„Verður ekki aftur snúið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. mars 2024 23:30 Jón Arnór Stefánsson þekkir vel þörfina fyrir nýja þjóðarhöll. vísir/Arnar Stórt skref var stigið í átt að nýrri Þjóðarhöll í dag er verkið var auglýst fyrir samkeppnisútboð. Ráðherra og formaður Þjóðarhallar ehf eru bjartsýnir á framhaldið. Fjölmennt var í Laugardalshöll í dag er tilkynnt var um að auglýsing um útboð hefði verið send út um gjörvallt EES-svæðið. Jón Arnór Stefánsson var á meðal þeirra sem tók til máls en hann er formaður Þjóðarhallar ehf. Hann einn besti körfuboltamaður í sögu þjóðar og þekkja fáir betur en hann þörfina á nýrri höll. „Eins mikið og okkur þykir auðvitað vænt um þessa Laugardalshöll, þetta glæsilega mannvirki, sem hefur þjónað þjóðinni vel þá uppfyllir hún engan veginn kröfur sem eru gerðar í alþjóðakeppni,“ „Við eigum það skilið, afreksíþróttafólkið okkar og landsliðin, að spila sína heimaleiki hér á Íslandi. Ég held það hafi enginn áhuga á því að sækja heimaleiki Íslands eitthvað annað,“ segir Jón Arnór og bætir við: „Þetta er mjög brýnt og mikilvægt verkefni.“ En hvaða þýðingu hefur skrefið sem tekið var í dag? „Þetta eru risastór tímamót vegna þess að það er búið auglýsa forval fyrir samkeppnisútboð. Þá er þetta ferli farið af stað og verður ekki aftur snúið. Þetta eru ákveðin tímamót. Það er eitthvað gerast í þessu verkefni, sem hefur verið stopp svolítið lengi, það er ástæðan fyrir því að maður tekur svoleiðis til orða,“ segir Jón Arnór. Ásmundur Einar Daðason er staðráðinn í að sjá nýja þjóðarhöll byrja að rísa á næsta ári, og að allt verði klárt fyrir HM í handbolta 2029 eða 2031.vísir/Einar Mennta- og barnamálaráðherra segir að stefnt sé að því að ná samkomulagi við endanlegan hönnunar- og framkvæmdaraðila í lok árs. „Nú er auglýst þetta forval og svo er gert ráð fyrir því að í sumar séu valin teymin sem munu taka þátt í því að skila inn tillögu um hönnun þessa mannvirkis og gera tilboð í það. Í byrjun nýs árs verði valinn og gengið frá samningum við aðila um þetta. Þá geti framkvæmd hafist á því ári. Þetta eru mikil tímamót,“ segir Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála. Fjármálaráðherra mætti og sýndi stuðning Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármálaráðherra, var ekki á meðal auglýstra framsögumanna í boði á blaðamannafundinn en hún var mætt á svæðið og tók til máls. Hún lýsti formlega yfir stuðningi ráðuneytisins við verkefnið. Slík yfirlýsing hefur ekki komið úr fjármálaráðuneytinu í ferlinu sem stendur yfir. En hvenær verður svo fyrsta skóflustungan? „Við erum að stefna að því að skóflustungan verði árið 2025. Auðvitað gætu aðstæður komið upp sem eru óviðráðanlegar þannig að þetta muni eitthvað teygjast. En við erum að setja stefnuna á verklok í lok árs 2027 eða ársbyrjun 2028,“ segir Jón Arnór. Körfubolti Handbolti Ný þjóðarhöll Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Fjölmennt var í Laugardalshöll í dag er tilkynnt var um að auglýsing um útboð hefði verið send út um gjörvallt EES-svæðið. Jón Arnór Stefánsson var á meðal þeirra sem tók til máls en hann er formaður Þjóðarhallar ehf. Hann einn besti körfuboltamaður í sögu þjóðar og þekkja fáir betur en hann þörfina á nýrri höll. „Eins mikið og okkur þykir auðvitað vænt um þessa Laugardalshöll, þetta glæsilega mannvirki, sem hefur þjónað þjóðinni vel þá uppfyllir hún engan veginn kröfur sem eru gerðar í alþjóðakeppni,“ „Við eigum það skilið, afreksíþróttafólkið okkar og landsliðin, að spila sína heimaleiki hér á Íslandi. Ég held það hafi enginn áhuga á því að sækja heimaleiki Íslands eitthvað annað,“ segir Jón Arnór og bætir við: „Þetta er mjög brýnt og mikilvægt verkefni.“ En hvaða þýðingu hefur skrefið sem tekið var í dag? „Þetta eru risastór tímamót vegna þess að það er búið auglýsa forval fyrir samkeppnisútboð. Þá er þetta ferli farið af stað og verður ekki aftur snúið. Þetta eru ákveðin tímamót. Það er eitthvað gerast í þessu verkefni, sem hefur verið stopp svolítið lengi, það er ástæðan fyrir því að maður tekur svoleiðis til orða,“ segir Jón Arnór. Ásmundur Einar Daðason er staðráðinn í að sjá nýja þjóðarhöll byrja að rísa á næsta ári, og að allt verði klárt fyrir HM í handbolta 2029 eða 2031.vísir/Einar Mennta- og barnamálaráðherra segir að stefnt sé að því að ná samkomulagi við endanlegan hönnunar- og framkvæmdaraðila í lok árs. „Nú er auglýst þetta forval og svo er gert ráð fyrir því að í sumar séu valin teymin sem munu taka þátt í því að skila inn tillögu um hönnun þessa mannvirkis og gera tilboð í það. Í byrjun nýs árs verði valinn og gengið frá samningum við aðila um þetta. Þá geti framkvæmd hafist á því ári. Þetta eru mikil tímamót,“ segir Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála. Fjármálaráðherra mætti og sýndi stuðning Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármálaráðherra, var ekki á meðal auglýstra framsögumanna í boði á blaðamannafundinn en hún var mætt á svæðið og tók til máls. Hún lýsti formlega yfir stuðningi ráðuneytisins við verkefnið. Slík yfirlýsing hefur ekki komið úr fjármálaráðuneytinu í ferlinu sem stendur yfir. En hvenær verður svo fyrsta skóflustungan? „Við erum að stefna að því að skóflustungan verði árið 2025. Auðvitað gætu aðstæður komið upp sem eru óviðráðanlegar þannig að þetta muni eitthvað teygjast. En við erum að setja stefnuna á verklok í lok árs 2027 eða ársbyrjun 2028,“ segir Jón Arnór.
Körfubolti Handbolti Ný þjóðarhöll Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti