutanum gæfist ráðrúm til að ná áttum og finna lausnir. Það gekk eftir og þegar fundur hófst að nýju eftir þessar rúmu 5 klukkustundir, hafði Framsókn tekist að beygja Sjálfstæðisflokkin. Þá samþykkti Sjálfstæðisflokkurinn frían mat í skólum. Sem hann hafði verið á móti fyrr á deginum! En auðvitað gat Sjálfstæðisflokkurinn ekki samþykkt tillögu jafnaðarmanna - það mátti ekki. En suðu saman aðra tillögu sem var efnislega nákvæmlega eins og tillaga jafnaðarmanna. Samþykktu að lækka gjaldskrár og fríum skólamat lofað. Enda mun ríkissjóður standa straum af stærstum hluta kostnaðar við skólamatinn. Nei að morgni og já síðdegis En þessi biti var beiskur og stór til að kyngja fyrir sjálfstæðismenn; að láta jafnaðarmenn og framsókn beygja sig í duftið. Og óyndi flokksins vegna niðurlægingar hans. birtist í því að skamma Samfylkinguna!! Bæjarstjóri og oddviti íhaldsins bókaði að undirritaður, höfundur þessarar greina, oddviti Samfylkingarininar í Hafnarfirði, hafi brotið trúnað!! Og í hverju átti það trúnaðarbrot að vera fólgið? Jú, í því að segja almenningi og fjölmiðlum frá því að Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði hefði verið á móti tillögu um frían skólamat á bæjarráðsfundi um morguninn. En svo samþykkja þá ráðstöfun að kvöldi til að halda höktandi meirihluta á lífi - enn um sinn. Nei, það verður aldrei leyndarmál og á ekki að vera það, að Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði var eins og fjúkandi lauf á þessum margskipta og einstæða bæjarráðsfundi í gær. Þess ber einnig að geta, að fríar máltíðir í grunnskólum, er að finna í málefnasamningi þessa meirihluta. Sem gerir þessa andstöðu Hafnarfjarðaríhaldsins enn óskiljanlegri. Ragnar Reykás í Hafnarfirði Það er margt skrýtið í kýrhausnum og ekki að undra að almenningur skilji stundum lítið í flækjum stjórnmálanna. Þessi uppákoma í pólitíkinni í Hafnarfirði í gær, er svo sannarlega þeirrar gerðar. Svona eins konar Hafnarfjarðarbrandari íhaldsins. Það má finna Ragnar Reykás víða. Hann var í Hafnarfirði í gær í gervi Sjálfstæðisflokksins. Þar var hann móti máliinu að morgni dags, en svo með því með að síðdegis. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar - Jafnarflokks Íslands í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Árni Stefánsson Hafnarfjörður Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Grunnskólar Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Sjá meira
Bæjarstjórnarmeirihluti, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks, Í Hafnarfirði hékk á bláþræði í gær, fimmtudaginn, 7.febrúar. Ástæðan var andstaða fulltrúa Sjálfstæðisflokksins við það hliðarákvæði kjarasamninga, að börnum í grunnskólum yrði boðnar gjaldfrjálsar máltíðir í skólum. Það vildi Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði ekki. Fulltrúi Framsóknar studdi málið. Samfylkingin hafði forystu í málinu; komu því á dagskrá og knúðu fram samþykkt þess að lyktum. Ferill málsins var eftirfarandi: Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar - Jafnaðarflokks Íslands, fluttu tillögu þess efnis á nefndum bæjarráðsfundi að morgni fimmtudagsins, að Hafnarfjarðarbær styddi heilshugar gjaldfrjálsar máltíðir og eins að bærinn myndi lækka verulega gjaldskrár sínar; úr 9,9% hækkun sem meirihlutinn samþykkti við gerð fjárhagsáætlunar í desember, í 3,5 á yfirstandandi ári. Þetta er í samræmi við óskir aðila vinnumarkaðarins og enda markmiðið að ná niður verðbólgu - og langþráðum stöðugleika. Jafnaðarmenn styðja heilshugar þessa nálgun. Uppákoma íhaldsins En þá varð fjandinn laus í Hafnarfirði. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins með bæjarstjórann í broddi fylkingar fannst tillagan ómöguleg. Fulltrúi Framsóknar fannst þetta hins vegar skynsamleg nálgun, enda framsóknarmenn um allt land umhugað um að samningar næðust á þessum nótum. Óskað þá bæjarstjóri eftir fundarhléi til að freista þess að halda meirihlutanum saman. Það fundarhlé stóð í hálfa aðra klukkustund. Og í kjölfar þess óskaði bæjarstjórnarmeirihluti þessara flokka eftir því að fundinum yrði frestað í rúmar fimm klukkustundir til að meirihlutanum gæfist ráðrúm til að ná áttum og finna lausnir. Það gekk eftir og þegar fundur hófst að nýju eftir þessar rúmu 5 klukkustundir, hafði Framsókn tekist að beygja Sjálfstæðisflokkin. Þá samþykkti Sjálfstæðisflokkurinn frían mat í skólum. Sem hann hafði verið á móti fyrr á deginum! En auðvitað gat Sjálfstæðisflokkurinn ekki samþykkt tillögu jafnaðarmanna - það mátti ekki. En suðu saman aðra tillögu sem var efnislega nákvæmlega eins og tillaga jafnaðarmanna. Samþykktu að lækka gjaldskrár og fríum skólamat lofað. Enda mun ríkissjóður standa straum af stærstum hluta kostnaðar við skólamatinn. Nei að morgni og já síðdegis En þessi biti var beiskur og stór til að kyngja fyrir sjálfstæðismenn; að láta jafnaðarmenn og framsókn beygja sig í duftið. Og óyndi flokksins vegna niðurlægingar hans. birtist í því að skamma Samfylkinguna!! Bæjarstjóri og oddviti íhaldsins bókaði að undirritaður, höfundur þessarar greina, oddviti Samfylkingarininar í Hafnarfirði, hafi brotið trúnað!! Og í hverju átti það trúnaðarbrot að vera fólgið? Jú, í því að segja almenningi og fjölmiðlum frá því að Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði hefði verið á móti tillögu um frían skólamat á bæjarráðsfundi um morguninn. En svo samþykkja þá ráðstöfun að kvöldi til að halda höktandi meirihluta á lífi - enn um sinn. Nei, það verður aldrei leyndarmál og á ekki að vera það, að Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði var eins og fjúkandi lauf á þessum margskipta og einstæða bæjarráðsfundi í gær. Þess ber einnig að geta, að fríar máltíðir í grunnskólum, er að finna í málefnasamningi þessa meirihluta. Sem gerir þessa andstöðu Hafnarfjarðaríhaldsins enn óskiljanlegri. Ragnar Reykás í Hafnarfirði Það er margt skrýtið í kýrhausnum og ekki að undra að almenningur skilji stundum lítið í flækjum stjórnmálanna. Þessi uppákoma í pólitíkinni í Hafnarfirði í gær, er svo sannarlega þeirrar gerðar. Svona eins konar Hafnarfjarðarbrandari íhaldsins. Það má finna Ragnar Reykás víða. Hann var í Hafnarfirði í gær í gervi Sjálfstæðisflokksins. Þar var hann móti máliinu að morgni dags, en svo með því með að síðdegis. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar - Jafnarflokks Íslands í Hafnarfirði.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar