Vöxtur tækni- og hugverkaiðnaðar krefst sérhæfðs mannauðs Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir og Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifa 12. febrúar 2024 14:31 Samtök iðnaðarins gáfu nýverið út greiningu á mannauðs- og færniþörf sem leiðir í ljós að enn er veruleg vöntun á hæfu starfsfólki til starfa í tækni- og hugverkaiðnaði. Þörfin mun aðeins fara vaxandi á næstu árum. Tækni- og hugverkaiðnaður hefur verið í örum vexti undanfarin ár og hefur nú fest sig í sessi sem fjórða stoð útflutnings þjóðarbúsins. Útflutningstekjur tækni- og hugverkaiðnaðar hafa þrefaldast á síðastliðnum áratug en þær námu líklega um 250-280 milljörðum á síðasta ári. Hefur þessi vöxtur afar jákvæð áhrif á hagkerfi Íslands sem hefur orðið fjölbreyttara, sterkara og sveigjanlegra. Mikil vaxtartækifæri eru enn fyrir hendi í tækni- og hugverkaiðnaði en áframhaldandi vöxtur í greininni er óhugsandi nema ríkt framboð af sérhæfðri þekkingu, reynslu og mannauði sé til staðar. Fyrir tveimur árum gáfu SI út greiningu byggða á könnun meðal félagsmanna í tækni- og hugverkaiðnaði sem leiddi í ljós að fyrirtækin þyrftu að fjölga sérfræðimenntuðum starfsmönnum um 9.000 til næstu fimm ára til að halda í við vaxtaáætlanir þess tíma. Niðurstöðurnar nú eru í takti við fyrri greiningu og sýna að þessa fjölgun þurfi enn, aðeins til að anna lágmarksþörf. Nú þegar starfa í heild rúmlega 18 þúsund manns í tækni- og hugverkaiðnaði. Það er fjölgun um nær 4.100 manns á einum áratug eða 30%. Um er að ræða verðmæt hálaunastörf þar sem verðmætasköpun á vinnustund, þ.e. framleiðni, er umtalsvert meiri en almennt í hagkerfinu. Ennfremur leiðir greiningin í ljós að skortur á vinnuafli hefur heft vöxt fyrirtækja í tækni- og hugverkaiðnaði á undanförnum árum. Mikill meirihluti stjórnenda fyrirtækja svara því játandi að erfiðleikar við að finna rétt starfsfólk hafi heft vöxt fyrirtækjanna, eða 63% þátttakenda. Þó segja 26% þátttakenda að svo hafi ekki verið og eru það fremur lítil fyrirtæki sem falla í þann hóp. Heildarfjöldi starfsfólks þeirra fyrirtækja sem tóku þátt í könnuninni er 3.224 í dag en samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar vilja þau fyrirtæki fjölga starfsfólki um 2.498 á næstu fimm árum. Það er fjölgun um 77%. Gangi áætlanir þeirra eftir verður því heildarfjöldi starfsmanna þessara fyrirtækja 5.722 manns á næstu fimm árum. Því er áfram miðað við fjölgun um 9.000 manns á næstu fimm árum líkt og fram kom í fyrstu greiningu samtakanna. Sérfræðimenntað starfsfólk er stærsti hluti þeirra sem starfa í tækni- og hugverkaiðnaði. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar segja 66% þátttakenda að sérfræðimenntað vinnuafl sé á bilinu 81-100% af heildarfjölda starfsmanna hjá fyrirtækinu. Sé litið til viðhorfs stjórnenda fyrirtækjanna til innlends menntakerfis segja 63% þeirra að menntakerfið muni ekki mæta færniþörf þeirra á næstu fimm árum. Þar á meðal eru öll stærri fyrirtækin sem tóku þátt í könnuninni. 24% stjórnenda telja að menntakerfið muni mæta þeirra færniþörf á þessum tíma. Þar á meðal eru fyrst og fremst lítil fyrirtæki í tækni- og hugverkaiðnaði. Erfitt er að segja til um nákvæmlega hvaða sérþekkingu mun vanta á næstu árum en samkvæmt könnuninni segja stjórnendur fyrirtækjanna að það vanti fjölbreytta flóru sérfræðinga. Nefna þeir að það vanti allt frá tæknimenntuðu starfsfólki, svo sem: forritara, sérfræðinga í stafrænni vöruþróun, viðmótshönnuði, gervigreindarsérfræðinga, rafmagnsverkfræðinga, sérfræðinga í mekatróník o.fl., til reynslumikilla sölu- og markaðsfræðinga sem geta starfað á alþjóðamörkuðum, yfir í sérfræðinga í gæðastjórnun og umhverfismálum. Auðlind tækni- og hugverkaiðnaðar er fyrst og fremst hugvit og nýsköpun sem grundvallast á rannsóknum og þróun. SI hafa bent á það um árabil að fjárfesting í nýsköpun sé lykillinn að framleiðnivexti og framtíðarverðmætasköpun hagkerfisins. Auk þess er áhersla á nýsköpun, þ.e.a.s. öflugt rannsókna- og þróunarstarf, forsenda þess að leysa fjölmargar samfélagslegar áskoranir, til að mynda í loftslagsmálum og heilbrigðisþjónustu. Ekkert gerist þó án þess að fólk með rétta færni finnist til starfa í þeirri fjölbreyttu flóru fyrirtækja sem mynda tækni- og hugverkaiðnað. Því skiptir sköpum að tryggja að íslenskt menntakerfi sé í takti við tímann og samræmist eftirspurn. Þar að auki þarf Ísland að taka vel á móti erlendum sérfræðingum til landsins. Séu þessir þættir til staðar liggur fyrir að tækni- og hugverkaiðnaður mun vaxa og dafna til framtíðar, í þágu samfélagsins alls. Hulda er verkefnastjóri í mennta- og mannauðsmálum hjá Samtökum iðnaðarins og Nanna er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Nýsköpun Vinnumarkaður Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Sjá meira
Samtök iðnaðarins gáfu nýverið út greiningu á mannauðs- og færniþörf sem leiðir í ljós að enn er veruleg vöntun á hæfu starfsfólki til starfa í tækni- og hugverkaiðnaði. Þörfin mun aðeins fara vaxandi á næstu árum. Tækni- og hugverkaiðnaður hefur verið í örum vexti undanfarin ár og hefur nú fest sig í sessi sem fjórða stoð útflutnings þjóðarbúsins. Útflutningstekjur tækni- og hugverkaiðnaðar hafa þrefaldast á síðastliðnum áratug en þær námu líklega um 250-280 milljörðum á síðasta ári. Hefur þessi vöxtur afar jákvæð áhrif á hagkerfi Íslands sem hefur orðið fjölbreyttara, sterkara og sveigjanlegra. Mikil vaxtartækifæri eru enn fyrir hendi í tækni- og hugverkaiðnaði en áframhaldandi vöxtur í greininni er óhugsandi nema ríkt framboð af sérhæfðri þekkingu, reynslu og mannauði sé til staðar. Fyrir tveimur árum gáfu SI út greiningu byggða á könnun meðal félagsmanna í tækni- og hugverkaiðnaði sem leiddi í ljós að fyrirtækin þyrftu að fjölga sérfræðimenntuðum starfsmönnum um 9.000 til næstu fimm ára til að halda í við vaxtaáætlanir þess tíma. Niðurstöðurnar nú eru í takti við fyrri greiningu og sýna að þessa fjölgun þurfi enn, aðeins til að anna lágmarksþörf. Nú þegar starfa í heild rúmlega 18 þúsund manns í tækni- og hugverkaiðnaði. Það er fjölgun um nær 4.100 manns á einum áratug eða 30%. Um er að ræða verðmæt hálaunastörf þar sem verðmætasköpun á vinnustund, þ.e. framleiðni, er umtalsvert meiri en almennt í hagkerfinu. Ennfremur leiðir greiningin í ljós að skortur á vinnuafli hefur heft vöxt fyrirtækja í tækni- og hugverkaiðnaði á undanförnum árum. Mikill meirihluti stjórnenda fyrirtækja svara því játandi að erfiðleikar við að finna rétt starfsfólk hafi heft vöxt fyrirtækjanna, eða 63% þátttakenda. Þó segja 26% þátttakenda að svo hafi ekki verið og eru það fremur lítil fyrirtæki sem falla í þann hóp. Heildarfjöldi starfsfólks þeirra fyrirtækja sem tóku þátt í könnuninni er 3.224 í dag en samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar vilja þau fyrirtæki fjölga starfsfólki um 2.498 á næstu fimm árum. Það er fjölgun um 77%. Gangi áætlanir þeirra eftir verður því heildarfjöldi starfsmanna þessara fyrirtækja 5.722 manns á næstu fimm árum. Því er áfram miðað við fjölgun um 9.000 manns á næstu fimm árum líkt og fram kom í fyrstu greiningu samtakanna. Sérfræðimenntað starfsfólk er stærsti hluti þeirra sem starfa í tækni- og hugverkaiðnaði. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar segja 66% þátttakenda að sérfræðimenntað vinnuafl sé á bilinu 81-100% af heildarfjölda starfsmanna hjá fyrirtækinu. Sé litið til viðhorfs stjórnenda fyrirtækjanna til innlends menntakerfis segja 63% þeirra að menntakerfið muni ekki mæta færniþörf þeirra á næstu fimm árum. Þar á meðal eru öll stærri fyrirtækin sem tóku þátt í könnuninni. 24% stjórnenda telja að menntakerfið muni mæta þeirra færniþörf á þessum tíma. Þar á meðal eru fyrst og fremst lítil fyrirtæki í tækni- og hugverkaiðnaði. Erfitt er að segja til um nákvæmlega hvaða sérþekkingu mun vanta á næstu árum en samkvæmt könnuninni segja stjórnendur fyrirtækjanna að það vanti fjölbreytta flóru sérfræðinga. Nefna þeir að það vanti allt frá tæknimenntuðu starfsfólki, svo sem: forritara, sérfræðinga í stafrænni vöruþróun, viðmótshönnuði, gervigreindarsérfræðinga, rafmagnsverkfræðinga, sérfræðinga í mekatróník o.fl., til reynslumikilla sölu- og markaðsfræðinga sem geta starfað á alþjóðamörkuðum, yfir í sérfræðinga í gæðastjórnun og umhverfismálum. Auðlind tækni- og hugverkaiðnaðar er fyrst og fremst hugvit og nýsköpun sem grundvallast á rannsóknum og þróun. SI hafa bent á það um árabil að fjárfesting í nýsköpun sé lykillinn að framleiðnivexti og framtíðarverðmætasköpun hagkerfisins. Auk þess er áhersla á nýsköpun, þ.e.a.s. öflugt rannsókna- og þróunarstarf, forsenda þess að leysa fjölmargar samfélagslegar áskoranir, til að mynda í loftslagsmálum og heilbrigðisþjónustu. Ekkert gerist þó án þess að fólk með rétta færni finnist til starfa í þeirri fjölbreyttu flóru fyrirtækja sem mynda tækni- og hugverkaiðnað. Því skiptir sköpum að tryggja að íslenskt menntakerfi sé í takti við tímann og samræmist eftirspurn. Þar að auki þarf Ísland að taka vel á móti erlendum sérfræðingum til landsins. Séu þessir þættir til staðar liggur fyrir að tækni- og hugverkaiðnaður mun vaxa og dafna til framtíðar, í þágu samfélagsins alls. Hulda er verkefnastjóri í mennta- og mannauðsmálum hjá Samtökum iðnaðarins og Nanna er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun