Lof og last: Breytingar á kerfinu Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 8. mars 2024 11:31 Ný frumvarpsdrög félags- og vinnumarkaðsráðherra um endurskoðun örorkulífeyriskerfisins stuðla heilt yfir að jákvæðum breytingum. Þetta er mat ÖBÍ réttindasamtaka. Svo fátt eitt sé nefnt er gleðiefni að barnalífeyrir verði greiddur með hlutaörorkulífeyri, að samvinna þjónustukerfa verði aukin, heimilt verði að greiða sjúkra- og endurhæfingargreiðslur þegar fólk bíður eftir að meðferð eða endurhæfing hefjist og að tekin verði út 65% tekjuskerðing og skerðing frá fyrstu krónu með sameiningu framfærsluuppbótar og annarra greiðsluflokka. Það er þó ekki þar með sagt að tillögurnar séu gallalausar eða að frumvarpið leysi að fullu þann mikla tekjuvanda og úrræðaleysi sem fatlað fólk þarf að takast á við. Sömuleiðis er augljóst að endurskoðun kerfisins getur vakið upp ótta. Reynsla lífeyristaka af núverandi kerfi er ekki til þess fallin að auka trú á aðgerðum stjórnvalda í málaflokknum og það er erfitt að spegla sig í kerfi sem ekki er enn orðið til. Hvað varðar einföldun greiðslukerfisins, gagnsæi og stuðning við fólk sem vegna veikinda, áfalla, slysa eða annarrar fötlunar þurfa að hafa skjól í almannatryggingakerfinu, telja ÖBÍ réttindasamtök frumvarpsdrögin stuðla að jákvæðum breytingum. Þau sem verst standa Eins og kemur fram í umsögn ÖBÍ er frumvarpið starfsgetumiðað. Rík ástæða hefði verið til að fjalla nánar í frumvarpsdrögunum um þann hóp sem falla mun undir örorku í nýju kerfi. Þá sérstaklega um hvernig á að bæta kjör lífeyristaka, sem hafa engan veginn haldið í við mikla verðbólgu. Einnig eru gerðar athugasemdir við þær fyrirætlanir að lækka fjárhæðir tveggja greiðsluflokka, heimilisuppbótar og aldursviðbótar og að ekki eigi að greiða aldursviðbót samhliða sjúkra- og endurhæfingargreiðslum. Varða, rannsóknasetur vinnumarkaðarins, vann skýrslu fyrir ÖBÍ á síðasta ári um kjör lífeyristaka. Þar má sjá að staða öryrkja á Íslandi er afar slæm enda býr stór hluti einfaldlega við fátækt. Verst standa einstæðir foreldrar, á öllum mælikvörðum. Hverju breytir hið væntanlega kerfi um örorkugreiðslur? Ef við tökum dæmi um einstakling sem fékk fyrst örorkumat 45 ára, er með heimilisuppbót og verður í nýju kerfi áfram metinn með fulla örorku, þá hækka örorkugreiðslurnar um 803 kr. á mánuði. Fólk sem er með lægstar greiðslur og getur ekki unnið fyrir teljandi upphæðum er í raun fast á sama stað. Að sama skapi benda ÖBÍ réttindasamtök á það að frumvarpsdrögin gefa ekki til kynna að úttekt hafi verið gerð á því hvernig þau sem njóta réttinda í núverandi kerfi falli innan nýs kerfis. Það er óljóst hvort 0-25% geta á vinnumarkaði muni í raun svara 75% læknisfræðilegri örorku. Það er óljóst hvort hópur sem metinn er með 50-74% örorku muni vera metinn með 25-50% getu til virkni á vinnumarkaði. Þetta þarf að skýra. Ísland hefur fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þótt við bíðum enn eftir lögfestingu hans. Í samningnum er meðal annars kveðið á um bann við mismunun og um að fatlað fólk skuli njóta viðunandi lífsskilyrða. Sömuleiðis um að réttur fatlaðs fólks til vinnu sé viðurkenndur og virtur. Ef félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og ríkisstjórnin öll ætla að ná markmiði sínu með bæði frumvarpinu, og markmiði í stjórnarsáttmála um að bæta kjör fatlaðs fólks, eiga að ná fram að ganga þurfa frumvarpsdrögin að endurspegla ákvæði samningsins mun betur. Starfsgeta og sérfræðimat Í stað örorkumats á að koma svonefnt samþætt sérfræðimat. Þetta er ein stærsta breytingin sem endurskoðunin á að koma á. Þetta á, samkvæmt frumvarpsdrögunum, að vera staðlað mat á getu fólks til virkni á vinnumarkaði og á það að byggja á alþjóðlegu flokkunarkerfi um færni, fötlun og heilsu. Niðurstaða matsins á að segja til um hver geta fólks er til virkni á vinnumarkaði. Það er miður að ÖBÍ hafi hvorki séð drögin að samþætta sérfræðimatinu né fái að taka þátt í undirbúningsvinnu. Við köllum eftir bæði samvinnu og samtali um þá vinnu og teljum nauðsynlegt að útfærsla matsins liggi fyrir ef og þegar frumvarpið verður lagt fyrir Alþingi. Úrræðaleysi og litlir möguleikar Til þess að breytingar á örorkulífeyriskerfinu beri árangur þurfa stjórnvöld að bregðast við því úrræðaleysi sem ríkir sem og miklum skorti á möguleikum fyrir fatlað fólk á vinnumarkaði. Ekki er fjallað um það í frumvarpsdrögunum hvaða aðgerða skuli grípa til svo tryggt sé að til staðar séu endurhæfingarúrræði. Í dag er biðin eftir endurhæfingu mjög löng víðs vegar um landið. Jafnræði á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis er lítið. En segjum sem svo að endurhæfing gangi vel og/eða einstaklingur sé reiðubúinn til virkni á vinnumarkaði með einum eða öðrum hætti. Hvað tekur þá við? Möguleikar fatlaðs fólks a vinnumarkaði eru afar takmarkaðir. Viðeigandi aðlögun (nauðsynlegar breytingar og lagfæringar til að tryggja að fatlað fólk fái notið mannréttinda til jafns við aðra) er víða ekki tryggð á vinnustöðum og fordómar mæta fötluðu fólki víða sömuleiðis. Ófullnægjandi frestur Frumvarpsdrögin eru afar umfangsmikil og því er miður að tíminn sem gefinn var til umsagnar hafi verið of skammur til að hægt hafi verið að bregðast við öllum atriðum draganna á þessu stigi. Ýmis atriði sem tókst ekki að taka með í umsögn ÖBÍ réttindasamtaka um drögin bíða því þar til frumvarpið hefur verið lagt fyrir þingið en það hefði verið gott að hafa svigrúm til að bregðast við drögunum að öllu leyti á þessu stigi málsins. Framhaldið Við hjá ÖBÍ réttindasamtökum erum meira en tilbúin til að fylgja umsögn okkar eftir. Við óskum eftir að eiga uppbyggilegt samtal við stjórnvöld og aðra hagaðila um frekari úrvinnslu frumvarpsins. Það er gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld geri það sem þarf til að tryggja að þau sem reiða sig á almannatryggingakerfið fái lifað mannsæmandi lífi og með reisn. Til þess að svo verði þurfa breytingar á kerfinu bæði að auka möguleika fatlaðs fólks til vinnu og að tryggja mannsæmandi kjör fyrir þau sem ekki geta unnið. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ný frumvarpsdrög félags- og vinnumarkaðsráðherra um endurskoðun örorkulífeyriskerfisins stuðla heilt yfir að jákvæðum breytingum. Þetta er mat ÖBÍ réttindasamtaka. Svo fátt eitt sé nefnt er gleðiefni að barnalífeyrir verði greiddur með hlutaörorkulífeyri, að samvinna þjónustukerfa verði aukin, heimilt verði að greiða sjúkra- og endurhæfingargreiðslur þegar fólk bíður eftir að meðferð eða endurhæfing hefjist og að tekin verði út 65% tekjuskerðing og skerðing frá fyrstu krónu með sameiningu framfærsluuppbótar og annarra greiðsluflokka. Það er þó ekki þar með sagt að tillögurnar séu gallalausar eða að frumvarpið leysi að fullu þann mikla tekjuvanda og úrræðaleysi sem fatlað fólk þarf að takast á við. Sömuleiðis er augljóst að endurskoðun kerfisins getur vakið upp ótta. Reynsla lífeyristaka af núverandi kerfi er ekki til þess fallin að auka trú á aðgerðum stjórnvalda í málaflokknum og það er erfitt að spegla sig í kerfi sem ekki er enn orðið til. Hvað varðar einföldun greiðslukerfisins, gagnsæi og stuðning við fólk sem vegna veikinda, áfalla, slysa eða annarrar fötlunar þurfa að hafa skjól í almannatryggingakerfinu, telja ÖBÍ réttindasamtök frumvarpsdrögin stuðla að jákvæðum breytingum. Þau sem verst standa Eins og kemur fram í umsögn ÖBÍ er frumvarpið starfsgetumiðað. Rík ástæða hefði verið til að fjalla nánar í frumvarpsdrögunum um þann hóp sem falla mun undir örorku í nýju kerfi. Þá sérstaklega um hvernig á að bæta kjör lífeyristaka, sem hafa engan veginn haldið í við mikla verðbólgu. Einnig eru gerðar athugasemdir við þær fyrirætlanir að lækka fjárhæðir tveggja greiðsluflokka, heimilisuppbótar og aldursviðbótar og að ekki eigi að greiða aldursviðbót samhliða sjúkra- og endurhæfingargreiðslum. Varða, rannsóknasetur vinnumarkaðarins, vann skýrslu fyrir ÖBÍ á síðasta ári um kjör lífeyristaka. Þar má sjá að staða öryrkja á Íslandi er afar slæm enda býr stór hluti einfaldlega við fátækt. Verst standa einstæðir foreldrar, á öllum mælikvörðum. Hverju breytir hið væntanlega kerfi um örorkugreiðslur? Ef við tökum dæmi um einstakling sem fékk fyrst örorkumat 45 ára, er með heimilisuppbót og verður í nýju kerfi áfram metinn með fulla örorku, þá hækka örorkugreiðslurnar um 803 kr. á mánuði. Fólk sem er með lægstar greiðslur og getur ekki unnið fyrir teljandi upphæðum er í raun fast á sama stað. Að sama skapi benda ÖBÍ réttindasamtök á það að frumvarpsdrögin gefa ekki til kynna að úttekt hafi verið gerð á því hvernig þau sem njóta réttinda í núverandi kerfi falli innan nýs kerfis. Það er óljóst hvort 0-25% geta á vinnumarkaði muni í raun svara 75% læknisfræðilegri örorku. Það er óljóst hvort hópur sem metinn er með 50-74% örorku muni vera metinn með 25-50% getu til virkni á vinnumarkaði. Þetta þarf að skýra. Ísland hefur fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þótt við bíðum enn eftir lögfestingu hans. Í samningnum er meðal annars kveðið á um bann við mismunun og um að fatlað fólk skuli njóta viðunandi lífsskilyrða. Sömuleiðis um að réttur fatlaðs fólks til vinnu sé viðurkenndur og virtur. Ef félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og ríkisstjórnin öll ætla að ná markmiði sínu með bæði frumvarpinu, og markmiði í stjórnarsáttmála um að bæta kjör fatlaðs fólks, eiga að ná fram að ganga þurfa frumvarpsdrögin að endurspegla ákvæði samningsins mun betur. Starfsgeta og sérfræðimat Í stað örorkumats á að koma svonefnt samþætt sérfræðimat. Þetta er ein stærsta breytingin sem endurskoðunin á að koma á. Þetta á, samkvæmt frumvarpsdrögunum, að vera staðlað mat á getu fólks til virkni á vinnumarkaði og á það að byggja á alþjóðlegu flokkunarkerfi um færni, fötlun og heilsu. Niðurstaða matsins á að segja til um hver geta fólks er til virkni á vinnumarkaði. Það er miður að ÖBÍ hafi hvorki séð drögin að samþætta sérfræðimatinu né fái að taka þátt í undirbúningsvinnu. Við köllum eftir bæði samvinnu og samtali um þá vinnu og teljum nauðsynlegt að útfærsla matsins liggi fyrir ef og þegar frumvarpið verður lagt fyrir Alþingi. Úrræðaleysi og litlir möguleikar Til þess að breytingar á örorkulífeyriskerfinu beri árangur þurfa stjórnvöld að bregðast við því úrræðaleysi sem ríkir sem og miklum skorti á möguleikum fyrir fatlað fólk á vinnumarkaði. Ekki er fjallað um það í frumvarpsdrögunum hvaða aðgerða skuli grípa til svo tryggt sé að til staðar séu endurhæfingarúrræði. Í dag er biðin eftir endurhæfingu mjög löng víðs vegar um landið. Jafnræði á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis er lítið. En segjum sem svo að endurhæfing gangi vel og/eða einstaklingur sé reiðubúinn til virkni á vinnumarkaði með einum eða öðrum hætti. Hvað tekur þá við? Möguleikar fatlaðs fólks a vinnumarkaði eru afar takmarkaðir. Viðeigandi aðlögun (nauðsynlegar breytingar og lagfæringar til að tryggja að fatlað fólk fái notið mannréttinda til jafns við aðra) er víða ekki tryggð á vinnustöðum og fordómar mæta fötluðu fólki víða sömuleiðis. Ófullnægjandi frestur Frumvarpsdrögin eru afar umfangsmikil og því er miður að tíminn sem gefinn var til umsagnar hafi verið of skammur til að hægt hafi verið að bregðast við öllum atriðum draganna á þessu stigi. Ýmis atriði sem tókst ekki að taka með í umsögn ÖBÍ réttindasamtaka um drögin bíða því þar til frumvarpið hefur verið lagt fyrir þingið en það hefði verið gott að hafa svigrúm til að bregðast við drögunum að öllu leyti á þessu stigi málsins. Framhaldið Við hjá ÖBÍ réttindasamtökum erum meira en tilbúin til að fylgja umsögn okkar eftir. Við óskum eftir að eiga uppbyggilegt samtal við stjórnvöld og aðra hagaðila um frekari úrvinnslu frumvarpsins. Það er gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld geri það sem þarf til að tryggja að þau sem reiða sig á almannatryggingakerfið fái lifað mannsæmandi lífi og með reisn. Til þess að svo verði þurfa breytingar á kerfinu bæði að auka möguleika fatlaðs fólks til vinnu og að tryggja mannsæmandi kjör fyrir þau sem ekki geta unnið. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun